Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 16
16 + 25 íþróttir FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 DV íþróttir Draumalið DV Lesendur DV hafa aö vanda tekið vel við sér í draumaliðsleik DV og draumaliðin hafa streymt til blaðsins síðan leikurinn var kynntur í síðasta mánudagsblaði. Tilvísunamúmer og nöfn þátttökuliða verða birt á íþróttasíðum DV jafnóðum og þau eru skráð í tölvukerfi leiksins og hér að neðan er fyrsti skammturinn. Þátttakendur verða að hafa hraðar hendur við að senda inn liðin því þátttökufresturinn rennur út þann 14. mai. 00002 Breiöablik 00003 Frátenging 00004 Bóluhjálmar og vörtumar 00005 Razor Blades 00006 Háagerði United 00007 Stigamenn 00008 Sparkverjar 00009 IVsku gárhundamir 00020 Fimmtíu kallarnir 00022 Umbro Team 00023 Pina Colada 00024 FC Dalglish 00025 Askur 00026 VR 00027 Newcastle II 00028 Nesquick FC 00029 Apalíus 00030 Rúsínubolla 00032 Arsenal The Champions 00033 Draumalið ársins 98 00034 5. JÓ 00035 Svín 00036 Michael Owen er langbestur 00037 Fótboltastrumpur 00038 Skyndisókn 00039 Brynjar 00040 Dream Team of the Year’98 00042 Emirnir 00043 ÞAL-67 00044 SKM 00045 ÞAL-17 00046 ÞAL-13 00047 JÁ 00048 Andri Fannarpool 00049 Allt klárt 00050 Melavegur 21 00052 Igúls-Görl 00053 Maöurinn sem kom að sunnan ... 00054 Orri frá Þúfu 00055 P-ið 00056 Amason 00057 Owen er bestur 00058 Eldibrandur 00059 Dúddi 00060 KGB 00062 FBI 00063 CIA 00064 Lötu svlnin 00065 Bumley FC 00066 Þalla 00067 Njörður 00068 A-deildin 00069 Of seinn í mat 00070 Andlausir og bamalegir 00072 Saurlífisseggimir slkátu 00073 Stöngin inn 00074 Dómarinn 00075 Betra mark 00076 Beckham’s 00077 Gummagys 00078 Gott Ámi 00079 Púta FC 00080 Orbit Winterfresh 00082 Tottenham 187 00083 Lasarus 00084 Sprettaramir 00085 Djokers 00086 Elvis 00087 Beckham er bestur 00088 Coltinn 00089 Gummaglens 00090 Gummagrín 00092 Chelsea best 00093 Kött 256 00094 Cancer 00095 Eving 00096 Ingeva 00097 Leifur heppni 00098 1505 00099 Meistaraliðið úr Vesturbænum 00200 Mjólkurdýrið 00202 Bakkus-182 00203 Bio Pimp’n 00204 Skúrkarnir 00205 Gullsteinn 00206 Patrek’s FC 00207 Flokkur 65 00208 Hrakfallabálkamir 00209 Sexy Players 00220 Hof og Gron 00222 Rus-lið 00223 FC Freyr 00224 Arsenal ÞS 00225 Rakel Utd 00226 Þorskhausar 00227 Márus 013 00228 Teiknari 00229 Stinni stuð 00230 Æflngaakstur 00232 Yorke nr. 10 00233 Úlfarnir GÞS 00234 Impara l’italiano 00235 Guinness 00236 Óli Bjarni 00237 Blóðreflar 00238 Döðlusmyglarinn 00239 Plagióklas 00240 Kæfan 00242 Kúmenbræður 00243 Sigurliðið 00244 UMF Napoli 00245 Margeir 1. 00246 Queens Park Rangers FC 00247 Trigger FC 00248 ÓBÓ 00249 Kristján Arason the best 00250 Hlíð Utd 00252 Banine Utd 00253 Á toppnum 00254 Glæsimennin 00255 Fontur 00256 Jontrada 00257 Daníel sullskór 00258 Steikt ýsa County 00259 Lötu beljumar 00260 Hákon Ingi 00262 M.Schumacher 00263 Crackers 00264 UMFL 00265 Sveppir em vondir 00266 Lötu hrossin 00267 Þoturnar 00268 Kóngsi 00269 Einar Jón Geirss. 