Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 61 Arnar Jonsson og Sigurþór A. Heimisson í hlutverkum sínum. Svikamylla Kaffileikhúsið sýnir í kvöld í Hlaðvarpanum, Svikamyllu eftir breska leikritahöfundinn Ant- hony Shaffer. Svikamylla var frumsýnt í Bretlandi árið 1970 þar sem þaö hlaut fádæma viðtökur og sló meðal annars sýningarmet í London. Einnig hefur verið gerð kvikmynd eftir verkinu sem hlaut mikið lof þar sem þeir Sir Laurence Olivier og Michael Caine fóru með aðalhlutverkin. Leikhús í aðalhlutverkum í uppfærslu Kaffileikhússins eru Amar Jóns- son og Sigurþór A. Heimisson. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Amar Jónsson leikur morð- gátuhöfund sem er farinn að lifa sig svo inn í heim skáldsagna sinna að svo virðist sem mörk skáldskaparins og raunveruleik- ans séu að verða honum æ óljós- ari. Höfundurinn býður ástmanni eiginkonu sinnar heim til sín og fær hann til að taka með sér þátt í litlum leik. Leitin að Einari Benediktssyni í kvöld mun Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, flytja fýrirlestur í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sem hann nefnir Leitin að Einari Benedikts- syni. Lesið verður úr verkum skáldsins. Guðjón fékk fyrir stuttu íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína um Einar Benediktsson. Barneignir í nútímasamfélagi Sheila Kitzinger félagsmannffæð- ingur flytur fyrirlestur á vegum mál- stofu í ljósmóðurfræði á Grand Hótel kl. 17 í dag. Fyrirlesturinn fjallar um bameignir í nútimasamfélagi og reynslu kvenna út frá femínísku sjónarhomi. Fyrirlesturinn er flutt- ur á ensku og er túlkaður. Samkomur Föstuvaka í kvöld kl. 21 verður þriðja og síð- asta föstuvakan á þessari föstu í Hallgrímskirkju. Þar mun Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngja úr Passíusálmunum, meðal annars ný lög sem Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið sérstaklega fyrir kór- inn. Stjómandi kórsins er Bjamey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Þá verð- ur lesið úr píslarsögu Jesú Krists og séra Sigurður Pálsson flytur stutta hugvekju. Rafræn viðskipti í verslun Ráðstefna og sýning verður á veg- um Kaupmannasamtaka íslands á Hótel Loftleiðum, bíósal og þingsal, á morgun undir yfirskriftinni Raf- ræn viðskipti í verslun. Ráðstefnu- stjóri er Ingvi I. Ingvason. Ráðstefn- an sem hefst kl. 12 er öllum opin. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbömum. Þeir sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upp- lýsingum, á ritsfjóm DV, Þver- holti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef bamið á mynd- inni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endursendar ef óskað er. Gaukur á Stöng: Endurkoma Bootlegs - í eitt skipti Hljómsveiting Bootlegs mun halda „reunion"- tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Hljómsveitin var stofnuð 1986 og starfaði út árið 1991. Á sínum tíma gaf Bootlegs út tvær plötur, WC Monster (1989) og Bootlegs (1990), einnig komu lög á tveimur safiiplötum, World Domination or Death og Veggfóður. Hljómsveitin mun koma saman í þetta eina skipti og rifja upp gömul lög af plötunum og einnig nokkur lög af „mauratímabilinu", lög sem aldrei vom gefin út. Tónleikamir sem hefjast kl. 23 verða teknir upp og ef vel heppnast verða þeir kannski gefnir út, hver veit. Skemmtanir Meðlimir Bootlegs era Jón Öm Sigurðsson, gítar og söngur, Ingimundur Þorkelsson, bassi, Kristján Ásvaldsson, trommur, Guðmundur Hannes Guðmundsson, gítar, Gunnar Bjami Ragnarsson, gítar (1991) og Jón Símonarson, söngur. Bootlegs kemur saman eftir hlé og leikur á Gauknum f kvöld. Veðrið í dag Snjókoma og él Skammt suövestur af Reykjanesi er heldur vaxandi 990 mb. lægð sem hreyfist austur og síðar noröaustur á bóginn. í dag veröur austan og síðar norö- austan kaldi eða stinningskaldi en sums staðar allhvasst suðaustan- lands. Snjókoma um landið sunnan- og vestanvert en él norðvestan til. Síðdegis léttir til suðvestanlands. Hiti um fi-ostmark á sunnanverðu landinu en vægt frost nyrðra. Á höfuðborgarsvæðinu veröur austankaldi og dálítil snjókoma en léttir til með noröaustankalda síð- degis. Hiti um frostmark í dag en frost 1 til 5 stig í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 19.58 Sólarupprás á morgun: 7.04 Siðdegisflóð f Reykjavík: 16.40 Árdegisflóð á morgun: 5.01 