Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998 Skoðanakönnun DV: R-listinn eykur forskot „Það verður að taka þessum tölum rmeð skynsamlegri varúð, en óneitan- lega hleypa þessar tölur manni kappi í kinn. Þessi niður- staða er gott vega- nesti," sagði Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri í morgun. Lofar góðu „Við höfum feng- ið fimmföldun í fylgi frá því í síð- ustu könnun sem var birt sl. sunnu- dag. Ef það heldur ^svona áíram þá lof- ar það góðu fyrir húmanista,“ segir Methúsalem Þóris- son, oddviti Húman- istaflokksins. Smart byrjun „Þetta er fint. Við þurfum að vísu miklu meira en þetta til að benda almennilega á félagshyggjulof- - orðin sem R-listinn hefur gleymt. Þetta er smart byrjun," sagði Magnús H. M_nm- H Skarphéðinsson ska9 héðjns. oddviti Launalist-______ son. ans. Methúsalem Þórisson. Fyrrum samflokksmenn í Sjálfstæðisflokki og starfsfélagar í Landsbanka og tveir af heitustu fjölmiölafígúrum landsins í dag, Kjartan Gunnarsson og Sverr- ir Hermannsson, fundu sér tíma síðdegis í gær til að spjalla og drekka kaffi á Hótel Borg. Ýmislegt hefur gengið á í samskiptum þessara manna að undan- förnu, Sverrir hefur mært Kjartan fyrir mannkosti þar til „einhver" sagði honum að Kjartan væri „höfuðpaurinn í aðförinni" að honum í Landsbankamálinu. Sverrir sagðist ekki trúa slíku enn og ef til vill hefur kaffispjallið leitt fram einhvern nýjan sannleika í málinu. Eða kannski hefur það verið söknuður yfir liðn- um tíma sem svifið hefur yfir borðum. Eða var kannski verið að drekka sáttasopann? DV-mynd Hilmar Þór Misvísandi yfirlýsingar borgarstjóra um Félagsbústaöi: Við munum berjast „Þetta er alls ekki það sem við höfum fundið fyrir núna síðustu daga. Það er greinilegt að fólk er farið að hugleiða þessi mál sem okkur fannst það ekki gera áður. Hækkun sem við Hjörleifur Guttormsson: Alltaf þörf á vinstri sjónar- miðum tökum á okkur fc Þaimig er ljóst að Árni Sigfússon. folk hefur veriö - sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri óráðið og það þarf lítið til að það skipti um skoðun, hvort það velji R eða D. Þetta þýðir að við munum berjast," segir Ámi Sigfússon. -ilk/-phh/-RR Ágæt veiði DV, Eskifirði: Nótaskip Eskfirðinga, Guðrún Þor- kelsdóttir og Hólmaborg, eru við veið- ar í síldarsmugunni og í nótt fékk Guðrún 420 tonn í einu kasti - hefur fengið samtals 800 tonn. Hólmaborg fékk 200 tonn í nótt og er með 500 Ftonna afla úr norsk- íslenska síldar- stofninum. Regína Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýsti því yfir i þjóð- arsálarþætti rásar 2 síödegis í gær að það væri rangt sem fram kom i frétt DV að húsaleiga íbúðarhús- næðis borgarinnar myndi hækka um helming. Talsvert annað kom hins vegar fram hjá borgarstjóra i samtali sem DV átti við hana um húsaleigumál leigjenda borgarinn- ar og nú Félagsbústaða. í samtali við DV viðurkennir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að um verulega hækkun verði að ræða þó hún vilji ekki nefna 100% meðal- talshækkun eins og fram kom hjá stjórnarmönnum Félagsbústaða á fundi sem stjómin hélt með leigj- endum borgarinnar og fulltrúum Leigjendasamtakanna seint á sið- asta ári. „En fólkið þarf ekki að borga það, Reykjavíkurborg greiðir þeim eflaust, ...ég man ekki hver full leiga er..., Félagsbústöðum, þá leigu sem Félagsbústaðir þurfa til að standa undir til að eiga og reka þessar íbúðir. Við gerum það en fólkið gerir það ekki.“ „Við mun- um eftir sem áður greiða íbúðirnar niður með tvennum hætti, annars vegar með húsaleigubótum og svo með beinu framlagi til Félagsbú- staða," sagði borgarstjóri við DV. Eftir sem áður muni Félagsmála- stofnun setja reglur um það hverjir fái íbúðir og hvaða skilyrði menn þurfi að uppfyfla til að fá íbúðir. Borgarstjóri sagðist vilja segja það hreint út að henni fyndist ljótt og siðlaust að hræða tekjulágt fólk með því að segja því að húsaleiga þess mundi hækka um 100%. Minnt á að hækkunarfréttin hefði komið upphaflega frá Félagsbústöð- um sjálfum og að leigjendur borg- arinnar hefðu litlar eða engar aðr- ar upplýsingar fengið um hvað þeim yrði gert að borga í leigu, sbr. mál Sonju Guðrúnardóttur, sagði borgarstjóri: „Við erum margbúin að segja það að það sé alveg fráleitt að húsa- leiga til fólksins hækki um 100%. Það er margsinnis búið að fara yfir það.“ Hvað sem líður misvísandi yfir- lýsingum borgarstjóra þá stendur DV við frétt sína. -SÁ Nánar á bls. 4. Hjörleifur ormsson. Gutt- „Eg hef ekki haft möguleika á að kynna mér þennan félagsskap. Ég hef ekkert nema gott um það að segja að það komi ný rödd inn í stjórnmálaum- ræðuna í þessum tón. Það er þörf á að auka stjórnmálaum- ræðuna frekar en hitt. Það lítur út fyr- ir að þarna sé at- hyglisverð starf- semi á ferðinni. Það er vísað til að það eigi að halda á lofti vinstri sjónarmiðum í þjóðfélagsum- ræðunni, ég held að það sé ekki nema gott,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, í samtali við DV í gær. - En hefur þú áhuga á að taka þátt í félaginu? „Ég ætla nú að bíða og sjá hvað þama er á ferðinni. Ég hef í rauninni nóg að gera á þeim vettvangi sem ég er á, Alþingi og Alþýðubandalag og óháðir. Þannig að ég hef ekki beint mikla þörf fyrir að bæta á mig nýjum vettvangi," sagði Hjörleifur. -phh Veðrið á morgun: Bjart um mestallt land Á morgun verður norövestan stinningskaldi og él allra austast en hæg norðlæg átt og bjartviðri annars staðar. Vægt frost verður á Vestfjörðum en annars hiti 1 til 10 stig, hlýjast sunnan til síðdeg- is. Veðrið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI ÍHHHhH SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA t i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.