Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjðrnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.ls
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Fróðlegt sukk
Bönd Landsbankamálsins hafa borizt aö bankaráðinu
síðan lögmaður á þess vegum hvítþvoði bankastjórana
og taldi eðlilegt að milda þeim starfslokin með fullum
launum og fríðindum í átta mánuði, það er tuttugu miUj-
óna króna verðlaunaveitingu af hálfu bankans.
Svo margir aðilar eru orðnir flæktir í Landsbankamál-
ið, að nauðsynlegt er, að Alþingi skipi rannsóknamefnd
til að skilgreina flækjuna. Slíkar nefndir þykja sjálfsagð-
ar í lýðræðisríkjum beggja vegna Atlantshafsins, þótt
hér telji skelfdir ráðherrar þær ógnun við lýðræðið.
AHs engar málefnaforsendur eru að baki æsingi for-
sætis- og utanríkisráðherra á Alþingi vegna tillagna um
rannsóknamefnd. í nágrannalöndum okkar eru slíkar
nefndir taldar efla lýðræði með því að styrkja eftirlits-
hlutverk þjóðþingsins, sem hér á landi er afar veikt.
Ekki bætir úr skák, að eftirlit af hálfu Ríkisendurskoð-
unar hefur reynzt takmarkað. Komið hefur í ljós, að Rík-
isendurskoðandi er einn af strákunum og hefur verið
önnum kafinn við að útvega sér sjálfum einkatekjur hjá
fyrirtækjum, sem em undir eftirliti stofnunar hans.
Laxavandræði hafa leynzt víðar í ríkisbönkunum og
rangar upplýsingar víðar verið gefnar. Búnaðarbankinn
er að minnsta kosti að nokkm leyti í sömu súpu og
Landsbankinn, sem kemur á óvart, því hingað til hefur
hann verið talinn betur og hóflegar rekinn banki.
Rannsóknamefnd Alþingis gæti meðal annars reynt að
finna, hve víðtæk sé spilling, sem felst annars vegar í
óhóflegri sjálftöku stjómenda á fríðindum sér til handa
og í röngum upplýsingum þeirra um málin, þegar þeir
em orðnir hræddir um, að böndin berist að sér.
Lindarmálið hefur leitt í ljós, að sumir ráðherrar vissu
um það í smáatriðum fyrir nokkrum árum, en bankaráð-
herrann vissi svo lítið á sama tíma, að hann svaraði fýr-
irspum á Alþingi á þann veg, að ætla mætti að ekkert
sérstakt hefði verið athugavert við það fyrirtæki.
Núverandi bankaráðherra virtist ekki vita um sukkið
í Lind, þegar hann var spurður um það á Alþingi. Hann
virtist ekki heldur vita um laxasukk Landsbankans, þótt
hann hefði verið í laxveiði með einum bankastjóranum
á kostnað bankans. Hann virðist meðvitundarlaus.
Rannsóknarnefnd Alþingis gæti meðal annars reynt að
flnna, hve mikið sé um, að gælustrákar á vegum stjóm-
málaflokka séu að sukka með fé almennings í skjóli
meðvitundarleysis og hvort núverandi bankaráðherra sé
starfhæfur, ef hann er árum saman meðvitundarlaus.
í Landsbanka- og Lindarmálum hefur farið mikið fyr-
ir meðvitundarleysi ráðamanna. Fyrrverandi formaður
banakaráðs Landsbankans reyndist hafa verið meðvit-
undarlaus á vikulegum fundum í sjö ár með bankastjór-
ununum, rétt eins og hann væri bankaráðherra.
Öll málin, sem drepið hefur verið á hér að ofan, hverfa
í skuggann fyrir því almenna vandamáli, að opinberir
bankar og sjóðir hafa á þessum áratug tapað tugum millj-
arða króna af almannafé í útlánasukki, meðal annars til
gæludýra á vegum stjórnmálaflokka.
Samanlagt eru mál þessi þannig vaxin, að linur ríkis-
endurskoðandi kemst hæglega að raun um, að farið hafi
verið eftir bókhaldslögumog ríkissaksóknari kemst hæg-
lega að raun um, að engin lög hafi verið brotin. Þess
vegna þarf Alþingi að skipa rannsóknarnefnd.
