Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 _____ Afmæli Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, Kópavogsbraut 62, Kópavogi, verður sjötugur þann 31.3. nk. Starfsferill Sigurður fæddist að Móum á Kjal- amesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, stundaði guðfræðinám við HÍ 1948-50 og síðan nám við Kaup- mannahafnarháskóla 1950-51, Aþ- enuháskóla 1951-52, Stokkhólmshá- skóla 1952 og The New School for '%Social Research i New York 1953-55 og lauk þaðan BA-prófl í saman- burðarbókmenntum. Sigurður var ritstjóri Kristilegs skólablaðs 1944-48, kenndi við Stýri- mannaskóla íslands 1948-50, við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1949-50, umsjónarmaður íþróttavall- ar KFUM í Kaupmannahöfn 1950-51, veitingaþjónn í New York 1953-55, fréttamaður útvarpsins hjá SÞ 1954-56, kennari og fyrirlesari við The City College of New York 1954-56, blaðamaður við Morgun- blaðið 1956-67 og ritstjóri Lesbókar 1962-67, ritstjóri Samvinnunnar 1967-74, skólastjóri Bréfaskólans 1974-77 og leiðsögumaður ferða- . jnanna erlendis 1962-97. Sigurður var formaður Kristilegs félags Gagnfræðakólans í Reykjavík 1943-44, formaður íslendingafélags- ins i New York 1955-56, sat í stjóm Íslensk-ameríska félagsins 1957-59, varaformaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1958-59, formaður Fé- lags íslenskra leikdómenda 1963-71, formaður Grikklandshreyfingarinn- ar 1968-74, formaður Rithöfundafé- lags íslands 1971-72, formaður Rit- höfundasambands íslands hins fyrra 1972-74, formaður Rithöfunda- -jsambands íslands hins nýja 1974-78 og er heiðursfélagi þess frá 1994, for- maður Norræna rithöfundaráðsins 1976-77, formaður Norræna félags- ins í Mosfellssveit 1977-78, formaö- ur Grikklandsvinafélagsins HELLAS 1985-88, formaður Islands- deildar Amnesty Inernational 1988-90 og 1992-95, situr í varastjórn Máls og menningar ffá 1982, átti sæti í alþjóð- legri dómnefnd um The Neustadt International Prize for Literature, 1986, og sat í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990-98. Hann hefur flutt fyrir- lestra um íslenskar bók- menntir og fleiri efni við HÍ, háskóla í Grikklandi og Tyrklandi og fjölda há- skóla í Bandarikjunum og Indlandi. Helstu ritverk Sigurðar: Grískir reisudagar, 1953; Krotað í sand, ljóð, 1958; Nýju fótin keisarans, greinar, 1959; Dauði Baldurs og önnur ljóð (á grísku), 1960; Hafið og kletturinn, ljóð, 1961; Næturgestir, skáldsaga, 1961; Gestagangur, leikrit, frumsýnt 1962, prentað 1963; Við elda Ind- lands, ferðasaga, 1962; önnur útgáfa 1983; Sjónvarpið, 1964; Smáræði, tólf þættir, 1965; Sáð í vindinn, greinar, 1967; Þetta er þitt líf, ljóð, 1974; í ljósi næsta dags, ljóð, 1974; Fákar - íslenski hesturinn í blíðu og stríðu, 1978; Undir kalstjörnu - Uppvaxtar- saga, 1979 (þýdd