Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 UV i «Menning *★★------ Ahugaleiksýning ársins Samkeppni Þjóðleikhússins um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins vekur heilmikla spennu meðal hinna fjölmörgu áhugaleikara um land allt og tugþús- undanna sem sækja sýningar þeirra. Nú liggja úrslit tyr- ir fimmta árið í röð en í ár sóttu fleiri félög en nokkru sinni fyrr um að komast með í keppnina: alls fimmtán með sextán sýningar. Fyrir valinu varð nú í annað skipti Freyvangsleikhús- ið í Eyjafirði og sýning þess á nýju leikriti eftir Ingi- björgu Hjartardóttur, Velkomin í Villta vestrið. Helga E. Jónsdóttir leikstýrir. í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Leikhúsið hefur fengið íslenskan höfund til að skrifa leikrit sem byggt er á atburðum úr heimahéraði. Höfundurinn spinnur spennandi sögu í kringum átök kúabænda og hestamanna og gaman og al- vara fléttast saman á haganlegan hátt ... Sýningin er heildstæð, kraftmikil og lífleg frá upphafi til enda...“ Fyrri sýning Freyvangsleikhússins sem vann til þessarar viöurkenningar var einmitt til komin á sama hátt; þá skrifaði Böðvar Guðmundsson Kvennaskólaævin- týrið um „atburði í heimahéraði" fyrir leikfélagið. Helga E. Jónsdóttir stýrði einnig þeirri sýningu sem fékk frá- bærar undirtektir, bæði heima í héraði og á fjölum Þjóð- leikhússins. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Helga Bachmann leikkona og Mel- korka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleik- hússins. Velkomin í Villta vestrið verður á stóra sviði Þjóöleik- hússins eftir mánuð, sunnudagskvöldið 7. júní. Helga E. Jónsdóttir. Umsjón Silja Aðalsteinsdótdr Bubbi Morthens - syngur tilbrigöi viö fornar þulur og sagnadansa. Ingvi Þór Kormáksson Á eftir Bubba kom fram ný hljómsveit sem kallar sig MHM og flutti frumsamda tónlist. Þetta voru lipurlega samin lög en flutningurinn dálítið flatur, vantaði dirfsku í útsetningamar og spilið svo að tónlistin virkaði dálítið dinner- og dansiballaleg, sérstak- lega fyrstu tvö lögin. Blústilfinningin var þó til í hópnum og þriðja lagið var nokk- uð sterkt. Þórunn Jónsdóttir (ef ég hef náð nafninu rétt) er efnileg söngkona og það er hljómsveitin líka. Lagasmíðar þeirra minntu að sumu leyti á Magnús Ei- ríksson sem reyndar steig á fjalimar næst ásamt Kristjáni Kristjánssyni, KK. Þeir félagar vora sallarólegir og tóku lífinu létt eins og þeir væra í stofunni heima eða í aftasta sætinu í rútubíl. Síðasta lag- var magnaður. Þórður Högnason kontra- bassaleikari, Eðvarð Lárasson gítarleik- ari og Birgir Baldursson ná oft góðu sam- spili sem virkar mjög frjálst. Það má segja að lögin séu rokkaðrar ættar en hljóð- færaleikurinn leitar í djass og meira frelsi en rokktónlist býður upp á. Þau luku sínu með sérkennilegri (auðvitað) útsetningu á gamla slagaranum End of the World. Það var svo Mezzoforte sem sló botninn í tónleikana með góðum performans eins hendinni saman er stundum eins og vel smurð vél fari í gang. Og ekki bilar hún. Eyþór brilleraði (náttúrlega) á rafpíanó og nýju mennimir báru með sér ferska vinda. Eiginlega er nauðsynlegt að heyra í Mezzoforte „live“ að minnsta kosti einu sinni á ári til að geta sætt sig við tilver- una. Eða hvað? í lokin tók svo hljómsveit- in létt blúsdjamm ásamt Ellen og Bubba. Takk fyrir fina skemmtun sem vonandi verður framhald á að ári. Einar Áskell norður í land Leikferð Möguleikhússins í Reykjavík um Norðurland er hafin og fengu Hvammstangabúar að hitta Einar Áskel í gærkvöldi. 