Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Qupperneq 15
14
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
27
íþróttir
Þórey á flugi
í Kaplakrika
- bætti íslands- og Norðurlandamet Völu
Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvarinn efnilegi úr FH, sló
hressilega í gegn á frjálsíþróttamóti í Kaplakrika í gærkvöld. Þórey geröi
sér lítið fyrir og sló íslands- og Norðurlandamet Völu Flosadóttur í
stangarstökki utanhúss með því að svífa yfir 4,18 metra.
Met Völu var 4,17 metrar en hún hefur hins vegar stokkið 4,44 metra
innanhúss og ætti að hafa alla burði til að endurheimta þetta met innan
skamms. Þórey er hins vegar methafmn í dag og framfarir hennar eru
stórkostlegar. ísland á tvo bestu stangarstökkvara Norðurlanda utanhúss
sem er heldur betur glæsilegur árangur. -VS
Yfirburðir en tæpt
- þegar Leiftur sigraði ÍR-inga, l-ö
DV, Ólafsfirði
Leiftur sigraði ÍR, 1-0, í ákaflega
kaflaskiptum leik í Ólafsfirði í gær-
kvöld.
Fyrri hálfleikurinn var hrein
eign heimamanna sem áttu að geta
skorað fjölda marka. Yfirburðir
Leifturs í fyrri hálfleik voru með
ólíkindum og það var eins og ÍR-ing-
ar vissu ekki i hvorn fótinn þeir
ættu að stíga.
Á þessum kafla var hrein unun
að horfa á samspil Leiftursmanna.
Liðið var talsvert breytt frá síðustu
tveim leikjum. Lazorik var kominn
í fremstu víglínu í stað Steinars,
Baldur og Páll Guðmundsson inn á
miðjuna, en Kinnaird er meiddur.
Ef Leiftursmenn spila eins og þeir
gerðu í fyrri hálfleik þá leikur eng-
in vafi á því að liðiö verður í topp-
baráttunni. Sérstaka athygli vakti
þó framganga John Nielsens, sem
átti glimrandi leik og skot hans að
marki ÍR voru hreint út sagt frá-
bær. Þá var Lazorik mjög góður.
En þetta breyttist í seinni hálf-
leik. Þá voru heimamenn að dúlla
með boltann; liðsheildin var ekki til
staðar og menn gerðust eigingjarn-
ir. Og það var eins og við manninn
mælt, andstæðingurinn, sem hafði
verið í felum mestallan tímann,
mætti á svæðið og gerði örvænting-
arfullar tilraunir til að jafna.
ÍR-ingar voru ekki langt frá því
að jafna á lokamínútum leiksins,
sem voru ótrúlega spennandi miðað
við leikinn í heild. Sigurinn var því
furðu tæpur þrátt fyrir allt. Þetta
gerðist þrátt fyrir að ÍR-ingar væru
einum færri síðari hluta leiksins.
ÍR-ingar áttu frekar dapran dag en
lið er aldrei betra en andstæðingur-
inn leyfir. Það var ekki fyrr en seint
í síðari hálfleik að Leiftursmenn
hleyptu gestum sínum inn í betri
stofuna og þá er voðinn vís. Ólafur
Þór var langbestur ÍR-inga, enda
hafði hann nóg að gera í markinu.
Páll Guðlaugsson, þjálfari Leift-
urs, var ekki kátur með sína menn
í lokin, sagði að liðið hefði misst
einbeitinguna í seinni hálfleik.Páll
Guðmundsson var hins vegar alsæll
með sigurinn og brosti breitt í bún-
ingsklefa, sagði að aðalatriðið væri
að ná stigum.
-HJ
Uppboð
Uppboö munu byrja á skrifstofu
embættisins aö Auöbrekka 10,
Kópavogi, sem hér segir á eftir-
_________farandi eignum.___________
Ásbraul 9, 1. hæð, þingl. eig. Garðar
Guðjónsson, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins, miðvikudaginn 3. júní
1998 kl. 10.00.
Blikahjalli 12, 14, 16 og 18, þingl. eig.
Jón og Salvar ehf., gerðarbeiðendur
Bergverk ehf. og Sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, miðvikudaginn 3. júní 1998 kl.
