Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Side 24
32 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 Spurt í Mosfellsbæ Hvemig verða úrslit kosn- inganna í Mosfellsbæ? Kristján Einarsson ritstjóri: Ég spái því aö það verði nauð- synleg endumýjun. Ema Eyjólfsdóttir hár- greiðslumeistari: Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er ekki spákona. Hrefna Vestmann hár- greiðsliuneistari: Ég held að Framsókn vinni þetta. Stefania Helgadóttir vakt- stjóri: Mér finnst þetta tvíeggj- aö. Ég vona aö sjálfstæðismenn vinni því skuldirnar eru orðnar allt of miklar. Ég sé ekki fyrir mér að vinstri menn stöðvi þessa skuldasöfnun. iiaua rxi uasuu l cucmua vu iu. Ég veit það ekki, það er erfitt að segja til um það. Björk Garðarsdóttir mat- reiðslumaður: Ég segi að nú- verandi meirihluti haldi. Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Það eru mörg óþekkt andlit á lista sjálfstæðismanna og núver- andi meirihluti hefur sannað sig í skólamálum og dagvistun. Sveitarstjórnarkosningar 1998 Úr Mosfellsbæ þar sem tekist er á um peningamálin. MOSFELLSBÆR - úrslit kosninga '94 A: 9,1% B: 26,2% D: 42,6% G: 22,1% Sveitarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ: Tekist á um fjármálastefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefúr lengst- um ráðið ríkjum í Mosfellsbæ en missti þó meirihluta sinn í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur, sem ekki hafði haft mann inni í 8 ár, vann þá stórsigur og kom tveimur mönnum inn. G-listi Alþýðubandalags (sem nú er listi samstarfsflokks Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Kvennalista) náði einnig tveimur mönnum inn. Þessir flokkar mynduðu svo með sér meirihlutasamstarf en þrír bæjarfull- trúar sjálfstæðismanna hafa verið í minnihluta þetta kjörtímabil. Sjáifstæðismenn segja kosningabar- áttuna nú fyrst og fremst snúast um peningamálin og nefna þar til gífur- lega skuldasöfnun meirihlutans. Framsóknarmenn og fulltrúar G-lista segja að skuldir bæjarfélagsins hafi að vísu aukist um 500-800 miiljónir en að þeim hafi verið varið til uppbygging- ar skólastarfs sem brýn nauðsyn hafi verið til eftir stjórn sjálfstæðismanna undanfarin ár. Meirihlutinn segir því kosningarnar snúast um hvort bæjar- búar vilji áframhaldandi uppbyggingu í bæjarfélaginu. Áframhald uppbyggingar „Við leggjum áherslu á að halda áfram uppbyggingu skólamála, um- hverfismála og breyttri stjórn- sýslu,“ segir Þröstur Karlsson, efsti maður á lista Framsóknar- flokks í Mosfells- bæ. Þröstur segir að meirihlutinn í bæj- arstjóm hafi tekið skólamálin fyrir á siðasta kjörtima- bili en þau hafi verið í miklum ólestri hjá fyrri stjóm. Hann bend- ir á að byggðir hafi verið tæplega 3000 fermetrar við gagnfræða- og bama- skóla í bænum, auk þess sem til standi að byggja nýjan grunnskóla og leikskóla á vestursvæðinu sem er nýtt byggingarsvæði í Mosfellsbæ. Þá verði byggingu íþróttahúss lokið í haust en það sé mjög þarft mannvirki sem kosti um 200 milljónir króna. „Við höfum einnig gert stórátak í atvinnumálum í Mosfellsbæ. Hér hef- ur verið stofnað atvinnuþróunarfélag og atvinnuþróunarsjóður," segir