Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Síða 28
28 helgarviðtalið
KÁr *
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 i-lV
i Jv V LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
*lhelgarviðtalið 37
Álftagerðisbræöur, frá vinstri þeir Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir, taka lagiö úti á túninu „heima" undir stjórn Stefáns Gíslasonar. Hundurinn Lappi var ekki lengi aö stiila sér upp viö hliöina
á kvartettnum og taka undir af innlifun eins og sjá má. Verst er bara aö söngur „kvintettsins" prentast ekki! DV-myndir PÖK
Á þessum árum var samband
þeirra ekki mikið, „kóumski eins gott
því við erum aldrei sammála," skýt-
ur Óskar inn í og skellihlær enn.
„Jú, jú, við erum nú yfirleitt sam-
mála um það sem skiptir máli,“ leið-
réttir Pétur.
Sjaldan ágreiningur
Á þessu stigi viðtalsins er stjórn-
andi þeirra mættur á svæðið, Stefán
S. Gíslason, sem einnig stjórnar
Heimismönnum. Hann vitnar um að
gott sé að vinna með þeim bræðrum.
Sjaldan komi upp ágreiningsmál og
ef það gerist þá fái hann yfirleitt að
ráða, einkum er varðar lagaval og
annað í þeim dúr. Þetta segja bræð-
urnir vera hárrétt.
Óskar viðurkennir þó að stundum
geti hann gerst frekur á lagaval,
hann hugsi um það oft eftir á. Pétur
segir lagasmekk þeirra vera svipað-
an, allir séu þeir frekar „melódísk-
ir“.
„Aldrei hef ég þurft að ganga á
milli þeirra, enda væri það ekkert
vit,“ segir Stefán og það skríkir í
bræðrunum. „Þetta er mest í kjaftin-
um á okkur, svona gaspragangur
sem engin meining er í,“ segir Sigfús
og reynir að hafa vit fyrir hinum.
Vendipunkturinn
Vendipunktur í „frægð" þeirra var
þegar geislaplata kom út með þeim
fyrir rúmu ári. Þeir segjast hafa lát-
ið til leiðast. Fólk hafi hvatt þá svo
oft að ekki hafi verið hjá því komist
að gefa út plötu. Núna er farið að
biðja um aðra plötu en þeir telja
möguleika á útgáfu hennar fara
þverrandi, þeir séu orðnir svo gaml-
ir og værukærir.
„Það hefur í raun einkennt okkar
samstarf að enginn hefur leitt hóp-
inn, enginn tekið ákvarðanir. Þessu
hefur einhvern veginn verið velt
áfram frá byrjun - af tilviljunum,“
segir Pétur og ekki laust við að það
komi þögn í fyrsta sinn í spjallinu.
Hinum finnst þetta nefnilega svo vel
að orði komist en fljótlega heyrast
hlátrasköllin á ný.
Æ, var búið að auglýsa!
„Það er ekkert skipulag á þessu,"
bætir Pétur við, „það er kannski tek-
Geirmundi Valtýssyni, og flakkaði
með honum um allt land. Hann segir
flakkið með Álftagerðisbræðrum og
karlakómum að mörgu leyti vera
svipað, tónlistin sé mitt á milli klass-
ískrar tónlistar og dægurtónlistar.
Aðdáendahópurinn sé hins vegar
annar og „örlítið" eldri.
Bræðumir segja engar „grúpp-
píur“ fylgja þeim eftir. Markhópur-
inn sé kominn eilítið hærra á aldurs-
stigann þótt töluvert sé um ungt fólk
á tónleikunum.
hafa t.d. lengi sungið saman við jarð-
arfarir og auk Gísla eru þeir einnig í
átta manna „mini-kór“ Heimis sem
er mjög eftirsóttur við jarðarfarir.
„Þetta tekur geysilegan tíma, það
er óhjákvæmilegt, en er alltaf jafn-
skemmtilegt. Svo kemur fyrir að
maður verður þreyttur. Við verðum
að viðurkenna það,“ segir Sigfús og
rifjar upp þegar hann einhverju
sinni söng 16 daga í röð. Eftir það
hafi hann verið örþreyttur. „Stund-
um er einhver hrollur í manni þegar
Kófsvitnaði
Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir eru með eindæmum söngelskir og lífsglaðir bræður úr Skagafirði:
„Þaö hefur í raun einkennt okkar samstarf aö enginn hefur leitt hópinn, eng-
inn tekið ákvaröanir. Þessu hefur einhvern veginn veriö velt áfram frá byrjun
- af tilviljunum," segja þessir lífsgiööu bræöur m.a. í viötalinu.
við byrjum en allur leiði hverfur
fljótt þegar við byrjum að syngja,"
segir Pétur.