1 kvöld kl. 18 verður sýning í Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki, á morgun á Dalvík, á Akureyri laugardag, Húsavík sunnudag og á Ólafsfirði þriðjudaginn 12. maí. Leikritið var framsýnt í byrjun febrúar og hefur notið gífurlegra vinsælda; hefur verið uppselt á allt að þrjár sýningar á dag. Sýn- ingin er ætluð bömum frá tveggja til níu ára eða þar um bil og hafa um 7000 börn séð hana á þessum þremur mánuðum. Leikritið er gert eftir hinum vinsælu sögum sænska höfundarins Gunillu Bergström um strákinn Einar Áskel og er byggt á þremur bókum hennar í þýðingu Sig- rúnar Ámadóttur, Flýttu þér, Einar Áskell, Svei-attan, Einar Áskefl og Góða nótt, Einar Áskell. Pétur Eggerz samdi leikgerðina í samráði við höfundinn; hann leik- stýrir lika verkinu og leikur fóður Einars Áskels. í leik- dómi í þessu blaði var orð á því haft hvað hann væri „skemmtilega líkur pabbanum á teikningunum í bókun- um.“ Þar sagði ennfremur: „Lausnin á Einari Áskeli er snjöll: hann er stór brúða, í stil við teikningar bókanna, sem Skúli Gautason stýrir og talar fyrir." MirabeOe við Smiðjustíg skflur eftir ljúfar minningar um fínan ætiþistU og fín- ni spergU. Við vandað hráefni bætist gamal- frönsk matreiðsla alla leið yfir í profíteroles og créme brúlée. Eftir enn eina koUsteypuna í eignarhaldi reyk- vískra veitingastaða er MirabeUe komin á gott skrið. UndirtitiU staðar- ins er Café-Brasserie, þótt hann sé hvoragt. Kaffihús býður ekki þríréttaðan mat á 4.000 krónur, áður en kemur að víni. Og brasserie þarf að hafa eitt af þrennu, mat- reiðslu frá Alsace, áherzlu á bjór eða messing í innrétting- mn. Ekkert af þessu er á MirabeUe. Evrópska andrúms- loftið byrjar framan við vandfundið hús- ið, þar sem lítið miðborgartorg rúmar bæði tré og bUastæði. Stemmningin sígur síðan, þegar gengið er hjá berskjaldaðri fordrykkjastofu upp ljótan og frekjulegan stiga, sem endar á miðju gólfi í kuldalegu lagerplássi. Þetta er opinn geimur í ljósum litum, með óhefluðum viði í útveggjum og beru steinlofti, einfóldu gleri í gluggum og vel slípuðu trégólfi. Gluggatjöldin eru svo síð, að þau dragast i gólfinu. Yfirstærðar vín- rekkur stúkar opið eldhús og yfirhlaðið fatahengi í salarmiðju sídregur að sér augað. Brúnin lyftist aftur, þegar setzt er að borðum við hvíta dúka og munnþurrkur, sem eru úr taui, jafnvel í hádeginu. Gróft Opinn geimur í Ijósum litum, meö óhefluöum viöi í útveggjum og beru steinlofti, einföldu gleri í gluggum og vel slípuöu trégólfi. Gluggatjöldin eru svo síö, aö þau dragast í gólfiö. og gott brauð kemur á borð, stundum með sojakomum og stundum með olífubitum. Smörið er tvenns konar, venjulegt og sterkkryddað með hvítlauk og papriku. Vatn er drukkið úr óbrjótanlegum, is- lenzkum þjóðernis-kaffiglösum, sem kom- in eru í tízku í veitingabransanum sam- kvæmt formúlunni, að tízkan þurfi að Veitingahús Jónas Kristjánsson vera svo ljót, að auðvelt sé að skipta um hana tvisvar á ári. Þessi ruddalegi glasa- stíll er lika á Einari Ben. Góð og hefðbundin var reykt laxakæfa með steinselju og tómati. Enn betri vora gufusoðinn spergifl og ætiþist- ill með anísblandaðri smjörsósu. og stökkum kúrbít. Betri spergil hef ég ekki fengið hér á jaðri freðmýrabelt- isins. Fiskisúpa var fremur góð, en fisk- hlassið í henni miðri var fremur þurrt, þorskur og lax. Tómat- súpa var bragð- mikil og bragð- góð, full af græn- meti. Þorskasteik var nákvæmlega rétt grilluð, bor- in