Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998 13 | DV ) Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis: Bankamál og stór- 1 iðja mikilvægust „Það eru tvö verkefni sem standa upp úr hjá mér, bankamálin og stór- iðjan, og ég býst við að þau taki mestan minn tíma. Margir erlendir I aðilar eru í viðræðum við okkur I vegna hugsanlegra fjárfestinga hér- J lendis og þeirra á meðal er Norsk k Hydro sem hefúr áhuga á álfram- " leiðslu hér á landi. Við munum fara mjög rækilega í gegn um þau mál,“ segir nýskipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Þórður Friðjónsson. Hann vildi ekki segja til um hvar hugsanleg álverksmiðja Norsk Hydro myndi vera sett niður á land- inu, en segir að Norsk Hydro hafi mikinn áhuga á málinu og það verði skoðað ítarlega í ráðuneytinu. „Það eru siðan ýmsir aðrir aðilar, bæði á sviði iðnaðar og stóriðnaðar, sem hafa áhuga á fjárfestingum hér en þær viðræður eru á því stigi að það þjónar ekki tilgangi að efna til fjölmiðlaumræöu um þau. Ég held að sá stöðugleiki sem er 1 þjóðarbú- skapnum hafi stóraukið áhuga er- lendra aðila á fjárfestingum hér á landi. Það, ásamt þátttöku íslands í EES, hefur gjör- breytt viðhorfum útlendinga til ís- lands og atvinnu- lífs hér. Þeir sjá að hér getur verið hagstætt að efna til atvinnurekstrar sem og að fjárfesta í íslenskum fyrir- tækjum. Þessar breytingar sem hafa orðið á síðustu árum eru okkur gíf- urlega mikils virði og fela í sér mik- il sóknarfæri fyrir okkur og geta styrkt þjóðarbúskapinn verulega þegar fram í sækir.“ Þórðm- sagði bankamálin í ákveðnum farvegi og það verði unn- ið í þeim eftir þeim viðmiðunum sem menn hafa þegar sett niðm-. „Það gengur vel að vinna í þeim mál- um en ég vil hins vegar ekki greina nánar frá þeim. Það er erfitt að segja til um hvenær tíðinda er að vænta en það fer ábyggilega ekki fram hjá neinum,“ sagði Þórður. -phh Fréttir 1* ! > \ > > > > i > I i ( > > » Það var mikið um að vera við höfnina í Sandgerði í gær. Prýðileg veiði hef- ur verið að undanförnu og bátar landað góðum afla í Sandgerði sem og víða annars staðar. Báturinn Þorsteinn KE kom með þrjú og hálft kíló af þorski og ýsu til hafnar í gær. Hér sést Jón Björn Orrason háseti ísa aflann. DV-mynd ÞÖK AustQaröalistinn: Regína í heiðurssætinu DV Eskifirði: Austfjarðalistinn, sem er óháð framboð, hefur verið lagður fram í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyð- arfjarðar. Er því Ijóst að 4 listar verða í boði. Fjarðalistinn, Fram- sóknarlistinn og Sjálfstæðislistinn eru þegar komnir fram. Leiðtogi nýja listans er Þorvaldur Aðalsteinsson, sveitarstjórnarmað- ur á Reyðarfirði og núverandi odd- viti á staðnum. Hann hefur sl. 20 ár setið í sveitarstjóm Reyðarfjarðar. Efstu menn Austfjarðalistans: 1. Þorvaldur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri og oddviti á Reyðar- firði. 2. K. Júlíana Vilhjálmsdóttir, húsmóðir og nemi, Eskifirði. 3. Sig- urbjörn Marinósson, rekstrarfull- trúi Skólaskrifstofu Austurlands, Reyðarfirði. 4. Þóra Sólveig Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Mjólkur- samlags Norðfirðinga. 5. Jónas M. Wilhelmsson lögreglufulltrúi, Eski- firði. 6. Bjarki Gunnarsson kjötiðn- aðarmaður, Reyðarfirði. í heiðurs- sætinu er Regína Thorarensen, fréttaritari DV, Eskifirði. í síðustu kosningum fengu óháðir Regína Thorarensen skipar heiðurs- sætið. 2 fulltrúa af 7 á Reyðarfirði. Á Eski- firði fengu óháðir einn af 7 en í Nes- kaupstað vantaði Pétur Óskarsson, foringja óháðra, aðeins eitt atkvæði til að ná inn einum bæjarfulltrúa af 9 í Neskaupstað. -ETh. Vinningshafar í Þrautaleik Krakkaklúbbs DV og Kjöríss 15 heppnir krakkar fá ísveislu fyrir fjölskylduna. Vilfríður H. Hrafnsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Árni P. Jónsson Friðrik Gunnarsson Jóhann B. Finnbogason Árni P. Jónsson Jinna Þorsteinsdóttir ísak G. Pálsson Sigríður E. Kristinsdóttir Margrét H. Gísladóttir Einar Ó. Pálsson Hafþór I. Sigurðsson Heiðrún L. Vignisdóttir Guðmunda Gunnarsdóttir Sara B. Þórisdóttir nr. 6637 nr. 9811 nr. 12944 nr. 11780 nr. 12335 nr. 12944 nr. 10396 nr. 12860 nr. 11836 nr. 7252 nr. 11953 nr. 10067 nr. 6599 nr. 4876 nr. 9108 Krakkaklúbbur DV og Kjörís óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Gjafabréfiö verður sent í pósti næstu daga. DV Til syms og sölu hja Bílasölu Garðars Nóatúni 2 Sími 562 0000 Toyota touring '98, ekkert ekinn, auka pakki fyrir 300.000. Jeep Cherokee '95, ek. 38 þús. km, grænn. Mjög fallegur bíll. Ford Explorer '91, ek. 89 þús. km, með öllu. MMC Space Wagon '93, ek. 55 þús. km, vínrauður. VW Transporter '97, ekinn 20 þús. km, grænn. MMC Colt GLi '94, ek. 84 þús. km. Honda Civic LSi '92, ssk., grár. Opel Astra '97, ssk., toppbíll. Honda Civic VTI ‘97. Glæsilegur bíll. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Garðars Nóatúni 2 Sími 562 0000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.