Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 6
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 L>V a miönd stuttar fréttir Bresk sultarlaun Þótt mikill hagvöxtur hafi Í veriö í Bretlandi undanfarin I fimm ár. eru samt enn til laun- | þegar þar í landi sem fa ekki nema sem svarar um 50 krón- um á tímann. Þetta kemur fram I í nýrri skýrslu um lág laun. Breska stjómin samþykkti 430 si króna lágmarkslaun á funmtu- dag. Metafgangur hjá páfa Jóhannes Páll páfi getur ver- ið ánægöur með þá sem stjórna íjár- málum páfa- garðs. Emb- ættismenn skýrðu frá því í vikunni að metafgang- ur hefði verið á fjárlögum síðasta árs. Páfi og menn hans græddu mest á bréf- um í annarri mynt en ítalskri líru. Regnskógar brenna Eldarnir sem hafa brunniö í norðurhluta regnskóganna á Amasónsvæðinu hafa eyðilagt sjö þúsund ferkílómetra af skóglendi og gresju. Meö sprungið dekk Norsk Boeing 737 þota með 151 farþega á leið frá Ósló til Malaga nauðlenti á Kastmp- flugvelli við Kaupmannahöfn í gær með sprangið dekk. Lögga drepur sig Ungur lögregluþjónn svipti sig lífi í gær eftir æsilega eftir- for félaga hans. Löggan unga hafði tekið kærastu sína í gísl- ingu. Ekki friövænlegt Samtök Afríkuríkja sögðu í gær að mistekist hefði að miðla málum í landamæradeilu Erít- reu og Eþíópíu. Viðurkennir morö Danska lögreglan skýrði frá því í gær að fimmtugur karl hefði viðurkennt að hafa myrt unga stúlku, Susan að nafni. Maðurinn lá undir grun. Sendiherrar heim Evrópusambandið ákvað að kalla heim sendiherra sína í Hvíta- Rússlandi vegna deilu við Lúk- asjenkó for- seta um emb- ættisbústaði sendiherr- anna í fínu hverfí í höfuðborg- inni Minsk. Lúkasjenkó býr þar sjálfur. Sendiherrarnir fara heim á mánugdag. Bófi drepinn á götu Breskur 45 ára gamall glæpaforingi var skotinn til bana á götu í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Lögreglan telur að morðið hafi verið liður í átök- um glæpagengja. Stórveldin ræöa verslun Sendifulltrúi bandariskra stjóm- valda, Barshefsky, hóf fyrir helgi viðræður við stjómvöld í Kína um verslun og viðskiptastöðu ríkjanna. Viðræðumar era hluti af undirbún- ingi farar Clintons Bandaríkjafor- seta til Kína í næstu viku. Meðal annars verður rætt um hugsanlega inngöngu Kínverja í Alþjóðlegu frí- verslunarsamtökin. í 10 ár hafa Kín- verjar sóst eftir inngöngu en það hefur mætt andstöðu þeirra sem telja landið of lokað fyrir innflutn- ingi og viðskiptum útlendinga. Þá verður rætt um ýmis önnur atriði varðandi viðskipti þjóðanna. -JP Forsætisráðherra Albaníu: Hvetur til íhlutun- ar NATO í Kosovo Forsætisráðherra Albaníu tók í gær undir með Albönum í Kosovohéraði í Serbíu þegar hann hvatti til hemaðaríhlutunar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í hérað- inu. Háttsettur rússneskur hershöfð- ingi varaði hins vegar við þvi að nýtt kalt stríð gæti þá blossað upp. Fréttir frá deilendum, svo og úr herbúðum NATO, benda þó til þess að serbneskar öryggissveitir hafi dregið úr aögerðum sínum gegn cd- bönskum aðskilnaðarsinnum í Kosovo í kjölfar fordæmingar þjóða heims á þeim. Serbar einbeita sér Vilhjálmur prins, eldri sonur þeirra Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, hafði sigur í glímu sinni við breska æsifjölmiðla í gær. Þá minnti sérstök eftirlits- nefnd blaðamenn á að þær ættu ekkert með að velta sér upp úr einkalífi prinsins unga. Vilhjálmur hafði kvartað til nefndarinnar yfir grein sem birtist í blaðinu Mail on Sunday síðastliðinn sunnudag, í tilefni væntanlegs 16 nú að því að skera á allar flutninga- leiðir frá Albaníu. Albanski forsætisráðherrann, Fatmos Nano, sagði flugmönnum í flugher landsins að NATO yrði að auka þrýstinginn á Serba og skerast í leikinn ef þörf krefði. Ibrahim Rugova, leiðtogi sjálf- skipaðs lýðveldis í Kosovo, sagði fréttamönnum í héraðshöfuðborg- inni Pristina að ef Serbar létu ekki af árásum sínum í Kosovo yrði NATO að beita öllum tiltækum ráð- um til að koma í veg fyrir fjöldamorð. ára afmælisdags prinsins. Að sögn embættismanna í Buckinghamhöll vora skrifin innrás í einkalíf prins- ins, auk þess sem þau vora morandi í rangfærslum. í greininni var gefið í skyn að blaðið vissi nánast allt um einkalíf prinsins, hvort sem það væru leynd- ustu hugsanir hans eða hvemig her- bergi hans væri innréttað. Þá kom fram að starfsfólk hirðarinnar verð- ur að setja allar stúlkur sem prins- Rússneska fréttastofan Itar-Tass hafði eftir Leoníd ívasjov, einum æðsta hershöfðingja Rússlands, að allar aðgerðir NATO í Kosovo, sem ekki hefðu stuðning Sameinuðu þjóðanna, mundu leiða til nýs kalds stríðs. Rússar krefjast þess að allar hern- aðaraðgerðir í Kosovo hljóti sam- þykki Öryggisráðsins þar sem þeir hafa neitunarvald. