Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 49 Iþróttir Krisíján Brooks hefur skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeild- arlið ÍR í knattspyrnu. Kristján varð markakóngur 1. deildar í fyrra með ÍR-ingum en eins og fram hefur kom- ið í DV voru á tímabili nokkrar líkur á að hann færi til norska félagsins Lyn. ÍR-ingar hafa þar með samið við alla sína leikmenn til tveggja ára. Þeir fara æfingaferð til Skotlands um páskana til að búa sig sem best undir sitt fyrsta tímabil i efstu deild. Hallsteinn Arnarson, knattspymu- maður úr FH, leikur með skoska 2. deildar liðinu Clydebank það sem eft- ir er tímabilsins í Skotlandi. Hann kemur síðan heim og leikur með FH í 1. deildinni í sumar. Framkvæmda- stjðri Clydebank er Ian McCall sem lék nokkra leiki með FH á síöasta tímabili. Douglas Hall og Freddy Shepard, tveir af aðalstjómendum Newcastle, hafa sagt af sér í kjölfar frétta í bresk- um blöðum um sukk og svínarí þeirra félaga á Spáni fyrir skömmu. John Hall mun stýra félaginu það sem eftir er tímabilsins en hann hætti sem kunnugt í upphafi tíma- bilsins. Lars Bohinen er á leið frá Blackbum til Derby. Bohinen, sem er norskur landsliðsmaður, hefur ekki náð að festa sig i liöi Blackbum sem keypti hann frá Nottingham Forest. Derby greiðir 180 milljónir króna fyrir Bohinen. Paul Gascoigne er genginn í raðir Middlesbrough frá Glasgow Rangers. Gascoigne gerði þriggja og hálfs árs samning viö Middlesbrough sem greiddi Rangers 360 milljónir króna fyrir kappann. Stjórn HSÍ hefur tilnefnt nýja menn til starfa í dómstól HSt í kærumáli Vals og Fram en sem kunnugt komst dómstóll ÍSÍað þeirri niðurstöðu að þeir þrir menn sem skipuðu dómstól HSÍ væm vanhæflr til að dæma í málinu. Hinn nýja dómstól HSÍ skipa Andri Ámason, formaður, Gísli Gislason og Jóhannes Sigurðsson. Jonathan Greening 19 ára gamall framheiji, sem leikið hefm- með York City, er genginn til liðs við Manchest- er United. Pilturinn þykir mikið efni en hann var til reynslu hjá United í nóvember. Talant Duschebaev, besti hand- knattleiksmaður heims, mun leika með Minden í þýsku 1. deildinni I handknattleik á næsta tímabili. Spán- vetjinn snjalli leikur nú með Nettel- stedt. Víkingur vann fyrsta úrslitaleikinn gegn Þrótti N. í úrslitum 1. deildar kvenna í blaki í Víkinni í gær, 3-0 (15-6, 15-12, 15-12). Skallagrimur sigraði Ægi, 5-0, i deildabikarkeppninni í knattspymu í gær. Haraldur Hinriksson skoraði 3 marka Borgnesinga og þeir Kristján Baldursson og Valdimar K. Sigurös- son sitt markið hvor. -GH Úrslitakeppnin í handknattleik Fram-ÍBV..................20.00 FH-Haukar.................20.30 Úrslitakeppnin í körfuknattleik KR-Tindastóll.............20.00 Úrslitakeppnin í blaki karla Þróttur-Stjaman...........19.30 NBA-DEIIDIN Toronto-Charlotte.............. Camby 20, - Rice 24, Phills 17. Atlanta-Orlando...........85-73 Smith 28, Blaylock 11. Cleveland-SA Spurs........85-86 Ilgauskas 21 - Robinson 27, Duncan 18. Utah Jazz-Phoenix.........92-73 - Malone 19, Foster 12. Milwaukee-Houston .... 