10.00.
Efstihjalli 25, 0001, þingl. eig. Þorvarður
Einarsson og Guðbjörg Halldóra Ólafs-
dóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins og Sýslu-
maðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 3.
júm' 1998 kl. 10.00.
Engihjalli 11,3. hæð A, þingl. eig. Júlíus
Rafn Júlíusson, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Tollstjóraskrif-
stofa, miðvikudaginn 3. júní 1998 kl.
10.00,
Grundarsmári 12, þingl. eig. Timbur-
vinnsla H.J. ehf., gerðarbeiðandi Eignar-
haldsfél Alþýðubankinn hf., miðvikudag-
inn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Hlíðarhjalli 24, 0201, þingl. eig. Vilhelm
Guðmundsson og Anna Vilborg Hall-
grímsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingar-
sjóður ríkisins og Húsbréfadeild Hús-
næðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn
3. júní 1998 kl. 10.00.
Hlíðarhjalli 63, 0201, þingl. eig. Hólm-
lríður Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður verkamanna, miðviku-
daginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Hlíðarhjalli 64, 0201, þingl. eig. Ingi-
björg Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 3.
júm' 1998 kl. 10.00.
Hófgerði 9, þingl. eig. Jóhanna Bjöms-
dóttir og Ingvar Oddgeir Magnússon,
gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, miðvikudaginn 3. júní
1998 kl. 10.00.
Huldubraut 13, efri hæð, þingl. eig. Jó-
hann S. Vilhjálmsson og Guðmunda Ingj-
aldsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki íslands, Byggingarsjóður ríkisins
og Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðviku-
daginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Kjarrhólmi 36, 1. hæð A, þingl. eig. Sæv-
ar Sigurhansson og Ólöf Guðrún Jóns-
dóttir, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Kópa-
vogs, miðvikudaginn 3. júní 1998 kl.
10.00.________________________________
Laufbrekka 24,0201, þingl. eig. Haraldur
Emst Sigurðsson og Margrét Gústafsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Eignarhaldsfélagið
Jöfur ehf., Húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins og Samvinnusjóður íslands
hf., miðvikudaginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Lyngheiði 21, 0201, þingl. eig. Bjöm J.
Ingibjartsson, gerðarbeiðandi Sameinaði
lífeyrissjóðurinn, miðvikudaginn 3. júní
1998 kl, 10.00._______________________
Nýbýlavegur 66, 1. hæð t.h., þingl. eig.
Guðrún Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðviku-
daginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Reynihvammur 31, þingl. eig. Ragnheið-
ur Kr. Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, miðviku-
daginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
Skjólbraut 2, 010101, þingl. eig. Gunnar
Guðmundsson og Silva Þórisdóttir, gerð-
arbeiðendur Lífeyrissjóður starfsm. ríkis-
ins, Olfuverslun Islands hf. og Ríkisút-
varpið, miðvikudaginn 3. júní 1998 kl.
10.00.________________________________
Smiðjuvegur 4, 0211, þingl. eig. GMÞ
Hummer-umboðið ehf., gerðarbeiðandi P.
Samúelsson ehf., miðvikudaginn 3. júní
1998 kl. 10.00,_______________________
Trönuhjalli 11,0401, þingl. eig. Guðlaug-
ur I. Guðlaugsson, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 3.
júní 1998 kl. 10.00.__________________
Tunguheiði 6, 2. hæð t.h., þingl. eig.
Hreinn Ámason, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 3.
júní 1998 kl, 10,00,__________________
Þinghólsbraut 15, þingl. eig. Ámi Ed-
winsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki
íslands og Bæjarsjóður Kópavogs, mið-
vikudaginn 3. júní 1998 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
Leiftur (1)1
ÍR (0)0
1-0 Kári Steinn Reynisson (44.)
skoraði auðveldlega af stuttu færi eft-
ir frábæran einleik Peters Ogaba inni
i teig.
