Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 mm Bólfarir Pamelu seljast mjög vel Hjónaband þeirra Pamelu And erson og Tommys Lees heyrir nú sögunni til en hiö sama er ekki hægt að segja um upptöku af bólförum þeirra. Upptaka þessi, sem óprúttnir kaupahéðnar settu á markað, hefur selst eins og heit- ar lummur að undanförnu, meira en nokkurt annað sambærilegt myndband. Að sögn kunnugra er upptakan ansi svæsin, ef nota má það orð. Sem sé, allt sést. Bílaframleiðandi veðjar á Clapton Þeir eru sjálfsagt margir sem hafa veðjað á breska blúsarann og rokkarann Eric Clapton um dag- ana. Nú hefur japanski bílafram- leiðandinn Lexus bæst í hópinn. Lexus styrkir væntanlega tón- leikaferð Claptons um Bandaríkin í þeirri von að kappinn geti gert bílana eftirsóttari í augum unga liðsins, meira töff. Sviðsljós Madonna komst yfir tvær óskarsverðlaunastyttur í Hollywood I fyrrakvöld. Ekki mátti hún þó eiga þær heldur haföi henni verið faliö að afhenda þær höfundum besta lagsins. Það reyndist að sjálfsögðu vera úr Titanic. Leikstjóri stormyndarinnar Titanic, James Cameron, aðalleikkona myndarinnar, Kate Winslet, og framleiöandinn Jon Landau fagna velgengni kvikmyndarinnar sem fékk alls 11 óskarsverðlaun. Símamynd Reuter Boðin bárust of seint til Hong Kong: Alexandra komst ekki í jarðarförina Celine Dion söng lagiö My Heart Will Go on úr Titanic á óskarshátíð- inni. Lagið hlaut óskarinn. Símamynd Reuter Helena Bonham Carter var tilnefnd til verðlauna en fékk engin. Hún er hér á leið á óskarshátíðina. Leikkonurnar Kim Basinger og Helen Hunt með óskarsstytturnar sem þær hlutu á mánudagskvöld. Basinger var kjörin besta leikkona í aukahlutverki og Hunt besta leikkona í aðalhlutverki. Símamynd Reuter ' - Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims prins í Danmörku, komst því miður ekki i jarðarför föðurafa eiginmannsins, greifans Andrés de Monpezat, í Frakklandi á dögunum þar sem boðin um andlátið bárust henni svo seint tO Hong Kong. „Alexandra sendi hins vegar fal- legan blómvönd og nokkur huggun- arorð til móður minnar. Og hvoru tveggja náði í tíma fyrir jarðarför- ina,“ upplýsti Frangoise Bardin, systir Hinriks prins, drottningar- manns í Danmörku. Jóakim prins frétti ekki af andláti afa síns fyrr en hann lenti á flug- vellinum í Kaupmannahöfn. Alex- andra var þá farin frá Hong Kong til Taílands i frí með systrum sínum. Og því fór sem fór. Alexandra var farin í frí þegar afi Jóakims lést í Frakklandi. Jack Nicholson óður í ungt kvenfólk „Allir vita að ég er óður í kven- fólk,“ sagði Jack Nicholson nýlega í viðtali. Sagt er að Nicholson, sem á mánudaginn fékk þriðju ósk- arsverðlaunin sín fyrir aðalhlut- verk í myndinni As Good as it Gets, sé stöðugt á eftir ungum konum og neiti að nota gúmmíverjur. Þess vegna eigi hann að minnsta kosti átta böm utan hjónabands. í myndinni As Good as it Gets reynir Nicholson við Helen Hunt sem er 27 árum yngri en hann. í raunveruleikanum er hann með Rebeccu Broussard sem einnig er 27 árum yngri en Nicholson og móðir tveggja yngstu barna hans. Rebecca er jafngömul elstu dóttur kvik- myndaleikarans sem er eina barnið hans sem er fætt í hjónabandi. Rebecca og Jennifer voru vinkon- ur og Jack Nicholson hefur viður- kennt að það hafi verið svolítið erfitt að segja dótturinni að Rebecca ætti von á barni. Það hafl verið næstum erfiðara að segja dótturinni fréttirn- ar heldur en Anjelicu Huston sem hann hafði verið með í 17 ár. Nicholson hafði logið að Anjelicu á meðan hann hélt fram hjá henni með Rebeccu. Þegar Rebecca var orðin kærastan hans fór hann að ljúga að henni. Rebecca, sem á börn- in Lorraine, 8 ára, og Raymond, 6 ára, með Nicholson, varð leið á kvennafari kærastans. Hann hringdi bara þegar honum hentaði og þegar hann vildi sofa hjá henni, á hún að hafa greint frá. Rebecca varð ástfangin af öðrum manni á hennar aldri og vildi losna úr sambandinu við Nicholson. Nicholson með sinn. þriðja óskarinn Sfmamynd Reuter Hann setti henni hins vegar skil- yrði. Ef hún ætlaði að giftast öðrum myndi hún missa húsið sem hann hafði keypt handa henni og börnun- um. Hús hennar var í nokkurra mínútna fjarlægö frá hans húsi. Þau eru því saman á ný en búa hvort í sínu lagi. Nicholson notaði sömu aðferð gegn Susan nokkurri Anspach. Þeg- ar hún þrýsti á hann til að viður- kenna opinberlega son þeirra Caleb, sem nú er 28 ára, fyrir nokkrum ár- um reyndi hann að fleygja henni út úr húsi sem hann á. Susan neitaði að fara og býr enn í húsinu. Jack er orðinn 61 árs og virðist alls ekki ómótstæðilegur. En mörg- um þykir samt erfitt að ímynda sér hann með sextugum dömum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.