Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 28
60 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 DV onn Ummæli Frjálshyggju- stjórnin Ríkisstjórn íslands kennir sig við frjáls- ! hyggju, en þeirri stjórnarsteftiu er . ekki sérlega ætl- { að að gera þegn- ana frjálsa, heldur gefa þeim sem eiga fjármagn frelsi til að nýta það á kostnað hinna.“ Árni Björnsson læknir, í DV. Hannaðir stjómmálamenn „Ég sé ekki tilganginn í því að vera í pólitík eigi aug- lýsingastofur að sjá um hönnunina á stjórnmála- mönnum og reglan verði sú að sá sem getur keypt sig inn í prófkjör fyrir fimm milljón- ir króna ráði þjóðfélaginu." Svavar Gestsson alþingis- maöur, í Degi. Stjórnarandstaðan „Ásaki menn stjórnmála- andstöðu fyrir að vera slappa er skýringin ekki sú að forsætis- ráðherra sé skemmtilegur.“ Sighvatur Björg- vinsson alþing- ismaöur, í Degi. Tekur því ekki að stela „Það er engin ástæða til að vera að stela vörunum frá okkur. Það tekur því ekki að reyna þaö, verðiö er svo lágt.“ Jón Steingrímsson, for- stöðum. BT-tölva, eftir að reynt var að brjótast inn, í Degi. Útvegsmenn ljúga Þeír hafa i rauninni aldr- ei verið að greiða það sem þeir hafa sagt þjóð- inni að þeir hafi verið að greiða. Það er bara lygi og ekkert annað." Guðjón A. Kristjánsson, form. Far- mannasambandsins, um útgerðarmenn, í Morgun- blaðinu. Ólæsi og læsi „Áður stafaði ólæsi af því að fólk hafði ekki lært að lesa ... Nú er öldin önnur. Ólæsi manna stafar af því að þeir hafa lært að lesa og gengið í skóla.“ Guðbergur Bergsson rit- höfundur, í DV. Málfríður Lorange sálfræðingur: Ofvirkni í börnum algengari en fólk gerir sér grein fyrir A vegum nýstofnaðrar fræðsluþjón- ustu um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, sem hlotið hefur nafnið Eirð, verður haldið námskeið í Gerðu- bergi um ofvirkni bama og unglinga á fostudag og laugardag. Að Eirð stend- ur fagfólk sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Dalbrautarskóla. Öll hafa þau langa reynslu í greiningu ---------------------------------- og meðferð ofvirkra Maður dagsins er því mikilvægt að gera sér grein fyr- ir því að skilgreiningin er alltaf líf- fræðileg. Börnin koma síðan til okkar í nákvæma úttekt og mat með tilliti til þroska og hegðunar." Málfríður segir að ekki séu til tölur um það hversu algeng ofvirkni er hjá íslenskum börnum. „Við höfum ekki verið nógu dugleg að gera fagfræðileg- barna og unglinga og ráðgjöf við foreldra og kennara. Ein úr hópnum er Málfríður Lorange sálfræðingur og var hún spurð um þetta námskeið: „Námskeiðið verður um athyglisbrest og ofvirkni hjá börn- um og unglingum og er tekið á málinu frá ýmsum hliðum, meðal annars fjall- að um greiningu, framvindu og horf- ur, orsakir, lyfjameðferð og hvernig fjölskyldan á að nálgast vandamálið.“ Málfríður hefur starfað á Barna- og geðdeild Landspitalans hálft annað ár og því kynnst vel börnum sem eru haldin ofvirkni: „Til okkar er vísað börnum sem hafa fengið frumgrein- ingu. Þetta eru böm með viðvarandi hegðunarröskun sem kemur fram fyr- ir sjö ára aldur og lýsir sér einkum í athyglisbresti, hvatvísi og mikilli hreyfivirkni. Orsakirnar eru líffræði- legar, annaðhvort er þetta meðfætt ástand eða það getur komið fram sem afleiðing af áfalli, til dæmis heila- himnubólgu eða slysi. Stundum er þetta kallað dulin fötlun vegna þess að fólk áttar sig ekki strax á þessu. Þá er oft kennt um slæmu uppeldi, óþekkt, leti eða einhverju öðru utanaðkomandi. Það Málfríöur Lorange. ar rannsóknir, sem ætti samt að vera tiltölulega auðvelt hér á landi. Erlend- ar tölur eru alveg frá 4% upp í 7% og ef við mundum skjóta á að það væri 4% hjá okkur þá er það há tíðni. Ég vil taka það fram að yfirleitt eru þessi börn vel gefin. Ofvirkni og athyglibrestur stafar ekki af greindarskorti, langt í frá, en það má segja það að ofvirkni í bömum er tiltölulega algengari held- ur en fólk gerir sér grein fyrir og það er mikilvægt að þessi börn fái með- ferð við hæfi snemma." Málfríður er spurð um Eirð og tilefnið af stofnun þjónustunnar: „Það hefur verið mikil ásókn til okkar sem störfum að þessum málum um að halda fyrirlestra