fram á svepp- um í soðnu rauð- víni! Piparri- staður steinbítur var örlítið meira eldaður, en samt góður, borinn fram með pönnusteiktu grænmeti og daufri hvítlaukssósu. Finar vora steiktar andabringur með ætiþistli, rjómasoðnu spínati, grilluðum kartöfluþráðum og appel- sínusósu, sem skilaði sér hæfilega í gegn í bragði. Créme brúlée var léttur búðingur með nettri karamelluskán, afar góður eftirrétt- ur. Profíteroles reyndust hins vegar vera þungar og kaldar vatnsdeigsbollur með ís og heitri súkkulaðisósu. Kaffi var gott. Að lokum má súpa hveljur yfir reikningi, sem nemur 4.000 krón- um á mann. Hag- kvæmara er að koma í hádeginu, þegar tví- réttað kostar ekki nema 1.270 krónur á mann, þótt ekkert sé gefið eftir í mat- reiðslu, aðbúnaði og afbragðs þjónustu. Brúðubíllinn til Stokkhólms Á sunnudaginn hefst í sjöunda sinn í Stokkhólmi brúðuleikhúshátið samtaka brúðuleikhúsfólks, UNIMA FIGURA BALTICA. Eins og nafnið bendir til er þetta há- tíð landanna við Eystrasalt: Rússlands, Póllands, Eystra- saltslandanna, Þýskalands, Sví- þjóðar, Danmerkur og Finnlands en auk þeirra era Noregur og ís- land í samtökunum. Alls sýna 20 hópar þessa viku sem hátíðin stendur, frá 10. til 16. maí. Islenski Brúðubíllinn er boðinn á þessa hátíð og mun sýna verkið Bibbi-di-babb-di-bú í brúðuleik- húsinu Tittut. Það eru brúðuleik- ararnir Helga Steffensen, Sigrún Erla Sigurðardóttir og Frímann Sigurðsson sem fara með sýning- una utan en í henni koma fram fjöldamargar brúður, allt frá litlum hanskabrúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæðist. Þessi sýning var sýnd í Brúðubílnum sumarið 1996 víða um land. Leik- stjóri er Sigrún Edda Bjömsdóttir og er handritið eftir hana og Helgu Steffensen. Næsta framsýning Brúðubilsins á heimaslóðum verð- ur í Fjölskyldugarðinum í Reykjavík 4. júní. Þá verður sýnt leikrit sem nú er í æfingu og heitir Brúður, tröll og trúðar. Þriðja landlæga djass- og blúshátíðin á vegum SÁÁ var haldin í Borgarleikhús- inu á mánudagskvöld. Ágóðinn af henni rennur til uppbyggingar starfs með ungu fólki. Eins og fram kom í stuttri tölu Þór- arins Tyrfingssonar læknis í upphafi tón- leikanna er vandamálið, sem við er að glíma, cflvarlegt, en við snúum okkur að tónlistinni Fyrstur reið á vaðið Bubbi Morthens. Hann leitar um þess- ar mundir nokkuð í eldri íslensk bragform, til dæmis þulur, og textinn við fyrsta lagið sem hann flutti minnti dálítið á forn- an sagnadans. Hversu góður söngvari hann er kom berlega í ljós í „kúbverska laginu" og ekki var gítarspilið síðra. Sama má segja um síðasta lagið sem hann flutti en það fjallaði um Kidda Færeying og fleiri. ið var dálítið eftir því, Óbyggðimar kalla; meira spunnið í þau fyrri. Þá var komið að Kombóinu og Ellen Kristjánsdóttur. Þau fluttu þrjú eigin lög á sinn sérstaka hátt. Labyrinth (held ég að það heiti) er gott lag og flutningur þess og hennar var von og vísa. Þar sem tveir hljómsveitarmenn voru ekki á landinu voru þeir fengnir að láni Jóel Pálsson saxafónleikari og áðumefndur Eðvarð á gítar. Þegar tvíeykið Jói og Gulli taka til Djass Mirabelle: Gott og dýrt Smásögur Hannesar í fyrramálið kl. 10.15 verða fluttar á rás 1 tvær smásögur eftir Hannes Sigfússon skáld sem lést á síðasta ári. Karl Guð- mundsson leikari les þá sögumar Gler- augnaköttinn og Þögn. Sögumar samdi Hannes um tvítugt, en hann varð sem kunnugt er eitt helsta ljóðskáld sinnar samtíðar. Landlæg hátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.