00270 Skvabbi 00272 Eiríkur kóngur 00273 Finlandia 00274 Ýktu spaðamir Ólögleg lið: Wuppertal Daði Hafsteinsson Dýrleif og dátarnir Bimbó boltastrákru- HÞS Mabbutt Ólæsileg á faxi: Vip - Addý Ónógar upplýsingar: Dodda Team Korsíkurallið: McRae sigurvegari Bretinn Colin McRae vann öruggan sigur í Korsíkurallinu sem lauk í gær. McRae, sem ók á Subaru, hafði forystu í keppninni allan tímann og kom i mark 27,2 sekúndum á undan Frakkanum Francois Delecour sem ók Peugout 306 bifreið. Með sigrinum komst McRae í toppsætið í heims- meistarakeppninni en sex keppnir eru að baki. Spánverjinn Carlos Sainz er tveimur stigum á eftir McRae í baráttunni um heimsmeistaratitilinn en hann varð í 8. sæti í Korsíkurallinu eftir að hafa tapað dýrmætum tíma á 15. sérleiðinni. -GH Þjóðverji til Eyja í dag - skoraði þrennu fyrir Liibeck í gær Jens Paeslack, þýskur sóknarmaður, kemur til reynslu til íslands- meistara ÍBV í knattspymu á morgun. Eyjamenn stefna að því að nota hann á laugardaginn þegar þeir mæta Keílvíkingum í meistarakeppni KSÍ. Paeslack er 24 ára, hávaxinn og kraftmikill framherji sem leikur með 3. deildar liðinu LUbeck. Hann kemur heitur til landsins því hann skor- aði þrennu í 6-3 sigri Lúbeck í deildaleik í gærkvöld. „Við emm að leitast við að styrkja hópinn og stefhum að því að hafa tvo menn að keppa um hverja stöðu í liðinu. Við verðum með Þjóðverj- ann til reynslu fram yfir helgina og sjáum vonandi á laugardaginn hvað hann getur. Samningur hans við LUbeck er runninn út þannig að við þurfum ekki að greiða þýska liðinu fyrir hann ef af verður," sagði Jó- hannes Ólafsson, formaður knattspymuráðs ÍBV, við DV í gærkvöld.-VS LEIKFANGAVERSLUN GOLFARANS Nethyl 2, Reykjavik « Sími: S77-2S25 Netfang Draumaliðsins Netfang Draumaliðs DV, sem auglýst var í blaðinu á mánudag og þriöjudag, virkaði þvi miður ekki sem skyldi, eins og margir þátttakendur hafa rekið sig á. Beðist er velvirðingar á þessu en netfanginu var endanlega kippt í liðinn um miðjan dag í gær. Þeir sem höfðu reynt að senda lið sin í tölvupósti fram að því þurfa að gera það aftur. Netfangið er: draumur@fT.is Blcrnd í poka Zoran Miljko- vic, knattspymu- maðurinn öflugi frá Júgóslavíu, er kominn til liðs við Eyjamenn og verður með þeim gegn Keflavík í meistarakeppni KSÍ á laugardaginn. Miljkovic kom til ÍBV i lok júlí í fyrra og átti drjúgan þátt i velgengni þeirra á lokaspretti Islandsmótsins. Fram og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavikmmóts karla í knattspymu á gervigrasinu í Laugardal á laugar- daginn kl. 14. ÍR og Léttir leika til úrslita í B-deild Reykjavíkurmótsins á Leiknisvelli kl. 17 á sunnudaginn. Alan Shearer, fyrirliði New- castle og enska landsliðsins, hef- ur verið formlega ákærður af enska knattspyrnusam- bandinu fyrir að sparka i andlitið á Neil Lennon, leikmanni Leicester, á dögunum. Ekki hefur veriö ákveðið hvenær málið veröur tekið fyrir en Shearer hefur fengið 14 daga frest til að koma fram með sina hliö á málinu. Hver sem refsingin verður er ljóst að hún kemur ekki til framkvæmda fyrr en i upphafi næsta tlmabils. Neil Lennon segir rangt að setja fram kæru á hendur Shearer. „Hann hefði átt að fá rauða spjaldið þegar þetta gerðist, og ekkert meira. Það er of mikið gert úr þessu rnáli,” sagði Lennon í gær. Einar Gunnarsson, handknattleiks- maður úr Haukum, æfir í sumar með hinu fræga tékkneska félagi Dukla Prag. Petr Baumruk, leikmaður Hauka, kom því i kring. Baumruk lék í níu ár með Dukla og æfir alltaf með lið- inu á sumrin. Bryan Robson, knattspyrnustjóri hjá Middlesbrough, er kominn með í hendur 2,4 milljaröa króna frá for- ráðamönnum félagsins sem hann á að