Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 Neytendur Þjófavarnarkerfi á heimilum: Verjumst innbrotum Nú nálgast páskar og þá ætla sjálfsagt margir að leggja land und- ir fót og fara í fri. En alls kyns hátiðum þar sem fólk bregður sér af bæ fylgir sú hætta að brotist verði inn í híbýli fólks. Neytendasíða DV fór á stúfana og kannaði þjófavarnarkerfi fyrir heimili. Eftir því sem næst verður komist bjóða þrjú fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu vaktaða gæslu fyrir heim- ili. Þau eru Securitas, Vari og Ör- yggismiðstöð Islands. Þessi fyrirtæki selja eða leigja þjófavamarkerfí til heimila. Kerfin eru tengd við stjómstöðvar fyrir- tækjanna sem bregðast við ef þau fara í gang. Talsvert úrval Það eru hins vegar fleiri fyrir- tæki en þessi þrjú áðurnefndu sem selja þjófavamarkerfi. Fyrirtækin Einar Farestveit og co., Ólafur Gíslason og co. og Skaftfell eru öll fyrir 4.056 krónur á mánuði og er það sett upp viðkomandi að kostn- aðarlausu. Allt viöhald og útköll er innifalið í leigugjaldinu. Við kerfið er hægt að bæta skynj- urum eftir þörfum hvers og eins. Hægt er að setja hluta kerfisins í varðstöðu þegar gengið er til náða. Einnig er hægt að kaupa þetta kerfi og kostar það uppkomið, miðað við þrjá skynjara, 90-100 þúsund krón- ur. Securitas býður einnig skamm- tímaleigukerfi. Uppsetning á slíku kerfi og leiga fyrstu tvær vikurnar kostar 9.800 krónur en 1.100 krónur bætast við fyrir hverja viðbótar- viku. Alls kyns skynjarar Öryggismiðstöð Islands býður þrjár grunngerðir af þjófavarnar- kerfum fyrir heimili. í fyrsta lagi má nefna svokallaða einfalda stjórnstöð með hreyfi-, vatns-, reykskynjara og sírenu. Sá búnaður er ekki tengdur við Ör- yggismiðstöð íslands. Það kerfi Öryggismiðstöðin býður fólki einnig að leigja kerfi sem tengd eru miðstöðinni. Þau kerfi innihalda þrjá skynjara og stjórnborð. Leiga fyrir slíkt kerfi er 4070 krónur á mánuði. Uppsetning kerfanna er innifalin. Þráðlaust eður ei Öryggisfyrirtækið Vari býður viðskipavinum sínum tvær grunn- gerðir af þjófavamarkerfum. Annars vegar er um að ræða þráðlaust kerfi með hreyfi- og reyk- skynjurum, hurðarrofa og þráð- lausri fjarstýringu með neyðar- hnappi. Slíkur búnaður kostar um 70.000 krónur með uppsetningu. Hins vegar býður Vari upp á kerfi með hreyfi- og reykskynjara, hurð- arrofa og talnaborð. Það kerfi er ekki þráðlaust og kostar það um 65-75 þúsund með uppsetningu. Bæði kerfin em tengd við stjóm- stöð Vara. Húsráðendur geta síðan látið setja upp viðbótar hreyfi-, vatns- og reyksskynjara. Algengt er 14.900 og inniheldur m.a. hreyfiskynjara, segulhurðar- skynjara, innisírenu ogneyðar- hnapp. Ódýrara kerfið kostar 6400 krónur og samanstendur af hreyfiskynjara, segulhurðaskynjara og innisírenu. Einar Farestveit býð- ur einnig upp á tvenns konar þráð- laus kerfi á 22.100 krónur og 35.900 krónur. Þau kerfi eru talsvert full- komnari en kapalkerfin. Uppsetning kerfanna er ekki inni- falin í verðinu hjá Einari Farestveit og co. Einföld kerfi Hjá Ólafi Gislasyni og co. eru til sölu þrjár gerðir af þjófavamarkerf- um. Kerfin eru öll það einfóld að gerð að fólk á sjálft að geta sett þau upp. Ódýrasta kerfið kostar 3940 krónur og er þar um að ræða ein- falda gerð með tökkum og sírenum. Dýrasta kerfið kostar 6953 krónur og þvi fylgja þrír hurðarsegulrofar, stjómstöð, hreyfiskynjari og sírena. Hjá fyrirtækinu Skaftfell er boðið Mikiö úrval er af alls kyns þjófavarnarkerfum á markaönum og því er rétt aö kanna alla möguleika áöur en slíkt kerfi