Lið Leifturs: Jens Martin Knud-
sen - Steinn V. Gunnarsson, Andri
Marteinsson @, Þorvaldur Sveinn
Guðbjörnsson (Sindri Bjarnason, 72)
- Peter Ogaba. Páll Gíslason, Páll
Guðmundsson @LJohn Nielsen @,
Baldur Bragason @ (Davíð Garðars-
son 77.) - Kári Steinn Reynisson l@
(Uni Arge 72.), Rastislav Lazorik
Lið ÍR: Ólafur Þór Gunnarsson @
- Magni Þórðarson, Kristján Hall-
dórsson @, Garðar Newman, Joe
Tortolano - Geir Brynjólfsson (Heiö-
ar Ómarsson 77.), Arnar Þór Valsson
(Ásbjöm Jónsson 56.), Bjarni Gaukur
Sigurðsson, Arnljótur Davíðsson
(Guðjón Þorvarðarson 56.), Sævar
Þór Gíslason - Kristján Brooks.
Markskot: Leiftur 20, ÍR 6.
Horn: Leiftur: 7, ÍR 6
Gul spjöld: Páll Gísla (L), Baldur
(L), Steinn (L), Arnar (lR), Bjarni
Gaukur (ÍR), Guðjón (ÍR), Heiðar (ÍR).
Rautt spjald: Magni (ÍR) 70 mín.
Dómari: Bragi Bergmann, ákveð-
inn.
Áhorfendur: Um 250.
Skilyrði: Frábær völlur, gola,
svalt.
Maður leiksins: John Nielsen,
Leiftri. Gríðarlega sterkur, send-
ingar góðar og frábær langskot
sem sköpuðu mikla hættu.
BKand í poka
Tómas Ingason, knattspyrnumaður,
gekk á dögunum til liðs við Stjörnuna
og mun leika í marki liðsins i 1.
deildinni í sumar. Tómas kemur frá
Val og hefur verið varamarkvöröur
liðsins undanfarin ár en hann er 20
ára gamall.
Nói Björnsson er aðstoðarþjálfari
KA-liðsins i knattspyrnu i sumar.
Þaö er kannski ekki í frásögur fær-
andi en hver hefði trúað því fyrir ára-
tug að Nói ætti eftir að hrópa: Áfram,
KA. Nói lék um árabil með hinu Ak-
ureyrarliðinu og er leikjahæsti leik-
maður Þórsara í meistaraflokki.
Daniel Hjaltason skoraöi bæði
mörk Leiknis úr Reykjavík sem vann
góðan útisigur á Ægi, 0-2, í 2. deild-
inni í knattspyrnu í gærkvöld.
Guömundur Baldursson, þjálfari
Hamars og fyrrum Valsmaður, skor-
aði glæsimark úr aukaspyrnu fyrir
lið sitt í gærkvöld þegar það gerði 1-1
jafntefli við KFR á Hvolsvelli i A-riöli
3. deildar.
Ágúst Daöi Guömundsson skoraöi
þrennu fyrir Aftureldingu sem vann
Bruna, 7-0, i sama riðli. Þar tapaöi
einnig Snæfell fyrir Létti, 2-6.
Sindramenn frá Hornafiröi skor-
uðu 17 mörk á Djúpavogi í gærkvöld.
Þeir unnu þar Neista, 2-17, i E-riðli 3.
deildarinnar.
Magni sigraöi Nökkva, 3-1, i D-riðl-
inum á Grenivík og að Laugum vann
HSÞ-b sigur á Neista frá Hofsósi, 3-2.
-GH/VS
Þróttur 0
Fram 0
Lið Þróttar: Fjalar Þorgeirsson -
Þorsteinn Jfalldórsson @. Daði
Dervic @@, Páll Einarsson @, Vil-
hjálmur Vilhjálmsson - Logi Jóns-
son, Ingvar Olason, Ásmundur Har-
aldsson, Gestur Pálsson (Gunnar
Gunnarsson 81.) - Tómas Ingi Tómas-
son, Hreinn Hringsson.
Liö Fram: Ólafur Pétursson @ -
Sævar Guðjónsson, Jón Sveinsson,
Þórir Áskelsson - Ásmundur Amar-
sson, Árni Ingi Pjetursson, Freyr
Karlsson, Þorvaldur Ásgeirsson,
Kristófer Sigurgeirsson (Hallsteinn
Arnarson 72.) - Þorbjörn A. Sveins-
son, Baldur Bjarnason @.
