Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Fréttir DV Aðför Sverris og Þjóðvakaliðsins - segir Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra í yfirheyrslu DV Þú hefur vísaöfrá þér ábyrgó á Lindarmálinu. Hver er þá ábyrgur fyrir því og því aó Alþingifékk ekki aö vita um tap Lindar? „Sú ákvörðun aö sameina Lind Landsbankanmn var tekin fyrir mína ráðherratíð. Þegar hún var tekin var ljóst að Landsbankinn hafði ákveðið að axla fjárhagslega ábyrgð á Lind. Ég gagnrýni ekki þessa ákvörðun og tel að Landsbankinn hafi verið í svo miklum ábyrgðum gagnvart fyrirtæk- inu að önnur leiö hafi ekki verið fær. Það sem að mér snýr í málinu er þetta: Ég er spurður að því á þingi í óundirbúinni fyrirspum þar sem ég hafði engan umhugsunarfrest til að staðfesta að tap Landsbankans vegna Lindar væri 6-700 milljónir króna. Mitt svar var það að ég treysti mér ekki til að staðfesta að þessar upplýs- ingar væru réttar. Ég hafði séð í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem mér var send að ábyrgðir bankans vegna Lindar væru um 400 milljónir. I bréfi formanns bankaráðsins sem skýrslunni fylgdi var bent á að tapið væri sennilega meira. Ég treysti mér því ekki til að staðfesta þær tölur sem nefndar voru en sagði það að ég vissi til þess að bankaráð Landsbankans væri að skoða útlánatöp fyrirtækja bankans um þessar mundir. Hefði ég nefnt töl- una úr skýrslunni, 400 milljónir króna, væri ég vafalítiö gagnrýndur fyrir það í dag að hafa gefið þinginu rangar upplýsingar. Allar tölur voru á reiki og talað um allt frá 400 milljón- um króna upp í einn milljarð og eng- inn á þessum tíma vissi hver rétta upphæðin var.“ Þú sagðir á Alþingi að á þeim tíma sem Ríkisendurskoóun skilaói af sér hinni svörtu skýrslu um Lind hefói stjómarandstaöan átt meirihluta bankaráðsmanna. Varstu þá aó vísa til þess aö þessi meirihluti heföi boriö ábyrgó á því aö veita Alþingi upplýs- ingamar? „Nei, það sem ég á fyrst og fremst við er að fulltrúar stjómar- andstöðunnar gátu haft úrslitaáhrif á ákvörðun bankaráðsins um hvort óska skyldi opinberrar rannsóknar á málefnum Lindar. Þann styrk sinn nýttu þeir sér ekki. Ef þingmenn hefðu viljað afla sér þessara upplýsinga og hefðu talið þess þörf hefðu þeir getað snúið sér til sinna fúlltrúa í bankaráði Landsbankans vegna þess að Alþingi bar ábyrgð á ráðinu á þessum tíma og bankaráðsmenn bám ábyrgð gagnvart Alþingi. í öðru lagi heyrir Rikisendurskoðun beint undir Alþingi og einstakir þing- menn geta óskað eftir þvi í þinginu aö Ríkisendurskoðun rannsaki einstök mál. Hafi þingmenn, í þriðja lagi, verið ósáttir með svar mitt þá hefðu þeir get- að fylgt spumingmn sínum strax eftir með skriflegri fyrirspum og fengið þær upplýsingar þá sem þeir em að falast eftir nú, tveimur árum síðar. Að halda því fram að ég hafi verið að leyna upplýsingum er einfaldlega rangt. Ég fékk skýrslu Ríkisendur- skoðunar í hendur frá formanni bankaráðsins sem rannsóknargagn. Þess vegna mat ég það svo að ég mætti ekki segja þinginu frá þessu rannsókn- argagni og ekki birta það meðan rann- sóknin stæði. Það hefði ekki talist eðli- legt. Sama hefúr gilt um bankaráðið." Erum við ekki komnir í hring hér? Var ekki bara þagnarmúr utan um málió? „Nei. Það var enginn að leyna neinu. Málið var í rannsókn í bank- aráðinu. Bankaráðið sendi mér þá skýrslu sem lá til grundvailar henni og óskaði eftir samráði. Ég taldi hins vegar að það væri bankaráösins að taka þessa ákvörðun. Nú er málið komið í þann farveg, sem má telja hinn rétta, að búið er að vísa því til ríkissaksóknara. Við treystum vænt- anlega honrnn til að taka réttar ákvarðanir þegar þar að kemur." þær skýringar og sendi þær þing- inu. Auðvitað ber ég ábyrgð á svar- inu sem slíku en verð að treysta þeim upplýsingum sem ég fæ úr bankanum." Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, hefur skrifaö aö hann œtli aö draga þig til ábyrgöar fyrir aöför aó mannoröi sínu. Hefuröu verió í einhvers konar krossferö gegn Sverri? Bar þér ekki að vísa málinu til ríkissaksóknara strax og þúfékkst skýrsluna í hend- ur? „Nei, ég tel það ekki. Auðvitað er þetta eitt af því sem ég spurði sjálfan mig að þegar ég fékk bréflð frá banka- ráðinu ásamt skýrslunni, hvort ég ætti að hlutast til um slíka rann- sókn. Eftir að hafa horft á lögin um viðskipta- banka og spari- sjóði, ekki síst 28. greinina, varð það mat mitt að ég hefði ekki íhlutunarrétt. Þess vegna svar- aði ég eins og ég gerði, bankaráðið yrði aö taka ákvörðunina. Ég hef síðan fengið bankaeftirlitið til að meta hvert væri hlutverk mitt annars vegar og hins vegar bankaráðsins. Bankaeftirlitið kemst aö sömu niðurstöðu og ég í túlkun laganna um viðskipta- banka og spari- „Ég hef verið að fara í gegnum það hvemig Sverrir Hermannsson hefúr frá því hann kom í Landsbankann tal- að um viðskiptaráðherra sem hér hafa setið. Ég er samkvæmt yfirlýs- ingum hans um þá sem engill í sam- anburði við fyrirrennara mtna. Við- skiptaráðherrar hafa einhverra hluta vegna pirrað Sverri og ég veit ekkert um af hvaða ástæðum." Eftir aó hann gekk út úr Landsbank- anum hefur ver- iö öflugur greinaflokkur í Morgunblaóinu, bœói eftir Sverri og blaöamenn blaösins, um Landsbanka- og Lindarmál. Tel- uröu aö um sé aó ræöa herför gegn þér og til standi aö fóma þér á forsendum Sverris Her- mannssonar? Finnur Ingólfsson. sjóði, að ráðherra hafl ekki sjálfstæð- an íhlutunarrétt. Ég tel mig því hafa gert hárrétt." 1 þessu máli hefur oft veriö nefnt oró- iö ráöherraábyrgö. Hvernig skilgrein- ir þú þaó orð meö hliósjón af þessu máli? „Sverrir hefúr ásamt þingmönnum Þjóðvaka verið í herferð gegn mér með ásakanir og aðdróttanir sem keyrðu úr hófi fram um síðustu helgi þegar Sverrir talaði um að grípa til vopna. Ég á ekkert sökótt við Sverri Hermannsson. Mér bar hins vegar skylda til þess að grípa inn í þá at- „Ég held að ekki sé nokkur vafi á því þegar litið er til mála- tilbúnaðar þing- manna Þjóðvaka og Sverris Her- mannssonar að tilgangurinn er fyrst og fremst sá að koma höggi á mig. Ég átta mig ekki ná- kvæmlega á því hver ástæðan er en það kann að vera að fyrrver- andi flokkssystir min úr Fram- sóknarflokknum fmni mikla þörf hjá sér til þess að koma höggi á mig og Sverrir er sár út í það hvemig hann varð að yfírgefa Landsbankann og lætur það að einhverju leyti bitna á mér. Hann gleymir því algjörlega að líta í eigin barm með hvað hann sjálfúr gerði af Teluróu aó veriö sé aö vega aö stjórn- arsamstarfmu sjálfu? Er þaó í hœttu? DV-mynd Pjetur „Ráðherra verður að hafa brotið eitthvað af sér, til þess að þurfa að sæta ráðherraábyrgð. Það er alveg ótvírætt að ég hef engin lög brotið.“ Nú ertu sakaöur um að hafa gefiö misvísandi eöa rangar upplýsingar til Alþingis í tvígang? „Ég hef engar upplýsingar í ráðu- neytinu um einstaka rekstrarþætti Landsbankans og ekki hægt að ætl- ast til að ráðuneytið viti um rekstr- arþætti einstakra ríkisfyrirtækja. Þess vegna bað ég Landsbankann að svara þvi sem um var beöiö, eins og raunar öllum fyrirspumum hefur verið svarað í gegnum tiðina og aldrei verið gerðar athugasemdir við. Þær upplýsingar sem ég fékk úr Landsbankanum um risnukostnað- inn reyndust síðan rangar og ég óskaði skýringa á því frá Lands- bankanum hvers vegna. Ég fékk VflRHEVBSlfl Stefán Ásgrímsson burðarás sem átti sér stað í Lands- bankanum þegar upplýsingar Ríkis- endurskoðunar lágu fýrir um með hvaða hætti hann hafði gengið þar um. Ég ætla ekki að elta ólar við gíf- uryrði Sverris Hermannssonar og þau vandamál sem hann á við að glíma.