Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998
Fijálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Guðmundarmálið
Engin dómsmál hafa skekið hið smáa íslenska
samfélag jafn rækilega og þau sem á sínum tíma
tengdust hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona.
Öldur þeirra risu um allt þjóðfélagið, skullu með hávaða
inn á Alþingi, og hafa ekki enn dáið út.
Fáir sem að málunum komu sluppu ólemstraðir.
FuUkomlega saklausum einstaklingum var haldið í
ómanneskjulegri einangrun gæsluvarðhalds svo mánuð-
um skipti. Vitanlega urðu fáir jafn harkalega úti og þeir.
í þeirra tilviki urðu réttarríkinu á gróf mistök og það
tók hin saklausu fórnarlömb langan tíma að byggja líf
sitt upp á ný. Síðar kom í ljós að réttarríkinu urðu á
mistök varðandi fleiri þætti málsins en þá sem vörðuðu
varðhaldsvist saklausra manna.
Aðferðirnar, sem beitt var á sínum tíma, voru vægst
sagt umdeilanlegar. Sakbomingamir, sem að lokum
hlutu dóm, héldu því raunar fram að þær hefðu verið
ólöglegar. Þeir hafa ítrekað staðhæft að játningar þeirra
hefðu verið þvingaðar fram.
Þessum ásökunum var jafhan neitað af stjómvöldum.
Það liggur hins vegar fyrir að staðhæfingar þeirra
standast ekki próf veruleikans. Heimildarþáttur Sigur-
steins Mássonar sem sýndur var í fyrra staðfesti það
rækilega.
Fyrrverandi fangelsisprestur, sr. Jón Bjarman, lýsti
ítarlega hvemig hann varð vitni að því að Sævar
Cicielski var beittur harðræði. Málamyndarannsókn á
meintu harðræði virtist fremur vera gerð til að hylma
yfir saknæma háttsemi en upplýsa hið sanna.
Hallvarður Einvarðsson, síðar ríkissaksóknari, og
Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglumaður hafa borið
að þeir hafi séð fangavörð slá Sævar. Fyrrverandi
fangavörður hefur lýst hvemig fótjárnum, handjámum,
pústrum og vísi að drekkingu var beitt til að lama
mótstöðu fangans.
Heimildarþátturinn staðfesti að ásakanir um harðræði
gagnvart fóngunum voru sannar. Af sjálfu leiddi þá, að
óhjákvæmilegt er að taka mark á staðhæfingum þeirra
um að játningarnar hafi verið marklausar, knúðar fram
með harðræði sem á köflum stappaði nærri pyndingu.
í framhaldi sótti Sævar um endurupptöku á máli sínu.
Ósk hans var hafnað. Niðurstaðan var að til að slíkt væri
hægt þyrfti að breyta lögum. Það mætti ætla að
stjómvöld hefðu í kjölfarið látið til skarar skríða og beitt
sér fyrir breytingum. Það hefur illu heilli ekki gerst.
Nú hafa enn gerst tíðindi í því máli sem varðar hvarf
Guðmundar Einarssonar. í viðtali við Morgunblaðið
fyrir skömmu lýsir Gísli Guðmundsson, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn, viðhorfum sínum til málsins. En
rannsókn málsins hvíldi langmest á hans herðum.
Niðurstaða lögregluþjónsins er að hvarf Guðmundar
Einarssonar hafi ekki borið að með þeim hætti sem
byggt er á í ákæm og síðar dómi. Niðurstaða hans er
þessi: „Ég væri að segja ósatt ef ég segðist trúa
niðurstöðu rannsóknarinnar.“
Þessi einlæga niðurstaða lögregluþjóns sem í elli sinni
lítur yfir rannsókn þess máls sem honum er efst í huga
á löngum ferli er afar athyglisverð. Hún er enn ein
vísbendingin um að dómurinn í þessu umdeildasta máli
aldarinnar kunni að vera rangur.
Orð Gísla Guðmundssonar sýna betur en flest annað
hversu brýnt er að breyta lögum svo Hæstiréttur geti á
nýjan leik tekið fyrir mál á borð við hvarf Guðmundar
Einarssonar í ljósi nýrra vísbendinga.
Össur Skarphéðinsson
Nor&menn hafa sinn eigin her og eru frekar stoltir af honum, segir Haraldur m.a. í grein sinni,
Norræn sérkenni
Kjallarinn
Haraldur
Jónsson
myndlistarmaöur
vorkomuna varðar. Það
er löngu orðið ljóst að
gott veður er og verður
alltaf aðeins í nösunum
á hinum íslensku veður-
guðum. Þeir meina ekk-
ert með því og skipta
um skoðun um leið og
við erum búin að skipta
um fot.
Hol króna
Hér í Noregi kemur
samt margt kunnuglega
fyrir sjónir. Verðlagið
er svipað þó að við
stöndum nú greinilega
betur gagnvart norsku
krónunni en oft áður.
Hún hefur horast og það
á mjög myndrænan
„A sama tíma og við erum neydd
til að vernda hvali eru auglýstar í
Bandaríkjunum óbeinar vændis-
ferðir upp á hið íslenska háhita-
svæði. Það verður einungis til að
bæta bleiku ofan á blátt. “
Þegar við hugs-
um um hin upp-
runalegu sérkenni
okkar megum við
aldrei gleyma Nor-
egi. Það þarf samt
töluvert hugrekki
til að stíga upp úr
íslenskum snjó-
skafli yfir í þann
norska. Þegar við
gerum það erum
við líka í raun að
flytja aftur til for-
eldranna. Það
verður þó auðvitað
alltaf spurning
hvort við erum yf-
irhöfuð norsk frek-
ar en til dæmis
flnnsk eða ung-
versk. Við erum
kannski rang-
feðruð eftir allt
saman og norrænt
samstarf byggt á
misskilningi.
