Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Page 18
*■*
heygarðshornið
LAUGARDAGUR 20. JÚNI1998
nægja að segja sorrí, mannleg mis-
tök, eins og það réttlæti allt. Mikið
að hann sagði ekki líka: sá yðar
sem syndlaus er...
Og hvað skyldi hann svo taka
sér fyrir hendur? Lætur hann fara
lítið fyrir sér? Nei - hann fer að
veiða lax. Þetta er eins og einhver
veiki. Það er engu líkara en að
þeim sé ekki sjálfrátt. Þetta er eins
og túramennirnir voru hér á árun-
um og eru kannski enn - skamm-
aðir heima af konum og krökkum
fyrir endalaust fylliríið og verða
svo meyrir og beygðir að þeir geta
ekki annað en dottið í það. Og ekki
er nóg með að maðurinn fari í lax,
einmitt á þessum heppilega tima í
kjölfarið á ailri laxaumræðunni -
og einmitt í kjölfarið á því að
menn komast á snoðir um
gleymsku hans upp á sjö hundruð
þúsund kall - heldur er hann
meira að segja að þiggja laxveiði-
túr af manni sem hann sem banka-
stjóri var að lána þrjátíu milljónir
til að fjárfesta í laxveiðiánni.
Ekki er annað hægt en að finna
til með manni sem svona er ástatt
um og líta á björtu hliðarnar: Þeg-
ar íslenskur peningamarkaður
verður meira og minna háður evr-
unni - sem bankastjórarnir muna
ekki einu sinni hvað heitir - þá
minnkar svigrúm íslenskra efna-
hagssnillinga svo mjög að segja má
að ráðin verði tekin af þeim. Það
er mikið tilhlökkunarefni þegar sú
íslenska sérstaða sem bæði Stein-
grímur Hermannsson og Davíð
Oddsson prísa svo mjög heyrir sög-
unni til.
En Sigtúnshópinn sinn gætu
valdamennirnir kallað LA.
Laxoholics anonymous.
Var ég í Rangá?
Einhvem tímann hér á árunum
áöur var stofnaður hópur sem
kenndi sig við Sigtún. Þetta var
fólk sem lenti illa út úr skyndileg-
um þjóðfélagsbreytingum. Það
hafði tekið lán og lánalán og lána-
lánalán til að byggja kastala - bara
vegna þess að allir hinir gerðu það
- og snögglega var fótunum svo
kippt undan efnahag þessa fólks
með gríðarlegum vaxtahækkunum
sem við erum nú loksins smám
saman að skilja hvemig vora til
komnar.
Valdamenn landsins ættu
kannski líka að stofna sinn
Sigtúnshóp. Að minnsta kosti má
nú sjá úr þeirra röðum æði mörg
fórnarlömb skyndilegra þjóðfélags-
breytinga og er satt að segja mis-
skemmtilegt aö verða vitni að allri
þeirri miklu smán. Þetta er að
verða nokkurs konar misgengis-
hópur, eins og mig minnir að Sigt-
únsfólkið hafi kallað sig. Þetta eru
menn sem sólunduðu almannafé -
bara vegna þess að allir hinir
gerðu það.
Og allt í einu, fyrirvaralaust,
komast þeir ekki lengur upp með
það, ekkert net sem vemdar þá.
****
Kannski er þetta vegna aukinna
tengsla við Evrópu: EES-samning-
urinn sem ýtir við mönnum að
hegða sér í viðskiptum eins og full-
orðið fólk. Kannski að aukin Evr-
óputengsl hafi óljós áhrif á hugar-
farið hér á landi; að landsmenn
séu teknir að fyrirverða sig fyrir
barnslega spillinguna. Ef ég væri
Heiðar snyrtir myndi ég sennilega
orða það svo að það sé ekki lengur
inn að vera spilltur flokkspótin-
táti. Hitt sé voða mikið að koma
núna - að spjara sig sjálfur.
gott að segja - að minnsta kosti er
eins og menn á íslandi hafi aldrei
talið að bankaviðskipti snúist um
peninga. Klíkur hcifa brotist þar til
valda og náð undir sig léninu, regl-
ur um arðsemi hafa verið gersam-
lega hundsaðar.
