Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 Spurningin Hvort kysir þú heldur bensínbíl eöa rafbíl? Sara Þórðardóttir: Rafbíl, hann er umhverfisvænni. Indriði Helgason rafvirki: Rafbíl. Auðunn Gestsson blaðasali: Bens- ínbíl. Þeir eru skemmtilegri. Inga Huld Hermóðsdóttir nemi: Bensinbíl. Hrafnhildiu- Guðjónsdóttir: Bens- ínbíll er betri kostur. Hilmar Magnússon þjónn: Rafbíl. Ég er umhverfisvemdarsinni. Lesendur Markaðssetning íslands erlendis Skarphéðinn Einarsson skrifar (dvelur tímabvmdið í Glasgow): í lok apríl sl. var tekin fyrsta skóflustunga að húsi sem mun hýsa risaverksmiðju á sviði hugbúnaðar og tölvutækni hér í Skotlandi. Þetta fyrirtæki er á vegrnn fyrirtækis í Bandaríkjunum. Eitt þúsund störf skapast þama. Nokkrum dögum síö- ar sá ég frétt í BBC (enska útvarp- inu) mn aðra verksmiðju sem reisa á hér í landi. Bandaríkjamenn koma þar einnig að málum. Þar mun um að ræða 300 ný störf. Fylgdi fréttinni, að amerísk fyrir- tæki hafa sett upp útibú víða á Bret- landi, með Evrópumarkað í huga. Jafnvel lengra frá, t.d. Asíulöndin. Hér má nú sjá fjölgun á amerisk- um bílum af dýmm geröum, og framleiddum fyrir breskan markað (með hægrihandar stýri m.a.). Má nefna „Ford Explorer", „Jeep Grand“ og fleiri gerðir. Þessir bandarísku bílar sáust ekki áður, svo sem fyrir rnn 5 árum. Amerísk fyrirtæki sækja sem sé fast á Evr- ópumarkaðinn. Auk þess sem mark- aðir hafa nú opnast í allri Austur- Evrópu. En hvað með landið okkar, ís- land, þegar 21. öldin gengur í garð? Við eigum mikið af vel menntuðu fólki á sviði tölvu- og hugbúnaðar- tækni. Hvers vegna ekki að fá eitt- hvað af þessum bandarísku og ’lMK, J lípj 'r ■*v' Mikil uppsveifla er í bresku efnahagslífi, segir m.a. í bréfinu. - Götumynd frá Glasgow. kanadísku fyrirtækjum til íslands með sín Evrópuútibú? ísland er lág- launaland (því miöur) miðað við flest lönd í Vestim-Evrópu og því fáum við líklega ekki breytt í bili. Ekki ætti því launakostnaður að spilla fyrir aðdráttaraflinu. En at- vinnuleysinu mætti útrýma með þessum hætti og vonandi hækka launin þegar fram líða stundir. íslendingar þurfa að láta af ein- angrunarstefnu sinni, hvað varðar erlent fjármagn og fjárfestingu, því á næstu áratugum mun streyma á vinnumarkaðinn vel menntað ungt fólk. Þess vegna þarf að markaðs- setja ísland betur erlendis, og þá sérstaklega vestanhafs, þar sem möguleikamir eru hvað mestir. - Bretar hafa greinilega gert sér þetta ljóst. Nú er mikil uppsveifla í bresku efnahagslífi og sterlingspundið hef- ur aldrei verið sterkara. Umbætur miklar á öllum sviðum. Þetta þarf að gerast hjá okkur íslendingum líka. Og það sem fyrst. Undarleg sáttargjörð Sigríður skrifar: Þessa dagana er mér ofarlega í huga frétt af sáttargjörð sem hefur verið gerð milli aðstandenda þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík, 16. janúar 1995, og hreppsnefhdar Súðavíkurhrepps. Ég get ekki varist því að hugsa að þetta allt sé hið undarlegasta mál. Ég skil ekki alveg hvemig stendur á því að prestur nokkur frá Hvammstanga er sendur út af örkinni til að húsvitja hjá að- standendum og biðja þá að fyrirgefa hreppsnefndinni þau mistök sem m-ðu við hreinsunarstarfið. Það er gott og blessað að þeir biðji afsökunar á gjörðum sinum. En að fara inn á heimili hvers og eins til að safna þessum undirskrift- um er nokkuð sem hlýtur að ýfa upp þau sár sem fólk er að reyna að lifa með. Mér er kunnugt um eina konu sem skrifaði undir þetta sár- nauðug og með fyrirvara eftir að hafa fengið nokkrar heimsóknir prestsins. Þeir tala um áfallahjálp og ýmiss konar hjálp, og hver veit hvað, og sú vinna er ætluð taka eitt ár, og verði í höndum prestsins. Er þetta ekki heldur seint nú, þegar liðin em rúmlega 3 ár ffá slysinu? - Allir vita að þcuma vora ffamin skemmdarverk á meðan fólkið var ráðvillt og í sámm, og verður aldrei bætt, hversu mörg skjöl sem verða undirrituð. Miðborgin og börnin okkar Reið móðir og amma skrifar: Ég bý í miöborginni. Þriðjudags- kvöldið 28. f.m. tók ég mér göngu- ferð um bæinn líkt og ég geri oftast fyrir svefninn. Ég var á ferðinni frá kl. 22.30 til 00.30. Það sem við aug- um mínum blasti var óásættanlegt. Mér blöskraði einfaldlega að sjá allt niður í 11 ára böm dauðadrukkin eða undir áhrifum annarra vímu- efna slagandi um miðborgina. Ég þurfti að kaupa mér SVR-miða á