“ Nú byrjuóu erjur ykkar í milli fljót- lega eftir að þú varðst ráðherra og hann kallaöi þig m.a. vaxtaflón. Hefur verió kalt stríö milli ykkar alla tiö siöan? „AIls ekki. Ég hef átt mjög gott og náið samstarf um allt Landsbanka- málið við Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Allar ákvarðanir sem teknar hafa verið, hafa verið teknar í fullri sátt milli stjómarflokkanna og þar ríkja fúll heilindi á háða bóga eftir því sem ég best veit. Það er tæpt ár eftir af tímabilinu og rikisstjómin hefúr náö gríðarlegum árangri sem blasir við. Það er upp- gangur í atvinnulífi, lífskjör hafa stór- batnað og kaupmáttarauki er 20% síð- an árið 1995. Það er aðalatriðið fyrir fólkið í landinu og atvinnulífið að við- halda stöðugleikanum og við náum að ljúka því starfi sem við lögðum af stað með. Ég sé því ekki fyrir mér stjóm- arslit vegna þessa máls.“ Þegar þú birtir hina svörtu skýrslu Ríkisendurskoöunar um Lindarmál- iö, varstu þá eins og Sverrir Hermannsson hefur sagt, aö reka rýting í bak Kjartans Gunnarssonar og jafnvel Davíös Oddssonar? „Nei.“ Birtiröu hana til þess aö vinna tíma, vegna þess aö þú áttir von á einhverju enn verra frá Sverri Her- mannssyni? „Nei. Frá því að sú ákvörðun var tekin að breyting þyrfti að eiga sér stað í Landsbankanum hef ég aldrei verið að velta því fýrir mér hvemig Sverrir Hermannsson myndi bregðast við. Ég held að reynsla undanfarinna daga sýni að það sé ástæðulaust að hlusta eftir slíku. Ástæðan var fyrst og fremst sú að eftir að ég hafði í fýrirspumatíma í þinginu verið krafinn svara um ákveðin atriði þessa máls óskuðu fjór- ir fjölmiðlar eftir þvi að fá skýrsluna birta opinberlega. Vegna þess að búið var að fjalla um hana og rannsókn bankaráðsins á grundvelli hennar var lokið, þá taldi ég rétt að leggja öll gögn málsins fýrir þingið." Þaó standa spjót á Framsóknar- flokknum. Hann er sakaöur um spill- ingu og bent á tengsl Lindar, Sam- bandsins og Landsbankans og á þá staóreynd aó fyrrum framkvœmda- stjóri Lindar starfar nú í utanríkis- ráöuneytinu í skjóli formanns Fram- sóknarflokksins. „Það er alveg ljóst að þeir þing- menn sem harðast ganga nú fram, þingmenn Þjóðvaka og Alþýðuflokks- ins, era fyrst og fremst að leita allra leiða til að koma höggi á Framsóknar- flokkinn og veikja hann. Þetta eru að vísu þekkt vinnubrögð af hálfu þessa fólks.“ í skýrslu Ríkisendurskoöunar um Lindarmáliö er minnst á aö refsingar vió meintum eöa hugsanlegum afbrot- um stjórnenda Lindar séu allt aö 6 árafangelsi og Sverrir Hermannsson hefur minnst á vináttutengsl þín viö Þóró Ingva Guömundsson, fyrrv. framkvœmdastjóra Lindar. „Ég kynntist Þórði Ingva í Fram- sóknarflokknum. Hann var með mér í stjóm SUF á sínum tima og við vorum ágætis kunningjar rétt eins og við Ásta Ragnheiður vorum á sínum tíma þegar hún var í Framsóknar- flokknum. Þórði hefur orðið á í sinu starfi. Það mun hins vegar koma í ljós í hversu miklum mæli það var og menn mega ekki dæma hann fyrr en niðurstaða saksóknara liggur fyrir og sekt er sönnuð eða afsönnuð." Nú mœtti œtla af lýsingum Sverris aö undanförnu að þar fari vammlaus maöur í hópi manna sem eru þaó ekki. „Ég held það þurfi ekki annað en að líta yfír skýrslur Ríkisendurskoðunar og það sem Sverrir hefúr látið frá sér fara að undanfómu. Það lýsir honum held ég betur en nokkuð annað. Hann lítur ekki í eigin barm heldur reynir eft- ir megni að koma höggi á aðra. Það era ekki mikil stórmenni sem það gera.“ Nú er hann á leiö í pólitík aftur. „Já, það er rétt og með endurkomu Sverris í pólitík eru vonandi leyst leiðtogavandamál sameinaðrar vinstrihreyfmgar. Leiðtoginn er fúndinn. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.