Og ekki bara í bönkunum. Og
ekki bara á vegum Framsóknar-
flokksins. Þegar Almenna bókafé-
lagið var að fara á hausinn í fyrra
sinnið lagði sjálft óskabarn þjóðar-
innar, Eimskipafélag Islands,
milljónir króna í þann vonlausa
rekstur til að bjarga ýmsum silki-
húfum Sjálfstæðisflokksins. Þeir
peningar töpuðust, að sjálfsögðu. í
öðrum löndum hefðu hluthafar
krafist skýringa á svo skringilegri
fjárfestingu í óskyldum rekstri. í
Bandaríkjunum hefði hún varðað
við lög.
En hér? Hluthafar stóðu á fætur
og um salinn glumdi langvinnt
lófatak.
★***
Þetta er að breytast. Eins og
Heiðar myndi segja: þessi spilling
er orðin púkó. Þetta skynja allir.
Nema auðvitað vesalings banka-
stjóramir. Nýjasta dæmið er satt
að segja svo ömurlegt að það vek-
ur naumast hneykslun heldur
miklu fremur nokkurs konar
táakrumping. Bankastjóri Búnað-
arbankans, Sólon að nafni Sigurðs-
son, virðist vera svo tíður gestur í
laxveiðiám landsins að hann man
ekki stundinni lengur hvar hann
hefur verið að veiða - nú, var ég í
Rangá?
Og eftir að sú gleymska hans
kemst upp og jafnframt hitt að
hann hefur sent hinn seinheppna
bankamálaráðherra með enn eitt
skrökið inn á þing lætur hann sér
Guðmundur Andri Thorsson
ur goðarnir, því menn í þeim stöð-
um hafa löngum hagað sér eins og
þeir hafi bankann að léni; bankinn
sé þeirra goðorð sem þeir fari með
að vild. Þetta hefur viðgengist hér
allar götur frá því að Tryggvi
Gunnarsson hafði allt bókhald
Landsbankans í snjáðri og svartri
vasabók einhvers staðar inn á sér
og lék á ýmsu hvort hann mundi
að skrá þar öll viðskipti: kannski
vantaði gyðinga hér, það er ekki
Fyrir nokkrum árum dáðust
nefnilega allir að þeim sem voru
glúrnir að útvega sér eitt og annað
gegnum tengsl frændsemi, skóla,
flokks eða karlaklúbba; slíkir
menn gátu breitt úr sér í heitu
pottunum í laugunum og af þeim
voru sagðar sögur um refskap og
klæki af umtalsveröri aðdáun. Og
bankastjórarnir voru auðvitað
kóngarnir - eða kannski öllu held-
dagur í tífi
Helga Braga Jónsdóttir leikkona lák þremur skjöldum 17. júní:
Með amöbur á eftir sér
Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki fjallkonunnar 17. júní
í Reykjavík. Hún fór með Ijóðið Hafið dreymir eftir Jó-
hann Jónsson. DV-mynd Pjetur
„Ég var nýkomin frá Grikklandi
og ekki alveg búin að jafna mig á
tímamismuninum. Ég var lítið búin
að sofa og vaknaði líkt og daginn
áður klukkan fimm um morguninn.
Svolítið spennt og lá ég andvaka í
rúminu til klukkan sjö. Þá byrjaði
ballið; bað, tannburstun, morgun-
verður og allt hitt.
Með heila hirð
Ég er svo heppin að leigja íbúð
með fórðunardömu sem var búin að
gera aðstöðu til að „sjæna“ mig til.
Allt var klárt en við þurftum samt að
bíða eftir kvikmyndatökuliði. Ég
hafði víst samþykkt að láta fylgja
mér eftir í heilan dag fyrir einhvem
þátt sem verið er að gera. Þeir vora
eins og amöbur á mér allan daginn,
frá morgni til kvölds. Reyndar nota-
legar amöbur og ég hætti fljótlega að
taka eftir þeim.
Um leið og ég lokaði augunum í
fórðuninni þá slakaði ég á. Þetta var
búið um hálfníuleytið og þá fór ég að
taka mig til. Af nógu var að taka því
þijú „gigg“ voru fram undan.
Klukkan níu var ég mætt til henn-
ar Unnar Eyfells sem sá um að
skauta mig, þ.e. að koma mér í skaut-
búning fjallkonunnar. Hárgreiðslu-
maðurinn minn, Ámi Glóbó, var
lika með allt tilbúið, karmenrúllum-
ar meðtaldar. Hún kom mér í bún-
inginn, hann greiddi mér og síðan
kom vinkona mín, Elísabet Ásberg
skartgripahönnuður, með sérhannað
hálsmen handa mér. Henni tókst
ekki að búa til hringa i tæka tíð á
mig þannig að ég reif af
henni demantana. Þama
var því heil hirð sem
vildi allt fyri mig gera.