118-108 Allen 33, Gilliam 29, - Olajuwon 22. Portland-Washington.......87-99 - Howard 24, Murray 23. Golden State-NY Knicks . . . 75-88 Jackson 19, - Johnson 23, Houston 19. Frábær endasprettur Þaö leit allt út fyrir að FH- stúlkur myndu hafa sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Kaplakrika í gærkvöld. Þær voru yfir nánast allan leiktímann en i stöðunni 20-18 fyrir FH náðu Víkingar frábærum endaspretti, þéttu vöm sína og spiluðu skynsamlega í sókninni. Þær skoruðu 4 mörk gegn engu síðustu átta mínútur leiksins og náðu að sigra, 22-20. FH-stúlkur hljóta að naga sig i handar- bökin yfir að klúðra unnum leik. Auk tækifæra í lokin fengu þær mörg tækifæri til að stinga Víkingsliöið af en nýttu þau ekki. Mikið býr þó í þessu liði og má vænta þess að það nái lengra á næsta timabili. Hrafnhildur Skúladóttir var langbest i liði þeirra. Hjá Víkingsstúlkum lék Guðmunda vel og Halla María sýndi mikið öryggi á vítalínunni. Kristín María varði einnig vel, en hún lék aðeins síðari háifleikinn. Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 8/2, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Björk Ægisdóttir 3, Þórdís Brynjólfsdóttir 2, Drífa Skúladóttir 1. Varin skot: Vaiva Drilingate 9. Mörk Vikings: Halla M. Helgadóttir 8/6, Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 4, Heiða Erlingsdóttir 3, Heiðrún Guðmimdsdóttir 2, Anna Kristín Árnadóttir 1. Varin skot: Halldóra Ingvarsdóttir 2, Kristín M. Guðjónsdóttir 8. -HI FH - Víkingur 1-2 Jóhann í Watford - skrifar undir 2ja ára samning á morgun Jóhann B. Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Kefla- vfk, skrifar á morgun undir tveggja ára samning við enska 2. deildar liðið Watford. Hann hélt utan til Eng- lands í morgun og að lokinni læknisskoðun mun hann ganga frá samningnum. Watford er í efsta sæti 2. deildar- innar en framkvæmdastjóri liðsins er Graham Taylor, fyrrum landsliðseinvaldur Englendinga. Jóhann var til reynslu hjá félaginu í haust og lék nokkra leiki meö varaliðinu en fýrir 10 dögum settu forráðamenn Watford sig í samband við Jóhann um buðu honum samning. Jóhann er 22 ára gamall, hefur leikið hefur 49 leiki með Keflvíkingum í efstu deild og á síðasta ári lék hann í fyrsta skipti með íslenska landsliðinu. -GH Ice Cup í handbolta: Slóðaskapur íslensku liðanna Eins og undanfarin ár hyggj- ast FH-ingar standa fyrir alþjóð- legu handknattleiksmóti um páskana, svonefndu Ice Cup móti. Sex erlend kvennalið hafa til- kynnt þátttöku, frá Svíþjóð og Hollandi og 3 karlalið frá Svíþjóð en fá íslensk lið hafa skráð sig til leiks og eru FH-ingar mjög ósátt- ir viö það. Geir Hallsteinsson, sem hefur hefur haft umsjón með mótinu, segir að ef þátttaka íslensku liðanna skili sér ekki fyrir fostudaginn verði mótið lagt niður og segir Geir að það yrði mjög sorgleg niðurstaða Þátttöku ber að tilkynna í fax- númer 565 4714. -GH Aftureld. (9)19 Valur (9)22 0-1, 1-4, 4-5, 6-6, 7-7, (9-9). 10-10, 12-12, 14-14, 16-16, 16-19, 17-20, 19-20, 19-21, 19-22. Mörk Aftureldingar: Jason Ólafs- son 6/5, Einar Gunnar Sigurðsson 5, Gunnar Andrésson 4/1, Páll Þórólfs- son 2, Magnús Már Þórðarson 2. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 17/1. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 7/2, Valgarð Thoroddsen 5, Daníel Ragn- arsson 4, Ingi Rafn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Theodór Valsson 1, Davið Ólafsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 18/1. Brottvísanir: Afturelding 8 mín, Valur 2 min. Dómarar: Einar Sveinsson og Þor- lákur Kjartansson. Ósamræmis gætti í dómum þeirra. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson, Val. Óskar Kristjánsson stjórnaði KR-liöinu í gær í stað þjálfarans Chris Armstrong sem var að stjórna unglingaliöi KR á sama tima. Hilmar Þór Einar Gunnar Sigurðsson gnæfir hér yfir vörn Valsmanna og skorar eitt marka sinna aö Varmá í gærkvöld. Það dugði skammt því Valsmenn voru sterkari og innbyrtu þriggja marka sigur. Liöin mætast í öörum leiknum að Hlíðarenda á morgun. DV-mynd Pjetur - Guðmundur varði mark Vals stórkostlega í sigri á Aftureldingu Valsmenn hófu úrslitakeppnina með góðum sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í gærkvöld, 19-22, og geta með sigri á heimavelli annað kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum. Valsmenn léku sem sterk liðsheild í gærkvöld en ekki er hallað á neinn þótt Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður sé nefndur til sögunnar sem maður leiksins. Hann varði geysilega vel á mikilvægum augnablikum í síð- ari hálfleik sem lagði öðru fremur grunninn að sigri Valsmanna. Af þessum leik af dæma býr meiri kraftur í Val en Aftureldingu sem ekki hefur unnið leik eftir að liðið féll úr Evrópukeppninni. Mosfellingar leika ágæta vörn en sóknin er ekki að sama skapi einbeitt. Allt skipulag vantar í hana, hún er keyrð á ein- staklingsframtaki, sem kann ekki góðri lukku að stýra. Homaspil er alveg bitlaust og kom ekkert mark þaðan i leiknum. Mosfellingar verða að laga sóknina ef þeir ætla eiga raunhæfa möguleika á sigri á sterk- um heimavelli Valsmanna. „Þetta er alls ekki búiö“ „Liðið lék vel á köflum en við verð- um að hafa í huga að aðeins fyrri hálf- leik er lokið, sá síðari er eftir. Þetta er því alls ekki búið en sigur- inn hér var mikilvægur upp á framhaldið. Ég náði mér ágæt- lega á strik en liðið getur samt gert betur en þetta,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson í samtali við DV eftir leikinn. Vöm Valsmanna var lengstun sterk og í sókninni stjómaöi Jón Kristjáns- son sínum mönnum eins og herfor- ingi. Hinn bráðefhilegi Daníel Ragn- arsson komst vel frá sínu. Förum Krýsuvíkurleiðina „Vömin var ágæt en sóknin er að hiksta. Við fórum þessa gömlu Krýsu- víkurleiö og klárum þetta I oddaleik að Varmá á laugardaginn," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörð- ur, Aftureldingar, við DV en hann átti bestan leik Mosfellinga ásmat Einari Gunnari Sigurðssyni. -JKS Afturelding - Valur 0-1 Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfuknattleik: KR kom fram hefndum - KR skoraði 50 stig í seinni hálíleik gegn Keflavík „Það þurfti bara einhvern til að segja þeim aö þær gætu unnið