á ensku og þýsku); Möskvar morgundagsins - Uppvaxt- arsaga, 1981; í sviðsljósinu - Leik- dómar 1962-73,1982; Jakobsglíman - Uppvaxtarsaga, 1983; Skilningstréð - Uppvaxtarsaga, 1985; Úr snöru fuglarans - Uppvaxtarsaga, 1986; Hvarfbaugar - Úrval ljóða, 1952-82, 1988; Sigurbjörn biskup - Ævi og starf, 1988; ísland er nafn þitt, 1990; önnur útgáfa 1995; Grikklandsgald- ur, 1992; írlandsdagar, 1995; íslenski hesturinn - Litir og litbrigði, 1996; Með hálfum huga - Þroskasaga, 1997; í tíma og ótíma - Ræður og rit- gerðir ásamt ritaskrá 1944-98, 1998. Sigurður hefur samið ýmis rit á ensku um ísland og íslendinga, hef- ur þýtt fjölda erlendra ritverka, rit- stýrt safnritum og verið meðrit- stjóri erlendra tímarita um skáld- skap og Jóns á Bægisá, tímarits þýð- enda, frá 1995. Ljóð, smásögur og greinar hans hafa birtst í tuttugu löndum. Sigurður var sæmdur gullkrossi grísku Fön- ixorðunnar 1955, hlaut verðlaun í leikritasam- keppni Menningarsjóðs 1961, Menningarverðlaun DV í bókmenntum 1980, og Evrópsku Jean-Monn- et-bókmenntaverðlaunin 1995. Fjölskylda Sigurður kvæntist 16.11. 1996 Sigríði Friðjónsdóttur, f. 16.11. 1961, tónmenntakennara, dóttur Friðjóns Sveinbjörnssonar, f. 1933, d. 1990, sparisjóðsstjóra í Borgar- nesi, og Bjarkar Halldórsdóttur, f. 1939, póstafgreiðslukonu í Borgar- nesi. Stjúpdóttir Sigurðar er Guðný Andrésdóttir, f. 16.10.1984. Fyrsta kona Sigurðar var Andrea Þorleifsdóttir, f. 9.1. 1927, skrifstofu- maður. Dóttir Sigurðar og Andreu er HOdur, f. 27.7. 1957, flugfreyja, var gift Jóni Helga Jóhannessyni fram- kvæmdastjóra en þau skildu og eru börn þeirra Andri Þór, f. 15.9. 1980, Helga Snót og Hildur Sif, fæddar 29.7. 1983. Önnur kona Sigurðar var Svan- hildur Bjarnadóttir, f. 8.2. 1937, full- trúi hjá Flugleiöum. Böm Sigurðar og Svanhildar eru Magnús Aðalsteinn, f. 23.6. 1964, fornleifafræðingur en sambýliskona hans er Ragnheiður Valdimarsdótt- ir forvörður; Sigurður Páll, f. 13.12. 1968, kennaranemi en sambýliskona hans er Hulda Magnúsdóttir há- skólanemi og er þeirra sonur Magn- ús Aron, f. 12.11. 1997. Stjúpsynir Sigurðar em Bjami Þórarinsson, f. 4.3. 1957, meðferðar- fulltrúi; Guðmundur Þórarinsson, f. 19.7. 1958, kvikmyndagerðarmaður; Ragnar Þórarinsson, f. 16.2. 1961, sjávarlíffræðingur í Noregi. Dóttir Sigurðar og Ingveldar H. B. Húbertsdóttur, f. 28.10. 1928, tal- símakonu er Kristín, f. 14.10. 1953, yfirpóstafgreiðslumaður, gift Gunn- ari Val Jónssyni, trésmíðameistara og tollverði, og era þeirra börn Inga Dóra Aðalheiður, f. 3.1. 1974, stúd- ent, Húbert Nói, f. 21.9. 1980, menntaskólanemi og Anton Smári, f. 23.9. 1988. Dóttir Sigurðar og Ragnhildar Bragadóttur, f. 27.7. 1952, bóka- safnsfræðings, er Þeódóra Aþ- anasía, f. 23.12. 1991. Alsystkini Sigurðar: Sverrir Magnússon, f. 5.5. 