Þröstur. Hann segir skipulagsmálin einnig ofarlega á lista hjá framsóknar- mönnum og meirihlutinn hafi boðið lóðir fyrir alla, jafiit fyrir atvinnu- starfsemi sem einstaklinga. „Kosningamar snúast í raun um það hvort fólk vill áframhald á því starfi sem við höfúm unnið hér und- anfarin fjögur ár,“ segir Þröstur. Hann segir að bæjarfélagið hafi safn- að skuldum en það sé ekki ólíkt því sem gerist hjá einstaklingum sem era að byggja fyrir sjálfa sig og að nauð- synlegt hafi verið að taka á skólamál- tun í Mosfellsbæ. „Við höfum bætt 500-800 milljónum við skuldir bæjarfélagsins á kjörtíma- Þröstur Karls- son, oddviti Framsóknar- flokks. bilinu en það er allt vegna byggingar mannvirkja i bænum," segir Þröstur. Ahersla á fjölskylduna „Við leggjum áherslu á stærstu málin sem við höfum unniö að á >au sömu og við T1 Jónas Sigurðs- son, oddviti G- lista. þessu kjörtimabili, lögðum áherslu á i Alþýðubandalag- inu í síðustu kosn- ingabaráttu. Þetta era skólamálin, að- staða bama og unglinga, umhverf- ismál og málefni aldraðra," segir Jónas Sigurðsson, oddviti G-listans i Mosfellsbæ, sem er samstarfslisti Al- þýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennahsta, þó svo að boðið sé fram undir bókstafiium G. Jónas segir núverandi meirihluta hafa unnið ötullega aö skólamálum sem séu eðli málsins samkvæmt jafn- framt frekust til flárins. Hann segir að byggðar hafi verið 18 skólastofúr á kjörtímabilinu og stefiit sé að því að ná einsetningartakmarkinu árið 2003. Umhverfismálin segir hann að skipi stóran sess og meirihlutinn hafi leyst til sín land í nágrenni við þétt- býlið þar sem unnið sé að uppgræðslu tU að ná tökum á foki. Þá sé verið að ganga frá skipulagningu Varmár- svæðisins en þar eigi að vera útivist- arsvæði frá upptökum til ósa Varmár. Jónas segir mál aldraðra verða í brennidepli á næsta kjörtímabili, ver- ið sé að undirbúa að heimili fyrir aldraða verði reist í bænum í sam- starfi við ríkið. „Leikskólamálin era einnig ofarlega á baugi. Við höfúm bætt við einni deild á kjörtímabilinu og til stendur að byggja nýjan leik- skóla á vestursvæðinu. Við höfum séð til þess að nú er hægt að vera með böm í lengri vistun en hálfan daginn, eins og var í tíð sjálfstæðismanna, og ætlum að útrýma biðlistum í haust," segir Jónas. Stöðvum skuldasöfnun „Okkar megináherslupunktar era skólamálin og við viljum að þau hafi forgang á næsta kjörtímabili. Þá leggj- um við áherslu á ábyrga fjármála- stjóm bæjarins og viljum virkari fjár- málastýringu," segir Hákon Bjömsson, oddviti lista sjálfstæðis- manna í Mosfells- bæ. Hákon segir að sjálfstæðismenn vilji að unnið verði eftir mótaðri skóla- stefnu í skólamál- um en ekki einungis farið eftir stefnu menntamálaráðuneytisins. „Við telj- um einnig að þeirri lántökustefnu sem rekin var á síðasta kjörtímabili eigi að ljúka. Við viljum virkari fjár- málastýringu og vfljum stöðva þessa skuldasöfnim í bænum,“ segir Hákon. Hákon segir sjálfstæðismenn telja að þessi fjármálastefna, sem meiri- hlutinn hafi fýlgt síðustu 4 ár, geti leitt til stöðnunar bæjarfélagsins og að það verði bundið í klafa vegna of hárra afborgana