því þær hafa alveg í fullu tré við Kefla- vík,“ sagði Óskar Kristjánsson sem stjórnaði KR-liðinu í 75-65 sigri á Keflavík í 1. deild kvenna. KR-stúlkur hafa þar með jafnað einvígið við Keflavík og svarað mörg- um röddum sem töldu Keflvíkinga ætla að klára þetta í þremur leikjum. Það sem öðru fremur lagði gmnninn að sigri KR-stúlkna var frábær kafli þeirra i upphafi seinni hálfleiks er þær breyttu stöðunni úr 35-31 i 48-31. Mest komust þær síðan í 20 stiga for- ustu áður en Keflavíkurliðið náði að saxa á þær í lokin. Ekki tilbúnar í þennan leik „Við spiluðum mjög illa, áttum lé- leg skot og þegar við náðum að byrja að spila okkar bolta var það oröið of seint. Við komum ekki tilbúnar í þennan leik en þær voru tilbúnar. KR - Keflavík 1-1 Þetta kennir okkur kannski eitthvað og við ætlum að vera tilbúnar í næsta leik,“ sagði Anna María, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Hjá KR átti Tara Williams góðan leik og þá sérstaklega í seinni hálf- leik. Mest munaði þó um framlög Hönnu Kjartansdóttur, sem skoraði 14 stig, og Helgu Þorvaldsdóttur sem var með 12 stig og áttu 8 stoðsendingar. Léleg hittni hjá Keflavíkurstúlkum Keflavíkurliðið hitti mjög illa í þessum leik, sem dæmi aðeins 15 af 44 tveggja stiga skotum og liðið, sem var búið að vinna 11 leiki í röð, sýndi á sér afar slaka og sjaldgæfa hlið í þessum leik. Hjá því sýndu mestan lit Erla Þorsteinsdóttir, Jennifer og Anna María. Mikið munaði um að Erla Reynisdóttir og Kristín Blöndal voru í djúpum dvala í þessum leik. -ÓÓJ KR (25) 75 Kefíavík (22) 65 2-0, 2-6, 6-6, 8-13, 14-13, 20-19, 25-19, (25-22), 27-22, 29-27, 35-31, 48-31, 50-35, 58-38, 62-48, 63-53, 65-58, 67-62, 72-62, 73-63, 75-65. Stig KR: Tara Williams 26, Hanna Kjartansdóttir 14, Helga Þorvaldsdótt- ir 12, Kristín Jónsdóttir 8, Linda Stef- ánsdóttir 8, Guðbjörg Norðfjörð 7. Stig Keflavíkur: Jennifer Boucek 18, Anna María Sveinsdóttir 16, Erla Þorsteinsdóttir 16, Erla Reynisdóttir 6, Kristín Blöndal 5, Harpa Magnús- dóttir 4. 3ja stiga skot: KR 1/11, Kefl. 7/15 Vítanýting: KR 19/23, Kefl. 12/16 Vamarfráköst:KR 21, Keflavík 14 Sóknarfráköst: KR 7, Keflavík 10 Dómarar: Antonio Ciullio og Björgvin Rúnarsson. Hörmuleg dómgæsla, mikið ósamræmi í dómum og ýmist dæmt á minnstu smáatriði eða sleppt augljósum brotum. Áhorfendur: 100 Maður leiksins: Helga Þorvalds- dóttir KR. Leiddi lið sitt á mikil- vægum tíma er þær komust í 20 stiga forustu i byrjun seinni hálfleiks. _______________________íþróttir Meistaraheppni? - æsilegar lokamínútur þegar KA lagði Stjörnuna með marki á lokasekúndu DV, Akureyri: „Maður hugsar ekkert í þessari stöðu nema það að koma tuðrunni í markið, annað kemst ekki að. Ætli það megi ekki líka segja að það hafi fylgt þessu heppni, hún er oft með þeim bestu. Það verður rosalega erfitt að fýlgja þessu eftir með sigri í Garðabænum fyrst við vorum í vandræðum með þá hér með þús- und manns á pöllunum" sagði Hall- dór Sigfússon, hetja íslandsmeistara KA, eftir að hafa skorað sigurmark KA í 21-20 sigri á Stjörnunni í KA- heimilinu í gærkvöld. Sigurmarkið kom þegar 4 