Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Side 11
PTMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 11 Fréttir Fimmlembd ær í Eyja- firði DV, Akureyri: „Mér fannst hún ansi feit og hún stundi þegar hún hreyfði sig og stóð upp. Ég hugsaði ekkert út í það, taldi að hún væri löt. Svo bar hún tveimur lömbum á sunnudagsmorg- un. Ég fór svo af bæ skömmu síðar, eftir að hafa gefið henni hey og vatn. Þegar ég kom aftur voru lömb- in orðin fimm en eitt hafði drepist, sennilega strax við fæðingu," segir Daníel Guðmundsson, bóndi á Helgastöðum í Eyjafjarðarsveit. Ærin sem um ræðir er 6-7 vetra, að sögn Daníels, og hefur aldrei komið með fleiri en tvö lömb í einu. Lömbin fimm voru öll stór og segist Daníel alveg hissa á því að þau skuli vera svona stór og hress, þau fjögur sem effir lifa. -gk Daníel Guömundsson bóndi meö lömbin fjögur í fanginu. Egilsstaöir: Glæsihús endurnýjað DV, Egilsstaðir: Gistihúsið á Egilsstöðum er með elstu steinhúsum á Héraði og þar var rekin gisting frá 1914 og óslitið til 1993. Það var Jón Bergsson, bóndi á Egilsstöðum, sem byggði gistihúsið og er það áfast við íbúð- arhús Jóns sem hann byggði 1903-4. Nú er verið að gera við þetta glæsi- lega hús og þar verður opnuð gist- ing í sumar. Húsið er á friðunar- skrá og í bæklingi um húsið skrifar Magnús Skúlason m.a.: Gistihúsið er stærsta steinhús á Austurlandi frá þessum tíma en slík hús voru snemma byggð í landshlut- anum. Það hefur varðveist tiltölu- lega lítið breytt frá fyrstu tíð. Glæsi- legt í fallegum hlutfóllum með vönd- uðum skreytingum umhverfis glugga og við inngang. Það stendur í fögru umhverfi og er órofa hluti af því. Það er ekki bara einstakt fyrir Egilsstaði heldur landið. Húsiö endurgert Hjónin Gunnlaugur Jónasson og Hulda Daníelsdóttir keyptu húsið í vetur og ætla að hefja það á ný til vegs og virðingar. Gunnlaugur er 3. ættliður frá Jóni Bergssyni, dóttur- sonur Péturs Jónssonar, bónda og hestamanns á Egilsstöðum. Húsið þarfnast mikilla endurbóta en hjón- in ætla að láta allt halda sér sem hægt er. Hurðir verða þær sömu með upprunalegum lömum og skrám. Gólf á að slípa og nota áfram ef hægt er. Nýtt gólf var sett í ganga. Ytra útliti verður haldið enda glæsi- legt. Húsið verður málað, sett upp nýtt eldhús og sjálfvirkt vatnsúðun- arkerfi. Þá eru hreinlætistæki end- umýjuð og vatnslagnir. Gunnlaug- ur vann í 4 ár í Danmörku við að gera upp gömul hús svo hann er vel heima í þess konar framkvæmdum. Gamalt hús meö góða sál í húsinu verða 13 tveggja manna herbergi á tveim hæðum. Á efstu hæð eru 4 herbergi með baði en þeim VEir breytt í það horf í tíð Ás- dísar Sveinsdóttur sem lengi rak gistihúsið. Gunnlaugur vonast til að geta opnað um miðjan júní. Mikið af munum og málverkum frá gömlum tíma munu prýða húsið og ekki er að efa að margir munu kjósa að njóta þess sjarma sem þetta gamla hús býr yfir. í umsögn um Gistihúsið á Egils- stöðum segir Guðrún Kristinsdóttir minjavörður: „Sérstaða hússins felst í stærð þess og þeirri heild sem það myndar ásamt útihúsum, Fljóts- húsi og skrúðgarði, svo ekki sé gleymt að minnast á þá sögu sem þar hefur átt sér stað. Egilsstaða- húsið hefur sérstaka þýðingu í aug- um heimamanna og það vekur líka athygli aðkominna umfram önnur hús.“ Jón Bergsson og Margrét Péturs- dóttir byggðu húsið. Fyrst íbúðar- hlutann 1903-4 og síðan gistihúsið 1914. Ráku þau þar gistihús og greiðasölu til 1920. Þá tóku við bróö- ir hans Sveinn Jónsson og kona hans, Sigríður Fanney Jónsdóttir. Á þessum tíma var á Egilsstöðum mið- stöð flutninga og mannfagnaðar hvers konar. Þar var og símstöð og póstþjónusta til 1953. Dóttir Sveins, Ásdís, tók viö rekstri gistihússins 1970 og rak það til 1988. Eftir það til 1993 ráku húsið tveir aðilar óvensl- aðir fjölskyldunni. -SB Gunnlaugur við málverk af Egilsstaðahúsinu eftir Steinþór Eiríksson. Gamla húsið á Egilsstöðum. Til vinstri er íbúðarhlutinn og til hægri gistihús- ið með kvistunum. DV- myndir Sigrún BFCoodrich Get~ic> gœðci- og verðsámanburð All-Terraln T/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31 x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- Jeppadekk SUDURSTROND 4 S: 5614110 The Art of Entertainment DEH 345/útvarp og geislaspllari • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp >18 stöðva minni • BSM • Loudness • Framhliö er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka 1&900, The Art of Entertainment KEH 1500/útvarp og segulbandstæki > 4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva mlnni > BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu > Aðskilin bassi/diskant KBI 2500/útvarp og segulbandstæki • 4x35w magnari • Stafrænt útvarp >18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka 800 Umbodsmenn um land allt Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. V*Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.