Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og piötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hrepparenningar í ólgusjó
Sveitarstjómafrumvarp félagsmálaráöherra verður sí-
fellt umdeildara eftir því sem fleiri kynna sér þaö. Á fjöl-
mennum fundum ýmissa samtaka er samþykkt aö biðja
Alþingi um að rasa ekki um ráð fram í vor og leyfa mál-
inu heldur að malla í umræðunni fram til hausts.
Það fer fyrir brjóstið á fólki, að fjörutíu hreppmn skuli
vera afhent stjómsýsluvald yfir öllu miðhálendi lands-
ins. Þetta er enda augljóslega ekki sanngjörn skipan
mála, því að miklu íjölbreyttari hagsmunir eru í húfi en
þeirra einna, sem hafa fé sitt á fjalli á sumrin.
í fyrsta lagi er óeðlilegt, að landsmönnum skuli vera
mismunað eftir búsetu. Það stríðir gegn einu helzta
grundvallaratriði lýðræðisins, jafhrétti allra manna. Fé-
lagsmálaráðherra er beinlínis að ögra mönnum og efna
til óþarfra átaka milli strjálbýlis og þéttbýlis.
í öðm lagi varðar stjómsýsla og skipulag miðhálendis-
ins margvíslega hagsmuni, sem síður en svo er sérstak-
lega gætt af hreppunum fjömtíu. Þetta em meðal annars
hagsmunir orkuvinnslu, ferðaþjónustu, náttúruvemdar,
útivistar og almennra lífsgæða í landinu.
Allir þessir mismunandi hagsmunir em ótengdir mis-
munandi hagsmunum sveitarfélaga. Tilvist þeirra sýnir,
að réttlát skipting valds milli sveitarfélaga dugir ekki
einu sinni til að ná skynsamlegri niðurstöðu. Hin óstað-
bundnu sjónarmið þurfa einnig að hafa vægi.
Af þessari ástæðu er heppilegra, að miðhálendið sé ein
stjómsýslueining fremur en fjörutíu og að ríkisvaldið
skipi því stjóm með aðild fulltrúa orkuvinnslu, ferða-
þjónustu, náttúmvemdar, útivistar og almennra lífs-
gæða, auk aðildar fulltrúa samtaka sveitarfélaga.
Svokölluð málamiðlun umhverfisráðherra um skipun
umsagnamefndar með sýndaraðHd fuUtrúa þéttbýlis er
verri en engin breyting. Sú tiUaga um einn sjötugasta
hluta úr atkvæðisrétti er blaut tuska í andlit þeirra, sem
kvarta um misvægi atkvæða eftir kjördæmum.
Furðulegast við þetta er, að þingmenn, sem beinlínis
em kjörnir á svæðum, er frumvarpið gerir áhrifalaus,
skuli ekki gæta betur hagsmuna umbjóðenda sinna en
þeir hafa reynzt gera. Þeir verða vafalaust minntir á
eymd sína, þegar dregur að næstu þingkosningum.
Meðal þingmanna, sem vHja knýja þetta mikla órétt-
lætismál í gegn strax í vor, þvert á vHja flestra þeirra,
sem fjaUa um málið utan þingsala, em Sif Friðleifsdóttir
fyrir Framsóknarflokk, Ögmundur Jónasson fyrir Al-
þýðubandalag og Pétur Blöndal fyrir Sjálfstæðisflokk.
Afstaðan tH frumvarps félagsmálaráðherra skiptist
nánast eftir hreinum flokkslínum, en ekki kjördæmum.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins styðja frumvarpið, en þingmenn Al-
þýðuflokks og Kvennalista em andvígir því.
Samkvæmt þessu er mikiH meirihluti á þingi fylgjandi
skiptingu miðhálendisins í fjörutíu mjóa renninga undir
stjóm fjörutíu hreppa, sem fyrst og fremst hafa áhuga á
sauðfjárbeit. Þessi mikli meirihluti endurspeglar engan
veginn hlutföU sjónarmiða úti í þjóðfélaginu.
Forsætisráðherra leggur svo mikla áherzlu á framgang
óréttlætisins, að hann lætur þau boð út ganga, að Alþingi
verði látið sitja svo lengi fram á sumar sem dugi tH að
ljúka umræðu og málþófi um frumvarpið. Hann þarf
stundum að láta menn finna, hver valdið hefur.
Alþingismenn hlýða ráðherrunum og hafna röksemd-
unum. Það verður sorgardagur á hnignunarferli Alþing-
is, þegar það gerir hrepparenningana að lögum.
Jónas Kristjánsson
„Gagnagrunn set ég fremur í tengsl við Kópavog en lyfjafyrirtæki í Basel,“ segir Guðbergur í grein sinni. -
Risasamningur íslenskrar erfðagreiningar og svissnesks lyfjafyrirtækis undirritaður.
íslensk
erfðafræði
símanum segir maður
formálalaust að hann
vinni að því að leita að
erfðafrumu geðveikinnar
fyrir háskólann í Kiel. Þú
hefur lent í úrtakinu til
rannsóknar. Ég spurði
hvers vegna. Hann sagði
að það væri auðséð á bók-
unum minum. Nú sagði
hann til sin, ég segi ekki,
og stefndi mér á vissa
geðdeild til blóðtöku.
Einnig átti ég að svara
spurningum. í fyrstu hélt
ég þetta væri sjálfskipað-
ur maður á frægðarbraut
en komst að hinu gagn-
stæða: Þetta væri vel-
menntaða vitleysan í sér-
fræðingi.
