Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 15 Keiko - snjallræði eða hvalræði Þegar kristnir menn eru lagðir til hinnar hinstu hvílu er kastað rekunum og þessi orð mælt: „Af jörð ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða.“ Þetta sýn- ir betur en margt annað hina nánu vitund í kristinni trú um sam- band manns og náttúru. Á síðari tímum hefur mannkynið safnast saman í stórborgum og sú þróun er hraðfara. Hins vegar getur þrá stórborgarbúans eftir náttúrunni og einhverju upprunalegu birst í mörgum myndum. Ein £if þeim er ofurást á dýr- um. Allir þekkja hve náið sam- band manna og gæludýra getur orðið, og hjá miklum fjölda manna hefur þessi umhyggja færst á stærstu skepnur jarðarinnar, hva- lina, og hefur jafnvel geng- ið svo langt að leggja þá að jöfnu við fólk. Allt þetta er jarðvegur fyrir öfgar, og allir þekkja árekstra milli þeirra sem vilja nýta náttúrugæði og stofna sjávarspendýra og hinna sem aðhyllast for- takslaus vemdunarsjónar- mið. Það er eins í þessu og svo mörgu öðm að meðal- hófið er best, að nýta en forðast rányrkju. Keiko kvikmynda- stjarna Þetta kemur upp í hug- ann við umræðuna sem nú er um höfrunginn Keiko sem veiddur var út af Austurlandi og gerðist kvikmyndastjama í Vest- urheimi. Þar fetar hann í Kjallarinn fótspor margra Evr- ópumanna sem hafa gert garðinn frægan í Ameríku. Nú hefur komið upp hreyfing sem hefúr það að mark- miði að koma Keiko austur á Eskifjörð aftur til sinna heimkynna. Málið er komið inn á borð íslenskra stjómvalda og svo mikil alvara er í því að sendinefhd þefúr gengið á fund forsætisráðherra og lagt það fyrir. Menn ráða nú ráð- um sínum um hvemig við skuli bregðast og hvemig að málinu skuli staðið. í umræðunni um þetta mál hef- ur verið fullyrt að málið mundi verða mikil lyftistöng og auglýs- Jón Kristjánsson alþingismaöur ing fýrir ísland, mundi örva ferða- þjónustu hingað til lands. Víst er um það að viðbúnaður i kringum Keiko er mikill. Ætlunin mun vera að setja hann í sjókvi sem er hingað til lands mundi vafalaust vekja mikla athygli, þótt ég geti á þessu stigi engan veginn gert mér grein fyrir hve margir myndu leggja leið sína hingað til þess að berja hann aug- „Allir þekkja hve náið samband manna og gæludýra getur orðið, og hjá miklum fjölda manna hef- ur þessi umhyggja færst á stærstu skepnur jarðarinnar, hvalina, og hefur jafnvel gengið svo langt að leggja þá að jöfnu við fólk.u á stærð við knattspyrnuvöll og síð- an fylgist vísindamenn og læknar með þróun mála. Skilyröi flutninganna Flutningur þessa fræga dýrs Keikó í Vesturheimi. Þar fetar hann í fótspor margra Evrópumanna sem gert hafa garöinn frægan í Ameríku. um. Ég held að við ákvarðana- töku í þessu máli verði að uppfylla tvö grundvallarat- riði, áður en nokkur ferða- málasjónarmið koma inn í myndina. í fyrsta lagi að dýrið sé heil- brigt og því fylgi trúverðugar staðfestingar um það sem okkar sérfræðingar samþykkja. í öðru lagi að þau samtök sem flytja dýrið hingað til lands beri ábyrgð á því hér og kosti þann umbúnað sem um það þarf og séu fortakslaust ábyrg fyrir því meðan það er í umsjá manna. í þriðja lagi þarf að vera fullljóst að flutningi dýrs- ins hingað fylgja engar