um geðheilsu barna og unglinga og þar sem við eram öll önnum kafrn vantaði gott skipulag á þessa starfsemi og því var Eirð stofnað í þeim tilgangi að halda betur utan um starfsemina, sjá um skipulagningu fyrirlestr- anna og ráðleggingar og er hugmynd- in sú að í framtíðinni verði starfs- fræðsluþjónustunnar víðara, meðal annars tekið á hegðunar- vandkvæðum, þunglyndi og fleira. Þá má geta þess að næsta námskeið sem við munum halda er ein- göngu fyrir foreldra. Það skiptir miklu máli að for- eldrar viti mn hvað málið snýst og hvaða aðferðum á að beita, en alltof oft hefur það gerst að foreldrar em í einrúmi að reyna eitthvað sem ekki gengur. Það eru til þekktar leiðir sem hafa gefist vel og þær leiðir þurfa foreldrar að kunna og það er okkar að koma þessum upplýsingum til þeirra." Tjarnarkvartettinn syngur í Hafnarborg í kvöld. Tónlist fyrir alla Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal lýkur tón- leikasyrpu sinni í tónleika- röðinni Tónlist fyrir alla annað kvöld í Hafnarborg kl. 20.30. Á dagskrá er ís- lensk tónlist, meðal annars fimmundarsöngur og fá- breyttur rímnasöngur. Þá ^erður fjallað um íslensk tónskáld í tali og tónum. Tjarnarkvartettinn skipa Kristján Hjartarson, bassi, Hjörleifur Hjartarson, ten- ór, Kristjana Amgrímsdótt- ir, alt og Rósa Kristín Bald- ursdóttir, sópran. Tónleikar Skátasöngur í kvöld standa Skátakór- inn í Hafnarfirði og Skáta- kórinn í Reykjavík fyrir sameiginlegum tónleikum í Friðrikskapellu kl. 20.30. Á efnisskrá eru blanda af skátalögum og öðrum lög- um og munu kóramir syngja saman og í sitt hvoru lagi. Kórstjórar eru Kristjana Þórdís Ásgeirs- dóttir og Steingrímur Þór- hallsson. Myndgátan Glaseygður maður Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. FH og Haukar í leik fyrr í vetur. FH og Haukar í úrslitakeppninni Úrslitakeppnin i 1. deild karla í handboltanum heldur áfi’am og era í kvöld tveir leikir. Það vekur athygli að Hafnarfjarðarliðin mætast í innbyrðis slag um sæti í fjórðungsúrslitum og er fyrsti leikurinn í kvöld. FH á heima- leik. í Framhúsinu leika Fram og ÍBV sinn fyrsta leik. Báðir leik- irnir hefjast kl. 20. í úrslitakeppninni í körfubolta er i kvöld oddaleikurinn á milli KR og Tindastóls og er hann leik- inn á Seltjamamesi. íþróttir í kvöld gæti ráðist hverjir verða íslandsmeistarar i blaki karla, þá leika Þróttur Reykjavík og Stjarnan sinn þriðja leik. Þróttarar eru þegar búnir að inn- byrða tvo sigra og vinni þeir í kvöld eru þeir íslandsmeistarar. Nokkrir leikir eru í fótboltan- um í kvöld. I deildarbikar karla leika á Ásvelli, Grindavik-Kefla- vík kl. 18.30 og FH-Selfoss kl. 20.30. í Reykjavíkurmótinu era þrír leikir, Þróttur-Víkingur leika í Laugardal kl. 20.30, ÍR-Leiknii’ á Leiknisvelli kl. 18.30 og Fjölnir-Ármann á sama velli kl. 20.30. Bridge í undankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni voru spiluð forgefin spil og sömu spil spiluð í öllum leikjum. Það fyrirkomulag gerði all- an samanburð skemmtilegri og um- ræður oft fjörugar um spilin. I þessu spili í 6. umferð mótsins er 6 tígla samningur borðleggjandi og þarf lítið að hafa fyrir því að fá 12 slagi. Hins vegar reyndist það mörgum pörum erfitt að ná þeim samningi, enda náðu AV oft að hindra hressilega með spaðasögnum. Svo skrýtilega sem það hljómar, þá var algengar að NS spiluðu 4 hjörtu á hendur NS heldur en hinn upplagða slemmusamning í tígli. Legan var vægast sagt óhagstæð sagnhafa í fjórum hjörtum og fóra þeir yfirleitt 2-4 niður í þeim samningi. NS áttu hægar um vik ef AV fóra sér rólega í sögnum. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, suður gjafari og AV á hættu: 4 G103 m - 4 DG109754 * 1097 4 Á542 «4 G96532 ♦ - 4 642 4 6 44 ÁK10874 ♦ ÁK8 4 ÁK5 Suður Vestur Noröur Austur 14 14 pass 3 4 dobl pass 5 4 pass 64 Suður lendir í miklum vandræð- um ef austur stekkur alla leið í 4 spaða og óvíst er að NS hefðu þá náð slemmunni. Samningurinn var 4 hjörtu á hinu borðinu í leiknum sem fóra 3 niður og sveiflan því 14 impar. ísak Öm Sigurðsson 4 KD987 44 D 4 632 4 DG83 i i I I i I I i I ( i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.