Syngur þú í Álftagerðisbræðrum?
„Var mark?“ spuröu þeir og spruttu upp úr stólunum og strunsöu inn í sjónvarpsherbergið.
Brassarnir höföu komist yfir gegn Skotunum. „Hann verður skotinn þegar hann kemur heim, “
heyrist í einum glottandi þegar sjálfsmark Skotanna er endursýnt. SíÖan er sest niöur og þráð-
urinn tekinn upp þar sem frá var horfiö. ViÖ erum ekki stödd á neinu venjulegu fótboltaheimili
í vesturbænum heldur í Álftageröi, annáluöu söngheimili í Skagafiröi. ViÖ erum að reyna aö
halda einhverjum magnaöasta kvartett landsins á spjalli, Álftageröisbrœörunum þeim Sigfúsi,
Pétri, Gísla og Óskari Péturssonum. Okkur tókst aö hóa þeim saman á œttaróöalinu daginn sem
HM í knattspyrnu hófst í Frakklandi. Þótt þeir segöust engan áhuga hafa á knattspyrnu tókst
meö herkjum aö halda þeim viö efniö. Er hróp og köll heyröust úr sjónvarpsherberginu lét einn
þeirra eöa fleiri sig hverfa um stund, einkum húsráöandinn hann Gísli. Þeir afsökuöu sig sífellt
meö því aö vitna til þess aö faöir þeirra heföi veriö forfallinn fótboltaáhugamaöur og hiklaust
hætt slœtti ef leikur var í gangi í sjónvarpinu!
Þeir bræður hafa sungið sig inn í
hjörtu landsmanna síðustu árin og
verið eftirsóttir víða um land.
Geislaplata með þeim hefur runnið
út og nú er farið að krefja þá um
aðra. Bræðumir hafa verið á þön-
um að undanfomu. Helgina áður en
við hittumst höfðu þeir verið aö
syngja á landsþingi Sjálfsbjargar á
Siglufirði, landsþingi Lions á Akur-
eyri og í „tjaldi töframannsins“ í
Lónkoti í Skagafirði. „Ósköp venju-
leg helgi,“ sögðu söngbræðurnir
sem að jafnaði era að koma fram
hátt í 150 sinnum á ári, ýmist með
Karlakórnum Heimi, fjórir saman
eða í fleiri hlutum. Daginn eftir við-
talið fóra þeir síðan i fimm daga
söngferðalag um Vestfirði ásamt fé-
lögum sínum í Heimi.
Ólafur, flmmti bróðirinn og þeirra
elstur, býr í Álftagerði II. Hann gefur
sig ekki út fyrir að vera söngmaður
þó hann hafi tekið lagið með Heimi á
áram áður. Þeir eiga eina systur,
hana Herdísi, sem býr á Akureyri.
Óskar, sem er yngstur systkinanna,
45 ára, er vélvirki hjá Kraftvélum á
Akureyri, Pétur starfar hjá Kaupfé-
lagi Skagflrðinga á Sauðárkróki og
Gísli og Sigfús reka búskapinn í
Álftagerði ásamt Ólafi.
Raulað fyrst - talað svo
Þeir segja uppeldið ekki endilega
hafa snúist um að gera þá að söng-
mönnum. Hæfileikarnir hafi bara
komið með móðurmjólkinni. For-
eldrar þeirra vora Pétur Sigfússon
og Sigrún Ólafsdóttir, annálað tón-
listarfólk. Þau eru bæði látin.
„Pabbi tók stundum fram harmon-
íkuna og lét okkur syngja. Hann
hafði mjög gaman af tónlist og móðir
okkar líka. Þau voru bæði í kirkju-
kór. Hann fór víða um með nikkuna
til að leika fyrir dansi. Við ólumst
upp á heimili með öfum okkar og
ömmum og þau sátu oft meö okkur
og sungu fyrir okkur,“ segir sá elsti
í hópnum, Sigfús, sem er á 55. aldurs-
ári. „Ég hugsa að við höfum allir ver-
ið famir að raula eitthvað áður en
við töluðum," bætir hann við og hin-
ir yngri kinka kolli.
Þetta gerðist bara
Hvort gera átti þá alla að bændum
segjast þeir ekki kannast við. Engu
sérstöku hafi verið otað að þeim í
uppeldinu.