Um tíuleytið var mér
ekið í jeppa að Alþingis-
húsinu. Þar tók Gísli
Ámi, skipuleggjandi dag-
skrárinnar, á móti mér.
Hann sagði mér hvemig
ég ætti að haga mér;
labba aftur fyrir pallinn
og svoleiðis.
Hafið dreymir
Ég hafði valiö ljóðiö
Hafið dreymir eftir Jó-
hann Jónsson, sem er
Snæfellingur eins og ég.
Ég var með mörg önnur
ljóð í huga, t.d. eftir
Snorra Hjartarson, en
fékk þau fyrirmæli að
flytja ljóð um hafið I til-
efni af Ári hafsins. Mér
var það sérlega Ijúft því
ég elska hafið; er vatns-
merkiskona, kafari og fer
í sund á hverjum degi.
Þetta er afskaplega
fallegt ljóð og kemur
manni á andlegt flug.
Það er svolítið skemmti-
legt að segja frá því að ég
flutti ljóðið fyrir vinkon-
ur mínar á Akrópólishæð í Aþenu
nokkrum dögum áður. Þetta var fin
æfing. Þær felldu tár, að vísu ekki
bara yfir ljóðinu heldur sólar-
stemmningunni og andrúmsloftinu á
hæðinni.
Ég fann fyrir léttum titringi innra
með mér þegar ég flutti ljóðið á Aust-
urvelli. Þetta var svolítið öðmvísi til-
fmning en þegar ég var í hlutverki
fjallkonunnar á Akranesi,
þá 18 ára að flytja Land
míns föður eftir Huldu. Ætli
ég hafi ekki bara verið ör-
uggari með mig þá, spíg-
sporandi um í bláum kirtli.
Svei mér þá ef ekki.
Söng hástöfum
Að athöfnin lokinni var
farið i messu í Dómkirkj-
unni. Það var alveg yndis-
legt, ég söng hástöfum og
var virkilega glöð. Áður en
ég gat farið úr skautbún-
ingnum var tekin mynd af
mér og þjóðhátíðamefnd-
inni í garðinum bak við Al-
þingishúsið. Þetta var í há-
deginu.
Þá var rokið heim til
Unnar Eyfells, skutlast úr
búningnum og farið beint
heim til Ólaflu Hrannar
kollega míns, hennar
Lollu. Þar fórum við í bún-
inga Trítlu og Skrítlu því
við tókum að okkur að
kynna atriðin á sviðinu við
Amarhól milli klukkan tvö
og fimm. Það var virkilega
gaman.
Gríngellur til Grínda-
víkur
Síðan var rokið af stað til Lollu til
að skipta enn og aftur um búning.
Nú vom það Gríngellumar og Hall-
dóra Geirharðs bættist í hópinn.
Við fórum yfir prógrammið i stutta
stund en okkur var ekki til setunn-
ar boðið. Við þurftum að vera
komnar til Grindavíkur fyrir klukk-
an átta til að skemmta á þjóðhátíð-
inni þar. Það var mjög skemmtilegt
og veðrið yndislegt. Svolítið skritið
að segja „gaman að vera komnar til
Grindavikur í þetta rokrassgat"
þegar úti var stafalogn!
Að skemmtun lokinni fórum við í
kafifi til frænku hennar Lollu í
Grindavík - og enn var kvikmynda-
tökuliðið á eftir mér. Ég dældi i mig
kafifinu til að detta ekki dauð niður.
Um miðnætti var farið í bæinn og
litum við Gríngellumar inn á Kafifi-
barinn til að skála fyrir deginum -
og við Lolla enn í fullum Gríngellu-
skrúða. Síðan fór ég heim til Lollu
til að taka dótið mitt. Þar lentum
við á léttri kjaftatöm um lífið og til-
veruna. Klukkan var að ganga fimm
þegar ég loksins lagðist á koddann.
Langur, erfiður en afskaplega
skemmtilegur sólarhringur var að
baki.
Ég náði nokkurra tíma svefrii
áður en lætin byrjuðu á ný. Fram
undan var æfing á kammerópera
Hjálmars H. Ragnars, Rodymeníu
Palmata, við ljóð Halldórs Laxness,
sem sýnd var í gær, föstudag. Ég fór
beint á æfingu frá Grikklandi en við
fengum frí á 17. júní og var sagt að
hvíla okkur vel. Já, já, ég gerði ekk-
ert þann dag, sat bara með tæmar
upp í loft og sólaði mig!“