Markskot: Þróttur 6, Fram 7.
Horn: Þróttur 9, Fram 7.
Gul spjöld: Ingvar (Þ), Vilhjálmur
(Þ), Freyr (F), Þorbjörn (F).
Dómari: Ólafur Ragnarsson,
sæmilegur.
Áhorfendur: 858.
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað,
völlurinn laus í sér.
Maður leiksins: Daði Dervic,
Þrótti. Var mjög traustur í vörn
Þróttara og stöðvaði ófáar sóknir
Framara. Skilaði boltanum undan-
tekningarlaust vel frá sér.
r>v dv
Meistarabragur
- á Eyjamönnum sem unnu stórsigur í Keflavík, 0-3
DV, Suöurnesjum:
Ef Eyjamenn halda áfram á þeirri
braut sem þeir voru á í Keflavík í gær-
kvöld verður erfitt að ná meistaratitl-
inum úr höndum þeirra. Þeir unnu
mjög sannfærandi sigur á bikarmeist-
urunum, 0-3, og eru einir í efsta sæti
úrvalsdeildarinnar.
Úrslitin voru nánast ráðin eftir 38
mínútur en þá hafði Steingrímur Jó-
hannesson skorað tvö mörk og Jens
Paeslack eitt. Þar við sat en bæði lið
fengu mörg færi til að bæta við marka-
töluna í líflegum leik sem var ágæt
skemmtun þrátt fyrir markamuninn.
„Ég er mjög ánægður með leikinn
og við náðum að klára dæmið í fyrri
hálfleik. Það var gott að fara inn í
hálfleik þremur
mörkum yfir. Leikur
okkar er að þéttast og
við erum að finna
taktinn betur og bet-
ur,“ sagði Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari
Eyjamanna, við DV.
„Þetta var slappt
hjá okkur í byrjun og
það er kjaftshögg fyr-
ir hvaða lið sem er að
fá á sig svona mörk
snemma í leiknum.
Við áttum okkar færi
en svona er fótbolt-
inn. Hlutimir féllu
ekki fyrir okkur i
þessum leik, hvorki
sóknarlega né varn-
arlega. Menn gáfust
þó ekki upp en við
vitum að við getum
betur,“ sagði Gunn-
ar Oddsson, miðju-
maður og annar
þjálfara Keflvíkinga,
við DV.
Eyjamenn léku án
efa sinn besta leik á
tímabilinu og spil-
uðu nær óaðfinnan-
lega allan tímann.
Það er vart hægt að
finna veikan hlekk í
Steingrímur Jóhannesson skor- liðinu. Liðið leikur
aði tvö mörk í gær og er nánast sterkan og skynsam-
óstöðvandi þessa dagana. an varnarleik og
beitir hættulegum sendingum á hina
mögnuðu sóknarmenn sína, Steingrím
og Paeslack. Steingrímur var stór-
hættulegur í sókn liðsins, fljótur og
vakandi fyrir öllum möguleikum og
hlýtur að fara að banka á dyr lands-
liðsins. Auk tveggja marka sló Bjarki,
markvörður Keflavíkur, boltann
tvisvar i slána eftir skot Steingríms.
Keflvíkingar virkuðu frískari til að
byrja með en slæm varnarmistök
komu þeim í erflða stöðu. Þeir fengu
samt talsvert af færum til að rétta
sinn hlut. Ólafur Ingólfsson var sér-
staklega beittur en hafði ekki heppn-
ina með sér. Liðsheildina vantaði hjá
Keflavík og slíkt dugir ekki gegn
svona sterkum andstæðingum.
-ÆMK
Baldur Bjarnason, Framari, skallar boltann í mark Þróttara án þess aö Fjalar Þorgeirsson markvörður fái rönd við reist. En markið var dæmt af, Baldur var talinn hafa
brotið á Fjalari, og það var mjög umdeildur dómur. DV-mynd Brynjar Gauti
„Visst skref fram á viö“
- Framarar enn án marka en fengu fyrsta stigið með 0-0 jafntefli við Þróttara
Framarar hafa enn ekki reimað á
sig skotskóna og hafa nú spilað í 270
mínútur án þess að skora mark í úr-
valsdeildinni eftir 0-0 jafntefli gegn ný-
liðum Þróttar i Laugardalnum í gær.
