Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 22
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 UV 22 %sakamá! *★*------ Pólsku hjónin og flóttamennimir Komela og Joseph Ploch höföu lifað af hörmungar og langan flótta í síð- ari heimsstyrjöldinni, og að henni lokinni gátu þau sest að á Englandi og tekið upp eölilega lifnaðarhætti. Komela þakkaði fyrir að þurfa ekki oftar að óttast grimmilega meðferð varða í fangabúðum í Síberíu, þar sem hún hafði daglega orðið að þola að hún og aðrir fangar væm leiknir illa. Og Joseph þakkaði fyrir að þurfa ekki aö berjast við nasista framar eða vera innilokaður í fangabúðum. Nú var kominn friður og með aðstoð Rauða krossins höfðu þau hjón fúndið hvort annað í ísra- el. Hamingjusöm í fjögur ár Þau Kornela og Joseph vom frá Nizankowice, litlum bæ nærri landamæmm Póllands og Úkraínu. Joseph, sem var tuttugu og fimm ára og kenndi mannkynssögu, kvæntist Komelu sem var fjórum árum yngri. Það var árið 1935. Þremur ámm síðar eignuðust þau dóttur og hamingjan virtist blasa við þeim, en þegar dóttirin var eins árs gerðu Þjóðverjar innrás í Pól- land. Joseph var kallaður í herinn. Hann varð liðsforingi og stóð sig svo vel að hann fékk orðu fyrir hug- rekki. En svo gerðu Rússar innrás í austurhluta Póllands og gerðu hann aö hluta Sovétríkjanna. Rétt á eftir var Komela lýst „óvinur þjóðarinn- ar“ af því að hún taldist til miðstétt- arinnar. Með dóttur sína á handleggnum var hún dregin út af heimilinu og sett um borð í lest sem fara skyldi til Síberíu. Þar sem hún stóð við lestargluggann og veifaði tU systur sinnar, Emilíu, tók hún skyndilega ákvörðun. Hún kastaöi litlu stúlk- unni í hendur systur sinnar og augnabliki síðar rann lestin út af stöðinni. III meðferð Þegar í fangabúðirnar í Síberíu kom var Komela barin hvað eftir annað, ekki síst þar sem hún var gift pólskum liðsforingja. En eftir að hafa sætt þessari meðferð í tvö ár hjálpaði prestur henni tU að flýja. Ásamt öðm flóttafólki, ættuðu frá Austur-Evrópu, tókst henni að kom- ast aUa leið tU ísraels. Þá var kom- ið fram á árið 1942. Þar hitti hún svo mann sinn.aö stríðinu loknu. Eftir að hafa dvalist um hrið i ísrael ákváðu þau hjón aö halda til Englands. Og í febrúar 1948 kom Komela þangað og var vísað í sér- stakar búðir fyrir Pólverja. Þær vom nærri Sussex. Árið eftir kom Joseph tU Englands. Fyrsta heimUi þeirra var tveggja herbergja íbúð í vesturhluta London. Kornela fékk vinnu í ítölsku fatafyrirtæki í New Bond Street, en Joseph fékk sér vinnu i bakaríi meðan hann lærði húsa- teikningar tU að geta fengið sér starf i byggingafyrirtæki. Með tíð og tíma batnaði hagur þeirra og þau keyptu sér hús. Skömmu síðar hætti Komela að vinna og gerðist húsmóðir. Spádómurinn Það eina sem skyggði á hamingju þeirra hjóna var aðskilnaðurinn við dóttur þeirra, Alinu. Hún hafði gifst Rússa, en foreldmm hennar fannst þeir ímynd þeirra hörmunga og Ulu meðferðar sem þeir höfðu mátt þola eftir að stríðið byrjaöi. Árið 1971 kom Alina tU London með hinum rússneska eiginmanni sínum, en sá fundur varð foreldram og dóttur tU lítUlar gleði og hittust þau ekki eftir þetta. Kornela og Joseph Ploch. En lífið hélt áfram og af og tU hittu þau hjón landa sína, gamalt flóttafólk sem var komið á efri ár. Þá fóm þau líka stundum í laut- arferðir út fyrir London. Og þaö var einmitt á einni slíkri ferð nærri Greenvich að þau settust við hlið konu sem reyndist vera frá Austur-Evrópu eins og þau. Hún var greinUega sígauni, og þau fóm að ræða saman. Skyndi- lega tók sígaunakonan hönd Komelu, leit í lófa hennar og hristi svo höfuðuð. „Treystið ekki þeim sem virðast standa ykkur nærri,“ sagði hún. Svo varð hún þögul, stóð á fætur og gekk burt. Komela var áttatíu og eins árs og Joseph áttatíu og sex ára er þetta gerðist. Hættuleg kynni Komela vissi ekki hvaö konan gat átt viö. Joseph lét þau orð faUa að líklega væri hún bara gömul kona sem væri farið að forlast. En það átti eftir að sýna sig að sígaunakonunni var aUs ekki farið að forlast, heldur þvert á móti. Aðfaranótt 22. júní 1996 barði dauðinn að dyrum hjá þeim Plochs-hjónum. Hann birtist í gervi þriggja ungra Pólverja, Ro- berts Maczka, sem var tvítugur, Mariusz Maczka, sem var tuttugu og tveggja ára, og Rafals Gut- arewicz, sem var tuttugu og fjög- urra ára. Bræðumir Robert og Mariusz Marta Michon. höfðu komið til London rúmu ári