Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 T>V Dómurinn sem ógilti vinnureglur Þróunarsjóðs í máli Vinnslustöðvarinnar: Varðar tugi fyrirtækja - sjóðurinn gaeti þurft að greiða allt að 200 milljónir ofan á 406 milljónir Útgjöld Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins til kaupa á úreltum fiskvinnslu- stöðvum í landinu gætu numið allt að 200 milljónum króna ef mið er tekið af dómi sem gekk í vikunni. Hér er um að ræða greiðslur til handa um 20 fisk- vinnslufyrirtækjum í landinu sem Þró- unarsjóður hafnaði að afgreiða á þeim forsendum aö eigendumir uppfylltu ekki skilyrði um vinnureglur sjóösins - reglur sem nú hafa verið dæmdar ólögmætar. Eins og fram kom í DV í gær vann Vinnslustöðin i Vestmannaeyjum mál á hendur Þróunarsjóði í vikunni. Stöð- in sótti um afgreiðslu á úreldingu á fjórum frystihúsum en var hafnað á þeim forsendum að Vinnslustöðin heiði ekki útvegað kaupanda að eign- unum - kaupanda sem myndi nota hús- in í öðrum tilgangi en til vinnslu í sjáv- arútvegi. Þessar vinnureglur hafa nú verið dæmdar ólögmætar og andstæðar tilgangi löggjafar. Fasteignamat eignanna í Vest- mannaeyjum er um 229 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að ef sjóðurinn afgreiðir umsóknina, eins og dómurinn kveður á um, og heimilar síðan úreld- ingu muni hann kaupa eignimar á 75 prósent af fasteignamati - á röskar 150 milljónir króna. Þá er miðað við há- marksverð. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs, sagði við DV í gær, að um tveir tugir mála liggi fyrir sem teljast hliðstæð umsókn Vinnslu- stöðvarinnar. Þar er átt við umsóknir sem sjóðurinn hafnaði að afgreiða á grundvelli hinna nú ólögmætu vinnu- reglna. Hinrik segir að mál Vinnslu- stöðvarinnar sé langstærst. Hann segir að andlag kaupverðs sjóðsins á hinum tveimur tugunum af frystihúsum og fiskvinnslustöðvum muni því vart nema meira en samtals 50 milljónum. Þróunarsjóður sjávarútvegsins keypti fasteignir og tæki til úreldingar af fiskvinnslufyrirtækjum í landinu fyrir 406 milljónir króna á því tímabili sem honum var heimilt að kaupa eign- ir vegna úreldinga - á árunum 1995 fram á seinni hluta árs 1997. Þetta var gert samkvæmt lögum í því skyni að draga úr afkastagetu i sjávarútvegi en auka á hinn bóginn arðsemi í atvinnu- greininni. Hér var um að ræða af- ___________s___________ "_________iiJll----------- ■...i,l..I '................ Móðir fanga sem fyrirfór sér fór á Litla-Hraun á fimmtudag þar sem hún heimsótti kunningja sonar sms^ greiðslu á um tveimur tugum um- sókna. Úrslit í þessu hagsmunamáli munu nú í fyrsta lagi velta á því hvort Þróun- arsjóðurinn unir eða áfrýjar framan- greindum dómi. Siðan hvort sjóðurinn muni þurfa að afgreiða tuttugu um- sóknir sem hafði verið hafnað og greiða allt að tvö hundruð milljónir króna til úreldingar fasteigna í sjáv- arútvegi. Þróunarsjóður sjávarútvegsins uppistendur af fé sem aðilar í sjávarút- vegi hafa sjálflr og munu sjálfir greiða í þangað til sjóðurinn hefur greitt upp lán sem tekin voru hjá ríkinu í þvi skyni að greiða fyrir úreldingar fisk- vinnslustöðva og skipa. -Ótt Móðir fanga: Vill þakka föngunum hlýhug - vegna fráfalls sonar Móðir fanga sem framdi sjálfsvíg á Litla-Hrauni vill fá aö þakka fongum þann hlýhug sem þeir sýndu við út- för sonar hennar fyrir rúmri viku. DV fór með henni að Litla-Hrauni á fimmtudag þar sem hún hitti meðal annars kunningja sonar síns. Hún segir að það hafi snert sig mjög þeg- ar fangarnir sendu syni hennar krans með áletrun og undirritað „70 vinir“. Móðirin fékk ekki að ávarpa fangana á fimmtudag þar sem form- lega þarf að sækja um leyfi til slíks til Fangelsismálastofnunar. „Ég ætla að sækja um þetta leyfi strax eftir helgi. Hlýhugur fanganna hefur hjálpað mér mikið á erfiðum tímum og stuðningur þeirra er ómet- anlegur. Þá vil ég taka skýrt fram