Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 2
2 FMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi borgarstjórnarflokkanna: Enn eykst forskot Reykjavíkurlistans - fengi 10 menn kjörna en D-listi 5 - önnur framboð mælast varla Forskot Reykjavíkurlistans (R- lista) á Sjálfstæðisflokkinn (D-lista) fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar eykst enn. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV fengi R-listinn 10 menn kjöma í borgarstjóm en D- listinn 5 borgarfulltrúa. Aðrir listar, þ.e. Húmanistaflokkurinn og Launa- listinn, mælast varla, einkum síðar- nefnda framboðið. Könnunin fór fram síðastliðin tvö kvöld. Úrtakið var 418 kjósendur í Reykjavík, þar af 212 karlar og 206 konur. Eftirfarandi spuming var lögð fyrir svarendur: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjómar- kosningar fæm fram núna?“ Útkoman í heild varð sú að 28,7 prósent sögðust ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, 53,3 prósent Reykja- víkurlistann, 1 prósent Húmanista- flokkinn og 0,2 prósent nefndu Launalistann svonefnda. Óákveðnir reyndust 13,6 prósent úrtaksins og 3,1 prósent vildu ekki svara spum- ingunni. Mun fleiri taka afstöðu nú en í síðustu könnun DV sem fram fór í byijun mars síðastliðinn. Sé aðeins tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 34,5 prósent ætla aö kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, 64,1 prósent Reykjavík- urlistann, 1,1 prósent Húmanista- flokkinn og 0,3 prósent Launalist- ann. Munurinn á fylgi borgai-stjóm- arflokkanna, D- og R-lista, er 29,6 prósentustig og hefúr aldrei fyrr verið svo mikil í könnunum DV frá kosningunum 1994. Frá síðustu 60% 50 40 30 20 10 4 SJMÍauknmun DV 5. október '97 7. febrúar '98 11. mars '98 5.-6. maí '98 SJálfstæðisflokkurfnn Reykjavíkur- llstlnn Húmanlsta- flokkurlnn Launa- Ifstlnn 19,5 '■. 13,7 Óákv./sv. ekkl könnun í mars hefur R-listinn auk- ið forskot sitt um 9,8 prósentustig. Engan samanburð er að hafa á fylgi Húmanistaflokksins og Launalist- ans þar sem þessi framboð vom ekki komin fram þegar síðasta könnun DV var gerð. Miðað við úrslit kosninganna 1994 hefúr fylgi R-listans aukist um 11,1 prósentustig og fylgi D-listans minnkað að sama skapi. Þá fékk R- listinn 53 prósent atkvæða og D-list- inn 47 prósent. Sé borgarfúlltrúum skipt á milli flokkanna í samræmi við niðurstöð- ur könnunarinnar myndi R-listinn fá 10 sæti, eins og áður sagöi, og D- listinn 5. Það er talsverö breyting frá því sem flokkamir em með í borgarstjóm í dag þar sem R-listinn er með 8 fulltrúa og D-listinn 7. Samkvæmt könnuninni er 11. mað- ur á lista R- listans nær því aö kom- ast að en 6. maður á D-lista. Eins og gefur að skilja eiga Húmanistaflokk- urinn og Launalistinn talsvert langt í land með að ná kjöri. Þegar afstaða kjósenda í Reykja- vík er skoðuð eftir kynjum em held- ur fleiri karlar en konur sem kjósa D-listann en munurinn hjá R-lista telst vart marktækur. í hópi óákveö- inna ríkir gott jafnvægi milli kynja. -bjb Skipting borgarfulltrúa Eftir kosningar 28. maí '94 Fylgi borgarstjórnarflokkanna USTINN Niðurstödur kosninga 28. maí '94 Onnur framboö skodanakönnunar DV þeir sem afstööu tóku 5.-6. maí '98 - Samkvsmt skoðana- könnun DV 5.-8. maí '98 REYKJAVlKUR- Margrét Frímannsdóttir um Stefnu: Góður grundvöllur fyrir Ögmund „Ég held að það sé mjög gott að það fólk sem stóð að Óháðum stofni félag, því það er betra fyrir þann þingmann, ögmund Jónasson, sem starfar í þingflokknum fyrir hönd þessa hóps. Menn em alltaf sterkari ef þeir búa til svona formlega heild. Óháðir komu til samstarfs við flokk- inn á fleiri stöðum og fleiri kjör- dæmum og ég held að það sé mjög gott fyrir þeirra starf að búa til svona félagasamtök," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaöur Alþýðu- bandalagsins og óháðra, um hið nýja félag vinstri manna, Stefiiu, sem ðg- mundur Jónasson undirbýr stofnun að ásamt hópi fólks. - En nú koma fleiri að þessu en Óháðir, þetta eiga að vera menn úr öðrum flokkum sem og verkalýðs- hreyfingunni? „Já, það getur vel verið að fólk komi til starfa þama og velji sér þar starfsvettvang í svona félagi. En ég hef meira en nóg að gera í mínum félagasamtökum. “ - Þannig að þú átt ekki von á að slást í hópinn? „Nei, nei, en ég býst við að eiga mjög gott samstarf við fulltrúa þeirra eins og ég hef átt.