nota til að styrkja liðið fyrir barátt- una í úrvalsdeUdinni. Robson hefur mikinn áhuga á að fá þá Moreno Torricelli og Antonio Conte frá Juventus, Gary Pallister frá Manchester United og Stuart Ripley sem leikur með Blackbum. -VS „Kemur til greina að hús- ið rísi í Grafarvoginum" - segir Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, um nýtt fjölnota íþróttahús. Enn er rætt um málið en ekkert gerist Minna mal Ljóst er að enn verður malað um þetta mál í nefndum fram eftir árinu. Minna verður um framkvæmdir. Það þarf ekki að eyða meiri tíma í nefnda- störf og óþarfa fjas. Allt sem þarf er að taka pólitíska Ekki er víst að fjölnota íþróttahús rísi í Laugardal. Mörgum finnst Grafarvogur koma sterklega til greina. Því er ekki að leyna að farið er ákvörðun og hefja að þrengjast í Laugardalnum enda mörg mannvirki þar fyrir og varla pláss til fyrir það stærsta sem reist hefur verið hérlendis. Enn er rætt um byggingu fjölnota íþróttahúss en ekki hillir enn undir að framkvæmdir hefjist enda hefur engin ákvörðun verið tekin um bygg- ingu hússins. Reynir Ragnarsson, formaður íþróttabandlags Reykjavíkur, Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, og Eggert Magnússon, formaður Knatt- spyrnusambands íslands. Tillaga þessarar nefnd- ar var að byggt yrði Qölnota íþróttahús austan við Laugar- dalshöllina. Með þessari staðsetn- ingu var ekki síst verið að horfa til rekstrarkostnaðar enda möguleiki á að samnýta starfsfólk Laugardalshallarinnar auk þess að nýta búningsher- bergi og böð sem þar eru fyrir. Skipuð nefnd og önnur Síðan þessi nefnd sendi frá sér sína skýrslu hefur lítið sem ekkert gerst í málinu fyrr en á dögunum en þá var önnur nefnd sett á laggirnar. Þá var skipuð þriggja manna nefnd á vegum borgarinnar, tveir frá R-lista og einn frá D-lista. Þessi nefnd ku hafa haldið nokkra fundi en málið er greinilega enn á umræðustigi og ákvörðunar varla að vænta fljótlega. Með öðrum orðum: Hver nefndin af annarri er skipuð og skoðar málið mánuðum saman en ekkert gerist. Staðsetningin er engan veginn ákveðin en þrír möguleikar nefndir sem þeir einu sem til greina koma, austan Laugardalshallar, í Grafar- vogi eða í nágrenni Háskóla íslands. „Á við tvær skautahallir" „Hér er um að ræða mjög stórt hús. Ég hef bent mönnum á að það þarf að vera á við tvær skautahallir eins og þá sem er í Laugardal. Þá eigum við bílastæðin eftir. Þetta verður gríðarlegt mann- virki og það kemur vel til greina að grafa það að ein- hverju leyti niður. Mænisásinn þyrfti að vera um 13 metrar. Þetta má ekki vera eins og skrímsli innan um önn- ur mannvirki í Laugardal,” segir Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR. Grafarvogur kemur til greina Og hann bætir við: „Sú hugmynd hefur verið viðruð að húsið rísi í Grafarvogi. Þeir eru til sem álíta að ekki sé pláss fyrir stórt ijölnotahús í Laugardal ásamt þeim bilastæðum sem nauðsynleg eru. Mér finnst Grafarvogurinn koma til greina og hugmyndin allrar athygli verð. Það vantar tilfinnanlega annað stórt íþróttahús í Grafarvogi. Þá er einn mjög góður kostur við að hafa húsið í Grafarvogi. Þá væri hægt að verður tekin fljótlega verður hægt að allsráðandi mun fjölnota íþróttahús taka húsið í notkun á þessari öld. Ef bíða nýrrar aldar. -SK nefndastörfin halda áfram og verða leigja skólunum aðgang að