Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 Préttir Krókabátar gulls Igildi og sveitarfélög 1 nauðvörn: Barist um gullbáta Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar vill ganga inn f kaupsamning að Unni ÍS sem seld var á 22 milljónir króna í desember. Nú er talið að báturinn myndi seljast á tæplega 40 milljón- ir króna. Myndir Skerpla Hér má sjá einn dýrasta krókabát sem rær við íslands- strendur. Hrönn ÍS er ekki til sölu en myndi kosta um 140 milljónir króna. Krókabátar hafa allt aö tífaldast í verði eins og DV greindi frá í gær. Eftir að opnað var fyrir bátana inn i kvótakerfið hafa einstakir triilukarlar auðgast um milljóna- tugi. Dýrustu bátamir kosta nú, miðað viö 480 króna gangverð á þorskígildi, um 140 milljónir króna. Þannig má taka dæmi um Hrönn ÍS á Suðureyri sem er með tæplega 253 þorskígildistonna kvóta. Hrönn er að vísu ekki til sölu en verðmæti hennar er fast að 140 milijónum króna ef litið er til markaösverðs á bátum og veiðiheimildum. Barist um bát Nýlega var krókabáturinn Unnur ÍS, 5 tonna plastbátur, seldur frá Þingeyri. Báturinn var í desember sl. seldur á 22 milljónir króna með tæplega 60 þorskígildistonnum. Fiskfang hf. í Hafnarfirði keypti bátinn en bæjarráð ísafjarðarbæjar hafnaði því að neyta forkaupsréttar. „Þetta verð heldur ekki vatni,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um þá sprengingu sem orðið hef- ur I verði smábáta sem ganga nú á milfjónatugi sumir hvetjir. Arthur hefur um árabil for- dæmt kerfi sægreifanna og það brask sem átt hefur sér staö með aflaheimildir. Hann hefur líkt aflamarkskerfinu við iligresi í skrúðgaröi sjávarútvegsins sem þurfi að slíta upp og efla þannig siðferði innan greinarinnar. Hann segir uppsprengt kvótaverð ekki halda til lengdar. „Þetta verð miöar alltof mikið við ríkjandi kringumstæður. Menn hafa verið aö fiska alveg Það sýnir sprenginguna sem er að ganga yfir í verði krókabátanna að nú er talið að sami bátur með sömu veiöiheimildum myndi selj- ast á allt að 40 milljónum króna. Nú hefur bæjarstjórn ísafjarðar- ótrúlega mikiö og sumir eru meö að meðaltali 5 og 6 tonn 1 róðri. Ég hef lúmskan grun um að þetta sé fiskiríið sem menn miða við í áætlunum sínum í dag. Ég er hræddur um að þegar aflabrögð verða með eðlilegum hætti þá fari menn aðeins að rakna úr rotinu og gera sér raunverulegar hug- myndir um kvótaverð." „Hvað þaö varöar að reyta upp illgresi þá get ég sagt að mér líð- ur mun betur að vita af þessu inni í smábátageiranum. Viö erum með kerfi í gangi sem ekki fæst hnikað til eins og sakir standa. Meðan viö sitjum uppi með þetta kerfi þá hef ég greint á milli þess að vera á möti því og bæjar ómerkt ákvörðun bæj- arráðs og krefst þess að ganga inn í samninginn á grundvelli for- kaupsréttar- ákvæða í lög- uni. Hagsmun- ir þeirra sem knýja á bæinn um að neyta forkaupsrétt- arins liggja því í þeim 18 milljónum króna sem þarna ber í milli auk þess að ná þeim veiði- heimildum sem bátnum fylgja. Umræddur bátur liggur þó ekki á lausu því eigendur Fiskfangs brugðust við ásókn bæjarins með því að stofna til hlutafélags um Arthur Bogason. reksturinn á Suðureyri sem er í ísa- fjarðarbæ eins og Þingeyri. í lögum um stjórn fisk- veiða segir að bæjarstjórn eigi forkaups- rétt að skipum og kvótum sem seld eru úr viðkom- andi byggðar- lögum. Þetta ákvæði var á sínum tíma sett til að tryggja að byggðarlög þyrftu ekki að sjá á eftir skipum og kvótum varnarlaus. Ákvæðið hefur þó reynst haldlítið því kaupendur úr öðrum héruðum hafa einfaldlega fært fyrirtæki sin á þá staði sem hvemig hægt er að gera vistina bærilegri meðan þeir eru á annað borð tnnan þess. Ef ég yrði gerð- ur að sjávarútvegsráðherra í einn dag, sem ég á síst von á, yröi þaö mitt fyrsta verk að morgni fyrsta dags að afnema kvótakerfið," seg- ir Arthur. „Ég verð einfaldlega aö sætta mig viö það umhverfi sem ég er að vinna meö umbjóðendur mína í. Það er því miöur staðreynd að þorskveiðiheimildir þessara báta hafa verið skomar niörn- í ekki neitt. Eitt af því sem þeir gátu bjargað sér á var þetta framsal og þá ætla ég ekki að stuðla að því að það verði frá þeim tekið,“ seg- ir Arthur. -rt bátamir eru með lögheimili. Síðan hafa fyrirtækin verið færð á heimaslóðir aftur þar sem ekkert bannar að fyrirtæki flytjist milli landshluta. Sægreifar áhugalausir Fram að þessu hafa