Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998
11
Fréttir
Skemmtiferðaskip á Akureyri:
Færri skip en far-
þegum fjölgar
DV, Akureyri:
Erlendum skemmtiferðaskipum
sem koma til Akureyrar í sumar
mun fækka frá því á síðasta ári en
farþegum með skipunum mun hins
vegar fjölga, að sögn Guðmundar
Birgis Heiðarssonar, forstöðumanns
upplýsingamiðstöðvar Akureyrar-
bæjar.
Guðmundur segir að skipunum
fækki úr 35 í fyrra í 27 í sumar.
„Hins vegar verða skipin sem við
fáum í sumar að jafnaði stærri en
verið hefur þannig að farþegunum
mun fjölga. Þeir voru í fyrra um
16.400 talsins en verða eitthvað
fleiri nú þrátt fyrir að við höfum
ekki fengið endanlega uppgefna tölu
þeirra. Stærsta skipið mun verða
með yfir tvö þúsund farþega, annað
með um 1.500 farþega en skipunum
sem voru með fáa farþega eða allt
niður í 150 manns um borð fækkar,"
segir Guðmundur Birgir.
Farþegar skemmtiferðaskipa sem
komu til Akureyrar hafa langoftast
farið beint úr skipunum í langferða-
bíla og í dagsferðir austur í Þingeyj-
arsýslur en Guðmundur Birgir seg-
ir að nú virðist sem þeir séu famir
að nýta sér fleiri valkosti sem í boði
eru.
„Við höfum kynnt erlendum aðil-
um, sem standa að rekstri þessara
skemmtiferðaskipa, aðra möguleika
sem í boði eru fyrir farþegana, t.d.
hér í Eyjafirði, s.s. hvalaskoðun og
jeppaferðir, og við erum að byrja að
sjá að þessir hlutir eru að koma inn
í þær dagskrár sem farþegunum
standa til boða. Þessir hlutir eru
komnir í sölu og svo er að sjá hver
viðbrögð farþeganna verða. Við höf-
um einnig verið að sjá það undan-
farið að farþegarnir gera mun
meira af því að fara i bæinn á eigin
vegum sem er auðvitað mjög hvetj-
andi fyrir verslunina," segir Guð-
mundur Birgir.
-gk
Ertu aö missa hár?
Möguleikar:
★ Apollo hárfylling
★ Hártoppar
★ Hárkollur
★ Hárjlutningar
★ ísetningar
★ Stöðvum hárlos
Ókeypis ráðgjöf.
Við sendum
upplýsingar ef
óskað er.
-APOLLO;
Öll þjónusta í fullum trúnaði
og án skuldbindinga.
Hair Centcrs
APOLLO
Hárstúdíó
Hringbraut 119
Sími 552 2099
Bónus og SPRON:
Nýtt kreditkort
Bónus sf. og Sparisjóður Reykja-
víkur og nágrennis hafa stofnað
fyrirtækið Viðskiptatraust hf. til
að annast rekstur og greiðslumiðl-
un nýs kreditkorts. Kortið nefnist
Sparikort og verður hægt að
greiða með því i öllum verslunum
Bónuss. Hér er um kreditkort að
ræða sem er þó talsvert frábrugið
öðrum kreditkortum á markaðn-
um. Korthcifar Sparikortsins
greiða sjálflr 1,21% þóknun sem
verslanir greiða í öðrum tilfellum
til kortafyrirtækja.
Markmiðið með þessu fyrir-
komulagi er annars vegar að þeir
sem staðgreiði vörur sínar þurfi
ekki að standa straum af kostnaði
vegna kortaviðskipta annarra við-
skiptavina og hins vegar að verð-
lagið hækki ekki vegna þess að
korthafar einir bera kostnað af
kortaviðskiptunum.
Ekkert árgjald er greitt af Spari-
kortinu. Hins vegar greiða kort-
hafar 20 króna úttektargjald við
hver kortaviðskipti.
Heildarkostnaður korthafa af
Sparikortinu er því mismunandi
eftir notkun. Miðað við 20 þúsund
króna úttekt á mánuði er kostnað-
urinn 2,44% en miðaö við 80 þús-
und króna úttekt á mánuði er
kostnaðurinn 1,61%.
-glm
Auglýsing
um framlagningu skattskrár 1997
og virðisaukaskattskrár fyrir
rekstrarárið 1996.
í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt
og eignarskatt, með síðari breytingum, er hér með auglýst
að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila
sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laganna. Tekin hefur
verið saman skattskrá þar sem fram koma barnabótaauki og
vaxtabætur og tekjuskattur og eignarskattur og önnur þau
gjöld sem skattstjóri lagði á hvern gjaldanda í umdæmi sínu
gjaldárið 1997, vegna tekna og eigna á árinu 1996.
Einnig hefur, samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, um
virðisaukaskatt, með síðari breytingum, verið tekin saman
virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 1996. í henni er
tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur
virðisaukaskattur hvers virðisaukaskattsskylds aðila.
Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum
skattumdæmum miðvikudaginn 25. mars 1998 og liggja
frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá
umboðsmönnum skattstjóra fyrir hvert sveitarfélag dagana
25. mars til 7. apríl að báðum dögum meðtöldum.
25. mars 1998
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjaröaumdæmi, Sigríður Björk Guöjónsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss, afhendir fyrsta korthafa Sparikortsins,
Ingu Katrínu Guðmundsdóttur, og fjölskyldu hennar fyrsta Sparikortið.
DV-mynd E.ÓI.
Ráöherra setur á laggir starfshóp:
Kanna áhrif síma-
notkunar ökumanna
- á umferðaröryggi landsmanna
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur ákveðið aö setja á lagg-
irnar starfshóp sem á að kanna
áhrif og afleiðingar símanotkunar
ökumanna á umferðaröryggi.
Einnig á hópurinn að kanna til
hvaða úrræða eigi að gripa til að
tryggja umferðaröryggi sem best.
Þetta kemur fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn Guðrúnar
Helgadóttur alþingsimanns um
slysahættu vegna símanotkunar
ökumanna við akstúr.
Samkvæmt umferðarkönnun 1997
er farsími í rúmlega fjórðu hverri
bifreið hér á landi. Þá er ekki tekið
tillit til GSM-síma sem menn kunna
að hafa lausa í bílum sínum.
í svari ráðherra kemur fram að
ekki séu dæmi um skráð umferðar-
slys hjá lögreglu, þar sem orsök
slyss hefur verið rakin til notkunar
farsíma. Samkvæmt upplýsingum
frá tryggingafélögum eru þess ekki
mörg dæmi að ökumaður hafi við-
urkennt að orsök umferðaróhapps
eða slyss megi rekja til þess að hann
hafi verið að tala í síma. Hins vegar
voru allmörg dæmi um að aðilar aö
óhappi hafi fullyrt að mótaðilinn
hafi verið að tala í sima þegar
óhappið átti sér stað, gegn mótmæl-
um þess síðamefnda.
-RR
Sl AN^
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00
1980-1.fl. 1993-1.fl.D 5 ár 15.04.98- 15.04.99 10.04.98 kr. 438.427,30 kr. 14.959,20
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 25. mars 1998.
SEÐLABANKIÍSLANDS