Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUÐAGUR 3. JÚNÍ 1998 Spurningin Hvern þykir þér vænst um? Smári Ragnarsson atvinnubíl- stjóri: Bömin mín. Þórhalla Guðmundsdóttir leik- skólakennari: Börnin og eigin- manninn. Jakobína Þórðardóttir þroska- þjálfi: Bömin og eiginmanninn. Sigmundur Magnússon, fyrrver- andi forstöðulæknir á Landspít- alanum við rannsóknastofu í blóðfræði: Konuna mína, Guðlaugu Sigurgeirsdóttur. Sveinbjörn Sverrisson: Mömmu, Sigurlaugu Sveinbjömsdóttur. Lesendur Óbragð í munni Jóhann Gíslason skrifar: Forsætisráðherra fer mik- inn og er ótrauður við að gefa frá sér yfirlýsingar um það hversu heimskir borgar- búar séu og talar m.a. um að borgarbúar hafi gengið til kosninga með „óbragð" í munni!! Það skyldi þó aldrei vera svo að það óbragð sem ég geri ráð fyrir að forsætis- ráðherra glími einnig við í munni sér (hann er jú borg- arbúi?) stafi að einhverju leyti frá matreiðslu hans manna á lágkúrulegum mál- flutningi? Og áfram grætur hann harmþrungnum sjálf- stæðistárum og ber fram þá skoðun sína að borgin hafi ekki unnist vegna þeirrar miklu „fjölmiðladýrkunar" sem R-listi naut og reynir með öllum ráðum að finna einhvern blóraböggul á með- al fréttamanna. Það er mér, „heimskum" borgarbúanum, afar nýstár- leg kenning ef auðvaldsflokk- urinn á nú orðið í vandræð- um með að koma ásýnd sinni á framfæri í fjölmiðlum og ekki hef- ur mér sýnst svo aö foringinn hafi verið í neinum vandræðum með að senda frá sér ómerkilegar yfirlýs- ingar undangengna daga. Og til að breiða enn betur yfir harmleikinn með borgina og stappa stálinu í niðurbrotna hjörðina þá lýsir foringinn því yfir í fjölmiðlum að fyrirsjáanlegt sé að enginn R-listi vérði til eftir nokkur ár. Lítið leggst fyrir kappann! En það er greinilegt, þrátt fyrir „Einhvers staðar stendur: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Við skul- um gera þau orð að kjörorði.“ „heimsku" og óbragð í munni, að borgarbúar hafa lagt mat sitt á þau verk sem R-listinn hefur unnið að seinustu fjögur árin og vilja greini- lega að þeim sé haldið áfram í stað þess að sigla inn í einhverja glans- mynd sjálfstæðismanna sem e.t.v. aldrei rætist! Og til þess að feta nú í fótspor Davíðs og gerast spámaður í eigin borg þá spái ég því að þau verk sem R-listinn hefur sett sér að vinna að muni verða framkvæmd. Það sæmh ekki forsætisráðherra að gefa út svo aumkunarverðar yfir- lýsingar! Brátt fara alþingiskosn- ingar í hönd og við skulum vona að sú baráttuaðferð sem sjálfstæðis- menn viðhöfðu verði ekki höfð að leiðarljósi þá. Það er ekki í verka- hring almennings að setja á stofn rannsóknarrétt! Einhvers staðar stendur: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Við skulum gera þau orð að kjörorði. Hvers vegna þessi þögn? KH skrifar: Ég las í DV þann 27. maí að Þórði Ingva Guðmundssyni hefði verið ráðlagt að tjá sig ekki um hina svörtu skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Hann sagðist síðar myndu verja hendur sínar en að það væri ekki tímabært nú. Hvers vegna var honum ráðlagt að þegja um þetta? Hver ráðlagði honum það? Hvers vegna fannst honum hagstætt að taka þeirri ráð- leggingu? Hvað er verið að fela? Hvers vegna eru hann og þeh sem málið varðar enn við störf? Er þetta ekki talið alvarlegt mál? Eru 900 milljónir ekki mikill peningur að allra áliti? Hvers vegna er haldið að þessum mönnum sé enn treystandi? Hér er dæmi: Myndi einhver treysta meintum barnaníðingi fyrh bami sínu? Ég efast um það. Maður tekur enga sénsa þegar mikið er í húfi. Því verða menn sem bera mikla ábyrgð að vera hafnir yfir all- an grun. Ekki má falla á þá minnsti blettur. Það era einfaldlega gerðar mehi kröfur til þeirra en annarra. Því finnst mér að þessum mönn- um ætti að segja upp störfum vegna vantrausts, einnig þó verið sé að kanna þetta niður í kjölinn, sé það ekki augljóst nú þegar. Það ætti ekki að verða töf á þessu máli þvi efth hverju er verið að bíða? Það þýðh ekkert að taka á þessu máli eins og blindur kettlingur þó að þessh menn séu í jakkafótum. Burt með sóðana „Lögreglan gæti líka rekið slík þægindi gegn vægu gjaldi, t.d. 500 kall tii kviöar og 1000 kall ef til baks fylgir." 