Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 2
2 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 T>V Dómurinn sem ógilti vinnureglur Þróunarsjóðs í máli Vinnslustöðvarinnar: Varðar tugi fyrirtækja - sjóðurinn gaeti þurft að greiða allt að 200 milljónir ofan á 406 milljónir Útgjöld Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins til kaupa á úreltum fiskvinnslu- stöðvum í landinu gætu numið allt að 200 milljónum króna ef mið er tekið af dómi sem gekk í vikunni. Hér er um að ræða greiðslur til handa um 20 fisk- vinnslufyrirtækjum í landinu sem Þró- unarsjóður hafnaði að afgreiða á þeim forsendum aö eigendumir uppfylltu ekki skilyrði um vinnureglur sjóösins - reglur sem nú hafa verið dæmdar ólögmætar. Eins og fram kom í DV í gær vann Vinnslustöðin i Vestmannaeyjum mál á hendur Þróunarsjóði í vikunni. Stöð- in sótti um afgreiðslu á úreldingu á fjórum frystihúsum en var hafnað á þeim forsendum að Vinnslustöðin heiði ekki útvegað kaupanda að eign- unum - kaupanda sem myndi nota hús- in í öðrum tilgangi en til vinnslu í sjáv- arútvegi. Þessar vinnureglur hafa nú verið dæmdar ólögmætar og andstæðar tilgangi löggjafar. Fasteignamat eignanna í Vest- mannaeyjum er um 229 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að ef sjóðurinn afgreiðir umsóknina, eins og dómurinn kveður á um, og heimilar síðan úreld- ingu muni hann kaupa eignimar á 75 prósent af fasteignamati - á röskar 150 milljónir króna. Þá er miðað við há- marksverð. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs, sagði við DV í gær, að um tveir tugir mála liggi fyrir sem teljast hliðstæð umsókn Vinnslu- stöðvarinnar. Þar er átt við umsóknir sem sjóðurinn hafnaði að afgreiða á grundvelli hinna nú ólögmætu vinnu- reglna. Hinrik segir að mál Vinnslu- stöðvarinnar sé langstærst. Hann segir að andlag kaupverðs sjóðsins á hinum tveimur tugunum af frystihúsum og fiskvinnslustöðvum muni því vart nema meira en samtals 50 milljónum. Þróunarsjóður sjávarútvegsins keypti fasteignir og tæki til úreldingar af fiskvinnslufyrirtækjum í landinu fyrir 406 milljónir króna á því tímabili sem honum var heimilt að kaupa eign- ir vegna úreldinga - á árunum 1995 fram á seinni hluta árs 1997. Þetta var gert samkvæmt lögum í því skyni að draga úr afkastagetu i sjávarútvegi en auka á hinn bóginn arðsemi í atvinnu- greininni. Hér var um að ræða af- ___________s___________ "_________iiJll----------- ■...i,l..I '................ Móðir fanga sem fyrirfór sér fór á Litla-Hraun á fimmtudag þar sem hún heimsótti kunningja sonar sms^ greiðslu á um tveimur tugum um- sókna. Úrslit í þessu hagsmunamáli munu nú í fyrsta lagi velta á því hvort Þróun- arsjóðurinn unir eða áfrýjar framan- greindum dómi. Siðan hvort sjóðurinn muni þurfa að afgreiða tuttugu um- sóknir sem hafði verið hafnað og greiða allt að tvö hundruð milljónir króna til úreldingar fasteigna í sjáv- arútvegi. Þróunarsjóður sjávarútvegsins uppistendur af fé sem aðilar í sjávarút- vegi hafa sjálflr og munu sjálfir greiða í þangað til sjóðurinn hefur greitt upp lán sem tekin voru hjá ríkinu í þvi skyni að greiða fyrir úreldingar fisk- vinnslustöðva og skipa. -Ótt Móðir fanga: Vill þakka föngunum hlýhug - vegna fráfalls sonar Móðir fanga sem framdi sjálfsvíg á Litla-Hrauni vill fá aö þakka fongum þann hlýhug sem þeir sýndu við út- för sonar hennar fyrir rúmri viku. DV fór með henni að Litla-Hrauni á fimmtudag þar sem hún hitti meðal annars kunningja sonar síns. Hún segir að það hafi snert sig mjög þeg- ar fangarnir sendu syni hennar krans með áletrun og undirritað „70 vinir“. Móðirin fékk ekki að ávarpa fangana á fimmtudag þar sem form- lega þarf að sækja um leyfi til slíks til Fangelsismálastofnunar. „Ég ætla að sækja um þetta leyfi strax eftir helgi. Hlýhugur fanganna hefur hjálpað mér mikið á erfiðum tímum og stuðningur þeirra er