Nefndin ætti að reyna að finna, hvemig sukk og
spilling gátu þrifizt í bákninu og hvemig koma megi í
veg fyrir, að slíkt endurtaki sig í náinni framtíð.
Jónas Kristjánsson
„Sá sem bor&ar meira en hann brennir veröur undantekningarlitiö feitur."
Fagurt er hold
fjarri beini
OSita er orðin eitt af mestu heil-
brigðisvandamálum í hinum vest-
ræna heimi. Þessa staðhæfingu
heyrði kjallarahöfundur utan að
sér í miðri kosningabaráttunni.
Fullyrðingin féll niður á þriðja
meðvitundarplanið í heilanum en
stakk upp kollinum aftur þegar
Orlan kom á listahátíð og prédik-
aði öðruvísileikann. í boðskap
hennar fólst grundvallarspummg
sem hljóðar svo: hversvegna má ég
ekki vera öðruvísi?
Fitueyðingariðnaðurinn
Hve stórt er stórt heilbrigðis-
vandamál? Er offita t.a.m. stærra
heilbrigðisvandamál en ófeiti? Eða
stærra en eiturlyfjavandinn, að
meðtöldum ofdrykkju og reyking-
um? Verða fleiri heilsulausir af
offitu en íþróttaiðkunum, eða um-
ferðarslysum? Hvar í röðinni á
forgangslistanum er offita? Svo er
það matið. Hvað er OFfita?
Fyrir rúmu ári dvaldi ég um
tíma á Heilsustofnun NLFÍ i
Hveragerði. Mestur hluti dvalar-
gesta var haml-
aður á einhvem
hátt en einn hópur
skar sig nokkuð
úr.
í honum var til-
tölulega ungt fólk,
mest konur. Þetta
fólk var vel í skinn
komið, það puðaði
daglangt í tækjum
staðarins, synti
meira og fór í
lengri og hraðari
gönguferðir en flestir aðrir gestir.
Var i einu orði sagt eldhresst.
Meðan ég dvaldi á hinum
heilsuvæna stað gat ég ekki merkt
neinar áberandi breytingar á ein-
staklingum í þessum hressa hópi
en sem heild vandist hópurinn vel
og ekki var laust við að sú hugsun
læddist að hvort þetta velískinn-
komna fallega fólk ætti ekki bara
að vera svona. Líklega er fitueyð
ingariðnaðurinn nú einn ábata-
vænlegasti atvinnu-
vegur i hinum vest-
ræna heimi.
Meðan árangur-
inn er ekki meiri er
allt útlit fyrir að
hann eigi eftir skapa
ómældum fjölda
fólks atvinnu. Það
gerir hann með því
að framleiða fjölda
gagnlausra andfitu-
lyfja, láta offeita
sveitast blóðinu við
að reyna að brenna
ofurlitlu af offitunni,
reyna að greiða úr
sálarflækjum hinna
offeitu, allt niður í
börn í leikskólum, og
svo eru auðvitað
læknamir sem finna fjölda arð-
vænlegra sjúkdóma í og undir
spiklaginu. Allt meö litlum ár-
angri.
Erfðin breytast
Frá því að maðurinn reis upp á
tvo fætur fyrir nálægt 150 öldum
hefur fæðuöflun verið meginvið-
fangsefni hans. Það er ekki mjög
langt síðan hann varð að leggja sér
til munns nánast allt sem í kjaft
varö komið. Því varð hann að
alætu en auk þess bjó náttúran
þannig um hnútana af visku sinni
að ef hann bjó við allsnægtir um
tíma safnaði hann forðanæringu, í
formi fitu, sem nýttist á tímum
skorts.
Þegar dýrategund býr
við allsnægtir að jafii-
aði verða flestir ein-
staklingar tegundarinn-
ar feitir og því meira
sem fæðumagnið er
fram yfír þörf, þeirn
mun feitari verða þeir.