sveitarfélög ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af sölu krókabáta þar sem verðlag þeirra hefur verið hóflegt og veiði- heimildir voru til skamms tíma fólgnar í óffamseljanlegum kvóta eða dagafjölda sem þeir máttu sækja sjó. Einyrkjar rém síðan bátunum og gömlu sægreifamir höföu engan áhuga á atvinnutækjunum. Þetta er nú orðið gjörbreytt eftir að eigendur þessara báta mega kaupa og selja kvóta að vild innan síns kerfis og að auki færa til sín veiðiheimildir úr gamla kvótakerfinu. Nokkur stór- fyrirtæki hafa því tekið viðbragö og kaupa alla þá báta sem bjóðast. Þannig hefur Stakkavík hf., saltfisk- verkun á Suðumesjum, á nokkrum misserum keypt á þriðja tug króka- báta og stórhagnast á miðað við stöðuna í dag. Forsvarsmenn sveit- arfélaga sem alla afkomu sína hafa byggt á rekstri þessara báta era nú að vakna upp við vondan draum og það rennur upp fyrir þeim að þeir þurfa að taka enn eina orrastu til að verja lífsafkomuna. Nú er á mörg- um vígstöðvum barist um gullbát- ana sem fyrir örfáum árum vora homreka í íslenskri útgerð. -rt Smábátar kosta milljónatugi: Verð sem heldur ekki vatni - segir Arthur Bogason, formaður smábátaeigenda Dagfari Trillur á markaðsverði Þar kom að því. Trillumar eru loksins metnar að verðleikum. Sérstaklega ef þær eru ónýtar. DV skýrir frá því í gær að trilla frá Húsavík, sem legið hefur í höfninni fyrir norðan eftir að hafa sokkið og eyðilagst, hefur nú verið seld fyrir áttatíu og þrjár milljónir takk fyrir. Og nú ganga sams konar trillur og smábátar út eins og heitar lummur. Það hefur oröið verðsprenging og sjáifsagt eiga einhverjir eftir að hneyksl- ast á þessu markaðsverði og tala um sægreifa og kvótabrask. Þessi verðsprenging er hins vegar engin tilviljun. Hún dettur ekki af himni ofan. Hún er afleið- ing og árangur þaulhugsaðra lagabreytinga og ríkisstjórnar- ákvarðana meö tilstyrk þing- manna og annarra ráöamanna þjóðarinnar. Auðvitað kom að því að trillukarlar kæmust inn í kerfið góöa sem kennt er við kvóta- braskið. Það var engin hemja að hafa þá út undan og láta skip og togara ganga kaupum og sölum fyrir milljónir og tugmilljónir og hundruð milljóna meðan karla- greyin með trillumar fengu ekk- ert. Það var engin sanngimi í þessu kerfi og trillukarlamir hafa kvartað lengi og órettlætið hefur blasað við og trillubátar voru einskisvirði þegar þeir voru orðn- ir ónothæfir. Þetta gekk ekki öllu lengur. Triflukarlar eiga sína kröfu í kvótann og þeir eiga að geta grætt á kvótabraskinu eins og aðrir og þeir áttu að hafa leyfi til að selja sína báta þegar þeir voru ekki til brúks og lágu ónýtir í höfn. Braskið verður að ganga jafnt yfir alla. Jafnræði verður að ríkja í stéttinni. Jafnaðarmenn sáu þetta og sjálfstæðismenn sáu þetta, enda trillukarlar gangandi og lifandi persónugervingar einkaframtaksins og sjálfsbjarg- arviðleitninnar og auðvitað styð- ur Sjálfstæðisflokkurinn hverja þá kerfisbreytingu sem gerir smá- bátaeigendum kleift að græða á því að útgerðin gengur ekki leng- ur af því að báturinn er ónýtur. Sokkinn. Úr því menn eru á annað borð búnir að innleiða kaup og sölu á kvótum og löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið styðja þessa stefnu að menn geti selt það sem þeir eiga í sjónum og til að nýta óveidda kvóta og til að gera smá- bátaeigendur sjálfbjarga og full- gilda á markaðnum, þá er það í anda markaðshyggjunnar og hins frjálsa framtaks að menn geti selt sína báta og sinn kvóta á því veröi sem gengur. Að því leyti era stjórnmálaöflin sjálfum sér samkvæm og sam- ræming í kjörum útgerðarmanna og allt er þetta sprottið af þeirri eðlilegu forsendu að enginn getur veitt fiskinn í sjónum nema þeir sem eiga kvóta og enginn getur átt kvóta sem ekki getur veitt. Ergó: ef bátur sekkur kemst út- gerðin á réttan kjöl og kvótinn í réttar hendur þeirra sem hafa efni á að kaupa kvóta, því þeir geta afltaf selt hann aftur þegar næsti bátur sekkur eða úreldist. Og vitaskuld skiptir ekki máli hvort hér er um að ræða togskip eða trillubát. Allir hafa einhvern tímann veitt og þeir sem ein- hvern tímann hafa veitt eiga kvótann, hvort sem þeir veiða hann seinna eða ekki. Út á það gengur systemið. Út á það gengur réttlætið. Þjóðin verður að skilja þýðingu þess að það er ekki sama hvort maður á bát eða maður á ekki bát. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.