Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 7 Verð á götuna: 1.295.000,- Aðrar vélarstærðir einnig á tager, viðbótarbúnaður tilg reindur: Honda Civic 1.6 VTi VTEC Honda Civic 1.5 LSi VTEC Honda Civic 1.4 Si 1.890.000,- 1.490.000,- 1.375.000,- 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöfl 15" álfelgur Fjarstýðar samlæsingar Sjálfskipting 100.000,- Rafdrifin sóllúga Höfuðpúðar aftan (H) 6 hátalarar 4 hátalarar Sportinnrétting Hæðarstillanlegt ökumannssæti HONDA Leðurstýri og leðurgírhnúður Simi: 520 1100 sandkorn Fréttir DV, Aknreyri: Friðrik hreinsar Blönduós: Áfall fyrir at- vinnulífift DV, Blönduósi: Starfsfólki hjá Fiski 2000 ehf. á Blönduósi var tilkynnt á fundi 23. mars að starfsemi myndi ekki hefj- ast á ný hjá fyrirtækinu. Vinnsla þar hefur legið niðri síðan fyrir jól. Einnig kom þar fram að tilraunir til að endurskipuleggja reksturinn í samvinnu við nýja aðila hefðu ekki borið árangur. Hjá Fiski 2000, sem rekið hefur fiskverkun á Blönduósi síðan haustið 1996, störfuöu oftast milli 30 og 40 manns, þannig að þessi staða er mjög alvarlegt áfall fyrir atvinnuástandið á Blönduósi. Fiskvinnslan var rekin í húsi sem Skúlahom hf. átti. Það fyrir- tæki var stofnað af Verkalýðsfélagi Austur-Húnavatnssýslu ásamt 8 sveitarfélögum í héraðinu til þess að leita eftir aðilum sem hefðu áhuga á að koma með nýja atvinnu- starfsemi til Blönduóss. Eftir að samningar tókust við Fisco hf. í Reykjavík um að hefja fiskvinnnslu var ráðist í framkvæmdir og reist 700 m2 hús 1996. -MÓ „Það er ekki hægt að neita því að hálfgert kvenmannsleysi virðist hrjá okkur og það hefur ekki enn tekist að finna konu til að taka eitt af fimm efstu sætunum," segir Frið- fmnur Hermannsson, formaður Al- þýðuflokksfélagsins á Húsavík, en töf hefur orðið á þvi að framboðs- listi Húsavíkurlistans, sem verður listi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og óháðra, verði lagður fram. í skoðanakönnun, sem fram fór á dögunum, urðu tveir kratar í tveim- ur efstu sætunum, Friðfmnur Her- mannsson og Jón Ásberg Salómons- son bæjarfulltrúi, og hlutu þeir jafn- mörg atkvæði. í næstu sætum komu tveir bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lags og óháðra, Tryggvi Jóhannsson og Kristján Ásgeirsson, og hlaut Tryggvi talsvert fleiri atkvæði. Fyrir þessa skoðanakönnun, sem var ekki bindandi, var frá því geng- ið að alþýðubandalagsmaður yrði í efsta sætinu og hefur til þessa a.m.k. verið gengið út frá þvi að Kristján myndi skipa það sæti. Að undanförnu hefur verið leitað að konu til að koma í eitt af efstu sæt- um listans en það hefur ekki tekist og sagði Friðfmnur Hermannsson að hann teldi ólíklegt að hægt yrði að ganga frá listanum á allra næstu dögum. -gk Framsókn á Akranesi: Fyrstu þrjú sætin óbreytt DV, Akranesi: Á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna á Akranesi laugardaginn 14. mars 1998 var tillaga uppstill- ingarnefndar að framboðslista Framsóknarflokksins á Akranesi til sveitarstjórnarkosninga vorið 1998 samþykkt samhljóða. Efstu sætin skipa: 1. Guðmundur Páll Jónsson starfsmannastjóri. 2. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir sjúkraliði. 3. Guðný Rún Sigurðardóttir rekstrarfræðingur. 4. Kjartan Kjartansson rekstrar- fræðingur. 