Lifiiaðarhættir Vestur-
landabúa stuðla að
oflitu og þróunin, með
stöðugt minnkandi lik-
amlegri áreynslu og
stöðugt vaxandi að-
gengi að fæðu, ýtir und-
ir þessa þróun. Að öðru
jöfnu bendir ríkulegt
holdafar á ríkulega lifii-
aðarhætti og hlýtur því,
þegar á heildina er lit-
ið, að teljast af hinu
góða. Þetta vissu forfeður okkar sem
sömdu titil þessarar greinar í fúllri
sátt við hið fagra hold.
Erfðir breytast með tvennum
hætti, með hægfara þróun eða
stökkbreytingum. Við erfðum fitu-
söfnunareiginleikann frá forfeðrum
okkar og hann hefur ekki breyst í
árþúsundir. Fitueyðingariðnaður-
inn breytir þar engu. Sá sem borðar
meira en hann brennir verður und-
antekningarlítið feitur. Er þá ekki
rétt að leita að ofíitugenunum og
reyna að skipta á þeim og megurð-
argenum? Ef við gerum það er hugs-
anlegt að ofíitugenunum fylgi ein-
hverjir eiginleikar sem við viljum
ekki missa og svo tapast með þeim
hæfileikinn til að safna forðanær-
ingu í mögrum árum.
Tiilaga mín er að við lítum á fit-
una sem jákvætt heilbrigðisvanda-
mál sem eðlilegast er að hver ein-
staklingur glími við sjálfúr, án íhlut-
unar heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld
geta þá snúið sér að brýnni við-
fangsefiium eins og að forða æsku
landsins frá skaðlegustu meindýr-
um nútímans, eiturlyfjasölunum,
sem sagðir eru ganga lausir á lóðum
grunnskólanna.
Ámi Bjömsson
„Tillaga mín er að v/ð lítum á fít-
una sem jákvætt heilbrigðis-
vandamál sem eðlilegast er að
hver einstaklingur glími við sjálf■
ur, án íhlutunar heilbrigðisyfir-
valda.u
Kjallarinn
Árni Björnsson
læknir
Skoðanir annarra
Rökin og almenningur
„Það má auðveldlega finna of mörg dæmi þess að
stjómmálamenn hafi látið undir höfuð leggjast að
rökræða við umbjóðendur sina. ... Skynsamlegar
samræður stjómmálamanna og almennings hvíla
vissulega á þeim mikilvæga grunni að síðamefndi
hópurinn sé vel upplýstur um gang mála og geti
fylgst með þróun þeirra. Þar er þáttur fjölmiðla lyk-
ilatriði. En stjómmálamenn og fjölmiölar eru ekki
einir um að bera hér ábyrgð. Það gerir almenningur
líka.“
Hanna Katrín Friðriksen í Lesbók Mbl. 13. júni.
Keikó og önnur sjávardýr
„Meira er fiallað um háhyminginn Keikó á tveim
dögum en um hvalveiðibannið á heilu ári. ... Uppi
era miklar kröfur um að banna eigi fískveiðar og
þótt þær kunni að hljóma hjárómareins og er kemur
að því að taka verður þær alvarlega eins og farið er
að vara við. ... Það er áreiðanlega náttúravænna að
veiða hval og nýta en að fara eins hraksmánarlega
með öflugt sjávarspendýr eins og háhyrninginn
Keikó hefúr orðið að þola.“
Oddur Ólafsson í Degi 13. júní.
Siðblindan til hliðar
„Allur þorri fólks hefur þroskaða siðgæðisvitund
og samvisku og finnur til samviskubits ef það gerir
eitthvað rangt. Hvatimar era þó ágengar undir niðri
og stundum sefur sigæðisvörðurinn á verðinum. Þá
er mörgum hætt við breyskleika. Kynlíf, peningar og
völd er það sem flestum hættir til að falla fyrir. ...
Oftast er um tímabundna siðblindu að ræða þegar
menn ganga á rétt náunga síns eða brjóta viðteknar
reglur og siðalögmál samfélagsins. En veiti þessi
hegðun nægilega umbun til lengri tíma, „borgi sig“,
er hætt við að hún festist í sessi og siðgæðisvitund-
inni sé ýtt til hliðar."
Gylfi Ásmundsson í Mbl. 13. júní.