Lækjartorgi. Er ég kom þar inn, var lítill gutti, ungur mjög, að spila í spilakassanum, en skýrt er tekið fram að bannað sé fyrir yngri en 16 ára að spila. Ég geng að stráksa og spyr hann hvað sé í gangi í miðbæn- um, það væm fleiri hundmð böm á ferli. Hann svaraði mér með draf- andi röddu að samræmdum prófum hefði verið að ljúka. Ég spurði hann hvort hann hefði verið í þeim. Nei, svaraði sá stutti, ég er 11 ára. - Ekki sá ég lögreglu bregða fyrir þessa tvo tíma sem ég eyddi í þessa útiveru. En hvað era foreldrar þessara Li§)[l®Æ\ þjónusta allan sólarhringinn -. da hringid i sima <£S50 5000 illi kl. 14 og 16 Unglingar fagna í miðborg Reykjavfkur ab loknum samræmdum prófum. bama að hugsa? Hver kaupir áfeng- ið fyrir bömin? Hvað era þau að gera úti fram á rauða nótt? Á þess- um málum þarf að taka. Og það af hörku. Ég hef orðið vör við að það eina sem margt fólk skilur er þegar komiö er við buddmia hjá því. Þess vegna finnst mér að á meöan for- eldrar mega ekki vera að því að líta eftir bömum sínum, þá ætti að sekta þessa sömu foreldra. Segjum t.d. 10.000 kr. í fyrsta skipti sem bam undir aldri er tekið og skilað til foreldrahúsa, eftir að útivistar- tima lýkur - og bömin drukkin eða jafnvel dópuð. Við endurtekningu brotsins ætti að hækka sektina um 50%. Yrði sektin ekki greidd væri vandalaust að láta þessa „uppalend- ur“ sitja af sér sektina, líkt og ann- að fólk sem brýtur lögin þarf að gera. DV Ásakanir og skoðanafrelsi Katrin skrifar: Ég heyrði í fféttum að kvöldi 1. maí sl. að verið er að fárast yfir þvi að birtar séu opinberlega ásakanir um þjófnað, t.d. hjá þingmönnum, bankastjórum eða embættismönn- um. Er ætlast til að fólk taki ekki mark á því séu þingmenn eöa emb- ættismenn staðnir að því að mis- nota stöðu sína í starfmu? Er ætl- ast til að allir látist vera blindir kettlingar? Lög ná yfir alla, sama hvort um er að ræða þingmenn, bankastjóra, dómara, ráðherra, lækna, verkamenn eða embættis- menn hins opinbera. Og auövitað er ástæða til að blöð birti féttir um slíkt. Hér er skoðanafrelsi og það ber að nýta. Kjósum Launa- listann Borgarstarfsmaöur hringdi: Ég er sannfærður mn aö ekki era ailir sáttir við þau laun eða starfskjör sem þeir búa við. Ég er þess líka fúllviss að margir taka fegins hendi við hvaða afli sem er - stjómmálaafli eða hreyfingu, sem býður ffam hér i borginni síðar í mánuðinum. Þess vegna mun ég og margir sem ég þekki persónulega hér í Reykjavík ætla að kjósa Launalistann. Ég skora á launþega og segi: Kjósum Launalistann í vor. Allt til að stoppa Sverri Sæmundur hringdi: Eftir þau ósköp sem Sverrir Her- mannsson hefúr komið af stað með skrifúm sínum um menn og mál- efni tegnd Landsbankanum meðan hann sat þar i bankastjórastóli, verður nú allt gert til að stoppa hann af í skrifúm. Auðvitað er hon- um frjálst að tjá sig í fjölmiðlum. Og þeir sem segjast ekki vilja tjá sig um upplýsingar Sverris eða segja þær ekki svaraverðar, verða að þola það almenningsáht, að þeir hafi þá eitthvað að fela. Ég minnist bara á eitt mál, líklega það heitasta ef áfiam væri rætt; upplýsingar um að æðstu menn Eimskips hf. hafi þrýst á Sverri að koma Samskipum í gjaldþrot. Og svona má áfram telja. Margir spyrja nú: Hvað held- ur Sverrir lengi út? D-listinn og nýju listarnir Ásbjöm hringdi: Ég get ekki séð aö neitt sé at- hugavert við það þótt sjálfstæðis- merth taki höndum saman viö nýju listana sem nú bjóða fram og era greinilega í andstööu við R-listann, og bjóði þeim samvinnu eftir kosn- ingar. Sum mál þessara nýju lista era líka mál sem D-listinn hefur haft á sinni stefnuskrá. Hver er munurinn að vinna með tveimur listum í borgarstjóm og á Alþingi? Úr því nýju listamir era í andstöðu við R-listann hljóta þeir að hafna samvinnu við hann, þar sem hann hefúr svikið sín stefnumál, sam- kvæmt ummælum forsvarsmanna nýju listanna. Ósmekkleg aug- lýsing Erla Gunnarsdóttir hringdi: Mér fmnst hún dæmalaust ósmekkleg auglýsing Lýsis i Morg- unblaðinu í dag (þriöjudag), þar sem hvítar kvenhendur, að því er virðist, umlykja nakinn efri hluta þeldökks manns. Á þetta að lýsa því að lýsi sé gott til áburðar á kroppinn, eða hvað? Tekur maður ekki lýsi inn gegnum munninn? Er hér á ferð nútíma markaðssetning með erótik að inntaki? - Hvað er hér eiginlega á ferðinni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.