Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 JjV 56 ikyikmyndir Kýidu á þær Hnefaleikamyndir eru ein vin- sælasta undirgrein íþróttamynda. Þær eru svo fjölbreytilegar að erhtt er að sjá í þeim nokkra heild. Þær geta verið tilfmningaþrungnar, dramatísk- ar eða kómískar, og kannski eiga þær það aðeins sammerkt að í flestum til- vikum hverfast þær um leikinn sjáif- an. Fáar eftirminnilegar gamanmyndir hafa verið gerðar um hnefaleika- keppni og ástæðan er eflaust sú að erfitt er að skoða íþróttina í kómísku ljósi. Að mínu mati hefur enginn leik- stjóri náð að draga upp kostulegri mynd af hnefaleikum en Charles Chaplin gerði i The Champion (1915), en þar stigur flækingurinn í hringinn gegn mun þyngri andstæðingi sem hann virðist í fljótu bragði ekkert eiga í. Sidney Poitier gerði 60 árum síðar gamanmyndina Let’s Do It Again (1975) um horrenglu sem er dáleiddur af tveimur svindlurum (Sidney Poiti- er og Bilí Cosby) en þeir ætla að græða fúlgur meö því að veðja á hann. Jimmie Walker er ffábær í hlutverki hnefaleikarans sem hegðar sér eins og þungavigtarmaður en litur út fyrir að vera of léttur til þess að geta barist í ' fluguvigtarflokki. Ein frægasta hnefaleikamynd allra tíma er The Champ (1931) í leikstjóm Kings Vidor. Hér flæða tiifinningam- ar hömlulaust, en myndin segir frá drykkfellda hnefaleikakappanum Andy Purcell (Wallace Beery) sem býr með ungum syni sínum (Jackie Cooper). Andy hefur ekki tekið þátt í bardaga um nokkurt skeið en gefst kostur á að stíga inn í hringinn aftur. Hann vill tryggja framtíð sonar síns en bardaginn endar með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Beery fékk óskar- inn fyrir ffammistöðu sína í mynd- inni en leikur þeirra feðga er með ágætum. Myndin var endurgerð af ítalanum Franco ZefFireOi árið 1979 og léku þá Jon Voight og Rick Schroder feðgana. Báöar útgáfur era margra vasaklúta myndir og aðeins fyrir mestu hörkutól. Mynd Sylvesters Stallone Rocky (1976) á ýmislegt sam- eiginlegt með þessum myndum, en þar fær ungur hnefaleikari eitt tæki- færi til að sigra heiminn. Aðrar myndir lýsa þeirri spillingu sem einkennir hnefaleikaheiminn og í þeim er dregin upp hvöss mynd af boxi sem villimannlegri íþrótt. Nokkrar noir-myndir snúast um hnefaleikakappa, t.d. 99 River Street (1953) sem segir frá þungavigtar- Chaplin gerði The Champion 1915. Ein frægasta hnefaleikakvikmynd allra myndinni er Robert De Niro í hlutverki ? ® P P % % í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 20.-22. mars. Tekjur i mllljónum dollara og helldartekjur Ellefu óskarsverðlaun ogenn Það fór eins og flestir spáðu, Titanic var yfir burðasigurvegari við afhendingu óskarsverð- launanna í fyrrakvöld. Uppskeran var ellefu óskarar og þar meö jafnaði hún met Ben Hur frá árinu 1959. Titanic gefur ekkert eftir í aðsókn. Undirritaður hafði spáð því í síöustu viku aö „forseta- myndin" Primary Colors myndi ná efsta sætinu. Það gekk ekki eftir heldur styrkti Titanlc stööu sína á listanum og er þetta fjórtánda vikan í röö sem hún skipar efsta sætiö. Auk Primary Colors kemur ný inn á listann táninga- tryllirinn Wild Things og nýjasta kvikmynd slagsmálaleikarans Jackies Chans, Mr. Nice Guy, en aösóknartölur sýna aö vinsældir Chans í Bandaríkjunum fara dvínandi. Ein mynd er búin aö vera oftar á listanum en Titanic. Er það L.A. Confidental sem hefur veriö meira og minna á listanum frá þvt síöast- liöiö sumar. Voru aöstandendur myndarinnar gagnrýndir fyrir slæma mark- aössetningu á myndinni sem flestir gagnrýnendur hafa sett efsta á blað yfir lestu myndir síftasta árs.