„Við vorum ekki búnir til með
eitthvert ákveðið markmið í huga,“
segir Pétur og þeir fara allir að
hlægja - ekki í fyrsta sinn í viðtalinu
og alls ekki síðasta! „Þetta gerðist
bara,“ segir Óskar og skellir upp úr.
„Mamma sagði okkur einhvern tím-
ann að hún hefði bara ætlað sér að
eiga eitt barn en þau urðu nú sex,“
segir Pétur. „Við ólumst upp við að
allt var unnið með höndum hér í
sveitinni. Það var að sjálfsögðu reynt
að hafa sem mest gagn af okkur,"
segir Gísli.
Örverpið tuskað til
Þeir segjast hafa fengið ósköp eðli-
legt uppeldi, strítt hver öðrum óspart
og beitt hrekkjum. „Ég sé ekki að við
séum neitt öðravísi en aðrir,“ segir
Pétur, „það var bara gaman að vera
til. Við fundum okkur alltaf eitthvað
til dundurs."
Óskar brosir við þessi orð og rifjar
upp að „stóru“ bræðumir hafi oftast
fundið það sér til dundurs að berja á
sér, örverpinu!
„Ég var alltaf tuskaður til, var
endinn á keðjunni. Ef ég þurfti að
lemja einhvern þá varð ég að sparka
i hundinn. Ætli tónhæðin mín sé
ekki komin af því að ég þurfti að
bjarga mér með svo háum öskrum,"
segir Óskar og bætir við að eftir þvi
sem hann hafi elst hafi hann náð því
besta frá öllum hinum. Hinir eldri
samþykkja þetta ekki og Gísli sér um
að svara fyrir þá: „í sumum tiifellum
er það besta geymt þar til síðast en
ekki í þessu tilfelli!"
Upphafið
Bræðurnir frá Álftagerði hafa ekki
sungiö saman svo lengi. í raun má
segja að fyrsta skiptið sé þegar faðir
þeirra dó fyrir 11 ámm. Þá sungu
þeir saman við jarðarförina. Upp frá
því fóru þeir að koma oftar fram
undir merkjum Álftagerðisbræðra.
Áður höfðu þeir sungið hver í sínu
horni, ef svo má segja; Óskar með
Karlakór Akureyrar, Pétur með
Geysi á Akureyri og síðar Heimi í
Skagafirði og Sigfús og Gísli hafa í
mörg ár sungið með karlakórnum
skagfirska.
in ákvörðun um að gera eitthvaö og
síðan líður tíminn. Þegar kemur að
tónleikmn þá vill það gerast að sum-
ir okkar hafa gleymt öllu.“
Óskar tekur undir þetta, segist oft
hafa háifstunið í símann „Æi, var
búið að auglýsa okkur þama!“
Þegar bræðumir búa á þremur
stöðum; Akureyri, Sauðárkróki og
Álftagerði, er eðlilegt að spyrja
hvemig þeir hagi æfingum. „Hvaða
æfingum?" spyrja þeir og hafa gam-
an af því að hneyksla blaðamanninn.
Það upplýsist reyndar að formlegar
æfingar hafi ekki farið fram lengi,
ekki síðan þeir vora á Hótel Islandi
síðastliðinn vetur.
„Ætli við þurfum ekki að fara aö
bæta við nýjum lögum,“ segir Pétur
og Stefán stjómandi tekur undir.
Hann sér um útsetningamar sem era
í raun sérsmiðaðar fyrir bræðurna.
Þeir hafa nefnilega allir tenórraddir
en til að hljóma nú betur tekur Gísli
að sér að syngja bassann. „Og fer létt
með það,“ segir Gísli og glottir.
Aðspurður hvemig er að stjóma
bræðrunum segir Stefán það vera
gott. Hann þurfi ekki að gera svo
mikið, þeir sjái um að stjóma sér
sjálfir.
Engar grúpppíur
Stefán lék á árum áður með
ókrýndum sveitaballakóngi landsins,
„Við eram ekki söngvarar að at-
vinnu og erum stöðugt að ýta frá
okkur verkefnum. Ef við sinntum
öllum beiðnum þá værum við fyrir
löngu búnir að missa vitið,“ segir
Sigfús og Pétur segir þá fyrst og
fremst syngja til að hafa gaman af
því.
„Við höfum átt þvi láni að fagna
að hvar sem við höfum komið hefur
okkur verið tekið afskaplega vel. Við
virðumst ná mjög vel til fólks. Þakk-
látasti hópurinn er eldri borgarar.
