Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ1998
Verðlaun í átaki til atvinnusköpunar:
Smáhús og
servíettuhringir
úr beitukúngi
DV. Vesturlandi:___________________
Þær Hugrún ívarsdóttir og Lára
Gunnarsdóttir í Stykkishólmi tóku
þátt í minjagripasamkeppni sem
Átak til atvinnusköpunar hélt í
samstarfi við Handverk og hönnun.
Markmiðið með samkeppninni var
að efla nýsköpun og fá meiri fjöl-
breytni í minjagripi fyrir ferða-
menn. Alls bárust tæplega 300 tillög-
ur í keppnina. Veitt voru þrenn
verðlaun og auk þess sérstök viður-
kenning fyrir athyglisverðustu til-
löguna úr endurunnu/nýttu efni.
Hugmynd Láru, smáhús, fékk
fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Húsin hennar Láru eru í íslensku
birki.
„Ég hef lengi haft áhuga á húsum,
enda byrjaði ég að læra arkitektúr á
sínum tíma. Þetta er ekki ný hug-
mynd. Hús sem minjagripur er eitt-
hvað sem maður sér cills staðar í út-
löndum en hingað til hefur þetta
ekki sést hér á íslandi. Mér fannst
þetta kjörin hugmynd, að minnast
sögu bæjanna með húsunum. Húsin
eru ekki orðin sýnileg fyrr en síð-
ustu árin þegar menn fara að gera
upp þessi gömlu hús úti um allt
land. Þau hafa sums staðar verið
óprýði en um leið og þau eru tekin
í gegn er þetta ein helsta prýði
hvers bæjar og það sem ferðamenn
taka helst eftir í bæjunum. Vilja
gjarnan taka þau með sér heim til
minningar um bæinn,“ sagði Lára í
samtali við DV.
Hún skrifaði sögu þessara húsa á
bakhlið þeirra, fannst það nauðsyn-
legt.
„Ég hugsaði þetta ekki bara
þannig að ég væri að taka fyrir
minn heimabæ, Stykkishólm, held-
ur væri hægt að finna þessi hús
víða um land. Ég sé ekki fyrir mér
að ég taki allt landið með trompi
einn, tveir og þrír. Þetta þarf svolít-
inn undirbúning til að koma þessu í
framleiöslu," sagði Lára enn frem-
ur.
Fór að fikta
Athyglisverðasta tillagan úr
endurunnu/nýttu efni kom frá Hug-
rúnu ívarsdóttur en hún sendi inn
servíettuhringi úr beitukóngi.
„Hugmyndin kviknaði þannig að
það er svo mikið af alls konar skel
og dóti héma sem hefur ekki verið
nýtt í neitt. Ég velti því fyrir mér
hvort hægt væri að gera eitthvað
sniðugt úr þessu. Við fórum að fikta
og á endanum varð þetta úr. Þó að
ég sé ekki byrjuð enn á framleiðslu
þá hefur eftirspurn verið mikil. Ég
er bíða eftir að beitikóngsveiðar
hefjist hérna upp á að fá kuðunga.
Þeir sem eru í þessu bíða bara eftir
að Kóreumarkaður opnist. Það eru
nokkrir aðilar búnir að biðja um
þetta, til dæmis þeir hjá norska hús-
inu í Stykkishólmi, Máli og menn-
ingu í Reykjavík og svo ætla ég að
selja þetta hér heima í gegnum
síma,“ sagði Hugrún við DV. Sýning
með munum úr keppninni fer víða
um landið á næstunni. -DVÓ
Athugið
Nemendur úr Spartan flugskólanum
Spartan flugskólinn býður þeim sem útskrifast hafa
frá skólanum til endurfunda á Flughótelinu í Keflavík
frá kl. 18.00 -21.00 laugardaginn 27. júní 1998.
Komið og hittið gamla vini og eignist nýja.
Hittið fulltrúa Spartan skólans sem verður á
staðnum.
Gjörið svo vel að senda okkur staðfestingu með tölvupósti, ef þið
sjáið ykkur fært að mæta: spartanaero@mail.webtek.com, með
faxi 001-918-831-5234 eða með því að hringja í síma 001-918-836-
8820 East Pine Street Tulsa, Oklahoma 74115 USA
Heimsækið okkur á veraldarvefnum: www.spartanaero.com
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Hugrún, til vinstri á myndinni, og Lára með sýnishorn af handverki þeirra, servíettuhringjum og smáhúsum.
DV-mynd Birgitta Bragadóttir
NYOG
rníi-Tn
HUGMYND
T
I
Þarsem ferskleikinn býr
Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjörgarði, Seltjarnarnesi, Grafarvogi, Hólagarði og Kringlunni.
www.nykaup.is