Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998 Fréttir Leigutilboð borgarstjóra til Sonju Guðrúnardóttur: Loksins eitthvaö - segir formaður Leigjendasamtakanna „Úr því að borgarstjóri gat gert þetta núna, af hverju var það ekki gert þegar áður en íbúðimar voru seldar Félagsbústöðum hf. þannig að fólk hefði vitað hvaða kjör það ætti að búa við? Engin svör við því hafa fengist hingað til. Það eina bitastæða sem gefið hefur verið út af hálfu Félagsbústaða og borgarstjóra er það að leigan skyldi hækka um 100%,“ segir Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna, um tilboð sem borgarstjóri lagði fyrir Sonju Guðrúnardóttur, íbúa í félagslegu leiguhúsnæöi hjá Reykjavíkurborg. Eins og greint hefur verið frá í DV er leigusamningur Sonju útrunninn og henni gert að gera nýjan en við Félags- bústaði sem yfirtek- ið hafa leiguíbúðar- húsnæði Reykjavík- urborgar. Sonja hef- ur neitað að semja nema þá aftur við Reykjavíkurborg, en viðbrögð Félags- bústaða voru þau að hóta henni út- burði um síðustu mánaðamót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri gekk í málið eftir að forsíðu- frétt um framgöngu Félagsbústaða gegn Sonju birtist í DV í fyrradag, og gerði henni tilboð um nánast sömu leigugreiðslubyrði og hún hefur bor- ið hingað til. Frá því var sagt í frétt DV í gær. „Við höfum ítrekað en árangurs- laust gengið eftir svörum hjá borgar- stjóra og Félagsbústöðum um leigu- mál hjá borginni. Við höfum kvartað undan því við umboðsmann Alþingis aö fólk hafi engin svör fengið. Þetta er í fyrsta sinn sem borgarstjóri svarar einhverju varðandi þetta mál en við vitum ekkert enn hvort þetta á bara að gilda fyrir Sonju Guðrún- ardóttur eða aðra leigjendur. Það er eins gott að borgarstjóri tilkynni fólkinu það. Hingað til hefur ekkert komið frá henni nema rakalausar fullyrðingar sem hafa hrunið jafnóð- um og hún þurft að éta þær ofan í sig hverja eftir aðra. Hún skrökvaði því meira að segja í beinni útsendingu um síðustu helgi að það hefði aldrei staðið til að leiguverð hækkaði," seg- ir Jón Kjartansson, formaður Leigj- endasamtakanna. -SÁ Skógræktarstjóri reisir einbýlishús í Skriödal á Héraöi: Stærsta bjálkahús landsins DV, Egilsstöðum: „Það má segja að þetta hafi verið draumur skógræktarmannsins. Þegar ég ákvað að byggja kom aldrei annað en timburhús til greina. Kveikjan að þessu var kannski sú að fyrst Ámi Johnsen gat reist bálkahús á Stór- höfða í Vestmannaeyjum þá var alveg eins hægt að reisa bjálkahús á Héraði," sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri í samtali við DV í gær. Afrakstur vetrarins hjá Jóni er sá að 330 fer- metra bjálkahús er risið í Stóra-Sandfelli I í Skriödal á Héraði - um tíu mínútna akstur frá Egilsstöðum á þjóðvegi 1, skammt frá Hallorms- stað. Húsið er kjallari, hæð og ris - stærsta ein- býlishús á íslandi reist úr bjálkum. Ekki þarf að einangra útveggi því bjálkamir em heilar níu tommur í þvermál. Auk þess er hljóðeinangmn mikil. Þegar DV var í húsinu i gær heyrðist vart þegar stór flutningabíll ók fram hjá rétt við hús- ið. Eiginkona Jóns er norsk og ólst hún upp í svipuðu húsi. Viðurinn