kvaðir um stefnubreyt- ingu í nýtingu sjávar- spendýra. Veiðar á höfr- ungmn hafa aldrei verið sfrmdaðar hér við land, og ekki er væntanleg breyting á því. Að þessu tilskyldu eiga íslensk stjómvöld að taka jákvætt á umleitan sam- takanna inn að gera til- raun með flutning dýrs- ins, þó að persónulega finnist mér þetta umstang litið hafa að gera með dýravemd. Það er hins vegar önnur saga. Jón Kristjánsson Hvernig hefur þú það við tölvuna? Tölvan gegnir æ stærra hlut- verki i lífi fólks nú á dögum. Fjöl- mörg verkefni em leyst af hendi með hjálp tölvunnar og þvi oft set- ið stóran hluta vinnudagsins og rýnt í skjáinn. Stundum þegar vinnudagurinn dugar ekki til er verkefnunum kippt meö heim og haldið áffarn við tölvuna heima. Nú, svo ekki sé talað um freisting- una að kíkja á skákforritið, „brids- ið“ eða veraldarvefinn! Eitt er víst að af þessari iðju nútímamannsins hljótast oft miklar og langvarandi kyrrsetur. Afleiðingarnar geta verið stífar axlir, þreyta i hægri handlegg/hendi og sviði í augum. Hljómar þetta kunnuglega? Ef svo er ættir þú að hugleiða eigin vinnubrögð og vinnuaðstöðu, bæði á vinnustaðnum og heima. Reglur gagnlegt hjálpartæki í Reglum um skjá- vinnu frá 1994 kemur fram hvaða lágmarkskr- öfur eru gerðar til vinnu- staða þar sem unnið er við tölvur að staðaldri. Fjallað er um vinnuaðstöðu og vinnuum- hverfl, daglega vinnutilhögun, augn- og sjónvemd starfsmanna. Em reglurnar gagnlegt hjálpar- tæki við að bæta aðstæður á vinnustaðnum. Samkvæmt reglun- um á atvinnurekandi að sjá til þess að gerð sé úttekt á skjávinnu- stöðvum til aö meta hvaða áhrif þær hafa með tilliti til hollustu og öryggis. Vinnutilhögun - fjölbreytni og hreyfing Heppilegast er að vinnan inni- haldi fjölbreytt verkefni sem fela í sér breytilegt álag, bæði líkamlega og andlega. Ef ekki reynist gerlegt að flétta inn í starfiö verkefni sem fela í sér hreyfingu og fjölbreytni er nauðsynlegt að taka hlé með reglulegu millibili, standa á fætur og hreyfa sig. Gott er að anda nokkram sinnum djúpt og gera liðkandi æfingar til að losa um spennu. Góð vinnuaðstaða Heppilegt er að hafa hæð skjás þannig að sjónlína beinist aðeins niður á við. Starfsmað- ur á þó ekki að lúta höfði þegar hann horf- ir á skjáinn heldur beina augum niður á við. Vinnuhæð við hnappaborð á að vera þannig að axlir séu slakar og hand- leggir sem næst bol. Músin á að vera staðsett við hlið hnappaborðsins, gjaman vinstra megin. Þá er handleggurinn í þægilegri stöðu án snúnings í öxl. Til að draga úr álagi er einnig ráðlegt að venja sig á að nota flýtiskipanir hnappa- borðs. Borðrými fýrir hnappaborð og mús á að vera það mikið að hægt sé að hvíla hendur og handleggi á borðplötunni. Nægt rými þarf að vera fyrir vinnuskjöl sem best er að hafa á þar til gerðum skjala- hölduram. Nauðsynlegt er að sitja á góðum vinnu- stól þar sem hægt er að stilla hæð og halla setu og baks. Fótskemlar eru oft nauðsynlegir þeim sem era lágvaxnir. Til að draga úr augnþreytu er mikil- vægt að skapa fjöl- breytni og góð birtu- skilyrði. Lýsing eða birta frá gluggum má ekki endurkast- ast í skjánum. Leit- ast skal við að stað- setja skjái sem lengst frá glugga og þannig að birta frá gluggum komi frá