húsinu að degi til þegar ella væri dauður timi. Það koma ýmsir staðir til greina inn- an Grafarvogs og þar er nægt pláss fyrir húsið og fjölda bíla- stæða. Ég hef ekki enn gert upp hug minn varðandi stað- setningu en Grafar- vogurinn er vissulega inni í myndinni. Ég hef, eins og margir fleiri, áhyggj- ur af því að ef húsið verður byggt í Laug- ardal muni reynast erfitt að reka það yfir miðjan daginn. Það er bara óskhyggja þegar menn eru að tala um að hægt sé að leigja svona hús út um miðjan daginn,” sagði Reynir Ragn- arsson. framkvæmdir. Eftir þessu húsi er beðið og þörfin er æpandi. Um það eru allir sammála. Ef ákvörðun Guðmundur og Andrés með Hauka Guðmundur Karlsson og Andrés Gunnlaugsson voru í gærkvöld ráðnir þjálfarar meist- araflokka karla og kvenna hjá Haukum í handknattleik. Guð- mundur verður með karlaliðið og Andrés með kvennaliðið. Báð- ir skrifuðu undir þriggja ára rammasamning. Guðmundur hefur þjálfað lið Selfoss og FH. Hann tekur við nokkuð breyttu karlaliði Hauka þvi Gústaf Bjamason og Tjörvi Ólafsson fara af landi brott og Bjami Frostason hættir. Auk þess eiga Rúnar Sigtryggsson og Aron Kristjánsson í viðræðum við þýsk lið. Andrés, sem þjálfaði kvenna- lið Gróttu/KR framan af síðasta tímabili, tekur hins vegar við lít- ið breyttu kvennaliði Hauka. Þar er helst að Hulda Bjarnadóttir fari ef Aron, unnusti hennar, semur við þýskt lið. -VS Tí) ENGLAND ---------------------- Dennis Bergkamp er allur að koma til af meiðslum sem hann hlaut í leik gegn Derby í síðustu viku. Sjúkra- þjálfari Arsenal er fullviss að Berg- kamp verði búinn að ná sér fyrir úr- slitaleikinn gegn Barnsley þann 16. maí í bikarnum. Frakkinn Emmanuel Petit lék ekki meö Arsenal gegn Liverpool í gær- kvöld vegna meiðsla. Hann veröur einnig Qarri góðu gamni gegn Aston Villa á laugardag þegar lokaumferð úrvalsdeildar fer fram. Jiirgen Klinsmann fær rúmlega 20 milljónir króna i vasann i kjölfar þess að Tottenham heldur sætinu í úrvalsdeildinni. Alan Sugar gerði samning þar að lútandi viö Klins- mann þegar hann gekk til liðsins i vetur. Eitt af fyrstu verkum Terry Vena- bles sem knattspymustjóra Crystal Palace verður að halda ítalanum Att- ilio Lombardo hjá félaginu. Lom- bardo þykir félaginu mikill styrkur en í fyrrakvöld gegn West Ham átti hann stjörnuleik. Lombardo hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Selhurst Park. Ronaldo hampar UEFA-bikarnum eftir sig- urinn í gærkvöld. Reuter „Veröskulduðum þennan sigur“ - Inter Milano UEFA-meistari Inter Milano vann UEFA-bik£irinn í þriðja skipti í gær- kvöld. Inter vann þá annað ítalskt félag, Lazio, 3-0, í úr- slitaleik í París. Ivan Zamorano skoraði strax á 5. mínútu og eftir það dró lið Inter sig til baka. Lazio sótti stíft en komst ekk- ert áleiðis gegn vel skipulögðu liði Inter sem síðan inn- siglaði sigurinn með mörkum frá Javier Zanetti á 60. mínútu og Ronaldo á 70. mínútu. Þeir Zamorano og Ron- aldo áttu enn fremur skot í stöng og slá. „Gegn liði eins og Inter er slæmt að fá á sig mark eft- ir fimm mínútur því það er svo öflugt í að verjast og beita skyndisóknum," sagði Sven-Göran Eriksson, þjálf- ari Lazio, eftir leikinn. „Við spiluðum vel og verðskulduðum þennan sigur,“ sagði Ronaldo sem sýndi oft stórkostleg tilþrif í leiknum. Á lokakaflanum voru Taribo West hjá Inter og Matias