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, vildi ekki tjá sig um orð rússneska hershöfðingjans. inn kann vel við undir smásjána. Ef þær standast prófið er þeim svo boð- ið í te. Það var einmitt svona umfjöllun fjölmiðla sem Díana heitin prinsessa rnátti þola alla tíð. Heim- ildarmenn segja að Vilhjálmur hafi sagt við foður sinn að nú væri nóg komið. Ef hann léti ekki í sér heyra mundi þess háttar umfjöldun bara halda áfram. Prinsinn hafði fengið nokkurn frið fram að þessu. Jeltsín segir Rússa ekki með betlistaf Borís Jeltsín Rússlandsfbrseti | sagði i gær að efnahagur lands- I ins tórði enn, þótt mjög væri af I honum dregið, og þrætti fyrir það að Rússar í hefðu farið með betlistaf | til Vestur- landa. Rússlands- forseti heim- sótti sveitir | landsins og | við það tækifæri tilkynnti hann | verksmiðjustjóram, héraðsstjór- um og bændaforkólfum að hann | teldi mörg vandamál landsins þeim að kenna. Svo virðist sem ) Jeltsín hafi með ferðalagi sínu j viljað róa verkamenn sem hafa j ekki fengið greidd laun svo mán- uðum skiptir og eru bálreiðir. Dönsk sjúkra- hús með i lægstu einkun Dönsk sjúkrahús fá lægstu j einkim í Evrópu þegar litið er á j lífslikur þeirra sem leggjast inn j með bráðasjúkdóm. Þetta kemur j fram í nýrri rannsókn á 89 gjör- gæsludeildum í þrettán Evrópu- löndum, þar á meðal á sex j sjúkrahúsum á Kaupmannahafn- j arsvæðinu, að því er segir í blað- inu Dagens Medicin. j Líkumar á því að sjúklingar ; deyi á meðan þeirra liggja á j dönskum sjúkrahúsum reyndust \ vera sextán prósentum meiri en búist var við, segir í könnuninni I sem var fjármögnum af Evrópu- j sambandinu. j Skýringamar á þessari fall- j einkun danskra sjúkrahúsa era j þær að gjörgæsludeildimar era j svo litlar að aðeins þeii- allra í veikustu eru lagðir þangað inn j og sjúklingar era oft fluttir of j snemma af deildunum. Lesbíur og ein- stæðar fá ekki gervifrjóvgun IDanska þingið hafnaði í gær að aflétta banni á að lesbíur og einstæðar konur geti fengið gervifrjóvgun. Frumvarp þess efhis.var fellt við þriðju umræðu með 70 atkvæðum gegn 57. Margir þeirra sem greiddu at- kvæði gegn afnámi bannsins telja að það gæti skaðað réttar- j stöðu barnsins ef það fengi aldrei tækifæri til að þekkja föð- ur sinn. * Stuðningsmenn segja aftin- á f móti að með banninu sé verið aö \ fara í manngreinarálit innan j heilbrigðiskerfisins. Bondevik bjargað á síðustu stundu - ________ DV, Ósló: |-----------------—--------- Bara núna einu sinni og ekki aftur. Þetta vora skilaboð Carls j I, Hagens, formanns Framfara- flokksins, til séra Kjells Magnes ÍBondeviks, forsætisráð- herra Noregs, þegar hann bjargaði : norsku ríkis- stjórninni frá falli síðdegis í | gær. Séra Kjell Magne hótaðiu í j gær að segja af sér ef hann fengi I ekki stuðning við endurskoðuð j fjárlög, þar á meðal hugmynd Ium aö leggja á milljarð íslenskra króna í umhverfisskatt. Skattinn vfldi Hagen ekki sjá. Framtið séra Kjells Magnes á valdastóli var í hættu en Hagen 1 beygði sig á síðustu stundu og I samþykkti nýju fjárlögin. í Nor- egi er ekki hægt að rjúfa þing og : kjósa að nýju. -GK Björgunarsveitamenn og starfsmenn hringleikahúss Sterling og Reid Bros. leita að fólki undir sirkustjaldi sem féll í miklu óveðri í bænum West Salem í Wisconsin í Bandaríkjunum á fimmtudagskvöld. Sýning var í fullum gangi þeg- ar tjaldið féll saman. Meira en tuttugu manns voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Bresku blöðin fá á baukinn: Látið prinsinn í friði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.