Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 9 Utlönd Noregur: Verkfall stöðvað Norska stjómin stöðvaði í gær verkfall 6 þúsund háskólamennt- aðra opinberra starfsmanna. Verkfallið, sem boðað var til vegna ágreinings um launahækk- anir, hafði þá staðið í tvær og hálfa viku. Frá því á föstudag haföi verkfallið lamað alla flug- umferð í Suður-Noregi og þaðan til útlanda vegna verkfallsþátt- töku flugumferðarstjóra. Samkvæmt norskum lögum hafa stjórnvöld rétt til að grípa í taumana og binda enda á löglegar vinnudeilur þegar þær geta haft í för með sér hættu fyrir líf og heilsu manna eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Fulltrúi samtaka stéttarfélaga háskólamenntaðra opinberra starfsmanna sagði i gær að verk- fallsmenn myndu snúa aftur til vinnu. Hann lýsti því hins vegar yfir að þeir hefðu orðið fyrir von- brigðum með íhlutun yfirvalda. Auk þess sem verkfallið hafði áhrif á flugumferð hafði orðið að fresta aðgerðum á mörgum sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðing- ar og aðrir starfsmenn í heilbrigð- isgeiranum voru meðal þeirra sem þátt tóku í verkfallinu. Þýski skáldjöfurinn Friedrich Schiller, eða öllu heldur styttan af honum, sér til þess að viðhalda ákveðnu jafnvægi anda og efnis fyrir framan aðalstöðv- ar stærsta viðskiptabanka Þýskalands, Deutsche Bank, í Frankfurt. Verið er að rannsaka hvort starfsmenn bankans hafi aðstoðað viðskiptavini við að svíkja fé undan skatti. Simamynd Reuter Austur-Tímor: Engin þjóðarat- kvæðagreiðsla Ali Alatas, utanrikisráðherra Indónesíu, vísaði í gær á bug öllum hugmyndum um sjálfstjórn til handa íbúum Austur-Tímor og sagði þær bæði óviðeigandi og óá- sættanlegar. „Við teljum þjóðaratkvæða- greiðslu vera óviðeigandi og óásætt- anlega fyrir meirihluta íbúa Aust- ur-Tímors,“ sagði ráðherrann á fundi með fréttamönnum. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfar fjölda mótmælaaðgerða sem sjálf- stæðissinnar á Austur-Tímor efhdu til i síðustu viku, bæði í Jakarta og Dili, höfuðborg héraðsins. Indónes- ar lögðu Austur-Tímor undir sig ár- ið 1976. Ýmsir þjóðarleiðtogar, þar á með- al Chirac Frakklandsforseti, hafa Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesfu. einnig gert kröfu um viðræður um Austur-Tímor. Dundurt ilboö Bjooum þessa bila meö fostum 5% vöxtum, overötryggö til 36 mánaöa VW Golf '87. Ásett verö 290.00. Okkar verö: 220.000 Peugeot 405 '89. Ásett verö 550.000. Okkar verö: 390.000 Cherokee Laredo '97 Ásett verð: 990.000. Okkar verö: 725.000 Toyota Corolla '95. Ásett verð: 990.000. Okkar verö: 920.000 Renault 19 '94. Ásett verð: 830.000. Okkar verð: 730.000 Chrysler New Yorker '84. Ásett verö: 690.000. Okkar verð: 610.000 LÍS7 Nissan Primera SLX '91. Ásett verö: 890.000. Okkar verö: 850.000 Renault Nevada 91. Ásett verö: 590.000. Okkar verö: 520.000 Toyota Corolla stw. '93 Ásett verð: 790.000. Okkar verö: 670.000 Skoda Felicia Combi '96. Ásett verö: 700.000. Okkar verö: 650.000 Buick Century '85 Ásett verö: 350.000. Okkar verð: 270.000 Peugeot 405 '89. Ásett verö: 540.000 Okkar verö: 450.000 Fjorar goöar astæöur fyrir aö versla hjá Jöfri • 5% vextir • Lán til 36 mánaöa • Engin útborgun & • Allir bílarnir eru söluskoöaöir 1946-1996 SÍMI: 554 2600 1946-1996 SÍMI: 554 2600 ÞJónustusími 55D 5D0D i ^ | NYR HEIMUR Á NETINU Óverðtryggö lán 5% vextir Óverðtryggð lán 5% vextir Óverðtryggð lán 5% vextir Óverðtryggð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.