Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998
9
DV
Útlönd
Tveir drengir
myrtu skólafélaga
Tveir drengir, 11 og 13 ára,
myrtu í gærdag fjórar stúlkur og
einn kennara í vandlega skipu-
lagðri fyrirsát um grunnskóla í Jo-
nesboro í Arkansas í
Bandaríkjunum. Níu aðrar stúlkur
og einn kennari særðust í árásinni.
Drengirnir voru klæddir í felubún-
ing að hætti hermanna og vopnað-
ir skammbyssum og rifflum.
Að sögn lögreglu fengu
drengimir félaga sinn til að koma
brunavamakerfinu í skólanum af
stað, og földu sig á meðan í skóg-
lendi bak við skólann. Þeir hófu
svo skothríð á hóp skólasystkina
sinna og kennara sem komu hlaup-
andi út úr skólanum. Stúlkurnar
sem létust vom á aldrinum 11-14
ára. Ein lést samstundis. Hinar
þijár létust ásamt kennara sínum á
leið á sjúkrahús.
Lögregla handtók drengina tvo
Harmi lostnir foreldrar faðmast á
skólalóöinni í Jonesboro eftir hin
hrottafengnu morð í gær.
Símamynd Reuter.
er þeir reyndu að flýja af vettvangi.
Þeir sögðu ástæðuna fyrir morðim-
um vera þá að kærasta annars
þeirra hefði sagt honum upp.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti,
sem nú er í opinberri heimsókn í
Afríku, sagðist í gær vera miður
sín vegna atburðanna í heimaríki
sínu. Mike Huckabee, ríkisstjóri
Arkansas, sagðist í gær reiður út í
það samfélag sem gæti alið slíkt
hatur í brjósti 12 ára barns að það
gæti verið fært um annan eins
voðaverknað.
Mál drengjanna tveggja ætti að
fara fyrir unglingadómstól, en
Brent Davis, saksóknari í
Arkansas kannar nú hvort ekki sé
hægt að sækja þá til saka sem full-
orðna menn. Þetta er í þriöja sinn
á skömmum tima sem unglingar í
Bandaríkjunum myrða skóla-
systkini sín í skotárás.
Vilhjálmur prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, heilsar hér aðdáendum er hann heimsótti skóla í
Vancouver í gær. Vilhjálmur er í heimsókn í Kanada ásamt föður sínum og Harry bróöur sínum. Símamynd Reuter.
Clinton móðgar
Rúandastjórn
Ráðamenn í Rúanda eru móðgað-
ir vegna þess að Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti hyggst ekki skoða minn-
ismerkið um þjóðarmorðið sem
framið var 1994.
„Þetta átti að vera hápunktur
heimsóknar hans hér,“ sagði hátt-
settur embættismaður í Rúanda við
fréttamenn.
Bandaríkjamenn leggja hins veg-
ar áherslu á að ekki hafi verið ráð-
gert að leggja krans að minnis-
merkinu þegar ferðalag forsetans til
Afríku var skipulagt. Reyndar er
minnismerkið, sem er úr stein-
steypu og keramiki og skreytt haus-
kúpum og morðtólum, mjög umdeilt
í Rúanda þar sem spennan milli
tútsa og hútúa eykst á ný.
Clinton hyggst hins vegar hitta að
máli nokkra þeirra sem komust lífs
af úr blóðbaðinu á flugvellinum í
Kigali. Af öryggisástæðum mun for-
setinn ekki fara út af flugvellinum.
Að lokinni heimsókn sinni til Rú-
anda í dag mun Bandaríkjaforseti
snúa aftur til Úganda til leiðtoga-
fundar sex Mið- og Austur-Afríku-
Skólabörn f Úganda dansa fyrir
Clinton. Símamynd Reuter.
rikja. Á fundinum verður rætt
hvemig koma megi í veg fyrir þjóð-
armorð í framtíðinni. Auk þess
verða viðskipti og þróunarmál á
dagskrá.
Yfir hundrað lét-
ust í hvirfilbyl
Aö minnsta kosti 120 manns
létu lifið er hvirfllbylur gekk yfir
þorp í austurhluta Indlands í gær.
Um 500 manns er saknað eftir
hvirfilbylinn sem jafhaöi hús við
jörðu, felldi rafinagnsstaura og
velti vörubílum. 1100 slösuðust í
veðurhamnum og þúsundir eru
heimilislausar. Gífurlegar rign-
ingar og flóð hafa hindrað starf
björgunarmanna á svæðinu.
Harðir bardagar
í Kosovo
Harðir bardagar brutust út í
Kosovo í gær milli serbnesku lög-
reglunnar og og Albana í kjölfar
meintrar árásar skæruliða Al-
bana á lögreglu. Einn lögreglu-
maður lést og annar særðist.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja mögulegt að Frelsisher
Kosovo, sem berst fyrir sjálfstæði
landsins, hafi kynt undir róstun-
um til að hafa áhrif á viðræöur
Vesturlanda í Bonn í dag um frek-
ari efnahagsþvinganir gegn
Milosevic Júgóslavíuforseta. Ekki
er talið líklegt að gengið verði
jafn langt í aðgerðum gegn
Serbum og Bandaríkjamenn vilja.
Undiifatnaður
fiirir fermingar-
stúlhunaTöllum
regnbogans litum.
Full m af
glæsilegum
undirfatnaði.
Hinir vinsælu Power Acoustik
kraftmagnarar í bíla 2 x 300w
Efnnig flefri stærðir. Mikið úrval af bílaútvörp
um með geislaspilurum á frábæru verði s.s.
twood, Pioneer, Sony o.fl. Sanyo sexdi
bílageislaspilari.
hágæðavörum
Vinningshafar í
Krakkaklúbbshorninu
Hár, har, hár
3 aðalvinninjjar: miðar fyrir tvo á leikritið
Bugsy Malone ásamt nammikörfu.
Þorbergur Geirsson nr. 260791
Jónas K. Jónasson nr. 10345
Sveinbjörg A. Karlsdóttir nr. 3903
10 aukavinningar: sælgætiskarfa frá Felix.
Auður Ó. Hlynsdóttir nr. 7894
Agnes Gústafsdóttir nr. 7298
Birgir Þ. Þorbjömsson nr. 8940
Birgir Amgrímsson nr. 5164
Ester Ö. Sigurðardóttir nr. 11978
Agnar I. Traustason nr. 12539
Sóley R. Þórsdóttir nr. 12729
Þórður Guðbjömsson nr. 10169
Guðrún J. Guðmundsd. nr. 4614
Snæfríður Björgvinsd. nr. 10262
Krakkaklúbbur DV og Felix óska vinningshöfum
til hamingju með vinninginn. Þökkum öllum
sem voru með kærlega fyrir frátttökuna.
Vinningarnir veráa sendir vinningshöfum í pósti
. næstu daqa.