1929, eftirlitsmað- ur hjá ESSO í Svíþjóð; Lára Jónína, f. 4.6.1930, húsfreyja í Reykjavík. Hálfsystkini Sigurðar, samfeðra: Hlln Schlenbaker, f. 30.3. 1925, hús- freyja í Bandaríkjunum; Magnea Hulda, f. 1.2. 1926, húsfreyja í Reykjavik; Hilmar Thorberg, f. 2.12. 1935, leigubílstjóri í Reykjavík; Að- alheiður, f. 6.6. 1941, húsfreyja i Reykjavík; Ágústa Jóna, f. 9.3. 1943, verkakona í Reykjavík; Magnús, f. 15.3. 1944, verkamaður i Reykjavík; Jóhanna, f. 16.12. 1945, húsfreyja í Reykjavík; Lárus, f. 14.6. 1947, verkamaður í Reykjavík; Rannveig, f. 16.8. 1950, húsfreyja í Reykjavík; Kristinn Janus, f. 9.4. 1954, verka- maður í Reykjavík; Hrafnhildur, f. I. 10. 1956, húsfreyja í Reykjavík. Látnir eru tveir albræður, sex hálf- bræður og ein hálfsystir. Foreldrar Sigurðar: Magnús Jóns- son, f. 8.7. 1893, d. 19.6. 1959, verka- maður í Reykjavík, og Aðalheiður Jenný Lárusdóttir, f. 7.6. 1907, d. II. 7. 1937, húsmóðir. Sigurður verður staddur í Stokk- hólmi á afmælisdaginn þar sem hann heldur erindi á ráðstefnu UNESCO og tekur þátt í pall- borðsumræðum ráðherranefndar Norðurlandaráðs. Hann og Sigríður taka því á móti ættingjum, vinum og velunnurum í Borgartúni 6, 4. hæð, fóstud. 27.3. kl. 20.00. Blóm era vinsamlega afþökkuð. I tilefni afmælisins sendir Háskólaútgáfan á markaö bókina í tíma og ótíma - Ræður og ritgerðir ásamt ritaskrá 1944-1998. Sigurður A. Magnússon. Leó E. Löve Leó Eirikur Löve lögfræðingur, Klapparstíg 1, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Leó fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1973, kynnti sér störf og starfshætti umboðs- manns danska þjóðþingsins 1977-78 og öðlaðist hdl.-réttindi 1986. Á námsárunum var Leó þing- fréttaritari Tímans 1969 og sölumað- ur á fasteignasölu 1970, var fulltrúi Garðars Garðarssonar hrl. í Kefla- vík sumarið 1973, fulltrúi bæjarfó- getans í Kópavogi 1973-82, aðalfull- trúi þar frá 1974 og settur bæjarfó- -geti í Kópavogi haustið 1979. Leó var starfandi stjómarformaður ísa- foldarprentsmiðju hf. 1982-94 en hef- ur sinnt eignaumsýslu og stundað lögmennsku síðan. Leó var formaður FUF í Kópavogi 1968-70 og FUF í Hafnarfirði 1970-72, var ýmist aðal- eða vara- maður í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1971-82, varamaður í út- varpsráði 1971-78, í stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda 1983-94, varamaður í bankaráði Seðlabanka íslands frá 1985 og í stjóm Fjölíss, samtaka um gæslu eftirgerðarrétt- ár, 1986-1994. Út hafa komið eftir Leó bækurnar Mannrán, útg. 1989; Fómarpeð, útg. 1990, og Ofurefli, útg. 1991. Þá hefur hann skrifað blaöagreinar, einkum um efnahags- og þjóðfélagsmál. Hann sat í ritstjórn og skrifaði grein í Ólafsbók, afmælisrit um dr. Ólaf Jóhannesson. Fjölskylda Leó kvæntist 15.11. 