Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Page 50
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 sa mtyndbönd Margir lögreglumenn stunda sína vinnu í stórborginni New York á daginn en fara í lok dagsins yfir Ge- orge Washington-brúna til Garri- son, New Jersey, þar sem þeir eiga heima. Svo mikið af lögreglumönn- um býr i þessum hægláta bæ að hann er kallaður Cop Land, eða Lögguland. Lögreglustjóri bæjarins er Freddy Heflin (Sylvester Stall- one), en það eru stórborgarlöggurn- ar sem ráða ferðinni. Hann dreymir um að komast í hóp þeirra, en sök- um heymarleysis á öðru eyra á hann ekki möguleika á að komast í lögreglusveitir borgarinnar. Hann gerir því lítið annað en að stjórna umferð og halda krökkunum í skefj- um þangað til hann fær óvænt vit- neskju um spillingu og ólöglegt at- hæfi lögreglumannanna sem bæinn byggja. Rannsóknarlögreglumaður úr innra eftirliti lögreglunnar (Ro- bert De Niro) ýtir á Freddy og reyn- ir að fá hann til að hjálpa sér að kljást við Ray Donlan (Harvey Keitel), óformlegan leiðtoga lög- reglusamfélagsins. Freddy verður að velja á milli þess að framfylgja lögunum og vernda hetjurnar sem hann hefur alla ævi litið upp til. Hvíiir sig á hasarnum Sylvester Stallone er best þekktur sem hasarhetja og flestir kannast við hann i hlutverki Rambo eða Rocky eða í hasarmyndum eins og Tango & Cash, Cliffhanger, Demo- lition Man, The Speeialist, Assass- ins og Daylight. Hann hefur þó aldrei þótt sýna neinn stjörnuleik í þessum hlutverkum en í upphafl ferils síns var hann þó að takast á við persónulegri hlutverk og þótti túlka undirmálsmenn af miklu inn- sæi, en hlutverk hans í Cop Land er einmitt frekar af þeim toga heldur en hetjuhlutverkin hans og myndin þykir hafa skapað honum virðingu sem leikara á nýjan leik. Stallone hætti á sínum tíma í háskóla og fór til New York, þar sem hann hugðist hefla leiklistarferil. Það gekk þó heldur illa til að byrja með og þrátt fyrir ótal prufur tókst honum ekki að komast að, en notaði tímann í staðinn í handritasmíðar. Loksins fékk hann þó tækifæri þegar hann Robert De Niro, sem er með Sylvester Stallone á myndinni, leikur lögreglu mann úr innra eftirliti lögreglunnar. UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT „Eg horfi talsvert á myndbönd þótt mér finnist alltaf betra að lesa bækur. Ef ég á að nefna uppá- haldsmyndband þá kemur kvikmyndin Empire of the Sun fyrst upp i hugann. Ég hef horft á hana nokkrum sinnum og hún er alltaf jafngóð. Ég sá líka eina stórgóða um daginn, en það var myndin Contact með Jodie Foster í aðalhlutverki. Bíóferðir eru því mið- ur of fátíðar hjá mér en í staðinn reyni ég að taka nýjar myndir á leig- unni. Þær eru auðvitað æði misjafn- ar en ef ég kemst á leiguna á undan syninum þá er nokkuð tryggt að valið sé smekklegt. Hann hefur aftur afleitan smekk um þessar mundir. Ég er mikill lestrarhest- ur og það er oft gaman að sjá myndir sem gefa bók- unum ekkert eftir. Ég man strax eftir myndunum Lömbin þagna og Die Hard 2 en hún kom út hjá Úrvalsbókum undir nafninu 58 mínútur. Þrælgóð bók og mynd. Það er einnig jákvætt að kvik- myndasmekk- urinn hefur farið batn- andi hjá mér eftir því sem árin líða. Á árum áður horfði ég helst á hryll- ingsmyndir en í dag horfi ég jöfnum hönd- um á spennu- og gam- anmyndir. Walt Disney myndir eru i sérstöku dálæti hjá mér en ég held þó að sú mynd sem ratar næst í tækið hjá mér sé Allir heimsins morgnar eftir Alain Corneau. Það er víst löngu kominn tími