“ - En nú gagnrýnir Ögmundur hugmyndir um tveggja flokka kerfi og það er ekki erfitt að ímynda sér að hann sé að gagnrýna með óbein- um hætti tilhneigingar í þá átt, þ.e. R-listann og hugsanlega sameiningu A-flokkanna? „Ég held að það sé mjög fátt sem bendir til þess að við þurfúm að hafa áhyggjur af því að við munum búa við tveggja flokka kerfi á næstunni. Vonandi koma þessi samtök að þeim viðræðum vinstri flokkanna um samfylkingu sem eiga sér stað. Það er frekar þörf á því að styrkja stjórn- málaafl til vinstri heldur en að fjölga hugsanlegum flokkum sem bjóöa fram. Ég teldi það vænlegra til ár- angurs,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir að lokum. -phh Komst út úr brennandi bíl Ökumaöur komst ómeiddur út úr brennandi bíl sem fór út af Hafravatnsvegi um miðnætti. Ökumaður var einn i bílnum. Hann missti stjóm á bíl sínum sem fór út af veginum. Bíllinn valt og þá kom upp eldur honum. Þeg- ar slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar var bíllinn alelda. Hann er talinn ónýtur. Ökumað- urinn var ómeiddur og er það tal- in mikil mildi. Gnmur leikur á að hann hafi verið ölvaöur. -RR Margrét Frí- mannsdóttir. Stuttar fréttir dv Skatturinn áfram Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir ekki koma til greina að fella niður virðis- aukaskatt af getnaðarvörn- um. Þær séu ódýrar og hæp- ið að telja að margar fóstureyðingar hér á landi væri að rekja til dýrra getnaðarvarna. RÚV sagði frá. Sjálfhelda Þinghaldið er í sjálfheldu vegna málþófs sem andstæðing- ar hálendishluta sveitarstjóm- arfrumvarps félagsmálaráð- herra halda uppi. Önnur um- ræða um máliö er nú á sjöunda degi og Páll Pétursson segir um- ræðuna komna á villigötur. 1000 fóstureyðingar Um þúsund konur fengu fóst- ureyðingu í fyrra og 16 stúlkur af þeim vom yngri en 15 ára. Yfirlæknir kvennadeildar Land- spítala vill að getnaðarvamir verði undanþegnar virðisauka- skatti. Sjónvarpið sagði frá. Þingfrestun Sjónvarpið segir að vegna málþófsins um hálendismálið á Alþingi komi til greina að fresta þingi fram yfir sveitarstjórnar- kosningamar og kalla það sam- an á ný að þeim loknum. Páll harður Páll Pétursson félagsmálaráð- herra vísaði í gær á bug mála- miðlunartillögu Svavars Gests- sonar um að gildistöku þess kafla sveitar- stjómarfrum- varpsins sem íjallar um stjómsýslu á hálendinu veröi frestað. Svavar segir að þá sé aðeins málþóf fram undan áfram. Sjónvarpið sagði frá. Aldamótanefnd Fjármálaráöherra hefúr skip- að sjö manna nefnd kunnáttu- og áhrifamanna úr tölvuheimin- um undir forystu Hauks Ingi- bergssonar, deildarstjóra í fjár- málaráðuneytinu, til að takast á við tölvuvandamálið sem tengt er aldamótaárinu 2000. Fram hefur komiö að stjómendur rík- isfyrirtækja eru vanbúnir til að takást á við vandann. Bylgjan sagði frá. Akureyrarþing Sjálfstæöismenn á Akureyri vilja stofria sérstakt Akureyrar- þing 120 fúlltrúa til að hafa áhrif á bæjarmál og framsóknar- meirihlutann sem þar situr. Samstarf við framsóknarmenn eftir kosningar er þó ekki úti- lokað að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, oddvita listans. Mengunarkvóti Fulltrúar átta ríkisstjórna hafa fúndað i Reykjavík til að ræða hvemig fara eigi með við- skipti með mengunarkvóta í framtíöinni. Bylgjan sagði frá. Konum fækkar Konum í sveitarstjórnum mun líklega fækka eftir kosn- ingamar í stærstu sveitarfélög- unum, samkvæmt könnun Lindu Blöndal stjómmáiafræð- ings. Hún telur að prófkjör komi illa niður á konum og fækkun og stækkun sveitarfélaga sömu- leiðis. RÚV sagði frá. Bókagjöf vestur Bókaútgáfan Leifur Eiríksson, Þjóðræknisfé- lag íslendinga og Landafunda- nefnd standa að því að gefa 1000 eintök af heild- arútgáfu íslend- ingasagnanna á ensku Vestur- íslendingum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, er vemdari þessa verkefnis. RÚV sagði frá. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.