1969 Eygló Guðmundsdóttur, f. 3.12.1949, BA og kennara við MH. Hún er dóttir Guð- mundar Björgvinssonar, rafvirkja- meistara í Reykjavík, og k.h., Hildigunnar Sveinsdóttur verslun- armanns. Leó og Eygló skildu. Böm Leós og Eyglóar eru Guð- mundur, f. 8.6. 1967, rekstrarhag- fræðingur í Reykjavík, en kona hans er Hrefna Þorsteinsdóttir arki- tekt; Yrsa Björt, f. 13.8. 1971, lækna- nemi í Reykjavík, en maður hennar var Stefán Eiríksson lögfræðingur og eiga þau tvo syni; Áskell Yngvi, f. 12.11. 1977, nemi i Reykjavík. Sambýliskona Leós er Anna Lísa Kristjánsdóttir, f. 10.3. 1959, ritari. Hún er dóttir Kristjáns Grétars Sveinssonar, bifreiðarstjóra í Reykjavík, og k.h., Margrétar Sveinsdóttur húsmóður. Systir Leós er Sigrún, f. 9.1. 1942, kennari i Garðabæ, gift Jóhanni Ólafssyni kennara og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Leós: Guðmundur Löve, f. 13.2. 1919, d. 3.5. 1978, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags ís- lands, og k.h., Rannveig Ingveldur Eiríksdóttir Löve, f. 29.6. 1920, BA, fyrrv. kennari við Melaskólann og síðar kennsluráðgjafi Reykjanes- umd. Ætt Guðmundur var sonur Sophusar Carls Löve, skipstjóra og vitavarðar á Hornbjargsvita, sonar Frederiks Löve, ljósmyndara og kaupmanns á ísafirði, Reykjavík og Kaupmanna- höfn, Rasmussonar Löve, skipstjóra og veitinga- manns í Rudköbing á Langalandi, af stórri skip- stjóraætt, og Marenar Ballieu, frá Rudköbing, afkomanda Jean Babtiste Ballieu herforingja, sem barðist við Dani um yfír- ráðin yfir Lundi og Skáni 1676. Móðir Sophusar var Sigríður Sæunn Jónsdótt- ir, b. á Bjarnastöðum í Vatnsdal, Jónssonar og Steinvarar Magnúsdóttur Óbeðssonar. Móðir Guðmundar var Þóra, dótt- ir Jóns, dýralæknis á Laugabóli, Þórðarsonar, b. á Kistufelli, Jóns- sonar. Móðir Þórðar var Guðríður Sveinsdóttir, pr. í Grímsey, Jóns- sonar, prófasts á Stað í Steingríms- fírði, Sveinssonar. Móðir Jóns á Laugabóli var Guðríður Þorvalds- dóttir, b. á Stórakroppi, Jónssonar, dbrm. í Deildartungu, Þorvaldsson- ar, ættfoður Deildartunguættarinn- ar. Móðir Guðríðar var Guðrún Finnsdóttir, hreppstjóra í Miðvogi, Narfasonar. Móðir Finns var Guð- laug Sigurðardóttir. Móðir Guðlaug- ar var Guðríður Björnsdóttir, systir Snorra á Húscifelli. Móðir Þóra var Vigdís Jónsdóttir b. í Arnardal, Sæ- mundssonar, b. í Amardal, Árna- sonar. Móðir Vigdísar var Þóra Magnúsdóttir, b. í Þjóðólfstungu, Ámasonar, bróður Sæmundar. Móðir Þóru var Sigríður Halldórs- dóttir, hreppstjóra á Kirkjubóli, og Kristínar Guðmundsdóttir, hrepp- stjóra I Neðri-Amardal, Bárðarson- ar ættfóður Amardalsættarinnar, Illugasonar. Leó E. Löve. Rannveig er ein af hin- um fimmtán Réttarholts- dætrum, dóttir Eiríks, b. í Réttarholti við Reykjavík, Einarssonar, b. i Suður- Hvammi í Mýrdal, Þor- steinssonar, b. í Suður- Hvammi, Einarssonar, b. í Kerlingardal, bróður Bjarna amtmanns, fóður Steingríms Thorsteins- sonar skálds. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerl- ingardal, Steingrímsson- ar, bróður Jóns eldprests. Móðir Eiríks í Réttarholti var Ing- veldur Eiríksdóttir, b. á Mið-Fossi, Sverrissonar og Svövu Runólfsdótt- ur, skálds í Skagnesi, Sigurðssonar, pr. í Reynisþingum, bróður Sæmund- ar, fóður Tómasar „Fjölnismanns". Sigurður var sonur Ögmundar, pr. á Krossi, Presta-Högnasonar, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurðar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Rannveigar var Sigrún Kristjánsdóttir, hreppstjóra á Bíldu- dal, Jónssonar og Rannveigar Árna- dóttur, b. í Krossadal í Tálknafírði, Magnússonar. Leó tekur á móti gestum og vonar að sem flestir vinir, kunningjar, samstarfsmenn og skólafélagar sjái sér fært að gleðjast með glöðum í Sunnusal Hótel Sögu í dag milli kl. 17.00 og 19.00. Afmælisbamið atþakkar vinsam- legast blóm og gjafir en bendir gest- um á að láta fremur andvirðið renna til Bamaspítala Hringsins. Sparibaukur, sem börn á spítalan- um hafa útbúið, verður í anddyri veislusalarins. DV Tll hamingju með afmælið 25. mars 90 ára Gissur Jónsson, Valagerði, Seyluhreppi. Jenný Ásmundsdóttir, Akurgerði 7, Reykjavík. 75 ára Gunnar H. Eiríksson, Flétturima 6, Reykjavík. Katrín Eliasdóttir, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. 70 ára Ása Leósdóttir, Goðabyggð 15, Akureyri. Elsa Guðjónsdóttir, Álfaskeiði 51, Hafnarfirði. Kolbrún Bjarnadóttir, Ystafelli II, Ljósavatnshreppi. Sigurður Magnússon, Vaðlaseli 10, Reykjavík. 60 ára Elín Guðnadóttir, Tjamargötu 39, Keflavík. Gylfi Jónsson, Sunnubraut 45, Kópavogi. Jökull Guðmundsson, Skarðshlíð 13 E, Akureyri. Kristín Guðbjartsdóttir, Heiðarbóli 10 H, Keflavík. Sigfús Björnsson, Unnarbraut 19, Seltjamarnesi. Svanberg Þórðarson, Kambagerði 6, Akureyri. 50 ára Guðmundur Guðmundsson, Norðurvangi 48, Hafnarfirði. Halla Halldórsdóttir, Austurgerði 5, Kópavogi. Hannes Gíslason, Skógarhæð 8, Garðabæ. Jóhanna Hjartardóttir, Garðabraut 45, Akranesi. Kristinn Aadnegard, Austurgötu 41, Hafnarfirði. Valgerður Ólafsdóttir, Dvergabakka 14, Reykjavík. 40 ára Benedikt Benediktsson, Birkibergi 2, Hafnarfirði. Garðar Jónsson, Stóru-Völlum, Bárðdælahreppi. Gísli Ólafsson, Heiðarbóli 11, Keflavík. Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Næfurási 3, Reykjavík. Ingibjörg A. Guðmundsdóttir, Kaplaskjólsvegi 60, Reykjavík. Jenný Jóhannsdóttir, Búastaðabraut 8, Vestmannaeyjum. Kristbjörg Lára Helgadóttir, Fagrabergi 10, Hafnarfirði. Kristinn Jónsson, Rangárseli 20, Reykjavík. Leifur Kristinn Ólafsson, Leirubakka 18, Reykjavík. Sigurlín Sigurðardóttir, Öldugerði 14, HvolsveHi. Þuriður Guðrún Reynisdóttir, Gai-ðarsbraut 61, Húsavik. XJrval góðurferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.