5. Helga Magnúsdóttir leikskóla- stjóri. -DVÓ Rækjusjómönnum viö Djúp hótað veiðileyfissviptingu: Meðvituð mis- tök Fiskistofu - innQarðarækja skráð sem úthafsrækja við löndun Erfið fæðing hjá Húsavíkur- listanum Rauðifoss, sem fellur fram af klettum í Gatnabrún, skammt frá Vík í Mýrdal, er í klakaböndum vegna kuldans að undanförnu. ísinn i honum er litaður af mýrarauöa sem gerir hann framandi aö lit. DV-mynd Njöröur Helgason, Vik í fjármálaráðuneytinu eru menn þess fullvissir að Friðrik Sophusson sé á förum til ann- arra starfa. Hann hefur undan- farið rutt út úr ráðuneytinu ýms- um málum og starfsmennirnir segja að hann sé að hreinsa skrif- borðið fyrir nýj- an ráðherra. Þeir eru jafn- framt vissir um að nýi ráðherrann veröi Geir H. Haarde eins og við spáðum hér í gær. Sandkorn veðj- ar á að ráðherraskiptin verði til- kynnt í kringum páskana ... Leifur og Clinton Þegar Jón Baldvin Hanni- balsson afhenti trúnaðarbréf sitt í Hvíta húsinu í síðustu viku héldu bæði hann og BiU Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ræður. Aug- Ijóslega hafði áhersla Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta á söguleg tengsl landanna gegn- um landnám Grænlands og 1 kjölfar þess ferðir niðja Eiríks rauða Þorvaldsson- ar til meginlands Ameríku haft áhrif. í örstuttri ræðu sinni nefndi Clinton nefnilega „hinn mikla islenska sækönnuð" Leif Eiríksson hvorki meira né minna en þrisvar sinnum og kvað hann ævarandi vott um sterkan sjálfstæðisvilja beggja þjóðanna ... Flýtimeðferð Eins og greint hefur verið frá í DV voru forsvarsmenn Reikni- stofu fiskmarkaða sem og útgerð bátsins Guðbjargar GK ákærð fyrir kvótabrask á dögunum. Ákær- an var keyrð í gegn á mettíma og svo mikið lá á að birta Ólafi Jóhannssyni og félögum hana að embætti rík- islögreglu- stjóra barði það í gegn að héraðsdómur afgreiddi hana á helmingi skemmri tíma en vant er. Ólafi var svo birt ákæran þar sem hann var á körfuboltaleik fjarri heimaslóð- um. Sumir túlka þetta þannig að málið sé notað til að sýna sjó- mannaforystunni að hratt sé unnið gegn kvótabraski. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hafi náð samkomulagi við samnefndan dómsmálaráðherra um flýtimeðferð ... Verkó í vanda Fyrir skömmu voru um 40 manns úr forystu Verkó staddir í Brussel að kynna sér þróun í rétt- indabaráttu launamanna í ESB. Um miðnætti eitt kvöldið voru 10-15 þeirra menningarferð um eitt af kúltúr- hverfum borgar- innar og ætluðu að taka neðan- jarðarlest. Eftir að hafa beðið góða stund á inum komust þeir að raun um að lestimar voru hættar að ganga. Þá uppgötvuðu þeir einnig að búið var að loka brautarstöðinni. Það var ekki fyrr en Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, hringdi á lögregluna um neyðarsíma að blóma ís- lenskrar verkalýðshreyfingar var bjargað ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom (á;ff. is Fiskistofa sendi nokkrum rækju- útgerðarmönnum við ísafjarðardjúp aðvörunarbréf í síðustu viku þar sem segir aö þeir séu komnir yfir aflaheimildir í úthafsrækju og megi því búast við að verða sviptir veiði- leyfi. Útgerðarmennimir era afar ósáttir við þessa aðvöran þar sem hana má rekja til rangrar skráning- ar á afla í ísafiarðarhöfn þar sem innfiarðarrækja hefur verið skráð sem úthafsrækja. Jakob Jónsson hjá Fiskistofu seg- ir rétt að útgerðarmönnunum hafi verið sent bréf til að leiðrétta þessi mistök en hins vegar standi alls ekki til að svipta þá veiðileyfi. Mis- tök hafi átt sér stað í skráningu og því eigi útgerðarmennirnir enga sök á þessu en leiðrétting gangi aðvörunarbréf til hlutaðeigandi að- fljótar fyrir sig með því að senda út ila. -Sól HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifalið í verði bílsins I1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun ILoftpúðar fyrir ökumann og farþega iRafdrifnar rúður og speglar iVindskeið með bremsuljósi llitvarp og kassettutæki IHonda teppasett 114" dekk ►Samlæsingar ► ABS bremsukerfi IRyðvörn og skráning Nettaf^ FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI Haeó: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 50 cm i II 8.550,- 60 cm 9.140,- 80 cm 11.630,- ---- ' 100cm FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.