Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. MAl 1998 7 Hrollvekja A-flokka Oddvitum A-flokkanna mun vera mjög brugðið vegna þeirrar uppreisnar frá vinstri sem Ög- mundur Jónas- son alþingis- maður og fleiri standa fyrir undir merkj- um Stefnu. Þau sem standa að uppreisninni auk Ögmund- ar eru flest þekkt af störfum sínum með óháðum og AB. Þarna má sjá einstaklinga eins og Svanhildi Kaaber, fyrrum formann Kennarasambandsins, Percy Stefánsson og fleiri þekkta einstaklinga... Fárveik stefnuskrá Það gengur mikið á í pólítík- inni í Vesturbyggð þar sem fjög- ur framboð berj- ast um hylii kjós- enda. Vestur- byggðarlistinn, eða svokallaöur Skólastjóralisti, er nú kallaður Stigamót eftir upphafsmanni sínum, Guð- brandi Stíg Ágústssyni skólastjóra. Eins og sandkom hefur greint frá er sýslumanns- listi sjálfstæðismannam, sem kenndur er við Þórólf Hali- dórsson, sagður „veikur" með tilvísan til heilbrigðisstéttanna sem skipa öndvegi hans. Nú herma raddir úr Vestrinu að stefnuskrá listans sé ekki fárveik. Þetta marka menn af því að yfirlæknirinn, oddviti listans, Jón B.G. Jónsson, dreifði stefnuskránni sjálfur. Hann mun hafa lagt sjúkrabíl- inn í dreifmguna og slíkur far- kostur með lækni um borð þýð- ir venjulega að mikil veikindi eru á ferð... Betri félagsskap í nýju Mannlífi kennir margra grasa. Þar er m.a. viðtal kennt við Guð- rúnu Ágústs- dóttur. í fyrir- sögn segir: „Vill sjá borg- arstjóra í betri félagsskap". Þarna er um að ræða meinleg mis- tök því við- talið er við Guðrúnu Pétursdóttur sem skipar ffægt 9. sæti á D-lista. Hún var þama að kalla til vin- konu sinnar, borgarstjórans. Hinn slæmi félagsskapur, sem hún vitnar óbeint til, em ungir menn í efstu sætum R-listans sem hún segir hafa stýrt fyrir- tækjum sínum i gjaldþrot og kunni ekki fótum sínum forráð... Smáður og hrakinn Mál Sverris Hermannssonar eru ofarlega í huga þjóðarinn- ar. Hann og Mogginn hafa farið mikinn og vakið hroll meðal margra þeirra sem til- heyra efsta lagi samfé- lagsins. Hér- aðsfréttablaðið Vestri birti eftirfarandi vísu sem kennd er Aðalsteini á Viði- völlum: Alsaklaus, hundeltur, hrakinn, smáöur, harmþrunginn telur nú örlög sin. Á Landsbankans kostnað Iék sér áður viö laxveiðar, kvenfólk og brennivín. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir RYÐOLÍA 78 milljóna túr hjá Sléttanesi ÍS eftir stuttan tíma: Kjaftæöið í fiskifræð- ingunum pirrandi MEÐ TEFLONI VERNDAR - ÞURRKAR LOSAR - ÞRÍFUR - SMYR DREIFING: BÍLANAUST H.F. - segir Sölvi Pálsson skipstjóri Togarinn Sléttanes ÍS kom til hafn- ar á ísafirði á sumardaginn fyrsta með afla að verðmæti 78 milljónir eft- ir 25 daga veiðiferð. Skipstjóri í þess- ari ferð var Sölvi Pálsson en 25 manna áhöfti er á skipinu. „Þessi túr gerði um 78 milljónir og var rúm 300 tonn af þorski upp úr sjó auk blandaðs afla af ýsu, ufsa, karfa og grálúðu," sagði Sölvi. Hann var spurður hvort þetta væri besti túr sem hann hefði gert á skip- ið. Sölvi sagði svo ekki vera. „Við gerðum eitt sinn góðan túr í Smuguna, hann var hundrað millj- ónir. Þetta er hins vegar það mesta sem ég hef komið með eftir svona stuttan tíma eða 25 daga.“ Sölvi segir þorsk vera í miklum mæli á miðunum en þó ekki til vand- ræða. „Menn mega vera ánægðir með að það skuli vera nóg af þorski. Það er bara verst að fá ekki að veiða meira af honum. Þeir fara sennilega ekki að leyfa veiði að ráði fyrr en það er komin niðursveifla í stofninn aftur.“ „Annars er eitur í beinum margra ef Vestfirðingar ræða eitthvað um þorsk svo það er best að segja sem minnst um hann. Ég held þó að það beri öllum sjómönnum allt í kringum landið saman um að þaö er miklu meira af þorski en hefur verið. Það er t.d. áberandi þorskur á Eldeyjar- banka sem hefur ekki sést lengi. Það er svolítið pirrandi þetta helvítis kjaftæði i fiskifræðingum, ráðherr- Sölvi Pálsson, skipstjóri á Sléttanesi ÍS, við löndun úr skipi sínu. DV-mynd Höröur um og jafnvel útvegsmönnum, að þessi friðun sé að skila sér.