sek. voru eftir af leikn- um og var það eina markið sem kom síðustu 4 mín. leiksins. Það er óhætt að segja að úrslita- keppnin hafi byrjað með miklum látum á heimavelli meistaranna í gærkvöld. Stjörnumenn komu geysigrimmir til leiks og KA-menn KA (12) 21 Stjarnan (9)20 0-1, 3-2, 7-3, 8-5, 9-8 (12-9), 13-9, 13-12, 14-14, 14-15, 17-15, 19-16, 19-18, 20-20, 21-20. Mörk KA: Björgvin Björgvinsson 6, Halldór Sigfússon 5/1, Karhn Yala 4, Leó Ö. Þorleifsson 3, Hilmar Bjarnason 2/2, Sverrir Bjömsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 15/2. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grimsson 7/3, Magnús A. Magnússon 5, Hilmar Þórlindsson 4/2, Amar Pétursson 2, Heiðar Felixson 1, Hafsteinn Hafsteinsson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 14/1, Ingvar Ragnarsson 2/2. Brottvisanir: KA mín. 8 mín, Stjaman 10 min. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjami Viggósson. Sluppu þokkalega frá geysierflðum leik, sérstaklega þó Valgeir. Ahorfendur: 1036. Maður leiksins: Halldór Sigfússon, KA. DV, Suðurnesjum: Teitur Örlygsson var óstöðvandi þegar Njarðvik sigraði, KFÍ, 88-67, í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitun- um. Þegar Teitur er í slíkum ham stenst enginn leikmaður honum snúning og gerði hann 10 glæsilegar 3ja stiga körfur í leiknum og alls 35 stig. Njarðvíkingar eru til alls líklegir í baráttunni um titilinn og greini- legt að Friðik Rúnarsson er með lið sitt á toppnum á réttum tíma enda margsannað að þar fer góður þjálf- ari. „Ég fann mig mjög vel. Friðrik þjálfari bað mig að skjóta mikið í byrjun leiks og koma liðinu inn í leikinn. Ég skaut mig í stuð. Þegar maður fær slíka skipun verður mað- ur að sýna traust sitt og standa und- ir þvi og áhorfendur voru frábærir. Þaö var frábær barátta í liðinu og við spiluðum góða vöm. Þetta er allt á uppleið hjá okkur,“ sagði Teit- ur Örlygsson sem setti persónulegt met í 3ja stiga körfum. Njarðvíkingar spiluðu frábæra liðsvöm sem KFÍ náði ekki að brjóta á bak aftur og á eftir fylgdi hraður og skemmtilegur sóknarleik- gefa aldrei þumlung eftir á heima- velli. Úr varð hörkuleikur, ekki vel leikinn, en taugaspennan og „titr- ingurinn" sem fylgir úrslitakeppn- inni allsráðandi. KA-menn höföu framkvæðið lengst af, 12-9 í hálfleik og komust síðan 4 mörkum yfir. Stjarnan náði síðan að jafna og komast yfir 14-15 en KA náði KA - Stjarnan 1-0 þriggja marka forskoti að nýju. Stjaman jafnaði síðan þegar 4 mín. voru eftir, 20-20. Eftir það vörðu Ingvar Ragnarsson og Sigtryggur Albertsson sitt vítið hvor og þrír menn vom reknir út af undir lokin. Síðustu mínútuna vom KA-menn einum færri, vora með boltann cill- an þann tíma og 4 sek. fyrir leikslok sneri Halldór á vöm Stjömunnar, fór inn af línunni og skoraði sigur- markið. Halldór var þvi maður leiksins, en sá sem lék best var Sigtryggur Albertsson. Hann hreinlega lokaði markinu síðari hluta síðari hálf- leiks. Björgvin Björgvinsson átti stórleik og Karim Yala lék mjög vel í fyrri hálfleik. Liðið í heild getur betur en taugaspennan tekur sinn toll. Björgvin