Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 vr>0 Afmæli dv Elín S. Sigurðardóttir Elín Sigurbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir, Goðabraut 24, Dalvík, varð sjötug 30. maí sl. Starfsferill Elín fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hún lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1948 og hef- ur starfað sem ljósmóðir í Svarfað- ardals- og Dalvíkurumdæmi í 15 ár. Fjölskylda Elín giftist 19.11. 1949, Óskari Gunnþóri Jóns- syni, f. 19.7. 1925, bif- reiðastjóra. Hann er son- ur Jóhönnu Þorleifsdótt- ur og Jóns H. Lyngstað sem búa í Ártúni í Dal- vik. Börn Elínar og Óskars eru Sigrún Kristjana, f. 6.12. 1950, geðhjúkrunar- fræðingur í Reykjavik og Elín Sigurbjörg Siguröardóttir. á hún 2 börn; Jón Viðar, f. 18.2.1953, framkvæmda- stjóri í Kópavogi og á hann 5 böm; Petrína Þór- unn, f. 2.8. 1955, hár- greiðslukona í Dalvík og á hún 4 börn; Jóhanna Kristín, f. 16.10. 1957, leir- listakona í Danmörku og á hún 3 börn; Óskar, f. 26.6. 1963, framkvæmda- stjóri á Akureyri og á hann 3 börn. Foreldrar Elínar voru Sigurður Þorgilsson, f. 6.6. 1891, d. 11.4. 1951, verkamaður og Petrína Þórunn Jónsdóttir, f. 19.12.1891, d. 18.4.1974, ljósmóðir. Fréttir Akraneslistinn og Framsóknarflokkurinn í meirihlutasamstarf: Gísli Gíslason áfram bæjarstjóri DV, Akranesi: Akraneslistinn og Framsóknar- flokkurinn á Akranesi skrifuðu um helgina undir samkomulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akraness til næstu fjögurra ára. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fulltrúaráðs Framsóknar- félagsins á Akranesi sem fundar um málið á þriðjudag. Framsóknar- flokkurinn fékk tvo fulltrúa kjörna þegar kosið var til bæjarstjórnar þann 23. maí, Akraneslistinn 4 og Sjálfstæðisflokkurinn 3. Sveinn Kristinsson af Akraneslista verður fyrsta árið forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Páll Jónsson verður formaður bæjarráðs, síðan munu þeir skipta árlega. Gísli Gíslason ■ verður áfram bæjarstjóri en hann hefur verið bæjarstjóri á Akranesi i 11 ár, nánast verður um að ræða jafnræði í formennsku nefnda og fjölda fulltrúa í nefndum. „Aðaláherslumál okkar verða fjármálin, skólamálin, æskulýðs- og íþróttamál og samvinna eða samein- Frá undirritun málefnasamnings. Frá vinstri Guðmundur Páll Jónsson, oddviti Fram- sóknarflokks, og Sveinn Kristinsson, oddviti Akraneslistans. DV-mynd Daníel ing við sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar. Við eigum okkur markmið í íþrótta- og æskulýðsmál- um með tilliti til forvarnastarfs og uppbyggingu í æskulýðsmálum. Við leggjum mikla áherslu á að vinna áfram að aukinni samvinnu eða sameiningu við sveitarfélögin sunn- an Skarðsheiðar og ætlum okkur að setja verkefnahóp í þá vinnu til að undirbúa frekari sam- vinnu við sveitarfélögin með það að markmiði að undirbúa svæðið bet- ur með tilliti til þeirra miklu breytinga sem eru að verða hér með tilkomu Hvalfjarðar- ganga sem er mikil samgöngubót og þeirrar miklu uppbyggingar sem er orðin á Grund- artangasvæðinu. Ætlun okkar er að mynda sam- félag sunnan Skarðs- heiðar sem er þannig út búið að það taki við þeim