Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998 3 Fréttir ÚtfLutningur hrossa frá ósýktum svæðum heimilaður: Hagsmunir stangast á og stefnir í átök - getur stefnt landsmótinu í hættu DV, Akureyri: „Ég held að það sé ljóst að sú ákvörðun að leyfa útflutning á hross- um frá landshlutum þar sem hrossa- sóttin hefur ekki komið upp muni leiða til þess að það verður dregið í lengstu lög að leggja niður vamarlín- ur. Ég sé það alveg fyrir mér að hags- munaaðilar í útflutningi hér norðan- lands og á öðrum ósýktum svæðum munu berjast með oddi og egg fyrir því að vamarlínum verði haldið, ekki bara til 1. júlí heldur áfram,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akur- eyri og framkvæmdastjóri Melgerðis- mela í Eyjaíirði þar sem halda á landsmót hestamanna 8.-12. júlí. Sigfús segir það alveg ljóst að sú staða sé komin upp að hagsmunir hrossaútflytjenda annar svegar og annarra hestamanna hins vegar stangist á og stefnt geti í átök þessara aðila og þá telja margir að ákvörðun- in um útflutning geti stefnt landsmót- inu f hættu. Ljóst er að landsmót verð- ur ekki haldið meðan varnarlínur eru uppi og jafnljóst að verði varnarlínur felldar niður muni útflutningur stöðvast um leið. „Sú staða er komin upp að hags- munir virðast skarast. Hitt er annað mál að landsmótið er ekki bara lands- mót okkar framkvæmdaaðila. Þetta mót er ekkert annað en markaðssetn- ing á íslenska hestinum og ef það er ekki hrossaræktendum til góða þá hef ég misskilið málið. t dag er ekkert annað uppi á borðinu en að við höld- um okkar striki við undirbúning landsmótsins," segir Sigfús Ólafur. Lausn til bjargar „Ég lít á það sem lausn til að bjarga markaðnum að leyfa útflutn- ing á hrossum frá ósýktum svæðum. Um leið þýðir þetta það að seinkum verður á því að átt verði við vamar- línur ef einhvem tíma hefur verið einhver flötur á því yfirleitt að af- nema varnarlínurnar,“ segir Guð- mundur Birkir Þorkelsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyjafirðinga og Þingeyinga. Guðmundur Birkir segir að miðað við það sem vitað er um hrossasótt- ina í dag bendi allt til þess að útflutn- ingurinn á hrossum sem senn hefst frá ósýktum svæðum muni leggjast niður þegar varnarlínur verði felldar vegna Landsmóts. En stefnir f átök hestamanna, þeirra sem vilja útflutn- ing og varnarlínur og hinna sem horfa til Landsmóts? „Ég er dauðhræddur um að menn taki vitlausan pól, sjái ekki jákvæðu hliðarnar vegna útflutningsins og fari í einhverm „gambít". Það hlýtur að vera öllum í hag að hægt sé að flytja út hross, hvaðan sem það er gert. Annars eigmn við á hættu að kaupendur snúi sér að ræktendum erlendis eða að öðrum hestakynum," segir Guðmundur Birkir. -gk „Noregsforeldrar": Samkomulag við yfirvöld Ekki liggur fyrir hvað barnavernd- aryfirvöld munu aðhafast í máli stúlkunnar sem forsjárlausir foreldrar hennar fóru með úr landi eftir ferm- ingarveislu hennar. Ellý Þorsteinsdóttir hjá fjölskyldu- deild Félagsmálastofnunar sagði við DV að í ljósi þess að (kyn)foreldrar stúlkunnar, sem búa í Noregi, hefðu haft fyrirfram ákveðinn umgengnisrétt við stúlkuna þegar þau dvöldu hér á landi væri í raun ekki um „rán“ að ræða. Móðirin í Noregi lýsti því yfir í DV að ef barnaverndaryfirvöld hér ætluðu að láta ná í dóttur hennar mundi slíkt ekki gerast „á meðan hún lifir“. „Okkur er ekki kunnugt um að þarna sé um barnsrán að ræða þannig að í sjálfu sér eru viðbrögð okkar lítil sem engin. Við vitum ekki annað en að stúlkan hafi farið samkvæmt fyrirfram ákveðnu samkomulagi og að hún komi á þeim tíma sem búið var að ákveða. Stúlkan lýtur forsjá fósturforeldra hér, það var ákveðið með fyrirvara með samþykki þeirra og vitneskju okkar að telpan færi og myndi dvelja um nokkurn tíma þarna hjá þeim (kynfor- eldrunum),“ sagði Ellý. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.