á hana. Það skal samt viðurkennt hér að myndböndin sitja á hakanum hjá mér þennan mánuðinn því næga skemmtun er að hafa af heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Keppnin hef- ur farið vel af stað og það vita vonandi allir að það er hreinasta unun að horfa á góð- an fótboltaleik. Ég mæli því með bolt- anum þennan mánuðinn. -aþ fékk eitt af aðalhlutverkunum í The Lords of Flatbush. Hann notaði launin sín til að komast til Hollywood, þar sem hann byrjaði upp á nýtt og tókst að ná nokkrum smáhlutverkum í sjónvarpi og kvik- myndum. Hann hélt áfram að skrifa og nokkrir framleiðendur fengu áhuga á handriti hans um hnefa- leikakappann Rocky Balboa. Þeir vildu fá einhverja fræga stjörnu í aðalhlutverkið en Stallone krafðist þess að fá að leika það sjálfur. Að lokum tókst honum að hafa sitt fram, Rocky fékk óskarsverðlaun sem besta myndin árið 1976 og Stall- one varð stjarna á einni nóttu. Hann hefur einnig skrifað handritin að Rocky II, Rocky V og Paradise Alley og var meðhandritshöfundur að F.I.S.T., First Blood, Rambo: First Blood Part II, Rhinestone, Rambo III og Staying Alive, en hann lék einnig í öllum nema þeirri síð- astnefndu. Hann leikstýrði einnig Rocky II, Paradise Alley og Staying Alive. Tveir gamlir fálagar Mörgum hefur þótt Harvey Keitel vera leikari í sama þyngdarflokki og menn eins og Robert De Niro, A1 Pacino og Jack Nicholson, en hann hefur ekki verið jafn þefvís á stór- myndir og óskarsverðlaunahlut- verk. Hann er reyndar þekktur fyr- ir að styðja við bakið á ungum og upprennandi leikstjórum og leikur gjarnan í litlum, sjálfstæðum mynd- um. Eftir frammistöðu sina í fyrstu mynd Martins Scorsese, Who’s That Knocking at My Door, valdi leik- stjórinn hann ásamt Robert De Niro í aðalhlutverk í Mean Streets, þar sem Harvey Keitel sýndi frábæran leik og vakti mikla athygli. Ári síð- ar heillaði hann enn áhorfendur í enn einni Scorsese-myndinni, Alice Doesn’t Live Here Anymore, og síð- ar enn aftur ásamt Robert De Niro i Taxi Driver, sem var í kvikmynda- húsum á sama tíma og meistara- stykki Sylvesters Stallone, Rocky. Enn ein Scorsese-myndin var síðan The Last Temptation of Christ, þar sem hann lék Júdas. Hann lék ann- ars í fjölda mynda á áttunda og ní- unda áratugnum og voru flestar þeirra úr sjálfstæða geiranum. Líð- andi áratug hefur hann orðið sýni- legri en áður og lék t.d. í þremur myndum af stærri gerðinni árið 1992 Bugsy, Mortal Thoughts og Thelma & Lou- ise. Aðrar myndir á þessum áratug eru m.a. Reser- voir Dogs, Pulp Fict- ion, Bad Lieuten- ant, Rising Sun, The Pi- ano, Clockers, From Dusk Till Dawn og Smoke. Robert De Niro hóf leikferil sinn undir stjórn Brians De Palma í The Wedding Party 1969. Fjórum árum síð- ar hafði hann tvisvar hlotið gagnrýnenda- verðlaun New York fyr- ir hlutverk í Bang the Drum Slowly og Mean Sylvester Stallone leikur lögreglustjórann Freddy Heflin. Streets. 1974 hlaut hann óskarsverð- laun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni The Godfather Part II og 1980 hlaut hann óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á boxaranum Jake La Motta í Raging Bull. Þá hefur hann hlotið óskarsverðlaunatilnefn- ingar fyrir leik sinn í Taxi Driver, The Deer Hunter, Awakenings og Cape Fear. Á löngum leikferli hefur hann m.a. leikið í Once Upon a Time in America, Goodfellas, Casino, Brazil, The Mission, The Untouchables, Angel He- art, Midnight Run, Guilty by Suspicion, Night and the City, Backdraft, This Boy’s Life, Mad