er keypt eöa leigt. með þjófavamarkerfi. Fyrirtækið Glói býður einnig þjófavöm fyrir heimili í formi öryggisfilma sem gerir glerið í gluggum 300% sterkara en venjulegt gler. Leiga á kerfum Að sögn Þrastar Sigurðssonar, ör- yggisráðgjafa hjá Securitas, býður fyrirtækið upp á svokallaða Heima- vöm sem samanstendur af tveimur hreyfiskynjumm og einum reyk- skynjara. Kerfið er hægt að leigja kostar um 50.000 krónur með upp- setningu. Hægt er að bæta við hringibúnaði sem tengir kerfið við Öryggismiðstöðina. Þá er að auki innheimt svokallað þjónustugjald sem er 2800 krónur á mánuöi. I þriðja lagi býður Öryggismið- stööin upp á þráðlaust kerfi með hreyfi-, vatns-, og reykskynjuram, sírenum og hringibúnaði tengdum við stjómstöð. Sá búnaður kostar á milli 60 og 70 þúsund krónur auk 2800 króna í þjónustugjald. að vatnsskynjurum sé bætt við þvottavél og baðkar og gasskynjur- um við gashellur og gasarna. Þannig útbúin kerfi kosta uppkom- in um 120 þúsund krónur. Aðrir möguleikar Raftækjcifyrirtækið Einar Farest- veit og co. býöur til sölu nokkrar gerðir af þjófavarnarkerfum. í boði era tvær gerðir af kapal- kerfum. Kerfin era misjafhlega full- komin. Fullkomnara kerfið kostar upp á nokkrar gerðir af þjófavam- arkerfum. Grunnkerfi sem inniheld- ur m.a. stjómstöð, stjórnborð hreyfi-, vatns-, og reykskynjara og innbyggðan hringibúnað sem hægt er aö tengja við vaktfyrirtæki kost- ar u.þ.b. 35.000 krónur. Skýrt skal tekið fram að kerfin í þessari umfjöllun era mjög ólík og því er ekki um eiginlegan verðsam- anburð að ræða heldur örlitla kynn- ingu á því sem í boði er. -glm 1000 500 ! Tæknival Laus við reykingalykt Fáum þykir reykingalykt góð og ekki batnar lyktin daginn eft- ir góðan gleðskap. Látið vatn standa í fati í stofunni yfir nótt og þá verður lyktin horfin að morgni. Umhverfisvænir blettahreinsar í verslunum era á boðstólum alls kyns efni til blettahreinsun- ar. Þeim sem er annt um um- hverfið skal hins vegar bent á nokkra náttúrulega bletta- hreinsa. Ávaxtablettir: Notið blöndu með sítrónusýru, hálfa tsk. af sítrónusýru á móti 1 dl af vatni. Berjablettir: Hvítu taui má dýfa í sjóðandi vatn. Gamla bletti má bleikja í sól. Strjúkið þá með saft úr sítrónu nokkrum sinnum á meðan. Blóðblettir: Leggið í kalt salt- vatn (1 msk. af salti á móti 5 dl af vatni). Eggjablettir: Kalt vatn Fitublettir. Stráið volgu kart- öflumjöli yfir blettinn. Látið liggja næturlangt, þvoið svo í volgu sápuvatni. Einnig er hægt að nota rauðspritt. Grasgræna: Notið spritt Kaffiblettir: Nýja bletti má fjar- lægja með köldu vatni. Eldri bletti má fjarlægja með mjólk. Mjólkurblettir: Kalt vatn eða sápuvatn. Myglublettir. Leggið flíkina í súrmjólk næturlangt. Gott er að láta bita af piparrót út í mjólk- ina. Olíublettir: Nuddið smjöri í og þvoið í volgu sápuvatni. Rauðvínsblettir: Stráið salti yfir og leggið í kalt vatn. Ryðblettir: Sítrónusýralausn eða óblönduð vínsýra. Súkkulaðiblettir: Þvoið í köldu vatni eða nuddið með sápu eða súrmjólk. Teblettir: Dýfið í sjóðandi vatn eða þvoið með mjólk. Tyggigúmmí: Frystið flíkina og myljið tyggigúmmiið svo úr. (Heimild: Græna bókin). ísinn bætir bragð Lyf bragðast oft illa og erfitt getur verið að fá lítil böm til að kyngja þeim. Gefðu barninu svolítinn ís í byrjun. ísinn lamar bragðlaukana svo lyfjabragðið finnst ekki. Gljáandi silfur Ef þú þarft að fægja silfur í skyndi en hefur ekki fægiefni við höndina skaltu smyrja svolitlu tannkremi á rakan klút eða bóm- ull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.