Ákveðnari
veðurguðir
En það er alveg
jafnmikill snjór
héma í Noregi og
heima. Áferðin er svipuð og litur-
inn sömuleiðis. Hann er þó af ein-
hverjum undarlegum orsökum
öðruvísi á bragðið; meira pipar-
bragð af honum og hann bráðnar
líka fyrr í munninum. Nú er nefni-
lega vinsælt að borða snjó hér um
slóðir og á að vera gott fyrir lík-
amsstarfsemina að leggja sér
ferskan snjó til munns.
Það er líka ákveðin lífsreynsla
að flnna fyrir fasaskiptunum og
leysingunum uppi í sér löngu áður
en vorið sjálft er komið. Norsku
veðurguðirnir eru samt mun
ákveðnari en þeir islensku hvað
hátt. Einnar krónu myntin þeirra
breytti nefnilega um lögun í vetur
og er nú hol að innan með gati i
miðjunni. Það var gert til að
minnka efniskostnaðinn.
Samt virðist olían ekki breyta
neinu um verðlagið og enn er
smurt á verð hlutanna héma og þá
sérstaklega á tóbakið og aðrar
reykvörur. Hér má samt víða
sjúga að sér sígarettureyk en
næstum því hvergi má blása hon-
um út úr sér. Reykingamann er að
fmna í hverri einustu fjölskyldu
og skapar þetta því óneitanlega
ákveðna spennu hjá nánustu ætt-
ingjum. Hér er ekki að flnna reyk-
lausar fjölskyldur eins og á Is-
landi.
Hvalir og konur
Norðmenn sem slíkir halda
samt örugglega hinum upphaflegu
sérkennum sínum betur en við
gemm sem þjóð. Þeir hafa sinn
eigin her og era frekar stoltir af
honum. Þeir halda líka áfram að
veiða hvalina en liggja ekki í sím-
anum og hlusta á barlóminn í
mönnum frá Ameríku sem vilja
endilega skila okkur bráðþroska
háhymingi sem afsalaði sér ís-
lenskum ríkisborgararétti þegar
við tveggja ára aldur.
Það vill stundum gleymast að
allar aðrar þjóðir Norður-Atlants-
hafsins halda sömuleiðis ótrauðar
áfram að fanga ýmsar hvalateg-
undir. Og þar eru Bandaríkja-
menn heldur ekki undanskildir.
Með hverjum deginum verður það
því æ óskiljanlegra hvemig við
látum hin ólíku vemdarsamtök
valta yfir okkur. Hvað ætli okkur
verði bannað að gera næst?
Á sama tíma og við erum neydd
til að vernda hvali em auglýstar í
Bandarikjunum óbeinar vændis-
ferðir upp á hið íslenska háhita-
svæði. Það verður eingöngu til að
bæta bleiku ofan á blátt. Frelsi í
kynferðismálum hefur nefnilega
verið eitt af sérkennum okkar.
Miklu frekar en til dæmis Norð-
manna. En nú eru ákveðnir aðilar
byrjaðir að gera sér gróðalind úr
þessu séríslenska fyrirbæri og
gefa út veiðileyfl á íslenskar kon-
ur. Það er orðið morgunljóst að
þessir menn bera meiri virðingu
fyrir hvölum en konunum okkar
og það í þeim eina tilgangi að
auka hinar margumtöluðu gjald-
eyristekjur.
Haraldur Jónsson
Skoðanir annarra
Norrænt og evrópskt samstarf
„í alþjóðlegum samskiptum skiptir það sköpum
fyrir íslendinga að koma á framfæri sjónarmiðum
alls staðar, þar sem þau mál em á dagskrá er varða
þjóðarhagsmuni. Við þurfum því að halda vöku okk-
ar, bregðast við breyttum aðstæðum með skjótum
hætti og eiga öfluga utanríkisþjónustu. Við stöndum
ekki frammi fyrir spumingunni um það, hvort við
eigum frekar að ástunda norrænt samstarf, heldur
ber okkur að rækta samskiptin bæði við Norðurlönd
og ríki meginlands Evrópu auk annarra ríkja."
Halldór Ásgrímsson í Degi 24. mars.
Sjómannadeilan
„Inngrip stjórnvalda í kjaradeilur eru mjög vara-
söm og kreflast mikillar varfæmi og yfirburða þekk-
ingar. í þessari kjaradeilu virðist sem stjórnvöld
hafi ekki kynnt sér málið nógu vel og komið með til-
lögur sem eru vanhugsaðar og óvandaðar. Sem bet-
ur fer eiga þegnar þessa lands rétt á að hafna eða
samþykkja miðlunartillögur, bæði launþegar og at-
vinnurekendur. ... Það er ábyrgðarleysi og rangt af
stjómvöldum að segja að útgerðarmenn séu skamm-
sýnir með því að samþykkja ekki miðlunartillöguna
sem er eins óvönduð og raun ber vitni.“
Guðmundur Kristjánsson í Mbl. 24. mars.
Ný skólastefna
„Það verður að segja menntamálaráðherra til
hróss, að hann brestur ekki kjark þótt hár garður sé
fram undan. Ný skólastefna sýnir það. ... Háleit
stefna er ekki pappírsins virði ef höndum er kastað
til við framkvæmdina. Lykilatriðið í framkvæmd
nýrrar skólastefnu er kennarar. Til að stefhan nái
fram að ganga þarf að manna skólana með áhuga-
sömum og vel menntuðum kennurum. Eftir flutning
grunnskólans til sveitarfélaganna er þessi þáttur
ekki lengur í höndum ríkisins og því er það undir
sveitarfélögunum komið hvernig til tekst.“
Úr forsíðugrein Vísbendingar 20. mars.