“ Hann segir uppgang þorskstofns- ins koma niður á öðrum tegundum. Þannig hraki öðrum stofnum í sömu andrá og þorskurinn sé að koma upp. „Karfinn er i algjörri lægð, ufsinn finnst ekki og ekki er mikið til af ýsu. Grálúðan er eitthvað á uppleið en hún var komin í algjöra lægð. Menn eru því famir að bjarga sér með því að veiða gulllax og fleiri tegundir sem ekki voru veiddar hér áður. Friðunin hefur komið þannig út að sóknin hef- ur aukist í aðrar tegundir." „Það var verið að væla um það á sínum tíma að kvótakerfið myndi fækka skipunum. Þeim hefur bara ekkert fækkað. Það kom fram í verk- fallinu að það eru 116 skip sem eru kvótalaus. Þau skip eru bara að leigja kvóta frá öðrum skipum.“ „Kvótakerfið og stjómunin eins og hún hefur verið á þessum málum undanfarin ár er hreint mgl og ekk- ert annað. Þó að í þessum túr höfum við ekki þurft að vera að velja tegundir úr sjónum þá er það svo hjá flestum og er stórvandamál. Margir stórir frysti- togarar eru kannski með 2-300 tonna heildarþorskkvóta. Það fer því mest- ur tíminn í siglingar út og suður,“ sagði Sölvi. -HKr. Maíhret á Ströndum DV, Hólmavik: Afar vont veður gerði hér um slóðir aðfaranótt þriðjudags. Vegur- inn norður í Ámeshrepp var ófær en hann hefur verið slarkfær af og til undanfarið. Svo vont veður var á Steingríms- fjarðarheiði að tvö snjómðnings- tæki þrnfti að hafa þar samfellt all- an daginn svo greitt væri fyrir um- ferð, sem veðurs vegna var þó erfið þeim sem leið áttu þar um. Þar vora um sjö vindstig og fjög- urra gráðu frost og þarf að fara aftur til marsmánaðar til að finna hlið- stæðu slíks veðurfars. Veðurfar vetr- arins var annars í mildari kantinum og snjólétt með afbrigðum. -G.F. Austfirðir: 217 tillögur um nafn DV, Esldfirði: Það bámst 217 tillögur frá íbúum Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar þegar samkeppni var um nafn á hið nýja sameinaða sveit- arfélag. Flestar tilnefningar fékk nafnið Austurríki eða 35. Þar næst kom nafnið Austurbær og í þriðja sæti Austurbyggð. Þá vom nöfn eins og Fjaröarbær, Fjarðarbyggð, Fjarðar- borg, Austurborg og Firðir, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig komu nöfn eins og Fjarðarþrenningarbær, Heimsendi, Hólmanesbær og Keikó- land. Nafnanefnd gerir það að tillögu sinni að kosið verði um eftirfarandi nöfn: Austurríki, Austurbær, Aust- urbyggð, Fjarðabær, Fjarðaborg, Austm-borg, Miðfirðir og Firðir. Það mun verða kosið um nýtt nafn sam- hliða komandi sveitarstjómarkosn- ingum. -ÞH Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga 8." 9. maí Tökum á tækin vantar Söfnum fyrir leysigeislatæki fyrir Landspítalann og hjartagæslutæki fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri íslenskir hjartalæknar eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Góð aðstaða og öflugur tækjabúnaður eru lífsnauðsyn og grundvöllur þess að við fáum notið kunnáttu læknanna. Með þessari landssöfnun ætlum við m.a. að fjármagna kaup á nýju tæki sem nýlega er farið að nota erlendis með góðum árangri. Þetta er leysigeislatæki sem notað er við hjartaaðgerðir, til að auka blóðstraum til hjartavöðva og flytja til hans súrefni, en verkur fyrir hjarta stafar oft af því að þessi vöðvi fær of lítið súrefni. Með leysigeislanum eru gerð örlítil göt á hjartað sem veita blóði til vöðvans og þar með súrefni. Auk þess að draga verulega úr verkjum, styttir þessi aðferð sjúkrahúsvistina og er til bóta fyrir fjölmarga sem ekki þola venjulega hjartaðagerð. Hjartagæslutækið, sem einnig á að afla fjár til, er afar fullkomið eftirlitstæki sem brýn þörf er á. Landssamtök hjartasjúklinga hvetja Iandsmenn alla til að leggja söfnuninni lið með því að kaupa merki eða með því að gerast félagar í samtökunum. Leggið okkur lið - þið gætuð notið þess síðar Athugið! Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga er flutt að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Þar er opið merkjasöludagana kl. 9.00 - 22.00, annars virka daga kl. 9.00 -17.00. Skrifstofur Félags hjartasjúklinga um land allt eru einnig opnar N’ á meðan á söfnun stendur. Vonumst til að sjá sem flesta. LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Suðurgötu 10. Símar 552 5744 & 562 5744.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.