Almeyda hjá Lazio reknir af velli. -VS Ragnar áfram með ÍR - Einar Þorvarðarson að öllum líkindum þjálfari ÍR-inga Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Ragnar Ósk- arsson, mun leika áfram með liði ÍR í Nissandeild- inni í handknattleik. Ragnar hefur samið við ÍR til tveggja ára. Hann var eini leikmaður liðsins frá síðustu leiktíð sem var með lausan samning. ÍR-ingar geta nú andað léttar enda Ragnar mjög mikilvægur hlekkur í leik liðsins. Viðræður standa enn yfir við Einar Þorvarðar- son. Samkvæmt öruggum heimildum DV eru við- ræðurnar langt komnar og nær víst að Einar skrifi undir samning við ÍR í næstu viku. Allir leikmenn ÍR frá síðustu leiktíð verða áfram með ÍR að Frosta Guðlaugssyni undanskild- um en hann leggur handboltaskóna á hilluna vegna meiðsla. Óvíst er hvort Guðmundur Þórðarson leikur áfram með ÍR. Hann hefur svo oft hætt og byrjað aftur að menn spá ekki í varnarmanninn sterka fyrr en haustar. ÍR-ingar sem DV ræddi við í gær- kvöld voru alveg eins á því að Guðmundur léki áfram með liðinu næsta vetur. -SK Bfland í poka íslandsmeistarar ÍBV og bikar- meistarar Keflavikur leika í meist- arakeppni KSÍ á grasvellinum i Kefla- vik klukkan 16 á laugardaginn. Leik- urinn átti upphaflega að fara fram síðastliðið haust en var frestað til vors. Lokahóf handknattleiksdeildar Fylkis veröur haldið í sal Tann- læknafélagsins í Síöumúla 35 laugar- daginn 16. maí. Hægt er að kaupa miða í afgreiðslu Fylkishallarinnar frá og með 11. maí. íþróttabandalag Reykjavíkur hefur boðist til að sjá um byggingu fjölnota íþróttahúss fyrir Reykjavíkurborg. ÍBR segist geta byggt umrætt hús á mun ódýrari hátt en borgin. HSÍ hefur gert samstarfssamning við fomvamar- og endurhæflngastöð- ina Mátt. Samningur þessi felur i sér aö öll landslið HSi fá aðgang að Mætti til þrekþjálfunar og styrkingar. HSÍ hefur einnig gert samstarfs- samning við Lykilhótel ehf. Samning- urinn felur í sér samstarf við Lykil- hótel, hvar sem er á landinu. Lykil- hótel mun sjá um gistingu fyrir er- lend landslið sem hingað koma til keppni svo og aðra erlenda gesti HSÍ. Þann 7. júni verður dregið í riðla í undankeppni fyrir HM sem fram fer i Egyptalandi árið 1999. Undankeppnin hefst svo í lok septembermánaðar. Þorbjörn Jensson mun velja 18-19 manna landsliðshóp fyrir þetta verk- efni og æfir hann 8. júní-10. júlí. Einn rióla Evrópum'óts 20-ára lands- liða í handbolta verður á Akureyri 5.-7. júni. ísland er þar í riðli með Dönum og Pólverjum en Búlgarir drógu lið sitt úr keppni. -SK/GH Urslitakeppnin í NBA: Charlotte lagði Chicago Bulls - yfirburðir Lakers gegn Seattle Tveir leikir voru háðir í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í nótt. Charlotte Homets gerði sér lítið fyrir og sigraði Chicago í United Center í Chicago, 78-76, og er stað- an í viðureignum liðanna, 1-1. Lakers vann yfirburðasigur á Seattle á útivelli, 68-92, og þar er staðan einnig 1-1 að loknum tveim- ur leikjum. Chicago hafði forystu í hálfleik, 36-30, og er þetta lægsta skor í sögu úrslitakeppninnar. Chicago lék illa og sagði Michael Jordan að þetta væri leikur sem hann vildi gleyma sem fyrst. Hann gerði 22 stig og hitti illa í leiknum. Luc Longley skoraöi 15 stig. Dennis Rodman tók 18 fráköst. Anthony Mason gerði 15 stig fyrir Charlotte og Glen Rice 14 stig. Vlade Divac tók 