áður. Þeir voru sígaunar frá aust- urhluta Póliands. Mariusz lét sem hann væri að læra hagfræði við pólskan háskóla, en Robert gaf sig út fyrir að stunda áhuga- mannahnefaleika. En þeir sem þekktu þá vel vissu að þeir höfðu andúð á því að vinna og sögðu slíkt aðeins fýrir fávita. í London kynntust þeir Rafal, sem hugðist verða konsertpí- anisti. Hnan hafði fiúið frá Pól- landi til að komast hjá herþjón- ustu og vann nú á hóteli. Þar út- vegaði hann bræörunum starf við hreingerningar og á barnum. Saman tóku þeir svo á leigu litla íbúð. Orðrómurinn Eftir að hafa búið saman um hríð barst þremenningunum til eyma að gömul pólsk hjón, Korn- ela og Joseph Ploch, geymdu háa fjárappnæð á heimili sínu. Og kvöld eitt réðust þeir til inngöngu hjá þeim. Komela sat í stofunni, en hafði rétt tíma til að standa á fætur áður en hún var slegin í gólfið og sparkað var í höfuð henni. Joseph náði heldur ekki að grípa til neinna ráða. Peysu var skellt yfir höfuð hans svo hann gæti ekki séð árásarmenn- ina, en síðan vora þau hjón bund- in á höndum og fótum og kefluð. Þá var þeim skipað að segja hvar þau geymdu skartgripi og lausa- fé. Mariusz og Robert Maczka og Rafal Gutarewicz. Ræningjunum þremur tókst að finna 10.000 pund, jafnvirði rúmlega milljónar króna, í seðlum og skart- gripi Kornelíu. Svo fóm þeir, en skildu gömlu hjónin eftir til að kafna. Þau höfðu hins vegar ekki sagt frá því að í kartöflupokum i kjallaranum væri fjóram sinnum hærri upphæð í seðlum en ræningj- amir komust yfir. Nágrannar undrast Heil vika leið án þess að nokkruð sæist til Plochs-hjónanna. Þá fór fólk í næstu húsum að undrast um þau og gerði lögreglunni aðvart. Hún fór inn í húsið og kom að hjón- unum látnum. Tæknideildarmenn fundu fáar vísbendingar sem líklegar voru til þess að leiða í ljós hverjir bæru ábyrgðina. Og hefði ekki tuttugu og eins árs gömul stúlka talið það skyldu sína að gera sitt til að koma ábyrgð yfir þá seku kynni málið að vera óleyst. Marta Michon var vinkona Rafals Gutarewicz og gerði hreint á hótel- inu sem hann vann á. Hún hafði heyrt þá þremenninga tala um margt, og hafði sérstaklega lagt eyr- un við því sem þeir höfðu rætt sín á milli síðustu dagana. Morðið á pólsku hjónunum veu fréttaefni og því umræðuefhi, en einmitt dagana eftir það höfðu þremenningarnir farið aö kaupa sér ný fót, úr og dýr- an rakspíra. Marta hélt til lögregl- unnar. Málið upplýst „I fyrstu vildi ég ekki flækja mig í þetta mál,“ sagði Marta þegar hún lýsti grunsemdum sínum. „En svo fór ég að hugsa að það hefði getað verið móðir mín sem þeir heföu myrt til að geta keypt sér gallabux- ur og rakspíra." Marta lagði líf sitt í hættu með því að benda á þremenningana, en ábending hennar varð til þess að lögreglan handtók þá Robert, Mari- usz og Rafal. Áður hafði Mörtu ver- ið komið fyrir í athvarfi svo þeir gætu ekki gert henni mein eða feng- ið aðra til þess. í júní í fyrra komu þeir Robert og Mariusz Maczka fyrir Old Bailey sakamálaréttinnn. Robert játaði á sig bæði tvöfalt morð og rán, en Maruisz játaði aöeins á sig rán. Báð- ir vom sekir fundnir um að hafa af gáleysi drepið Plochs-hjónin með því að skilja þau eftir hjálparvana. Báðir fengu þeir lífstíðardóma. Rafal Gutarewicz var sýknaður af morðákæranni. Hann kom hins veg- ar aftur fyrir rétt í desember, þar sem honum var gefið að sök að hafa af gáleysi svipt Kornelu Ploch lifi og rænt þau hjón. Hann var sýknaður af manndrápsákærunni, en fékk ell- efu ára fangelsisdóm fyrir ránið. Mál Plochs-hjónanna vakti vera- lega athygli. Kom þar ýmislegt til. í fyrsta lagi var um að ræða fólk sem hafði lifað af hörmungar síðara stríðs, setið í fangabúðum af versta tagi en tekist að flýja og komast á endanum til Englands. Þar hefði það ætíð unnið fyrir sér af dugnaði og á heiðarlegan hátt. En engu að síður hefðu þau hjón að lokum orð- ið að láta í minni pokann fyrir ill- mennum. „Og hverjar voru mannleysurnar sem urðu þeim að bana?“ var spurt. Jú, ungir og fullfrískir menn sem nutu þess að jámtjaldið var fallið og þeim höfðu opnast tækifæri í hinum frjálsa heimi. En hvernig nýttu þeir sér þau? Jú, til afbrota af því „vinna var fyrir fávita", svo notuð væru þeirra eigin orð. „Börðust menn í síðara stríði til að svona menn gætu erft heiminn?" var haft eftir eldri manni sem fylgd- ist með réttarhöldunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.