Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 JJV fréttir Slæmt efnahagsástand í Asíu veldur áhyggjum: Smitast ísland af Asíuflensunni? Efnahagsástandiö í Asíu er afar slæmt um þessar mundir. Gengi gjaldmiðla hefur hruniö og almennt er efnahagur ríkja í niðursveiflu. Gjaman er talaö um Asíuflensuna í þessu sambandi. Hér er átt við ríki eins og Japan, Malasíu, S-Kóreu, Singapúr, Taíland o.tl. Vestræn ríki hafa reynt að að- stoða þessar þjóðir með miklum lán- veitingum en skortur á fjármagni virðist ekki vera rót vandans. Frem- ur er sökina að finna í fúnum innviðum efnahagskerfa landanna. Oft er fyrir að fara mikilli spillingu og hagsmunatengslum valdamikilla sem óttast breytingar og hægja þvi á nauðsynlegum endurbótum. Vegna mikilla viðskipta hafa Bandaríkin og ríki Evrópu ekki farið varhluta af þessari niður- sveiflu. Sérfræðingar óttast að frek- ari kreppa i Asíu muni hafa alvar- leg áhrif á efnahagslíf vestrænna ríkja. Áhrif á ísland í samtali DV við Má Guðmunds- son, aðalhagfræðing Seðlabankans, kom fram að ísland á töluverð við- skipti við þessar þjóðir. Sem dæmi má taka að á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs nam heildarverðmæti íslenskra útflutningsvara til Japans um 1,3 milljörðum króna. Hér er reyndar um umtalsverða lækkun að ræða frá því í fyrra. Már telur að áhrifa efnahags- kreppunnar i Asíu verði vart á ís- landi á þrennan hátt. í fyrsta lagi Síldveiðum er aö Ijúka DV, Akureyri: Síldveiðin úr norsk-íslenska stofninum er nú á lokastigi og ! aðeins um 10 skip sem eiga eft- ir einhvem kvóta. Talið er að heildarveiðin nemi um 185 þús- I und tonnum af þeim 202 tonn- um sem komu í hlut íslands. i Veiðin hefur gengið ágætlega undanfarna sólarhringa. Á miönætti má íslenski flot- inn hefja loðnuveiðar og er mikil bjartsýni ríkjandi varð- andi þær veiðar sem hefjast nú 10 dögum fyrr en venjulega. I Fjöldi skipa er á leiðinni á mið- l in og beina menn helst skipum Isínum á „hefðbundna veiöi- slóð“ á þessum árstíma norður I og norðaustur af landinu. -gk Margir hafa gert það gott á sfld- arvertíðinni sem lýkur senn og sumir bókstaflega verið „á kafi í síld“ eða allt að þvf þegar vel hefurgengið. DV-mynd Þorsteinn Gunnar áhrifin óveruleg nema ástandiö versni Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans. hefði minnkandi kaupmáttur þess- ara þjóða þau áhrif að veikja stöðu íslenskra útflutningsvara á svæð- inu. Hér er aðallega um sjávarafurð- ir að ræða. Már taldi að svo lengi sem ástandið í Asíu versnaði ekki mikið frá því sem nú er yrðu áhrif- in ekki alvarleg. í öðru lagi hefði kreppan þau áhrif að samkeppni ykist meöal þeirra í útflutningi. Því má búast við verðlækkun á vörum frá þessu svæði hérlendis. Slikt myndi spoma gegn frekari þenslu og verðbólgu. Loks sagði Már að þriðju áhrifin væru þau að komi tn enn frekari erfiðleika í fjármálastofnunum í As- Sigurður B. Stefánsson, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. íu gætu þeir haft áhrif á fjármála- stofnanir í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Það myndi svo aftur hafa áhrif á fjármálastofnanir hérlendis og viðskiptalífiö. Hins vegar væru eng- in teikn á lofti enn um slíka keðju- verkan. Dregiö úr þenslu Sigurður B. Stefánsson, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar íslands- banka, sagði í samtali við DV að efnahagsörðugleikarnir í Asíu hefðu haft minni áhrif