Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 Spurningin Hvað finnst þér gott að borða? Páll Stefánsson ljósmyndari: Fisk í súrsætri sósu með feitu lamba- kjöti. Bland af öllu saman. Kristín Stefánsdóttir móttökurit- ari: Nautalundir. Helgi Pálsson: Lambalifur. Bjarni Kristjánsson: Steikta ýsu. Rún Halldórsdóttir: Lax. Lesendur Fólk deyr af reykingum Afleiöingar reykinga mældar í apóteki. Matthías Kristiansen skrifar: Nýlega varð nokkur hvellur í fjöl- miðlum þegar Tóbaksvarnaráð benti á að reykingafólki væri hætt- ara við fjarvistum úr vinnu en öðr- um. Gagnrýnin byggðist á því að það væri illa gert að stefna atvinnu- öryggi 30% þjóðarinnar yfir 16 ára aldri í hættu, atvinnuöryggi reyk- ingafólksins. Þessi gagnrýni er vita- skuld út í hött. Tóbaksvamaráð var einungis að benda á að reykingafólk stefnir sjálft atvinnuöryggi sínu og lífi í hættu. Áhugavert er að lita nánar á smádæmi. ímyndum okkur að flugfélagið „SmokAir" fljúgi árlega með 30% allra fullorðinna íslendinga i breið- þotum sínum. Fólk flýgur í austur og vestur, en sá böggull fylgir skammrifi að árlega ferst ein þota „SmokAir" og með henni 300 manns. Þannig hefur þetta gengið býsna lengi en samt heldur fólk áfram að fljúga og farast með „SmokAir". Er líklegt að islensk flugmálayfir- völd og aðrir ráðamenn myndu sætta sig við að láta bara prenta á flugmiðana aðvörun um að það geti verið hættulegt að nýta sér „SmokAir“? Að sjálfsögðu ekki. Flugvélar yrðu kyrrsettar, flugfélag- inu gert að fara yfir aUa öryggis- þætti og farþegar myndu flykkjast yfir tU keppinautarins, i þessu til- viki „CleanAir". - Að lokum yrði gamla flugfélagið „SmokAir" ein- ungis óþægUeg minning og áþján fjölskyldna þeirra sem enn syrgja þá 300 sem árlega fórust. Talan 300 er ekki út í hött því ár- lega deyja um 300 manns á íslandi af völdum reykinga, eða nær einn á dag. í Bandaríkjunum er þessi tala 300.000 sem samsvarar því að um 1.000 breiðþotur farist árlega, eins og fram kom nýlega. Málið er bara það að þetta fólk deyr í þögn, það þjáist lengur en þeir sem farast í flugslysum. Enginn hávaði er gerð- ur út af hverju andláti fyrir sig og reykingar halda áfram nær óátalið því hagsmunirnir eru það miklir að erfitt hefur reynst að hrófla við þeim. Margir af vinum mínum og kunn- ingjum hafa veikst og dáið fyrir ald- ur fram á síðustu árum. Allir reyktu þeir. Hagur kaupfélaga - ekki neytenda Valur Fr. Jónsson skrifar: Það er erfitt að trúa því að sá tími eigi eftir að koma aftur að kjöt verði geymt frá sláturtíð til næstu sláturtíðar í frystigeymslum sem eru kerfinu þóknanlegar, til þess aftur að þóknanlegir aðilar fái greidd geymslugjöld úr opinberum sjóðum. - Síðan verði útsala á árs- gömlu kjöti til þess að rýma frysti- geymsluna fyrir nýju kjöti, sem svo aftur er geymt í ár. - Eða hvernig á hinn almenni neytandi, fólkið í Reykjavík og víðar, að geta skilið og sætt sig við það að þurfa að lúta duttlungum forystumanna í land- búnaði sem bera hag kaupfélaga fremur fyrir brjósti en hag neyt- enda? Það á ekki að skipta neytendur nokkru máli hvaðan kjötið er né hvar var slátrað eða fyrh hvern, fái þeir sitt kjöt þegar þeh þurfa og vilja, á sama verði alls staðar. - Þurfa ekki einhverjir heiðursmenn að segja af sér einhverjum nefnda- og stjórnarstörfum til þess að geta af trúmennsku starfað fyrir þann aðila sem þeir telja að þurfi þess helst með? R-listinn ekki framboð alþýðuflokksmanna Magnús Sigurðsson skrifar: Þótt ótrúlegt megi virðast, er ekki útilokað að forystumenn núverandi samstarfsflokka Alþýðuflokksins í Reykjavík hafi ásett sér að enginn alþýðuflokksmaður sitji í borgar- stjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. En eins og menn vita gáfu hin- ar nýju og sérkennilegu prófkjörs- reglur Reykjavíkurlistans stuðn- ingsmönnum hvers flokks færi á að hafa áhrif á hverjh kæmust í öruggt sæti á vegum annarra flokka. Þegar reglumar voru samþykkt- ar, af fáum mönnum og í fljótheit- um, gerðu menn það í því trausti að þessh möguleikar yrðu ekki mis- notaðir. Niðurstaðan varð svo sú að tveir menn sáu sér leik á borði að komast áfram á vegum flokks þar [U^fÍlMlP)Æ\ þjónusta - eða hringið í síma 5000 Wnfíli kl. 14 og 16 allan sólarhringiniKÍ JlfUnr QQ on R-listafólk fagnar niðurstöðu prófkjörs. sem þeh hafa