og vaxtagreiðslna á lánum. Hvað snertir skipulagsmálin segir Hákon að efst á baugi sé að fá Vestur- landsveginn tvöfaldaðan og að í skipu- lagningu sé lögð áhersla á að Mosfells- bærinn sé útivistarbær. „Viö viljum jafnframt vinna að uppbyggingu miðbæjarins, og halda þar með áfram vinnu sjálfstæðis- manna, og gera hann aðlaðandi, jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki til að hefja atvinnustarfsemi hér í bænum,“ segir Hákon. Engar öfgar Mosfellslistinn er nýr listi og er Gylfi Guðjónsson, ökukennari og fyrr- um bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, oddviti hans. Aðspurður af hverju hann væri ekki á lista Fram- sóknar eins og síð- ast sagði Gylfi Ijóst að það hefði ekki verið þörf fyrir hann þar. „Ég fór fram á þriðja sætið á listanum eins og síðast þegar mikill sigur vannst. Auk þess vildi ég verða formaður skipu- lagsnefndar eins og verið hafði, ef sú staða hefði komið í hlut Framsóknar- flokksins. Þetta var ekki samþykkt. Það greip um sig mikil reiði meðal fólks á öllum listum þegar það varð ljóst að ég yrði ekki lengur með og mér var jafnvel boðið að taka sæti á lista hjá einum flokki. Ég þáði það ekki en þakkaði heiðurinn. Þannig varð þetta framboð til, það kom til mín fólk sem stendur utan flokka og vildi gera eitthvað. Þetta er gott og duglegt fólk og sumir hafa reynslu af sveitarstjómarmálum og aðrir ekki. Það tók viku að koma list- anum upp.“ — En hefur Mosfellslistinn ein- hverja sérstöðu meðal annarra lista í Mosfellsbæ? „Ég veit ekki, þarf hann endi- lega að einkenna sig frá öðrum? Þetta er fólk sem hefúr unnið að bæjarmálum eins og ég og fleiri. Það er enginn flokkur búinn að setja raunverulega fram sína stefnuskrá svo það er erfitt að svara þessu. Það eru eflaust ein- hver mál sem að eru með öðrum hætti en hjá öðrum en þetta er enginn öfgalisti," sagði Gylfi Guð- jónsson. -Sól. B-listi. D-listi. G-listi. M-listi. 1. Þröstur Karlsson 1. Hákon Bjömsson 1. Jónas Sigurðsson 1. Gylfi Guðjónsson verslunarstjóri. viðskiptafræðingur. bæjarfulltrúi. ökukennari. 2. Helga Thoroddsen 2. Ásta Björg Bjömsdóttir, 2. Guðný HaHdórsdóttir 2. Jóna Dís Bragadóttir deildarstjóri. formaður Meinatæknafélags íslands. kvikmyndagerðarmaður. uppeldisfræðingur. 3. Björgvin Njáll Ingólfsson 3. Herdís Sigurjónsdóttir 3. Þóra B. Guðmundsdóttir, 3. Ólöf Björk Bjömsdóttir verkfræðingur. meinatæknir. formaður Félags einstæðra foreldra. skrifstofumaður. 4. Ævar Sigdórsson 4. Pétur U. Fenger 4. Ólafur Gunnarsson 4. Guðlaug Kristófersdóttir bifreiðarstjóri. framkvæmdastjóri. véltæknifræðingur. skrifstofustjóri. 5. HaUa Karen Kristjánsdóttir 5. Elísabet S. Ólafsdóttir 5. Dóra Hlín Ingólfsdóttir 5. Kolbeinn Hreinsson íþróttakennari. skrifstofustjóri. rannsóknarlögreglumaður. múrarameistari. 6. Eyjólfur Ámi Rafnsson 6. Haraldur Sverrisson 6. Ríkharð Öm Jónsson 6. Þorbjöm Sigfússon verkfræðingur. rekstrarstjóri. bílamálari. múrarameistari. 7. Sigríður Sigurðardóttir 7. Alfa Jóhannsdóttir 7. Guðrún Ólafsdóttir 7. Marta Hauksdóttir skrifstofustjóri. kennari. irmanhússarkitekt. sjúkraliði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.