verður ekki lakkaður að innan heldur verður grænsápa borin á yfirborð- ið - sennilega gamalt norskt vinnulag. „Ég reikna meö að þegar upp verður staöið muni kostnaðurinn við þetta hús verða svipaður og viö að reisa hefðbundið hús af sömu stærð,“ sagði skógræktarstóri. Húsið veröur tekið í notkun í sumar. Yfirsmiður er Sigfús Þór Ing- ólfsson. Bjálkamir em fluttir inn frá Finnlandi. -Ótt -jJíSSí Si jff' IjjjfcM 'jr 1 III Sigfús Þór Ingólfsson, „yfirsmiöur" bjálkahúss skógræktarstjóra í Stóra-Sandfelli I í Skriödal á Héraöi viö vinnu sína í gær. Bygging hússins hófst á síöasta ári og veröur þaö tekiö í notkun í júlí. Þetta er stærsta ein- býlishús úr bjálkum á íslandi. DV-mynd Brynjar Gauti / vaðmálið aftur Kommamir eru loks að koma út úr skápnum. Þeir vom sýnilegir á árum áður þegar sósíalisminn var og hét. Svo hmndi allt saman með falli Berlínarmúrsins auk þess sem sjálf Sovétríkin liðuðust í sundur. Þá þótti ekki fint að vera kommi. íhaldið heimtaði uppgjör við fortíðina. Allar þess- ar hremmingar urðu til þess að kommam- ir drógu sig inn í skelina og létu lítið fyrir sér fara. Áður en Ólafur Ragnar tók að sér for- setaembættið hafði hann nútímavætt Al- þýðubandalagið í krafti formennsku sinn- ar. Gamla flokkseigendafélagið var gleðis- nautt en réð ekki við formanninn. Hann tók söfnuðinn með handafli og færði úr þjóðernisrómantík og vaðmáli í nýjan bún- ing. Hann fór jafnvel að líta á NATO sem friðarins samtök, nokkuð sem nálgaðist guðlast, að mati gamalla og gróinna sósí- alista. Jafnvel Óli kommi gekk kapítalism- anum á vald eftir að hann hætti vitavörsl- unni á Hombjargi. Það var aðeins Jón Múli sem viðurkenndi enn trúna á Stalín heitinn. Flokkseigendur máttu enn bíta í súrt epli þegar Margrét Frímannsdóttir, póli- tísk uppeldisdóttir Ólafs Ragnars, lagði fulltrúa flokkseigendafélagsins, Steingrím J„ í for- mannskosningum. Hún vildi, líkt og Ólafúr, vað- málið burt. Vaðmálssósíalistamir hafa samt ekki gefist upp. Þeir hafa nýtt tímann og safhað vopnum sínum. Næsta stig nútímavæðingar Alþýðubanda- lagsins er nefnilega eitur í þeirra beinum. Margrét stefnir lóðbeint í eina sæng meö Sighvati og hinum krötunum. Það geta sannir sósíalistar ekki hugsað sér. Allt er hetra en útþynntur kratisminn. Þvi stígur foringi vaðmálssósíalistanna, Ögmundm Jónasson, á stokk og segir: Hing- að og ekki lengra. Hann boðar klofning í Al- þýðubandalaginu og vill út með hina hrein- ræktuðu. Krataliðið, áhangendur Ólafs Ragnars og síðar Margrétar, má éta það sem úti frýs, ganga í björg með Sighvati ef það kýs svo. Ögmundur er heppilegur til þess að brjóta ísinn. Hann var kosinn á vegum Al- þýðubandalagsins með óháðan titil aö auki. Hann hefúr því frírra spil en aðrir. Þess verður þó ekki langt að bíða að hin- ir raunverulegu flokkseigendm láti á sér kræla. Tæplega er Steingrímur J. mjög sátt- m við kratadaðrið í formanninum og ólík- legt er að Svavar láti lengi bíða eftir sér. Hjörleifm hefur ekki farið dult með skoðun sína. Þar með er komið gamla valdagengið í Alþýðubandalaginu, ráðherralið fyrri tíðar. Hið endurvakta Alþýðubandalag vað- málssósíalistanna