Safamýrarpiltamir náðu að vísu að
skora þegar Baldur Bjamason skallaði
inn fyrir marklínuna en Ólafur Ragn-
arsson dæmdi það af þar sem Baldur
hefði stuggað við Fjalari markverði.
Undirritaður gat ekki séð neitt at-
hugavert og eftir leikinn sagðist Bald-
ur eingöngu hafa stokkið upp með
Fjalari án þess að brjóta á honum.
„Mér fannst við öllu sterkari aðil-
inn en náðum ekki að skapa okkur
nein sérstök færi. Við vorum búnir að
fá á okkur 6 mörk fyrir leikinn og fyr-
ir vikið spiluðum við kannski af of
mikilli varfærni. En það er jákvætt að
við höfum ekki tapað leik á mótinu
þar sem hvert stig er dýrmætt í barátt-
unni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson,
fyrirliði Þróttar, við DV eftir leikinn.
Leikur Reykjavíkurliðanna var með
daufara móti og bar þess keim að
hvorugt liðið ætlaði sér að tapa og
taka óþarfa áhættu í leiknum. Fyrir
vikið var leikurinn á köflum miðju-
hnoð og ekki mikið um opin mark-
tækifæri. Þróttarar hugsuðu frekar
um að stoppa í vörn sína, sem fyrir
leikinn hafði lekið inn 6 mörkum,
frekar en að spila sama góða sóknar-
boltann og í fyrstu tveimur umferðun-
um. Daði Dervic lék mjög vel hjá
Þrótturum og þeir Þorsteinn og Páll
Einarsson voru fastir fyrir í vörninni.
Framarar geta fagnað því að vera
komnir á blað en áhyggjuefni fyrir lið-
ið hlýtur að vera markaleysið. Fram-
ararnir hafa ekki staðið undir þeim
væntingum sem til þeirra voru gerðar
fyrir mótið og sérstaklega hefur sókn-
arleikurinn verið bitlaus. Baldur og
Þorbjörn gerðu ágæta hluti á köflum í
sókninni en fengu lítinn stuðning frá
miðjumönnunum.
„Þessi leikur var visst skref fram á
við og mér finnst aðeins vanta
herslumuninn. Menn voru að berjast
en undir niðri voru menn hræddir um
að tapa leiknum og því var sóknar-
þunginn kannski ekki nægilega mik-
Ul,“ sagði Jón Sveinsson, fyrirliði
Fram, við DV eftir leikinn. -GH
íþróttir
Kefíavík (0)0
ÍBV (3)3
0-1 Steingrímur Jóhannesson
(14.) komst innfyrir vörn Keflavíkur
eftir sendingu Kristins Lárussonar og
slæm varnarmistök og renndi
boltanum undir Bjarka markvörö.
0-2 Steingrímur Jóhannesson
(22.) fékk langa sendingu frá Inga
Sigurðssyni, komst fram hjá Bjarka
og sendi boltann í tómt markið.
0-3 Jens Paeslack (38.) meö
miklum þrumufleyg af 20 m færi eftir
fallega sókn og sendingu Steingrims.
Lið Keflavíkur: Bjarki Guð-
mundsson - Snorri Már Jónsson @,
Guðmundur Oddsson, Kristinn Guð-
brandsson, Gestur Gylfason (Georg
Birgisson 77.) - Róbert Sigurösson,
Gunnar Oddsson, Eysteinn Hauksson
(Karl Finnbogason 27.), Adolf Sveins-
son - Ólafur Ingólfsson @, Guö-
mundur Steinarsson (Vilberg Jónas-
son 70.)
Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson @ -
Steinar Guðgeirsson (Hj^ti Jónsson
86.), HlynurStefánsson @, Zoran
Miljkovic @, Hjalti Jóhannesson
(Kjartan Antonsson 84.) - Jngi Sig-
urðsson, Ivar tagimarsson @, Sigur-
vmólafsson @, Kristinn Lárusson
@@ - Jens Paes]ack@, Steingrím-
ur Jóhannesson @@.
Markskot: Keflavík 16, ÍBV 12.