„Ég held að erfðafrumurnar í okk-
ur verði seint á heimsmælikvarða
og fræðin um þær síður, þótt þær
færu í gagnagrunn og saga hverr-
ar frumu færð á töivubankareikn-
ingí Sviss.u
Kjallarinn
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Mikið er rætt
um erfðafræði og
þá bið ég guð að
hjálpa mér. Ég
held að erfða-
frumurnar í okk-
ur verði seint á
heimsmælikvarða
og fræðin um þær
síður, þótt þær
færu í gagna-
grunn og saga
hverrar frumu
færð á tölvu-
bankareikning í
Sviss. Gagna-
grunn set ég frem-
ur í tengsl við
Kópavog en lyfja-
fyrirtæki í Basel.
Kennslukonu þar
var svo tíðrætt
um hann og hag-
fræði innkaupa-
töskunnar sem
allra meina bót.
En allt er besta
mál. Kannski
verður ísland
heimsfrægt og
frumumar í okk-
ur bjarga heimin-
um, nýr Frelsari í
pilluformi.
Velmenntaða
vitleysan
Ástæðan fyrir tortryggninni er
þessi:
Fyrir nokkrum áram sat ég
heima við ritstörf. Þá var hringt. I
Láttu taka þér blóð
Ég þráaðist við. Hann bað mig
að hugsa málið til morguns. í
vinnutíma geðlækna næsta dag var
hringt. Hann hóf málið og sótti það
fastar. Bókmenntasjúklingur hafði
bent honum á mig. Ég sagði að
sjúklingar ættu ekki að stjórna geð-
læknum, en hann kvað slíkt hjálpa
þeim við að fá sjálfstraust og fara út
í lífið. Eftir það sagði hann að
amma mín hefði verið geðveik. Hún
er dáin, sagði ég, þú rannsakar ekki
hana. Láttu taka þér blóð, sagði
hann skipandi.
Erfðafræðingar sjá í þér blóðið
úr henni ömmu þinni. Þarftu ekki
að fá bræður mína? spurði ég.
Hann sagði: Þeir skrifa ekki bæk-
ur. En geta þó verið með geð-
veikisgen. Það er rétt, sagði hann.
Síðan lá hann í mér, ég varðist.
Viltu eyðileggja íslensk erfðavís-
indi? Prufan þarf að koma til Kiel
eftir viku, annars verður þetta lé-
leg landkynning og verra fyrir ís-
lensk vísindi.
Hringingar og hótun
Ég athugaði hvort þetta gæti
verið vísindamaður. Hann var það
á læknaskrá og hringdi í bróður
minn sem fór hlýðinn, lét taka sér
blóð og svaraði ótal spumingum.
Ekki veit ég hvort vísindamað-
urinn gróf upp ömmu en hann hélt
áfram að hringja uns ég hótaði
honum. Þá sannast bara geðveikin
á þig, sagði hann. Bróðir minn
bíður enn eftir niðurstöðu frá Kiel
og erfðafruma geðveikinnar leikur
lausum hala.
Sé rætt um íslensk erfðavísindi
minnist ég þess sem kæmist ekki í
grein í DV.
Guðbergur Bergsson
Skoðanir annarra
Trúnaður í viðskiptum
„Trúnaður og traust verða seint ofmetin í við-
skiptum, ekki síst viðskiptum með hlutabréf. For-
senda þessa er að fyrirtækin sjálf hagi upplýsinga-
löggjöf sinni þannig að hún veki ekki tortryggni. Það
eru hins vegar merki um nokkurt afturhvarf í þess-
um efnum undanfarin misseri. Fyrirtæki á hluta-
bréfamarkaði eru farin að nýta sér möguleika til að
fela upplýsingar s.s. um eignarhlut í öðrum fyrir-
tækjum, enda gera lög ekki kröfu um að þær upplýs-
ingar séu veittar í ársreikningi."
Óli Björn Kárason í Viðskiptabiaðinu 6. maí.
Smekkleysa í auglýsingu
„Upp á síðkastið hefur brugðið fyrir oft á kvöldi,
á báðum sjónvarpsrásum, auglýsingu um eitthvert
sælgæti sem nefnist Skittles og slær, held ég, flest
met í smekkleysu...Hér er skotvopnum beitt að böm-
um og skotið á þau, að vísu „í mesta gríni“, en þó
þannig, að bömin em hæfð, falla eftir skotárásina
fyrir ógeðslegum kynjafígúrum...Hafi auglýsinga-
skrifstofur sjónvarpsstöðvanna ekki vit eða döngun
til þess að afþakka slíkar auglýsingar, skora ég á
hlutaðeigandi auglýsendur að hugsa sig um, og
draga þessa og aðrar auglýsingar til baka.“
Ásmundur Brekkan í Mbl. 6. maí.
Afsláttur á Sinfóníuna
„Einhver afsláttarklúbbur býður nú félögum sín-
um 10% afslátt af aðgöngumiðum á tónleika Sinfó-
níuhljómsveitar íslands. þetta er vel boðið. Enn
bliknar þó í samanburði við þau afsláttarkjör sem
skattgreiðendur bjóða. Skattgreiðendur bjóða hljóm-
leikagestum nefnilega 90% afslát't af kostnaði við
tónleikahald hljómsveitarinnar. Aðgangseyrir að
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands stendur að-
eins undir einum tíunda af kostnaði við rekstur
sveitarinnar."
Úr Vef-þjóðviljanum 5. maí.