Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 32
V I K I N G A .'•fcyfr Jd fri'ilýrí L&rm alS vinncq IFRETTASKOTIÐ HflSÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 4 kíló fíkniefna vantar: Mjög alvar- legt mál - segir lögreglustjóri „Það verður að rannsaka þetta mál afar ítarlega. Þetta er mjög al- varlegt mál. Við báðum um þessa úttekt sjálfir en það óraði engan fyr- ir þessari niðurstöðu. Það er eftir að ræða við vörslumenn efnanna. Eftir á séð er ljóst að kerfi okkar varð- andi geymslu fíkniefna hefur ekki verið í lagi,“ segir Böðvar Bragaon, lögreglustjóri í Reykjavík. í úttekt ríkislögreglustjóraemb- ættisins á fikniefnageymslu lögregl- unnar í Reykjavík kemur fram að rúm fjögur kíló af fíkniefnum af ýmsu tagi virðast vera horfin. Eng- ar skýringar er að finna á hvað orð- ið hefur af þeim. *“"=* Úttektin á fikniefnageymslunni nær allt frá 1981 til 1. júlí 1997, þeg- ar ný lög tóku gildi. Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn óskaði eftir því síðastliðið sumar, þegar hann tók við yfirstjórn rann- sóknardeildar lögreglunnar, að sér- stök úttekt yrði gerð af hlutlausum aðilum á fíkniefnageymslu lögregl- unnar. -RR Gullbátaslagur: Málið í hönd- um lögmanna „Málið er í hondum lögmanna en meira get ég ekki sagt,“ segir Krist- inn Jón Jónsson, bæjarstjóri ísa- fjarðarbæjar, um tilraun bæjarins til að komast inn i kaupsamning að krókabátnum Unni ÍS frá Þing- eyri. Báturinn var seldur til Hafhar- fjarðar í desem- . ber sl. með aflaheimildum á 22 millj- ónir króna en er nú tæpum þremur mánuðum síðar metinn á tæplega 40 milljónir króna. Nú vill bæjar- stjórnin komast yfir bátinn á grund- velli laga um forkaupsrétt sveitarfé- laga á skipum og kvótum. Sjá nánar á bls. 4. -rt Kristinn Jónsson. Jón Árekstur í Njarðvík Sex manns sluppu meö skrekkinn þegar tveir bílar skullu saman rétt sunnan við svokallaðan Grænás í Njarðvik í nótt. Fólkið fór í læknis- skoðun eftir áreksturinn en fékk að - T"*fara heim að henni lokinni. Bílarn- ir skemmdust mikið. -sv Islenska operan kynnti blaðamonnum i gær verkefni sitt fyrir Listahátíð í vor sem er popp-rokk-salsa óperan Carmen Negra. Tónlistin er sem fyrr eftir Bizet en Stewart Trotter hefur gert nýjan texta og fært sögusviðið til Suður-Ameríku í nútfmanum. Aðalhlutverkið syngur enska söngkonan Caron en í kringum hana raðar sér íslenska landsliðið í dægurtónlist. Á myndinni eru Egill Ólafsson, Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Valgerður G. Guðnadóttir og Helgi Björnsson. DV-mynd Hilmar Þór Áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á sjómannadeilu vekja úlfúö: Mistök ríkisstjórnar - segir forseti Farmannasambands - áframhaldandi átök boöuö „Þetta eru einhver agalegustu mistök sem ein ríkisstjórn hefur gert og kallar launalækkun yfir stærstan hluta sjómannastéttarinn- ar,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, í samtali við DV í morgun um það ákvæði fyrirhug- aðra frumvarpa ríkisstjórnarinnar sem snýr að skiptakjörum í kjara- samningi sjómanna og útgerðar- manna. Mikil reiði er meðal forystu- manna sjómanna vegna fyrirhug- aðra lagafrumvarpa rikisstjómar- innar til lausnar á sjómannadeil- unni. Ríkisstjórnin kynnti í gær lagafrumvörpin sem hafa að geyma miðlunartillögu sáttasemjara og að auki ákvæði um skiptakjör þegar um er að ræða fækkun i áhöfnum skipa. Kveðið er á um að i þeim til- vikum sem mönnum fækkar skuli það ekki leiða til aukinna útgjalda útgerðar svo sem nú er. Þá er einnig ákvæði fyrir sjómenn sem kveður á um kauptryggingatímabil á út- hafsveiðum. Sjómannaforystan met- ur það svo að með aukaákvæðunum sé ríkisstjómin að ganga erinda út- vegsmanna og ráðast á skiptakjörin með ósvífnum hætti. Það sem vegur þyngst í málinu samkvæmt heimild- um DV er aö með óbreyttum lögum lækka laun sjómanna beinlínis og þeir vildu selja breytingu á skipta- kjöram dýrt en fá samkvæmt fram- varpinu litið sem ekkert fyrir sinn snúð komi til lagasetningar. For- ystumenn sjómanna funduðu stíft í morgun í því skyni að finna mótleik í stöðunni. Vilji var til þess að af- lýsa verkfalli og safna síðan vopn- um að nýju og boða til nýs verkfalls síðar á árinu. Helgi Laxdal, formað- ur Vélstjórafélags íslands, sagði í morgun að til greina kæmi að aflýsa verkfalli og slá þannig af hinar nýju greinar um breytingu skiptakjara. Þar með stæði upp á ríkisstjórnina að leggja fram hugmyndir þríhöfða- nefndar óbreyttar. „Við verðum þar með samnings- lausir og í nákvæmlega sömu stöðu og hefðu lög ríkisstjórnarinnar náð fram að ganga á sínum tíma að því tilskildu að niðurstaða þríhöfða- nefndarinnar hefði verið inni,“ sagði Helgi. -rt Veðrið á morgun: Élja- gangur Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi á landinu en þó stinningskaldi á Vestfjörðum. Víðast verða él, þó síst vestan- lands. Frost verður á bilinu 1 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 61. Enn betra braefð... mmm enn meiri angan Nescafé MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 ný véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.