Horn: Keflavík 7, ÍBV 5.
Gul spjöld: Steinar (V), Ingi (V).
Dómari: Guðmundur Stefán Mar-
iasson, mjög góður.
Áhorfendur: Um 650.
Skilyrði: Frábært veður, sól og
andvari, völlurinn aö koma til.
Maður leiksins: Steingrímur
Jóhannesson, IBV. Skoraði tvö
mörk og lagði eitt upp, og hefði
getað gert þrjú í viðbót. Gríðarlega
fljótur og gerði mikinn usla i vörn
Keflavíkur.
Eysteinn Hauksson, Keflavík, þurfti
að yfirgefa völlinn snemma vegna
meiðsla sem háðu honum frá byrjun
leiks.
FÍprVrV ií ÚRVALSDEILD
ÍBV 3 2 1 0 9-4 7
Leiftur 3 2 0 1 4-3 6
Grindavík 3 1 2 0 5-3 5
KR 3 1 2 0 3-1 5
Keflavík 3 1 1 1 3-5 4
Þróttur R. 3 0 3 0 6-6 3
Valur 3 0 3 0 4-4 3
ÍA 3 0 2 1 3-5 2
ÍR 3 0 1 2 2-4 1
Fram 3 0 1 2 0-4 1
Á mánudag leika Grindavík-Þrótt-
ur, ÍR-ÍBV, Fram-ÍA og Leiftur-KR
og á þriðjudag mætast Valur og Kefla-
vik.
Akranes (0)1
Valur (1)1
O-l Jón Þ. Stefánsson (2.) skallaði
boltann í hægra homið eftir send-
ingu Heimis Porca og Þórður gerði
ekki tilraun til að verja.
1-1 Ragnar Hauksson (57.) með
viðstöðulausu skoti út við stöngina
nær, óverjandi fyrir Lárus, eftir send-
ingu Unnars Valgeirssonar.
Lið ÍA: Þórður Þórðarson - Krist-
ján Jóhannsson, Sturlaugur Haralds-
son, Slobodan Milisic @, Steinar Ad-
olfsson @ - Alexander Högnason
(Unnar Valjeirsson 51.) Pálmi Har-
aldsson @@, Jóhannes Harðarson,
Heirmr Guöjónsson - Ragnar Hauks-
son @, Sigurður Ragnar Eyjólfsson
(Hálfdán Gíslason 66.)
Lið Vals: Lárus Sigurðsson @@
- Ágúst Guðmundsson (Jóhann
Hreiðarsson 46.), Bjarki Stefánsson,
Stefán Ómarsson, Grtour Garðars-
son - Ólafur Stígsson @ (Guðmund-
ur Brynjólfsson 90.), Sigurbjörn
Hreiðarsson, Heimir Porca @, Hörö-
ur Már Magnússon, Jón Þ. Stefánsson
@, Arnór Gunnarsson (Ingólfur Ing-
ólfsson 51.)
Markskot: ÍA 16, Valur 8.
Horn: ÍA 7, Valur 1.
Gul spjöld: Ragnar (ÍA), Unnar
(ÍA), Hörður Már (Val).
Dómari: Egill Már Markússon,
ágætur.
Áhorfendur: 850.
Skilyrði: Norðangola, léttskýjað
og völlurinn mjög góður.
Maður leiksins: Lárus Sigurðs-
son, Val, varði oft meistaralega og
tryggði Valsmönnum eitt stig.
Brugge
býður 80
milljónir
- í Arnar Grétarsson hjá AEK
Belgísku meistararnir Club
Brugge hafa gert AEK frá Aþenu
tilboö í íslenska knattspyrnu-
manninn Arnar Grétarsson. Boðið
hljóðar upp á 80
milljónir ís-
lenskra króna.
Þar með er í
gangi hörð
keppni þriggja fé-
laga, Club
Brugge, AEK og
belgíska stórveld-
isins Anderlecht,
um Arnar. Eins
og áður hefur
komið fram í DV
er Anderlecht
reiðubúið til að
greiða á bilinu
40-80 milljónir
fyrir Arnar, sem á tvö ár eftir af
samningi sínum við AEK. Gríska
félagið hefur líka allan hug á að
halda Arnari og hyggst bjóða hon-
um nýjan og betri samning til fjög-
urra ára.