Það er ósköp indælt að syngja fyrir
þá,“ segir Sigfús.
150 sinnum á ári
„Nei,“ segja þeir allir í einu þegar
spurt er hvort þeir gætu hugsað sér
að hafa sönginn fyrir atvinnu. Gísli
segir það jafngilda því að festast í
eigin snöra. Þeir segjast heldur ekki
sjá neinn mun á því að gleðja fólk í
litlum félagsskap eða að syngja í óp-
eruhúsum í útíöndum. Atvinnu-
söngvarar komi heldur ekkert miklu
oftar fram en þeir þegar allt sé talið
með.
Eins og kom fram í upphafi era
Álftagerðisbræður að koma fram
hátt í 150 sinnum á ári, þar af um 30
sinnum einir og sér. Afgangurinn er
tónleikar með Heimismönnum, jarð-
arfarir, giftingar og margs konar
mannfagnaðir. Þeir Sigfús og Pétur
Pressa á heimavelli
Aðspurðir segja þeir nokkurn mun
á því að syngja fyrir sveitunga þeirra
í Skagafirði eða annars staðar á
landinu. Þeir finna nefnilega fyrir
pressu á heimavelli.
„Það virðast vera meiri kröfur
gerðar til okkar hér í Skagafirði en
annars staðar. Sönghefðin hér er svo
rík,“ segir Pétur og hinir taka undir.
„Þar sem fólk hefur ekki heyrt í okk-
ur áður era viðbrögðin öðravísi. Það
lítur okkur öðram augum," segir
Óskar.
Aðspurðir um skemmtileg atvik á
söngferðalögunum segjast bræðurnir
hafa svo slæmt minni að litlu sé frá
að segja. Helst muna þeir eftir „text-
arugli" og rifjar Óskar upp þegar
þeir Pétur vora að syngja saman
Kveðju að heiman. Óskar segist allt í
einu hafa gleymt textanum og alltaf
sungið seinni partinn af síðasta er-
indinu. „Ég kófsvitnaði, það var ekki
séns að komast úr þessu erindi," seg-
ir Óskar. „Hvort ég man!“ bætir Pét-
ur við og hlær.
„Einna mestu ánægjuna af þessu
fáum við frá hagyrðingunum. Það er
magnað hvað þeir virðast fá mikinn
innblástur við að heyra í okkur,“
segir Óskar og hinir eldri hjálpa hon-
um viö að rifja upp af hverju. „Jú, jú,
stundum eram við að hreyta ónotum
í menn sem við vitum að liggja vel
við höggi. Þessu glensi er alltaf tekið
vel og kryddar tónleikana."
Athygli kvenna er
þakklátari
Þeir segjast ekki láta frægðina
hafa áhrif á sig. Margir heilsi þeim
úti á götu í borginni og þeir heilsi á
móti. Mesta truflunin sé á skemmti-
stöðum, einkum af ölvaðri mönnum
en þeim sjálfum. Athygli kvennanna
sé þakklátari!
„Við tökum á þessu eins og Ingi-
mar heitinn Eydal forðum daga,“
segir Óskar og bregður sér í eftir-
hermuhlutverkið, „ég er ekkert sér-
staklega mannglöggur og hef tekið
þann pólinn að heilsa bara öllum, þá
móðgast enginn."
Skemmtilegast segja þeir vera þeg-
ar fólk kemur og spyr: „Syngur þú í
Álftagerðisbræðrum?" Sumir efist
líka hreinlega um að þeir séu allir
bræður!
„Eflaust fáum við meiri athygli út
á það að vera bræður. Ef þetta væri
ósköp venjulegur kvartett með fjór-
um söngvurum, sínum úr hverri átt-
inni, þá fengjum við áreiðanlega
meiri frið fyrir mönnum eins og
þér,“ segir stríðnispúkinn Óskar og
beinir orðum sínum til blaðamanns.
Byrðar á fjölskyldunum
„Mín hefur nú ekki sagt neitt,“
segir Sigfús um hæl við spumingu
blaðamanns um hvemig konumar
og bömin tækju þessu flakki þeirra.
Að sjálfsögðu springa allir úr hlátri
við svar piparsveinsins. Kannski að
hann hafi samt meint eitthvað með
þessu, hver veit!
„Þetta væri ekki hægt nema fjöl-
skyldan tæki á sig vissar byrðar,“
segir Pétur og Óskar bætir um betur:
„Þetta er vont en það venst.“
Gísli minnir á björtu hliðarnar;
ferðalögin með kómum sem makarn-
ir taka þátt í. „Við höfum farið til
ansi margra landa sem við hefðum
að öðram kosti ekki gert nema fyrir
tilstilli kórsins. Konurnar hafa iíka
unnið fyrir því,“ segir hann.