aldrei starfað. Og þá vitanlega með þeim afleiðingum að einn „samstarfsflokkanna" fjögurra fær engan mann í borgarstjórn. Þessir tveir menn geta ekki með nokkra móti talist fulltrúar alþýðu- flokksfólks í borgarstjórn. - Annar þeirra starfaði áratugum saman í þeim flokki sem ijærst allra liggur Alþýðuflokknum, Framsóknar- flokki, og gekk ekki í Alþýðuflokk- inn fyrr en rétt fyrh prófkjör þegar útlit var fyrir að óflokksbundnh gætu ekki gefið kost á sér í prófkjör- inu. Hinn „frambjóð- andi Alþýðuflokks- ins“ hefur ekki einu sinni gengið í Alþýðuflokkinn að nafninu til. Jafnvel efth að hann hefur náðarsamlegast þegið að taka við vegtyUum fyrir hönd flokksins, get- ur hann ekki hugs- að sér að ganga í hann! - Það er því ljóst að sé enginn raunverulegur al- þýðuflokksmaður meðal 8 efstu á Reykjavíkurlistan- um er Reykjavíkurlistinn ekki framboð alþýðuflokksmanna. Sama sagan og gerðist 1990 verð- ur ekki endurtekin. Þá var Alþýðu- flokkurinn talinn á að bjóða ekki fram heldur styðja hamboð sem hét Nýr vettvangur. Þá voru alþýðu- flokksmenn setth þannig á listann að enginn þeirra komst í borgar- stjórn. Þótt ýmsir virðist halda að alþýðuflokksmenn láti bjóða sér slíkt aftur þá er það misskUningur. Alþýðuflokksmenn láta ekki enda- laust nota sig sem hækju annarra tU að komast í borgarstjórn. Verulega sjúk þjóð Kristjana skrifar: Miðað við mannfjölda hér á landi sem er ekki nema brot af því sem gerist i einni borg í ná- grannalöndunum hlýtur íslenska þjóðin að vera verulega sjúk. Ef aUh eru taldir, sem þiggja aðstoð í heilbrigðiskerfinu sakir krank- leika, tUbúins eða raunverulegs, þá er næstum öU þjóðin veik eða með einhvern krankleika. Þurfum við ekki verulegrar sjálfsskoðun- ar við gagnvart öUu þessu óheil- brigði? Óstundvísi Sjónvarpsins Hulda Guðmundsd. skrifar: Varla líður svo dagur að kvölddagskrá Sjónvarpsins brenglist ekki meha eða minna. Ekki var sl. fostudagskvöld und- anskUið. Fyrri kvikmyndin i dag- skránni byrjaði ekki fyrr en kl. 22.30 en átti að byrja kl. 22.15. Þetta þykir stjórnendum RÚV víst ekki tUtökumál, fólk sitji heima hvort eð er og hafi ekkert annað að gera en að bíða bara þar tU Sjónvarpinu sýnist svo með næstu dagskrárliði. En hér er stórt dæmið um vanstjóm og engu að treysta þegar vanhæfir stjórnendur hins opinbera eru annars vegar. Raftækjaæðið Lára skrifar: Ég er ein þehra sem hef verið að kanna verð á raftækjum sem komin eru á markað hér og aug- lýst á mun lægra verði en áður hefur þekkst. Ég var fljót að ná mér í þau tæki sem ég taldi að væru að ganga sér tU húðar á mínu heimUi. Þau voru ekki mörg en ég áleit að slík tUboð kæmu ekki aftur eða héldust ekki lengi. Vonandi verður þó svo. Ég skil ekki að almennar raftækjaversl- anh standist þessum tilboðum snúning. Hvers vegna lækkuðu þær ekki verðið hjá sér? En þeh höfðu ekki frumkvæðið og verða því undh í samkeppninni. Uppsagnir Flug- félags íslands Aðstandandi skrifar: Ég las blaðagrein Kjartans Norðdahls flugstjóra og lögmanns nýlega þar sem hann gagnrýndi stjórnendur Flugfélags íslands og segh uppsagnir þær sem dundu yfir hjá félaginu nýlega óhæfu. Ég er hjartanlega sammála Kjartani. Hann talar um gunguskap stjórn- enda félagsins sem hafi flúið land meðan á ósköpunum stóð og öll framkoma þehra hafi verið óverj- andi með öllu. Kjartani á að vera fullkunnugt að þessi framkoma var innleidd hjá Flugleiðum hf. af fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra og hefur væntanlega talist til eftirbreytni hjá núver- andi stjórnendum. Stéttarfélög eins og VR hafa svo tekið undh ósómann og stutt stjórnendur Flugfélags íslands með því að haf- ast ekki aö fyrh hönd félags- manna sinna. Engin sunnu- dagsleikrit Steinn hringdi: Þau entust ekki lengi sunnu- dagsleikrit Sjónvarpsins. Aðeins tvö eða þrjú og punktur og basta. í staðinn eru sýndar íslenskar kvikmyndh á sunnudagskvöld- um. Ég er ánægður með það og fannst t.d. síðasta myndin „Með allt á hreinu" verulega góð kvöld- skemmtun. En maður er undrandi á að hvorki skáld eða rithöfundar - af öllum skaranum hér - skuli ekki getaö hespað af leikriti til að sýna í Sjónvarpinu. Þetta gerh Spaugstofan og fer létt með. Hvers vegna ekki íslenskir rithöfundar? Leti eða hugmyndafátækt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.