á Vesturlönd en óttast var í byrjun. „Áhrifm em svo alVcU'leg að merkjanlegra áhrifa er að gæta en ekki meira en svo að þau draga úr þenslu sem er víðs vegar í Vesturheimi og Evrópu. í svipinn er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af Asíuþjóðunum sjálfum en Vesturlöndum." Engar sérstakar aðgeröir Kristján Hjaltason, framkvæmda- stjóri markaðs- og þjónustumála Sölumiðstöðvar hrað&ystihúsanna, sagði að Asía væri stærsta sölu- svæði SH. Þaðan færu 30% af sölu- verðmæti afurða samtakanna. „Ef litið er til lengri tíma hefur jap- anska jenið falliö mikið gagnvart ís- lensku krónunni síðustu 3-5 ár. Það hefur komið niður á tekjum okkar. Hins vegar höfum við ekki beinlínis fundið fyrir efnahagskreppunni síð- ustu mánuði. Við eram að flytja minna magn en á sama tíma i fyrra, en það er vegna minni veiði. Aðrir sölumarkaðir verða samkeppnis- hæfir í staðinn og við höfum ekki gripið til sérstakra aðgerða vegna efnahagsástandins í Asíu,“ sagði Kristján. Bogi Pálsson, forstjóri P. Samú- elssonar, innflutningsaðila Toyota- bifreiöa, sagði að lækkun japanska gjaldmiðilsins hefði engin áhrif á verð Toyota-bíla hérlendis. „Verk- smiðjumar versla í myntum sölu- svæðanna, dolluram í Bandarikjun- um og Evrópumyntum í Evrópu. Því hafa hreyfingar á japanska jen- inu ekki haft áhrif í mörg ár.“ Bogi áleit að slíkt hið sama ætti við um aðrar bílategundir hingað fluttar frá Japan. -JP Landafundanefnd kynnir hugmyndir sínar: 335 milljónum varið í styrki einstakt tækifæri til landkynningar Á blaðamanna- fundi kynntu forsæt- isráðherra, utanrík- isráðherra og Landa- fundanefnd áætlanir um að verja um 335 milljónum króna til að minnast landa- funda íslendinga i Vesturheimi. Tekin var ákvörðun um að styrkir til kvik- mynda- og sjón- varpsefnis fengju forgang svo efnið yrði tilbúið í tima. Þannig fá 10 verk- efni á því sviði um 49,3 milljónir króna. Önnur verkefni Vesturhe.m. veröur m.nnst. sem ætlunin er að ráðast í eru leikaferðir m.a.: Sigling víkingaskipsins ís- lendings til Vesturheims, hljóm- Davíð Oddsson forsætisráöherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra kynntu ásamt Landafundanefnd meö hvaða hætti landafunda íslendinga .' DV-mynd ÞÖK S infóníuhlj ómsveitar íslands og CAPUT-tónlistarhóps- ins, söngferð Karlakórs Reykjavík- www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR í ÐAG HM f knattspyrnu - beinar útsendingar í dag: Kl. 12.30 Japan-Króatía Kl. 15.30 Be.gía-Mexíkó Kl. 19.00 HolTand-Suður-Kórea HM f knattspyrnu - beinar útsendingar á sunnudag: Kl. 12.30 Þýskaland-Júgóslavía Kl. 15.30 Argentína-Jámaíka Kl. 19.00 Bandaríkin-lran Myndbandsspólur til sölu Inni a HM-vef Vísis og Lengjunnar er að finna HM-tilboð þar sem hægt er að kaupa m.a. spólusafn með bestu tilþrifum frá HM ÍKnattspyrnu frá 1954-1994. ur, stuðningur við margmiðlunarverk- efni á vegum Oz og Gagarín, auk mynd- listar- og leikrita- sýninga, bókaútgáfu og fleiri verkefna. Landafundanefnd var skipuð í byrjun árs. Hún lýsti eftir hugmyndum um verkefni sem styðja mætti og í maí skil- aði nefndin tillögum til ríkisstjómarinnar um fjárhags- og verk- efnaáætlun. Þær áætlanir sem verið er að kynna nú eru afrakstur þessarar vinnu. Formaður nefndarinnar er Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða. Sérstakur starfsmaður nefnd- arinnar er Einar Benediktsson sendiherra. Á blaðamannafundinum kom fram að gott