Veðrið kl. , 6 í morgun: Akureyri skýjaö -4 Akurnes snjókoma -2 Bergstaöir skýjaö -3 Bolungarvík skýjaó -5 Egilsstaöir aískýjaö -4 Keflavíkurflugv. snjókoma 0 Kirkjubkl. snjókoma -1 Raufarhöfn alskýjaö -4 Reykjavík snjókoma -1 Stórhöföi rigning og súld 2 Helsinki hálfskýjað -3 Kaupmannah. þokumóóa 1 Osló skýjað -0 Stokkhólmur 1 Þórshöfn skúr á síö.kls. 6 Faro/Algarve Amsterdam skýjaó 3 Barcelona léttskýjaó 7 Chicago alskýjaö 7 Dublin rigning 9 Frankfurt skýjaó -3 Glasgow rigning 6 Halifax heiöskírt -1 Hamborg skýjaö -1 Jan Mayen snjóél -5 London rigning og súld 6 Lúxemborg léttskýjaö -1 Malaga þokmóöa 15 Mallorca léttskýjaö 3 Montreal heiöskírt -4 París léttskýjaö 0 New York léttskýjað 3 Orlando hálfskýjað 14 Nuuk skýjaö -5 Róm skýjað 6 Vín léttskýjaö -1 Washington heiöskírt -2 Winnipeg þokuruöningur 1 Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiði og i Þrengslum, einnig á heiðum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norður- landi. Á Vestfjörðum er verið að hreinsa veginn frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og Bíldudals, einnig Færð á vegum um Steingrímsfjarðarheiði, þar ætti að verða fært eftir kl. 9. Annars er góð vetrarfærö um helstu þjóð- vegi landsins. Skafrenningur E3 Steinkast 13 Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarka ófært CD Þungfært © Fært fjaliabílum Sigmar Páll Þessi brosmildi ungi sveinn sem hlotið hefúr nafnið Sigmar Páll fædd- ist 22. nóvember á fæöing- ardeild Landspítalans kl. 17.27. Við fæðingu var Barn dagsins hann 3.350 grömm að þyngd og mældist 50,5 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Anna María Ríkharðsdóttir og Einar Kristjánsson, bú- sett á Höfn í Homafirði. Sigmar Páll á þrjá bræð- ur; Elmar Má, Friðrik og Heimi. dagsQjnD C Julianne Moore fékk tilnefningu til óskarsverölauna fyrir hlutverk sltt f Djörfum nóttum Djarfar nætur Laugarásbíó sýnir hina um-. deildu kvikmynd, Djarfar nætur (Boogie Nights), en fáar myndir vöktu jafnmikla athygli í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Var hún tilnefhd til þrennra óskarsverð- launa og meðal annars fengu leik- aramir Burt Reynolds og Juli- anne Moore tilnefningar sem bestu leikarar í aukahlutverkum. Aðrir leikarar í myndinni em Don Cheadle, William H. Macy, John C. Reilly og Mark Wahlberg, sem leikur aöalhlutverkið, ungan mann sem Kvikmyndir nær miklum frama í klámmyndaiðnaðinum. í Djarfar nætur er fylgst meö fiölskyldu sem hefúr viðurværi sitt af að búa til klámmyndir. Fyrir fjölskyld- unni fer ffamleiöandi sem Burt Reynolds leikur. Hans draumur er að gera listræna klámmynd. Þama er víða komið við kaunin á skemmtanabransanum Hollywood og fáum hlíft. Nýjar myndir: Háskólabíó: Amistad Laugarásbíó: Djarfar naatur Kringlubíó: Midnight in the Garden of Good and Evil Saga-bíó: Rocket Man Bíóhöllin: Litla hafmeyjan Bíóborgin: Desperate Measure Regnboginn: She's So Lovely Stjörnubíó: Körfuboltahundur- inn Buddy \T Krossgátan r— r- B r r r >ö I" • L TT iT r i * J r nr 1 |r r J Lárétt: 1 umstang, 6 ásaka, 10 hljóði, 11 handsamaði, 12 skeið, 14 innan, 15 reiði, 17 fugl, 18 nægilegt, 19 grama, 21 kvabb, 22 eyri Lóðrétt: 1 ákafúr, 2 tind, 3 súld, 4 skipti, 5 batnar, 6 land, 7 héldi, 13 suðu, 14 blauti, 16 fugl, 19 til, 20 frá Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 pækill, 7 óraði, 8 ör, 9 karm, 11 stó, 13 fletum, 15 róaði, 16 ró, 17 ál, 18 rangt. 20 maul, 21 nóa Lóðrétt: 1 póker, 2 æra, 3 karlar, 4 iö, 5 listinn, 6 lötur, 7 dró, 10 meögj., 13 fóla, 14 móta, 17 ám, 19 gó. Gengið Almennt gengi LÍ 25. 03. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenni Dollar 72,150 72,510 72,040 Pund 120,630 121,250 119,090 Kan. dollar 50,920 51,240 50,470 Dönsk kr. 10,3580 10,4130 10,4750 Norsk kr 9,5380 9,5900 9,5700 Sænsk kr. 9,0880 9,1380 9,0620 Fi. mark 13,0070 13,0830 13,1480 Fra. franki 11,7740 11,8420 11,9070 Belg. franki 1,9125 1,9240 1,9352 Sviss. franki 48,4300 48,6900 49,3600 Holl. gyllini 35,0300 35,2300 35,4400A. Þýskt mark 39,4800 39,6800 39,9200 ít. líra 0,040050 0,04029 0,040540 Aust sch. 5,6100 5,6440 5,6790 Port. escudo 0,3859 0,3883 0,3901 Spá. peseti 0,4652 0,4680 0,4712 Jap. yen 0,556700 0,56010 0,575700 írskt pund 99,110 99,730 99,000 SDR 96,040000 96,62000 97,600000 ECU 78,3400 78,8200 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.