Björgvinsson - 6 mörk. ur. Njarðvíkingar gerðu út um leik- inn i síðari hálfleik þegar staðan var 48-43 eftir rúmar 3 mínútur. Þá sýndu Njarðvíkingar frábæran kafla og breyttu stöðunni í 68-51 á 9. minútna kafla. Eftir það voru Njarð- víkingar með leikinn í hendi sér. „Það er agalegt að vera teknir í bakaríið. Þeir spiluðu sterkan varn- arleik og náðu að ýta okkur út úr okkar leik. Það er gríðarlega svekkj- andi að tapa með svona mun hér og vera slegnir út. En ég óska þeim góðs gengis," sagði Guðni Guðna- son, þjálfari og leikmaður KFÍ, en hann hefur verið að gera góða hluti með liðið í vetur. Eins og áður sagði átti Teitur stór- leik, Petey Sessoms átti einnig frábæran leik með Njarðvík og tók hann 22 fráköst og hélt Friöriki Stefánssyni algjör- lega niðri í leiknum, Páll Kristins- son hélt Bevis í strangri gæslu, Friðrik Ragnarsson og Guðjón Gylfason áttu báðir frábæran vam- arleik og spiluðu skynsamlega í sókninni. Lykilmenn KFÍ náðu sér einfald- lega ekki á strik og munar um minna þegar Bevis og Friðrik ná sér ekki á strik í sóknarleiknum. -ÆMK Valdimar Grimsson, þjálfari og leikmaöur Stjömunnar, getur nagað sig í handarbökin eftir þennan leik. Hann gerði ítrekað óvenjuleg mis- tök í sókninni og kórónaði svo allt með að láta verja frá sér víti í lokin. Jónas Stefánsson markvörður var besti maður liðsins og hélt því á floti þegar á leið. Þá átti Magnús Magnússon mjög góðan leik. Liðið í heild sýndi að það getur betur en 8. sætið í deildinni segir til um, og KA-manna bíður erfitt verkefni í Garðabæ annað kvöld. „Kem aftur noröur" „Þetta var erfitt eins og við átt- um von á og KA-menn voru heppn- ir. Við fengum fullt af tækifærum í lokin til að gera út um þetta en því miður, svona fór þetta. En þetta er ekki búið, ég verð aftur hér i KA- heimilinu á laugardaginn" sagði Brynjar Kvaran, liðsstjóri Stjörn- unnar í leikslok. Ætlum aö Ijúka þessu í Garðabænum Atli Hilmarsson, þjálfari KA, var var um sig eftir leikinn. „Þetta verð- ur mjög erfitt, en við ætlum að gera allt til að ljúka þessu í Garðabæn- um“ sagði Atli. -gk Valdimar Grímsson - 7 mörk. Njarðvík (46)88 KFÍ (37) 67 0-2, 5-2, 7-6, 13-6, 23-14, 32-19, 36-24, 36-31, 42-31, (46-37), 4941, 5M3, 54-45, 59-45, 64-51, 68-51, 71-53, 77-58, 82-62, 88-67. Stig Njarðvíkur: Teitur örlygs- son 35, Petey Sessoms 21, Páll Krist- insson 13, Guðjón Gylfason 5, Ragnar Ragnarsson 5, Örvar Kristjánsson 3, örlygur Sturluson 2, Friðrik Ragn- arsson 2, Kristinn Einarsson 2. Stig KFf: David Bevis 17, Marcos Salas 17, Friðrik Stefánsson 9, Magn- ús Gíslason 8, Baldur I. Jónasson 7, Finnur Þórðarson 5, Ólafur J. Orms- son 2, Guðni Guðnason 2. Fráköst: Njarðvík 39, KFÍ 46. Vítanýting: Njarðvik 13/19, KFÍ 10/23. 3ja stiga körfur: Njarðvik 14/31, KFÍ 7/24. Áhorfendur: Um 650, fullt hús. Dómarar: Leifur Sigfinnur Garð- arsson og Jón Bender, frábærir. Maður leiksins: Teitur örlygs- son, Njarðvík. Teitur Örlygsson átti stórleik og skoraöi 10 þriggja stiga körfur. Teitur heitur - Njarðvík í undanúrslitin Njarðvík-KFÍ 2-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.