211237-4069 skrifar: Mér kom í hug gamalt vísukorn, sem byrjar á: Piss, piss og pelamál, þegar ég heyrði í fréttum að lögregl- an í Reykjavík hygði á hert viðurlög gagnvart veggjakroturum og þeim er kasta af sér vatni utan í veggi. Gott er það eitt því löngu er kom- inn tími til að hegna útigangs- og utangarðslistamönnum, sem og fyrrnefndum sóðum. Þeim síðar- nefndu er þó nokkur vorkunn því með örri fjölgun borgarbúa og auk- inni sölu gosdrykkja og landa á síð- kvöldum í miðbænum hefur ekki íjölgað þeim þarfaþingum sem kall- ast salemi. Það er ljóst að hin vhðu- lega stofnun, Bankastræti núfl, get- ur ekki tekið lengur við því aukna gos- og landablandi sem niður um kok káha miðbæjargesta rennur á helgarkvöldum. Fyrst hið gamla og gróna núll get- ur ekki lengur annað álaginu væri ráð að einhverjar framtakssamar einkarekstrarhetjur tækju að sér að reka slíka þjónustu gegn samkeppn- ishæfu gjaldi. Lögreglan gæti líka rekið slík þægindi gegn vægu gjaldi, t.d. 500 kall til kviðar og 1000 kall ef til baks fylgir. Tekjur af þessu gæti svo lögreglan sett í snauða stéttarfé- lagssjóði sína og kór. Ef hins vegar væri fylgt ráði vísu- komsins hér að framan má búast við aö skókaupmenn í miðborginni kættust því skótau endist sennilega illa til þessara þarfa. Þeh gætu þá jafnvel farið að hafa opið á síðkvöld- um um helgar. Bætum borgina. Burt með óá- byrga listamenn. Burt með sóða. Meira af Derrick Ásdís hringdi: í DV 28.5. biður Gunnar Ein- arsson um að þættirnh um Derrick lögi’egluforingja verði endursýndir í Sjónvarpinu. Ég var í Þýskalandi fyrir sex árum og sá þá mjög skemmtilega splunkunýja syrpu af Derrick- þáttum, reyndar talsvert behi en þá sem síðast var sýnd hér og var einum of heimspekileg fyrh minn smekk. Þessa þætti hef ég ekki séð enn þá í íslenska sjón- varpinu. Ætli þeh séu ekki falir? „Klögumálin gengu á víxl“ HÞ skrifar: Þannig orðaði Bólu-Hjálmar það er hann botnaði fyrripart stöku er annar skarpur byrjaði ögrandi þannig: „Vondh menn með vélaþras...“ Vísa þessi lifnaði aftur í huga mér við orðræðurnar allar aö undanförnu út af banka okkar landsmanna alha og i kjölfar kosninganna nú í mánuðinum. Tapsárh stórlaxar hafa m.a. verið að hreyta skætingi í hina ágætu Kristínu Þorsteinsdóhur hjá RÚV í viðtölum hennar við þá. í bókinni góðu stendur á ein- um stað: Sá er stjórnar skapi sínu er meiri en sá er vinnur borgh ... og gæti Reykjavikur- borg verið þar meðtalin. Dagskrá RÚV Ásdís Arthúrsdóttir skrifar: Ég er mjög undrandi á um- mælum flölmiðlakonu sem ég heyrði fyrh skömmu þar sem hún deilir á RÚV fyrh að draga úr dagskrárgerð yfir sumartím- ann og bæth svo við að á þess- um tíma blómgist Stöð 2 sem aldrei fyrr. Sér er nú hver blómgunartíminn hjá Stöð 2! Sú stöð hefur árum saman þurft að beita alls konar gylliboðum til að stemma stigu við öllum upp- sögnunum yfir sumartímann en dugh ekki til. Flesth reyna að nýta þennan stutta sumartima með sín björtu kvöld í eitthvað annaö en sjónvarpsgláp. Nei, RÚV á hrós skilið fyrh að vera ekki aö spreða miklu í dagskrá sem vitað er að lítið er horft á og geyma frekar púðrið til vetrarins. Veggjakrotið burt Kristjana J. hringdi: Veggjakrot er farið að setja heldur leiðinlegan svip á borg- ina og er óskandi að lögreglan fari að ná þessum mönnum. Þeh valda einstaklingum eigna- spjöllum upp á tugi þúsunda með þessu kroti sínu og ættu að fá að greiða sekth fyrh það eða fá að hreinsa eftir sig. Takk, Snorri! Elín í Grafarvogi skrifar: Loksins eru að hefjast fram- kvæmdir við tvöfóldun á Gullin- brú. Borgarstjóri og ýmsir borg- arfulltrúar af báðum listum hafa reynt að þakka sér þessa framkvæmd í fjölmiðlum. Sann- leikurinn er hins vegar sá að við, íbúar í Grafarvogi, höfum þrýst mikið á þetta mál og kraf- ist nauðsynlegra úrbóta í sam- göngumálum. Þar hefur Snorri Hjaltason verið i fararbroddi og ég vil ekki að forysta hans í mál- inu gleymist. Því segi ég fyrh mína hönd og annarra íbúa Grafarvogs: Takk fyrir brúna, Snorri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.