ómet- anlegur. Þá vil ég taka skýrt fram að fangaverðimir hafa sömuleiðis verið mér góðir,“ segir hún. -rt Glerflutninga- kerru stoliö Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir glerflutningakerru sem var stolið fyrir utan Skemmuveg 6 í fyrrinótt. Kerran er krossviöarklædd og 2.7 metrar á hæð. Kerran er um 700 þús- und króna virði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerruna er að finna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi. ‘RR Tugir katta hafa horfið í Vogahverfi: Rófa skor- in af ketti - ómanneskjulegt, segir eigandinn „Kötturinn kom veinandi heim og rófan hékk hreinlega á skinn- flipum. Þetta var hræðileg sjón. Við fórum með hann á dýraspítala og dýralæknirinn taldi langlíklegast að rófan hefði verið skorin af hon- um. Þetta er hræðileg ómanneskju- legt og maður skilur ekki hvernig einhver getur gert svona," segir Oddur Guðlaugsson, ibúi í Skipa- sundi í Reykjavík. Köttur Odds, hann Pjakkur, kom slasaður heim á dögunum og er völdum. Mikil óánægja er meðal kattareigenda í hverfinu þar sem fjöldi katta hefur horfið að undan- fórnu. Á dögunum fundust tveir kettir dauðir í ruslatunnu. Lögregl- an hefur fengið málið í sínar hend- ur en rannsókn hefur ekki borið ár- angur. -RR Oddur Guðlaugsson og kötturinn hans, Pjakkur, sem missti rófuna. Talið er að hún hafi verið skorin af honum. -------1 s stuttar fréttir Arekstrahrina Alls voru 14 árekstrar til- kynntir til lögreglunnar í Reykjavík frá hádegi til klukkan sex í gær. Þetta er óvenjumikið á einum degi. Forsetinn í frystihús Forsetahjónin skoðuðu í gær frystihús og út- gerð sem rekin er af íslenskum fyr- irtækjum i Gu- aymas i Mexíkó. Einnig voru þau viðstödd stofnun íslensk-mexí- kósks fisksölu- fyrirtækis. Stykkishólmslistinn Framboðslisti Stykkishólms- listans hefur veriö samþykktur. Erling Garðar Jónasson er í fyrsta sæti, Davíð Sveinsson í öðru og Sigurborg Sturludóttir í þriðja. Tindar klárir Framboðslisti Tinda við bæj- arstjómarkosningarnar á Seyðis- firði hefur einnig verið ákveð- inn. Þar er Ólafia Þórunn Stef- ánsdóttir í fyrsta sæti, í ööru sæti er Sigurður Þór Kjartans- son, Egill Sölvason er í þriðja sæti og Lukka Sigríður Gissurar- dóttir hjúkrunarforstjóri í fjórða sæti. Þrjú embætti auglýst Biskupsembættið hefur aug- lýst þrjú embætti laus til um- sóknar. Þetta eru embætti sókn- arprests í Skagastrandarpresta- kalli, sóknarprests í Ofanleitis- prestakalli í Vestmannaeyjum og sóknarprests í Útskálaprestakalli í Kjalamesprófastsdæmi. 111 þús. sjá Titanic Ríflega 111 þúsund manns hafa séð kvik- myndina Titan- ic frá þvi hún var frumsýnd hér á landi á nýársdag. Þetta jafngildir því að yfir 40% lands- manna hafi séð Dessa mynd. Heildartekjur myndarinnar hér á landi nema um 70 milljónum króna. ÁTVR hætt innflutningi Ný reglugerð um ÁTVR tekur gildi 15. maí. Samkvæmt henni hættir ríkiö innflumingi á áfengi til sölu í vínbúðum og á vínveitingastööum. Undirbúin veröur opnun vinbúða í Mosfellsbæ og Dalvik. Grandi greiðir arð Samþykkt var á aðalfundi Granda, sem haldinn var í gær, að greiddur yröi 9% arður til hluthafa. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Stúlkan látin Amal Thir Sa’eed, fimm ára stúlka frá Bagdad, sem komið var undir læknishendur í Amsterdam af Friði 2000, lést í gærkvöldi á sjúkrahúsi i Amsterdam. Ástþór Magnússon, forseti Friðar 2000, sendi Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, bréf þar sem hann skoraði á hann að létta þjáningar fólksins í Irak. Bréf til ráðherra Formenn landsfélaga Rauða krossins á Norðurlöndum og i Eystrasalts- ríkjunum hafa ritað forsætis- ráðherrum landa sinna bréf | þar sem hvatt er tfi að móta alþjóðalög um vemdun barna gegn þátttöku í vopnuðum átök- um. Anna Þrúöur Þorkelsdótt- ir, formaöur Rauða kross ís- lands, undirritaði bréfið. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.