-HK Tekjur Helldartekjur i. (i) Titanlc 17.165 494.514 2. (-) Primary Colors 12.045 12.045 3. (2) The Man in the Iron Mask 11.077 34.483 4- (-) Wild Things 9.622 9.622 5. (3) U.S. Marshall 7.225 43.556 6. (-) Mr. Nice Guys 5.250 5.442 7.(4) Good Wlll Huntlng 4.026 115.579 8. (5) As Good as It Gets 3.260 125.803 9. (5) The Wedding Singer 3.254 68.391 10. (6) The Big Lebowskl 1.830 13.771 11. (7) Twlllght 1.624 13.192 12. (11) L.A. Confldental 1.496 57.505 13. (8) Hush 1.250 12.622 14. (13) The Apostle 1.169 16.636 15. (12) The Borrowers 1.041 20.601 16. (19) Everest 0.620 2.360 17. (10) Dark City 0.415 13.562 18. (15) Caught up 0.369 5.966 19. (-) The Full Monty 0.364 44.288 20. (16) Dangerous Beauty 0.356 2.965 rCTi manni sem ekur leigubíl eftir að hafa verið sleginn út úr hringn- um. Harðari ádeilu á hnefaleika- lifið má fmna í Body and Soul (1947), en þar leikur John Garfield hnefaleika- kappann Charley Davis sem smám sam- an tapar átt- um eftir því sem vegur hans innan hringsins vex. Þetta er ein besta hnefaleika- mynd allra tíma og Martin Scor- sese viður- kennir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá henni við gerð myndar sinnar Raging Bull (1980). Síðasta mynd Humphreys Bog- art, The Harder They Fall (1956), gekk jafnvel enn lengra í því að lýsa ítök- um þeirra glæpamanna sem kaupa og selja útkomu leikja með það í huga að græða á veðmálum. Síðast en ekki síst má nefna mynd- ir sem lýsa lífsferli goðsagna í hnefa- leikaheiminum. Gentleman Jim (1942) segir frá fyrsta þungavigtarmeistar- anum, „Gentleman Jim“ Corbett, sem leikinn er af Errol Flynn. Joe Louis, einn mesti hnefaleikari alira tíma, er tekinn fyrir í The Joe Louis Story (1953) og Jake La Motta í Raging Bull (1980). Að lokum má minna á heimild- armyndina When We Were Kings (1996) sem nýkomin er út á mynd- bandi. Hún segir frá frægum bardaga Muhammeds Ali og George Forman í Saír 1974, en hinn hárprúði Don King markaðssetti leikinn undir nafhinu frumskógargnýr (Rumble in the Jungle). ge tíma er Raging Bull. A Jake La Motta. Heimildarmyndin When We were Kings, þar sem fylgst er meó Muhammed Ali, hefur feng- ið mjög góðar viötökur og meðal annars ósk- arsverölaun sem besta heimildarmynd. /AOL/lI Sambíóin taka á næstu vikum og mánuðum nokkrar myndir til sýn- ingar sem eiga það sammerkt að fjalla um baráttu við óhræsi af öllum stærðum og gerðum. Þar má meöal annars ftnna raðmorðingja, geimver- ur, djöfla sem nærast á mannakjöti og síðast en ekki sist lifsseiga mús með jafnmörg líf og meðalköttur. Fallen í Fallen, sem tekin verður til sýn- ingar á næstu dögum, eltast tveir leynilögreglumenn í Chicago við raðmoröingja. Hann næst og er leidd- ur fyrir dóm þar sem hann er sak- felldur og dæmdur til dauða. Það kemur þvi lögreglunni á óvart þegar morðin halda áfram með sama hætti og áður. Með aðal- hlutverk i myndinni fara Denzel Was- hington, John Goodman og Don- ald Sutherland. iere Sphere, sem gerð er eftir skáldsögu Michaels Cricht- ons, finnst 300 ára gamalt geimfar á botni Kyrrahafsins. Þegar visinda- menn eru sendir um borð taka að berast skilaboð sem verða sifellt óhugnanlegri. Áður en langt um líð- ur taka þeir að týna tölunni. Mynd- inni er leikstýrt af Barry Levinson og í helstu hlutverkum eru Dustin Hofiman, Samuel L. Jackson, Sharon Stone og Peter Coyote. Mousehunt Godzilla er án efa stærsta óhræsið sem þrammar inn á hvíta tjaldið næsta sumar. Það minnsta er mús sem gerir allt vitlaus í húsi bræðr- anna Emie og Lars Smuntz. Mousehunt er gamanmynd sem hefur verið kölluð Home Alone með mús I aðalhlut- verki. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Gore Verbinski og með aðal- hlutverk fara Nathan Lane, Lee Evans og Walken. Eaters of the Dead Snemma í sumar verður önnur kvikmynd byggð á skáldsögu Mich- ael Crichton (höfúndur Jurrasic Park) frumsýnd. Eaters of the Dead gerist snemma á 10. öld og segir frá arabíska hirðmanninum Ahmad Ibn Fadlan sem er rænt af víkingasveit sem flytur hann til sinna heima- slóða. Þar verður hann að hjálpa þeim í baráttu við dularfulla djöfla sem nærast á mannakjöti. Með aðal- hlutverk í myndinni fara Antonio Banderas, Omar Sharif og Arnold Schwarzenegger. ge s Háskólabíó-The Boxer Hnefaréttur Irski leikstjórinn Jim Sheridan er þekktur fyrir skarpar samfélagslýsingar sínar en hann hefur dregiö upp óvæga mynd af lifinu á Norður-írlandi i skugga borgarastríðsins. Hnefaleikarinn er fjórða myndin sem hann leikstýrir en þekktastur er hann án efa fyrir In the Name of the Father (1993) sem útnefhd var til sjö óskarsverðlauna. 1 nafni föður- ins er að minu mati langt frá því að vera gallalaus mynd og stendur Hnefaleikaranum að baki í áhrifamætti og yfirveg- aðri lýsingu á pólitískum hræringum norður-irsks samtima. Skyldari Hnefaleikaranum er Some Mother’s Son (1996) sem leikstýrt var af Terry George en hann skrifaði handritið að myndinni ásamt Sheridan. Þeir George og Sheridan eru hér enn að verki og sem fyrr tekst þeim ágætlega. Some Mother’s Son fjallar um hungurverkfall IRA-fanga en 10 létust áður en komið var til móts við kröfur þeirra. Mæður fanganna höfðu vald til þess að neyða ofan í þá nær- ingu en með þeirri ákvörðun hefðu þær svipt þá réttinum til þess að deyja fyrir pólitíska sannfæringu sína. í Hnefaleikar- anum eru konumar meira i bakgrunni því þar segir frá fang- anum Danny Flynn (Daniel Day-Lewis) sem sleppur úr fang- elsi eftir 15 ára vist og snýr aftur á heimaslóðimar þar sem hann hefur æfingar á hnefaleikum aftur. Æskuástin Maggie (Emily Watson) er gift kona sem á 10 ára gamlan son en eig- inmaður hennar situr inni fyrir störf sín í þágu írsku lýð- veldissamtakanna. Hún er eiginkona fanga en fjölmargar ★★★ konur úr nágrenn- inu deila því hlut- skipti með henni. Hvort sem þeim er það ljúft eða leitt verða þær að sýna mönnum sinum stuðning í verki; þær verða að bíða þeirra og hverri konu sem misstígur sig á hinum mjóa vegi dyggðar- innar er refsaö harðlega. Þeir karlar sem taka saman viö eig- inkonu fanga geta jafnvel átt það á hættu að týna lífinu. Stuttu eftir að Danny kemur heim tekur ástin að kvikna milli hans og Maggie en málin em enn flóknari fyrir þá sök að fað- ir hennar (Brian Cox) er háttsettur maður í samtökum lýð- veldissinna. Hann er á kafi í friðarviðræðum og vopnahlé kemst á milli hinna striðandi fylkinga. Aðstoðarmaður hans, Harry (Gerard McSorley), vill halda uppi vopnaðri baráttu viö ensku kúgarana og gerir allt sem hann getur til þess að ala á úlfúð. Hann hatar Danny og reynir að klekkja á honum með því að ráðast gegn sambandi hans við Maggie. Þrátt fyrir að mér þyki handrit þessarar myndar ekki jafnagað og handrit þeirra Sheridans og Georges af Some Mother’s Son er það ágætlega unnið. Leikur Daniels Day- Lewis er til fyrirmyndar og hnefaleikaatriöin vel úr garði gerð. Aðrir leikarar standa sig einnig með stakri prýði og ekki verður annað sagt en að Hnefaleikarinn sé enn ein fjöðr- in í leikstjómar- og handritshatt Sheridans. Leikstjóri Jim Sheridan. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lew- is, Emily Watson, Ken Stott, Gerard McSorley, Brian Cox og Ciaran Fitzgerald. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.