Bræöurnir viö gamlan og góöan Ferguson, þann fyrsta sem tekinn var i notk-
un í Álftageröi. Gísli og Sigfús búa á bænum, auk Ólafs, fimmta bróöurins, og
Pétur og Óskar eru að sjálfsögöu tíöir gestir.
Þeir segjast ekki halda söng að
börnum sínum. Eiga ekki von á að
eiga eftir að syngja meö þeim í fram-
tíðinni. Aldrei skuli þó segja aldrei í
þeim efnum. Hæfileikamir gætu átt
eftir að koma í ljós. Núna séu það
Spice Girls og ýmsar rokksveitir sem
fangi hugann frekar en klassísk og
rómantísk tónlist.
Aðspurðir segjast þeir ekki eiga
eftir að syngja lengi saman. Þó muni
þeir væntanlega „hanga saman“
fram á næstu öld. Ef hins vegar er
litið á prógrammið í náinni framtíð
þá eru tónleikar fram undan í Lón-
koti í Skagafirði 3. júlí og svo gæti
jafnvel farið að bræðumir kæmu
fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Að öðra leyti ætla þeir að reyna að
komast eitthvað í sumarfrí og að
sinna heyskap að sjálfsögðu. -bjb
Vinsælt yrkis-
efni hagyrðinga
Hvar sem Álftagerðisbræður
H hafa komiö fram þá hafa þeir ver-
: iö vinsælt yrkisefni viðstaddra
| hagyröinga. Þeir hafa líka oft gef-
ið færi á sér með léttu hjali á
1 milli laga og skotum út í sal. Hér
koma nokkur prenthæf sýnis-
horn. Viö byrjum á vísu sem Ámi
:: Bjamason, bóndi á Uppsölum í
Skagafiröi og gjaldkeri Heimis
með meiru, orti um þá bræður:
Þeir bera meö sér blíöan hljóm
þar birta og hlýja rœður.
I Eiga sannan undirtón,
ÁlftagerðisbrœÖur.
Þegar plata þeirra kom út var
efnt til sönghátíðar í hesthúsinu í
* Álftagerði. Þar orti Pétur Péturs-
| son frá Höllustöðum, læknir á
'i Akureyri:
; Hjá tenóranna hetju her
hœkkar gengiö valt.
Því Álftageröisgólið er
á geisladiski falt.
j Meö söngvum heilla fögur fljóö
i ogflytja tónarœöur.
| Þó engin hafi eistnahljóö
Álftagerðisbrœöur.
Pétur hafði á orði að þeir
; bræður væru sísyngjandi við
skírnir, fermingar, giftingar og
| jarðarfarir. Það vantaði bara að
; þeir tækju lagið við getnað:
Tónvissir tenórar kyrja hér nú
og taktfast þeirgtösumm klyrtgja.
Ætli þeir milli eitt og þrjú
undir getnaö að syngja.
Þá kvað Gísli Rúnar Kon-
í ráðsson frá Frostastöðum, eig-
inmaður Bjarnfríðar Hjartar-
dðttur, hennar Böddu:
Hljómar ykkar hugann glöddu,
hérna voru unaösstundir,
og ef ég seinna barna Böddu
ég biö ykkur aö raula undir.
Og Kristján Stefánsson frá
j Gilhaga orti einnig í hesthúsinu:
j Ég lít þetta í réttu Ijósi
og líkar þeir skepnuhús kjósi.
En fyrst breytt var um svið
þá býst ég nú vió
aö þeir bauluóu betur l fjósi.
Sigfús er örlítiö á skjön við
Skagfiröinga; hann reykir ekki,
j drekkur ekki, kemur ekki nálægt
5 hestum og hefur lítt veriö kennd-
ur við kvennafar. Óskar bróðir
p hans kallaði þetta fötlun. Þá kvaö
í: Árni Gunnarsson, skagfirskur
j aðstoðarmaður Páls Péturssonar:
Fúsi á við fötlun aö stríöa
þóflytji Rósina af snilli.
Dálítiö latur aö drekka og ríöa,
en dœmaiaust góður jxss á millL
En þaö eru margir sem hrífast
j af söng Sigfúsar, samanber einn
S Jökuldælingur sem kvað:
Sendiö til hans sœg af konum,
svo hann geri skil.
j Alið síöan undan honum
allt sem fellur til.