að fangaverðimir hafa sömuleiðis verið mér góðir,“ segir hún. -rt Glerflutninga- kerru stoliö Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir glerflutningakerru sem var stolið fyrir utan Skemmuveg 6 í fyrrinótt. Kerran er krossviöarklædd og 2.7 metrar á hæð. Kerran er um 700 þús- und króna virði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerruna er að finna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi. ‘RR Tugir katta hafa horfið í Vogahverfi: Rófa skor- in af ketti - ómanneskjulegt, segir eigandinn „Kötturinn kom veinandi heim og rófan hékk hreinlega á skinn- flipum. Þetta var hræðileg sjón. Við fórum með hann á dýraspítala og dýralæknirinn taldi langlíklegast að rófan hefði verið skorin af hon- um. Þetta er hræðileg ómanneskju- legt og maður skilur ekki hvernig einhver getur gert svona," segir Oddur Guðlaugsson, ibúi í Skipa- sundi í Reykjavík. Köttur Odds, hann Pjakkur, kom slasaður heim á dögunum og er völdum. Mikil óánægja er meðal kattareigenda í hverfinu þar sem fjöldi katta hefur horfið að undan- fórnu. Á dögunum fundust tveir kettir dauðir í ruslatunnu. Lögregl- an hefur fengið málið í sínar hend- ur en rannsókn hefur ekki borið ár- angur. -RR Oddur Guðlaugsson og kötturinn hans, Pjakkur, sem missti rófuna. Talið er að hún hafi verið skorin af honum. -------1 s stuttar fréttir Arekstrahrina Alls voru 14 árekstrar til- kynntir til lögreglunnar í Reykjavík frá hádegi til klukkan sex í gær. Þetta er óvenjumikið á einum degi. Forsetinn í frystihús Forsetahjónin skoðuðu í gær frystihús og út- gerð sem rekin er af íslenskum fyr- irtækjum i Gu- aymas i Mexíkó. Einnig voru þau viðstödd stofnun íslensk-mexí- kósks fisksölu- fyrirtækis. Stykkishólmslistinn Framboðslisti Stykkishólms- listans hefur veriö samþykktur. Erling Garðar Jónasson er í fyrsta sæti, Davíð Sveinsson í öðru og Sigurborg Sturludóttir í þriðja. Tindar klárir Framboðslisti Tinda við bæj- arstjómarkosningarnar á Seyðis- firði hefur einnig verið ákveð- inn. Þar er Ólafia Þórunn Stef- ánsdóttir í fyrsta sæti, í ööru sæti er Sigurður Þór Kjartans- son, Egill Sölvason er í þriðja sæti og Lukka Sigríður Gissurar- dóttir hjúkrunarforstjóri í fjórða sæti. Þrjú embætti auglýst Biskupsembættið hefur aug- lýst þrjú embætti laus til um- sóknar. Þetta eru embætti sókn- arprests í Skagastrandarpresta- kalli, sóknarprests í Ofanleitis- prestakalli í Vestmannaeyjum og sóknarprests í Útskálaprestakalli í Kjalamesprófastsdæmi. 111 þús. sjá Titanic Ríflega 111 þúsund manns hafa séð kvik- myndina Titan- ic frá þvi hún var frumsýnd hér á landi á nýársdag. Þetta jafngildir því að yfir 40% lands- manna hafi séð Dessa mynd. Heildartekjur myndarinnar hér á landi nema um 70 milljónum króna. ÁTVR hætt innflutningi Ný reglugerð um ÁTVR tekur gildi 15. maí. Samkvæmt henni hættir ríkiö innflumingi á áfengi til sölu í vínbúðum og á vínveitingastööum. Undirbúin veröur opnun vinbúða í Mosfellsbæ og Dalvik. Grandi greiðir arð Samþykkt var á aðalfundi Granda, sem haldinn var í gær, að greiddur yröi 9% arður til hluthafa. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Stúlkan látin Amal Thir Sa’eed, fimm ára stúlka frá Bagdad, sem komið var undir læknishendur í Amsterdam af Friði 2000, lést í gærkvöldi á sjúkrahúsi i Amsterdam. Ástþór Magnússon, forseti Friðar 2000, sendi Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, bréf þar sem hann skoraði á hann að létta þjáningar fólksins í Irak. Bréf til ráðherra Formenn landsfélaga Rauða krossins á Norðurlöndum og i Eystrasalts- ríkjunum hafa ritað forsætis- ráðherrum landa sinna bréf | þar sem hvatt er tfi að móta alþjóðalög um vemdun barna gegn þátttöku í vopnuðum átök- um. Anna Þrúöur Þorkelsdótt- ir, formaöur Rauða kross ís- lands, undirritaði bréfið. -HI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.