„Þetta er orðin dálítið snúin en
spennandi staða. AEK hefur málið
í sínum höndum, ég er samnings-
bundinn félaginu og það getur ein-
faldlega neitað öllum tilboðum.
Club Brugge og Anderlecht eru
stórir og öflugir
klúbbar og það
yrði varla leiðin-
legt að spila með
hvorum sem
væri. Á móti
kemur að okkur
hefur liðiö mjög
vel í Grikklandi
og AEK er mjög
stórhuga fyrir
næsta tímabil,"
sagði Arnar
Grétarsson í
samtali við DV í
gærkvöld.
Grískir fjölmiöl-
ar hafa fjallaö mikið um málefni
AEK síðustu daga og gagnrýnt fé-
lagið harkalega fyrir að vera ekki
búið að ganga frá málum varðandi
Arnar og fleiri leikmenn. Stjóm
AEKhefur sett markið hátt fyrir
næsta tímabil, eftir að hafa hafnað
í þriðja sæti í vetur. -VS
í
M.
Lárus var
frábær
- tryggöi Val stig á Akranesi, 1-1
DV Akranesi
Valsmenn gátu þakkað mark-
verði sínum, Lárusi Sigurðssyni,
fyrir jafntefli, 1-1, gegn ÍA á Akra-
nesi í úrvalsdeildinni í gærkvöld.
„Við skoruðum mark á annarri
mínútu og áttum tíu mínútna kafla
þar á eftir, síðan tóku Skagamenn
öfl völd í fyrri háfleik og héldu þeim
út fyrri háfleikinn. Við vorum bún-
ir að sætta okkur við þetta eina
mark og ætluðum að reyna að lifa á
því án þess að berjast fyrir því. Við
reyndum að gera betur í seinni hálf-
leik og halda boltanum aðeins betur
og liggja svolítið meir á boltanum
og undirbúa sóknirnar betur en
okkur gekk mjög illa. Skagamenn
voru mjög ákveðnir, þeir máttu
ekki við því að tapa stigum og við
fengum lítinn frið. Við náðum stigi
hérna og erum þakklátir fyrir það
og það má eiginlega segja að Skaga-
menn hafl leitt leikinn lengst af,“
sagði Kristinn Björnson, þjálfari
Vals.
Valsmenn byrjuðu leikinn vel.
Jón Þ. Stefánsson skoraði strax og
skömmu seinna björguðu Skaga-
menn á línu en eftir það var fyrri
háfleikur Skagamanna. Þeir áttu
fjölda góðra færa en oftast varði
Lárus meistaralega. Hörður Már
Magnússon átti þó skot í stöng
Skagamanna á lokamínútu fyrri
hálfeiks.
Seinni háfleikurinn var eins þar
hefðu Skagamenn öll völd og óðu í
færunum en tókst aðeins að skora
eitt mark, Ragnar Hauksson var þar
að verki.
Bestir í liði Vals voru þeir Lárus
Sigurðsson, Ólafur Stígsson og Jón
Þ. Stefánsson. Valsliðið virkar mjög
jafnt og baráttuglatt og gæti tekið
mörg stig á því, en blandar sér að
öllum líkindum ekki í toppbarátt-
una.
„Við vorum ekki ánægðir með
það að fá bara eitt stig. Við teljum ^
að við höfum skapað okkur það
mikið af færum að við áttum að
klára leikinn. Úr því sem komið er
þá er ekkert annað en að bretta upp
ermarnar og taka næsta leik,“ sagði
Steinar Adolfsson Skagamaður sem
átti góðan dag ásamt þeim Pálma
Haraldssyni og Ragnari Haukssyni.
Það sem er samnefnari fyrir leik
Skagamanna er einfalt: Framherji
óskast. í tveimur heimaleikjum
Skagamanna á móti Val í gærkvöld
og Keflavík voru Skagamenn betri
en gátu ekki nýtt færin og þar vant- ^
ar reyndan framherja til að klára
málin. Ragnar Hauksson og Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson eru vissu-
lega efnilegir en vantar meiri
reynslu. -DVÓ
íþróttafréttir einnig á bls. 32