Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
S
Fréttir
Hafnarstjórinn á Akureyri á í baráttu við krabbamein:
Auglýsa átti stöðuna
- framkoma við mig með ólíkindum, segir Guðmundur Sigurbjörnsson
DV, Akureyri:
„Framkoma formanns hafnar-
stjómar viö mig hefur verið með
ólíkindum allt þetta kjörtímabil og
kemur mér ekkert lengur á óvart úr
þeirri átt. í dag er baráttan við
krabbameinið efst á verkefnalista
mínum og þar ætla ég mér sigur. Ég
hef ekki reiknað með öðru en að
koma aftur til starfa hjá höfninni og
það fyrr en seinna,“ segir Guð-
mundur Sigurbjörnsson, hafnar-
stjóri á Akureyri, en ljóst virðist að
gera hafi átt tilraun til að koma
honum úr starfi.
Guðmundur, sem hefur verið
hafnarstjóri á Akureyri í 18 ár, fékk
í febrúarbyrjun úrskurð þess efnis
að hann væri með krabbamein á al-
varlegu stigi og er í þungri lyfja-
meðferð sem hefur þýtt að hann
hefur ekki getað sinnt starfi hafnar-
stjóra síðustu vikur. Læknismeð-
ferðin hefur hins vegar gengið mjög
vel og eru góðar vonir bundnar við
að Guðmundur nái starfsorku á ný.
Formaður hafnarstjórnar á yfír-
standandi kjörtímabili er Einar
Sveinn Ólafsson en hann var gerð-
ur að staðgengli hafnarstjóra að
hluta eftir að Guðmundur veiktist.
Öruggt er talið að hugmyndin að
auglýsa starf forstöðumanns hafn-
arsamlagsins sé komin frá Einari
Sveini en samstarf hans og Guð-
mundar hefur verið mjög stirt allt
kjörtímabilið. M.a. krafði hann
Guðmund rnn veikindavottorð örfá-
um dögum eftir að hann hafði
greinst með krabbameinið. Hefur
Guðmundur itrekað beðið bæjar-
stjóra að kynna sér samstarfsörðug-
leika þeirra og laga ástandið.
í nokkum tíma hefur staðið til að
ráða skrifstofu- eða fjármálastjóra á
hafnarskrifstofuna á Akureyri.
„Það gerðist svo að ég fékk í hend-
urnar starfslýsingu vegna þess
Sjúkrabílar og lögregla á slysstaónum í Eyjafjarðarsveit í gærmorgun.
DV-mynd gk
Banaslys í Eyjafiröi
starfs og þá einnig starfslýsingu
forstöðumanns hafnarsamlagsins
sem ráða átti til eins árs samkvæmt
þeirri tillögu. Ég sagði strax að sú
auglýsing færi aldrei út, það kæmi
ekki til greina og mætti aldrei ger-
ast. Eftir samtal við Guðmund, þar
sem ég kynnti honum stöðu máls-
ins, varð niðurstaðan sú að auglýsa
starf skrifstofustjóra, annað ekki.
Guðmundur kemur til vinnu eins
fljótt og hann treystir sér, hann er
hafnarstjóri og aðrir munu vinna
undir hans stjóm,“ segir Jakob
Bjömsson bæjarstjóri en hann kall-
aði Guðmund Sigurbjömsson á
sinn fund í síðustu viku til að
kynna honum framgang málsins.
DV hefur séð starfslýsingu for-
stöðumanns hafnarsamlagsins en
hún er á bréfsefni fyrirtækisins 01-
íudreifingar á Akureyri sem Einar
Sveinn veitir forstöðu og ekki hefur
verið fiallað um starfslýsinguna í
hafnarstjóm.
„Það er rétt að ég var kallaður á
fúnd bæjarstjóra i síðustu viku þar
sem mér var kynnt starfslýsing for-
stöðumanns hafnarsamlagsins og
beðinn um að veita umsögn um þá
starfslýsingu, sem og um starfslýs-
ingu skrifstofustjóra. Þessi fundur
kom eins og köld vatnsgusa framan
í mig því ég hafði síst af öllu átt von
á þessu. I framhaldi fundar míns
við Jakob ritaði ég honum bréf og
tjáði honum að fundur okkar hefði
lagst mjög illa í mig, ég hefði skilið
málið þannig að ég væri nánast tal-
inn af,“ segir Guðmundur. -gk
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF
Tilkynning um leiöréttingu á áöur tilkynntum
skilmálum á verðtryggðum skuldabréfum
Búnaöarbanka íslands samkvæmt útboðslýsingu
í apríl 1998:
Auglýst var:
Gjalddagi: 12. febrúar 2013
Hið rétta er:
Gjalddagi: 1. júní 2013
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík, sími 525-6070, myndsendir 525-6099
Aðih að Verðbréfaþingi Islands.
DV, Akureyri:
Banaslys varð í Eyjafiarðarsveit í
gærmorgun þegar jeppabifreið Vcdt
út af veginum skammt frá Þverá.
Svo virðist sem ökmnaðurinn, sem
var einn á ferð, hafi misst stjórn á
bifreiðinni í krapa á veginum og valt
bifreiðin 40-50 metra niður bratta
brekku við veginn. Talið er að öku-
maðurinn, sem var fullorðinn karl-
maður, hafi látist samstundis. -gk
upplýsingar í síma 575 5000
SQ
£fÁ
*-/ islai
islandia
intemet
Einstaklingsþjónusta
ALLIR
SUZUKI BitAR
ERU MEÐ 2 0RYGGIS-
LOFTPUÐUM.
^I w ««•» mfmmmnmmr -|y* __
O LJ £-1LJ JVl BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Góður í ferðalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
SUZUKI
Baleno Wagon GLX:
1.445.000 kr.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garóabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf.,
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
'stZi.'Kl'
AFL OG
^ÖUYGGl^