hlið. Ef það reynist ekki gerlegt þarf að vera hægt að byrgja birtu frá gluggum á fúllnægjandi hátt. Skjásíur geta einnig dregið úr glampa. Starfsmenn og stjómendur ættu að taka höndum saman um að efla vinnuvemd og vinna saman að markvissum úrbótum þar sem þess gerist þörf. Ávinningurinn er allra - því þar sem starfsmönnum líðm- vel minnka fjarvistir og af- köst aukast. Þórunn Sveinsdóttir „Starfsmenn og stjórnendur ættu að taka höndum saman um að efla vinnuvernd og vinna saman að markvissum úrbótum þar sem þess gerist þörf. Ávinningurinn er allra - þvi þar sem starfsmönnum líður vel minnka fjarvistir og af- köst aukast.u Kjallarinn Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari hjá Vinnu- ertirliti rfkisins Með og á móti Uppgjör Hafnarfjaröarliöanna í úrslitakeppninni í handknattleik Haukar eru að ná toppnum „Haukaliðið er á uppleið og öll vandamál varðandi meiðsli og annað eru að baki. Ég held að Haukar séu að ná toppnum og að liðið nái að ryðja FH úr vegi sinum í átt að úrslita- leiknum. Bæði lið era sterk vamarlega og með góða markvörslu en það sem kemur til með að ráða úrslitunum í þessum leikjum er sóknarleikur- inn. Þar tel ég Haukana hafa vinninginn. Þá hafa Haukamir harma að hefna frá því fyrir tveimur áram þegar FH-ingar slógu þá út í 8-liða úrslitúnum á dramatískan hátt. Þetta er óska- leikur fyrir Hafnfirðinga og ekki síst fyrir félögin. Ferðakostnað- urinn er enginn og ég hef ekki trú á ööra en aö húsin verði troð- full í leikjunum. Ég held að deil- ur félaganna á dögunum komi ekki til með að hafa nein áhrif á þessa baráttu enda vora leik- menninir ekki í þeim slag. Ég er sannfærður um aö Haukamir fari alla leið í úrslitin og vinni FH í þessu einvígi og það kæmi mér ekki á óvart að þrjá leiki þyrfti til að knýja fram úrslit.“ Meira sjálfs- traust hjá FH „Mér hefur fundist FH-ingam- ir vera á uppleið á meðan Hauk- amir hafa kannski lent í meiðsl- um og ein- hverju bakslagi. Ég er klár á því að bæði lið gefa allt í þessa leiki. Það er stutt í kveikju- þráðinn hjá mönnum eftir uppákomuna hjá félögunum á dögunum og það verður barist upp á líf og dauða í þess- um leikjum. Liðin eru áþekk að styrkleika en einhvem veginn finnst mér þróunin hafa verið meiri og hraðari upp á við hjá FH-ingunum heldur en Haukun- um og þess vegna tippa ég á sig- ur FH í þessu einvígi. Það hlítur að vera meira sjálfstraust í her- búðum FH-inga ef tekið er mið af síðustu leikjum liðanna. Vörnin hjá FH-ingum hefur styrkst mik- ið með tilkomu Kristjáns og markvárslan hefur verið góð hjá liðinu á meðan mér hefur fundist vanta stöðugleika í lið Haukana, sérstaklega þá í vörnina og markvörsluna. Leikir á milli þessara liða era alltaf sálarstríð og það er hart tekist á jafnt á vellinum og á áhorfendapöllun- um. Dagsformið kemur til með að ráða miklu og þrátt fyrir að liðin þekki vel bæði húsin mun heimavöllurinn hjálpa til og ég lít á fyrsta leikinn sem lykilleik í þessu einvígi." -GH Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Qeir Hallstoln&son, þjálfari Breiðabliks og fyrrum leikmaður og þjátfarl FH. Svavar Geirsson varaformaöur handknattleiks- deildar Hauka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.