hefúr þegar komið sér upp vinnuheitinu Stefna. Þar er stefnan skýr og lítt kratísk. Þar skal efla samfélags- vitund og hafiia einkavæðingu og markaðs- áhrifum. Aftm í ullarbrókina, hvað sem tautar og raular. Nú fer maðm að kannast við sig aftm. Það skyldi þó aldrei fara svo að jafnvel her- stöðvaandstæðingar lifni á ný og verði grænir aft- m eins og símastamamir í ljóði Tómasar. Dagfari Stuttar fréttir i>v Mótmæla niöurröðun Náttúrufræðingar á Ríkis- spítölum mótmæla harðlega hvemig þeim hefm verið raðað innan launakerfisins. Úrskmðir um niðurröðunina séu ónothæf- ir og ábyrgðin hjá Ríkisspítölum og heilbrigðisráöherra. Málþóf Andstæðingar hálendishluta sveitarstjórnarfrumvarps Páls Péturssonar beita málþófi á Alþingi og halda langar ræðm. Páll segir það engu breyta um þá fyrirætlan að afgreiða frum- varpið sem lög fyrir þinglok. Breytt áætlun Flugleiðir hafa breytt bráða- birgðaáætlun sinni til Hamborg- ar sem gildir meðan verkfall stendur í Danmörku. Flogið verðm framvegis einu sinni á dag milli Hamborgar og Kefla- víkur í stað tvisvar. Bleikjan athuguð Veiðimálastofnun hefm birt niðmstöðm einstæðrar rann- sóknar á sjóbleikju úr Hópinu. Á bleikjunum var rafeindabún- aðm þannig að fylgjast mátti með öllu atferli þeirra og um- hverfi. Hagnaður minnkar Hagnaðm fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands minnkaði um 15% miðað við árið á undan. Viðskiptablað- ið hefm kannað þetta. Samskiptasvið HÍ Háskólaráð hefm ráðið Mar- gréti S. Björnsdóttm fram- kvæmdastjóra samskiptasviðs stjómsýslu Há- skólans. Verksvið framkvæmda- stjóra er m.a. innri og ytri sam- skiptamál Háskólans og al- mannatengsl. Kaupfélög í bata Kaupfélögin KA á Selfossi og KS á Sauðárkróki snem tapi í hagnað á síðasta ári. KÁ græddi 18,5 milljónir í stað 97 milljóna taps árið á undan. KS græddi 8,6 milljónir í stað 164 milljóna taps árið á undan. Viðskiptablaðið segir frá. Meiri vernd Sjúkrasjóöm Verslunar- mannafélags Reykjavikur hefur verið að auka tryggingavernd VR-félagsmanna og ganga stöðugt lengra inn í hlutverk al- mannatrygginga. Eftir fyrsta maí mðu dánarbætur með böm- um innan 21 árs aldurs 800 þús- und krónur en voru 160 þúsund. Viðskiptablaðið segir frá. Minni velta Velta hlutabréfa á Verðbréfa- þingi íslands hefm minnkað fýrstu fjóra mánuði ársins um helming miðað viö sama tíma í fyrra. Verri ávöxtun hlutabréfa hefm dregið úr eftirspum eftir hlutabréfum segir Viðskipta- blaðið. Hætta í Fríkorti Flugfélag íslands og Toyota umboðið P. Samúelsson hf. hafa hætt þátttöku í Fi-íkortinu. Páll Halldórsson, for- stjóri Flugfélags- ins, segir það gert til að spara en Toyota hættir vegna þess að fríkortsviðskipti eigi síðm við bílaviðskipti en önnm dagleg viðskipti einstak- linga. Viöskiptablaðið segir frá. Vinnslubúnaður Grandi hf. hefm keypt nýjan fiskvinnslubúnað frá Marel. Sams konar búnaðm hefúr verið settm upp í nokkrum bolfisk- vinnsluhúsum og þykir hafa skilað betri nýtingu, verðmætari afúrðasamsetningu og aukinni framlegð, að því er segir i til- kynningu frá Granda og Marel. Viðskiptablaöið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.