Dog and Glory, A Bronx Tale, Mary Shelley’s Franken- stein, Heat og The Fan, en nýj- ustu myndir hans eru Mar- vin’s Room og Sleepers. -PJ lcognito Another 9 V2 Weeks Shadow Run Hinn kunni spennumyndaleikstjóri John Badham (Blue Thunder, Nick of Time, Stakeout) leikstýrir Icognito þar sem segir frá listmál- aranum Harry Donovan sem hefur það fyrir aðalatvinnu að falsa verk gömlu snillinganna. Donovan er snillingur í þess- ari atvinnugrein og eftirsóttur af listaverkasölum sem stunda það að selja viðskiptavinum sinum fólsuð málverk. Donovan, sem segist á fórum úr þessari atvinnugrein, er boðin hálf milljón dollara takist honum að falsa týnt málverk eftir Rembrandt. I þessu skyni heldur hann til Amsterdam til að leita uppruna málverksins. Allt gengur eins og i sögu með fólsunina. Donovan tekur sér góðan tima en það virðist sem einhver baktjaldsmaður togi í spotta og ýmsir atburðir verða til þess að Donovan verður að leggja á flótta undan bæði glæpamönnum og lögreglu. í aðalhlutverkum eru Jason Pat- rick, sem leikur listaverkafalsarann, Irene Jacob leikur safnstjórann og Rod Steiger leikur fóður Donovans sem eitt sinn var virtur myndlistarmaður. Warner-myndir gefa lcognito út og er hún bönnuð innan 16 ára. Útgáfudagur er 22. júni. 9y2 Weeks var mjög umtöluð og vin- sæl kvikmynd á sinum tíma og gerði kvikmyndastjöm- ur úr Kim Basin-| ► v*? wlL. • ger og Mickey Rourke. 9K Weeks þótt mjög djörf og fór fyrir brjóstið á mörgum. Ferill Mickeys Rourke hefur verið á nið- urleið í mörg ár en Kim Basinger heldur sínum vin- sældum og er skemmst að minn- ast þess að hún fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í L.A. Confidental. Another 9!4 Weeks er framhalds- mynd þar sem Mickey Rourke end- urtekur hlutverk sitt. Tíu ár eru frá því Elizabeth yfirgaf John fyrir fullt og allt. Hann hefur tekið missinum illa og reynir án árangurs að endurlifa þær ástríðiu' sem gripu hann þegar hann var með henni. Hann kemst að því hvar Elizabeth er og fer á slóðir hennar í París. John finnur enga Elizabeth en hittir fyrir Leu, sem er vinkona Elizabethar, og takast brátt ástir með þeim. Tvennum sögum fer síðan af örlögum Elizabethar og ákveður John að rannsaka málið. Auk Mickeys Rourke leika í mynd- inni Angie Everhart og Agathe La Fontaine. Leikstjóri er Anne Gour- saud. Myndform gefur Another 9V2 Weeks út og er hún bönnuð innan 16 ára. Út- gáfudagur er 23. júní. Shadow Run er bresk spennumynd með úrvalsleikurunum Michael Caine og James Fox í aðalhlutverkum, leikurum sem eiga langan leik- feril að baki og hafa leikið í mörgum úrvals- myndum. í Shadow Run segir frá hinum unga Edward Joffrey sem er einn daginn að skokka sér til heilsubótar. Óvænt verður hann vitni að ráni á brynvörðum bO þar sem far- ið er af mikilli hörku. Joffrey verður skelfingu lostinn enda nota glæpa- mennirnir sprengiefni til að komast inn í bílinn. Þegar það dugar ekki hverfa þeir á braut en þó ekki fyrr en foringi þeirra, Haskell, hefur orðið var við Joffrey. Joffrey herðir upp hugann og fer að bílnum þar sem hann tekur eftir blóð- straum sem leggur ffá honum. Þegar hann ætlar að fara að athuga þetta nánar verður honum bilt við þegar hann stendur allt í einu augliti til auglitis við foringjann sem nú býður honum peninga fyrir að segja engum frá því hvað hann sá. Leikstjóri Shadow Run er Geoffrey Reeve. Skífan gefur Shadow Run út og er hún bönnuð innan 16 ára. Útgáfudagur er 24. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.