19 fráköst. Þetta var fyrsti sigur Charlotte í Chicgao í rúm tvö ár. Shaquille O’Neal gerði 26 stig fyrir Lakers og Eddie Jones 23 stig. Lakers hafði mikla yfirburði allan timann. Vin Baker gerði 13 stig fyr- ir Seattle. „Við lékum afleitlega," sagði George Karl, þjálfari Seattle. -JKS Island og Japan mætast tvisvar á Austfjörðum: Guðjón Valur í fliópinn - leikið í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði Guðjón Valur Sigurðsson, efnilegur hornamaður úr Gróttu/KR, er í 14 manna landsliðshópi sem Þorbjörn Jensson valdi fyrir tvo lands- leiki gegn Japan á Austfjörð- um um næstu helgi. Guðjón Valur er í 20-ára landsliðinu og Þorbjöm sagði í gær að hann vildi gefa ein- um ungum leikmanni tæki- færi á að spreyta sig í þessari ferð austur. Fyrri leikurinn fer fram í Neskaupstað á laugardags- kvöldið kl. 21 og sá síðari á Fáskrúðsfirði á sunnudaginn kl. 16. Austfirðingar fá að sjá öfl- ugt íslenskt lið en hópurinn er þannig skipaður: Markveröir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Reynir Þór Reynisson, Fram Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, KA Patrekur Jóhannesson, Essen Gunnar Berg Viktorsson, Fram Dagur Sigurðsson, Wuppertal Júlíus Jónasson, St. Otmar Ólafur Stefánsson, Wuppertal Daöi Hafþórsson, Fram Valdimar Grímsson, Stjörnunni Njörður Ámason, Fram Geir Sveinsson, Wuppertal Sigfús Sigurðsson, Val Guðjón V. Sigurðsson, Gróttu/KR Japanirnir leika síðan tvo leiki við 20-ára landsliðið. Sá fyrri verður á Hvolsvelli á þriðjudag og sá síðari í Þor- lákshöfn á miðvikudag. í 20-ára liði íslands eru eft- irtaldir: Ragnar Óskarsson og Ingi- mundur Ingimundarson, ÍR, Kristján Þorsteinsson og Ró- bert Gunnarsson, Fram, Hall- dór Sigfússon, Hafþór Einars- son, Heimir Árnason, Kári Jónsson og Flóki Ólafsson, KA, Sigurgeir Ægisson og Sverrir Þórðarson, FH, Hjalti Gylfason og Maxim Trufan, Víkingi, Daniel Ragnarsson, Ingvar Sverrisson, Sigurgeir Höskuldsson og Bjarki Sig- urðsson, Val, Guðjón Valur Sigurðsson og Heiðar Guð- mundsson, Gróttu/KR, og Þorri Gunnarsson, Fjölni, en hann er fyrsti Fjölnismaður- inn sem valinn er í landslið i handknattleik. -VS/GH Meistararnir teknir í kennslustund - Liverpool gersigraði lið Arsenal í úrvalsdeildinni, 4-0 Englandsmeistarar Arsenal riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Liverpool i ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Liverpool sigraði 4-0 og misnot- aði að auki vítaspyrnu, Alex Mann- inger, markvörður Arsenal, varði frá Owen. Paul Ince skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Liverpool, Mich- ael Owen það þriðja og Norðmaður- inn Öyvind Leonardsen það fjórða. Marga fastamenn vantaði í lið meistaranna og ekki nema eðlilegt að liðið næði sér ekki á strik í kjöl- far gleðinnar við að innbyrða titilinn eftirsótta. Þá bíður Arsenal úrslita- leikurinn í bikarkeppninni gegn Newcastle og þeir fáu leikmenn liðsins sem hafa sagt skilið við að fagna meistaratitlinum eru komnir með hugann á Wembley. Það á ekki af Ian Wright að ganga. Hann er nýrisinn á fætur eft- ir erfið og langvarandi meiðsli. í leiknum í gærkvöld braut Paul Ince ruddalega á Wright sem meiddist illa og er óvíst um framhaldið hjá honum. -SK Paul Ince var held- ur betur í sviðs- Ijósinu í gærkvöld. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.