samstarf væri á milli nefndarinnar og samsvarandi nefnd- ar í Bandaríkjunum. Þá er fyrirhug- að samstarf við Kanada, Grænland og Norðurlöndin. Þeir sem kynntu þessar áætlanir voru sammála um mikilvægi þess að nýta tækifærið og standa vel að kynningu lands og þjóðar. Vonast er til að fjármagn þetta komi til baka með auknum ferðamannastraumi. Þá er fyrirhug- að að beita Netinu til kynningar á þessum tímamótum. -JP Mannasættir 17. júní svífur andi Jóns Sigurðs- sonarforseta yfir vötnunum. Lands- menn minnast þá sjálfstæðishetju — sinnar með stolti. Á þjóðhátíðardaginn kom þetta glöggt í ljós þegar áhrif forsetans urðu til þess aö óvæntar sættir náð- ust innan Alþýðu- bandalagsins um forseta borgar- stjómar. Það er heilög regla að sá er embættinu gegnir setji blómsveig við styttu forsetans. Ekki þótti fært að hafa forsetalausa borg- arstjóm á þjóðhátíðardegi. Þessi staða er sögð hafa orðið til þess að þau Helgi Hjörvar og Guðrún Ágústsdóttir náðu sátt um að skipta með sér embættinu góða. Þannig varð Jón forseti mannasætt- ir rúmri öld eftir dauða sinn... Rólegheit Eftir flugveisluna miklu síðasta sumar þegar félögin tvö, íslandsflug og Flugfélag íslands, háðu grimma orrustu um farþegana og lækkuðu fargjöld sín hefur nú hægst um. Fargjöldin mjak- ast upp og hætt er við að einhverjir að- standenda félaganna andi léttar. Þrátt fyr- ir frelsi í flugi er gamla einokunin að mjak- ast yfir á ný. Þannig er Flugfélag ís- lands undir stjóm Páls Halldórs- sonar eitt um að fljúga til ísafjaröar eftir að íslandsflug gafst upp. Farþeg- ar á flugleiðinni merkja glöggt að samkeppnin er horfin. Þannig er það mál manna að til undantekninga heyri að félagið haldi áætlun og sjaldnast er haft fyrir því að láta far- þegana vita. Þannig biðu fokreiðir farþegar á leið til ísafjarðar á þriðju klukkustund á vellinum á þriðju- dagskvöld á meðan reglulega voru tilkynntar tafir án frekari skýringa... Flosi hætti Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins var haldinn um helgina þar sem á yfirborðinu var svo að sjá að samfylking með Al- þýðuflokknum væri nánast að bresta á. Undir yfirborðinu krauma þó eldar og í síðustu viku sagði Flosi Eiríksson Kópavogsbúi af sér formennsku í utan- ríkisnefnd A-flokkanna sem hafði það hlutverk að stilla sam- an strengi í þeim málum sem eru við- kvæmust, svo sem ESB. Steingrím- ur J. Sigfússon mun hafa verið beð- inn að taka við nefndinni en hafnað þvi. Nefndinni var komið á laggimar eftir landsfund allaballa en hún mun aðeins hafa haldið tvo fundi þar sem fjallað var um fyrirhuguð vinnu- brögð. Enn er því eftir öll vinna sem snýr að því að sjatla hin ofurvið- kvæmu mál og búast má við hörkuá- tökum á landsfundi allaballa í júlí... Titringur innan löggu Mikill titringur varð eftir að DV birti mynd og frétt sem lýstu því þegar heil lögguvakt bar inn búslóð hins nýja löggustjóra, Georgs Lárussonar, sem fluttur er til Reykjavíkur frá Eyj- um. Georg sagði hjálpsemina vera einkaframtak varð- stjórans Geirs Jóns Þórðarsonar sem hann hefði ekki vitað af. menningur undraðist nokkuð að löggustjórinn sjálfur var hvergi sjá- anlegur nærri þegar laganna verðir fóru höndum um mublur hans og blóm. Venjan er sú að þeir sem flytja búferlum hafi sjálfir nokkra umsjón með flutningunum... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn (aif. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.