möguleikum sem framtíðin ber í skauti sér á þann hátt að við vinnum heimavinnuna í sem bestri samvinnu og helst í sameiningu þegar lengra kemur fram í tímann,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins við DV. DVÓ Kokkteilboð á Listahátíð James McCulloch tekur hér fagnandi á móti Svanhildi Konráðsdóttur, kynn- ingarfulltrúa Listahátíöar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON, Laufengi 8, lést sunnudaginn 31. maí. Sigrún Guðjónsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn. í tilefni af Listahátíö í Reykjavík og komu Chilingirian-strengjakvartettsins heimsfræga hingaö bauö breski sendiherrann á Islandi valinkunnum gest- um í kokkteilboö á dögunum í sendiráöinu viö Laufásveg. Hér eru sendi- herrahjónin, James og Margret McCulloch, til vinstri á myndinni á tali við einn boösgesta. DV-myndir Pjetur Listahátíð hefur án efa boriö á góma í spjalli þessara heiöursgesta með for- mann framkvæmdastjórnar hátíöarinnar, Pórunni Siguröardóttur, lengst til hægri á myndinni. Með henni eru kínverski sendiherrann á íslandi og hjón- in Þórhannes Axelsson og Nanna Ólafsdóttir danshöfundur. Til hamingju með afmælið 3. lUIll J 85 ára Þuríður S. Árnadóttir, Aflagranda 40, Reykjavík. Olga Sigurðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Ida Jensen, Gaukshólum 2, Reykjavík. Oddný Helgadóttir, Ökrum 1, Mosfellsbæ. 80 ára Ásthildur Magnúsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. Halldóra Henriksdóttir, Tannastöðum, Selfossi. 75 ára Sólveig Jónsdóttir, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Kári Halldórsson, Barðaströnd 6, Seltjamarnesi. Ólafur B. Þorbjörnsson, Sunnugerði 7, Reyðarfirði. 60 ára Trausti Jóhannesson, Sólheimum 38, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, Funafold 75, Reykjavík. Elsa Haidy Alfreðsdóttir, Funalind 13, Kópavogi. Elín Karlsdóttir, Ölduslóð 1, Hafnarfirði. Amdís Jenny Stefánsdóttir, Borgarbraut 15, Borgarnesi. Ólafur Thorarensen, Aðalstræti 15, ísafirði. Tryggvi D. Friðriksson. Eiðsvallagötu 22, Akureyri. Álfhildur Jónsdóttir, Víðifelli, Akureyri. Jón Kristófersson, Fossi 2b, Kirkjubæjarklaustri. 50 ára Vilborg Ingólfsdóttir, Reynimel 25, Reykjavík. Bjarni Bjarnason, Barðaströnd 43, Seltjamarnesi. Guðný Jóhannesdóttir, Ölduslóð 13, Hafnarfirði. Laufey Steingrímsdóttir, Ásgarði 10, Keflavík. Ragna Amaldsdóttir, Sunnuholti 3, ísafirði. 40 ára Viðar Sýmsson, Hvassaleiti 18, Reykjavík. Oscar Mantez, Suðurhlíð 35, Reykjavík. Ólöf Thorlacius, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Margrét Einarsdóttir, Engjaseli 15, Reykjavík. Kristjana Rósa Birgisdóttir, Ásbraut 19, Kópavogi. Kristjana verður að heiman á afmælisdaginn. Gunnar Haukur Arnarson, Hvannalundi 17, Garðabæ. Eygló Sigurjónsdóttir, Hátúni 33, Keflavik. Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir, Skarðsbraut 1, Akranesi. Hjörtur Númason, Kópnesbraut 23, Hólmavík. Þorsteinn Egilsson, Grund 2, Akureyri. Ólöf Tryggvadóttir, Móasíðu 4b, Akureyri. Svandis Ingibjörg Sverrisdóttir, Stekkjarholti 5, Húsavík. Guðmundur Magnús Emilsson, Suðurbrún 10, Flúðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.