Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Qupperneq 10
enning
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 JLlV
»;<
★ W
i
Þóiunn Hrefna
Abstrakt-expressjónískir
tilfinningastraumar í Nýló
Umsjón
Bræður í listinni: Ásmundur Ásmundsson, Magnús Sigurðarson og Erlin
Drengirnir Ásmundur
Ásmundsson, Erling
Þ.V. Klingenberg og
Magnús Sigurðarson
segja að Nýlistasafnið sé
mjög stórt og þar fái þeir
allir að blómstra hver í
sínu hominu.
í Nýlistasafninu hafa
þeir nefnilega staðið fyr-
ir sýningunni „Lista-
menn á barmi Einhvers"
hinar síðari vikur.
„Ég sýni ljósmyndir af
sjáifum mér í Ameríku,“
segir Magnús þegar
hann er beðinn að segja
frá verkum sínum á sýn-
ingunni. „Ég fór tvær
ferðir yfir Ameríku og
aðra þeirra á kúrekastíg-
vélum. Sú sería heitir
Yfir þvera Ameríku á
kúrekastígvélum en hin
röðin heitir ekkert. Þar
er ég að nema Ameríku
í annað sinn og hef með
mér íslenskan fána.“
Erling segir að hans
verk séu tvískipt, annars
vegar videó sem er heim-
ildarmynd I af lista-
mannahefðinni svokölluðu, landslagsmálaran-
um og drykkjumanninum. „Svo sýni ég mynda-
röð af sjálfum mér þar sem ég tek fyrir andlit
helstu listamanna sögunnar og blanda andliti
mínu 50 prósent saman við með tölvutækni. Ég
er að sýna minn listheim, það sem ég sæki í, en
landslagsmálarinn á vídeóinu er algjörlega
ómeðvitaður um það.“
Ásmundur segist vera með málverk á sýning-
unni sem heitir Sektarkenndin, en það verk fái
enginn að skoða nema sá sem sérstaklega óskar
eftir því. „Og það sem af er hefur aðeins einn
óskað eftir því,“ segir Ásmundur. Þegar hann
er inntur eftir því hvers vegna hann sýni ekki
fleirum verkið segist hann ragur við aö sýna
ókunnugu fólki inn í kviku sálarlífs síns.
Myndin sé abstrakt expressjónískur tilfinninga-
straumur sem félagi hans, Erling, hafi af næmi
hjálpað sér að mála og eigi ef til vill ekki erindi
til allra. Annað verk sem Ásmundur er með á
sýningunni ber líka tilfinningum hans vitni en
það er myndband sem fjallar um reiði einstak-
lingsins. í því ógnar Ásmundur heiminum með
belti og segir „Are you talking to me?“
Drengirnir segjast vera vel menntaðir í
myndlist. Magnús og Ásmundur með masters-
próf frá myndlistarskóla í Bandaríkjunum og
Erling er með masterspróf frá myndlistarskóla
í Kanada. Nú eru þeir hins vegar komnir heim
til að vera en ætla þó að gefa sér örlítinn tíma
til að meika það í Evrópu og byrja strax í
haust. Þá setja þeir upp sýningu í Hannover og
Frankfurt í Þýskalandi og ef til vill Kaup-
mannahöfn.
Undir brúðarslörinii
í dag og á morgun, kl. 16, verða
leiksýningar í Norræna húsinu á
verkinu Under brudslöjan eða Und-
er brudesloret. Bomerang teatret er
danskt-sænskt leikhús sem hefur
sýnt þetta verk víða um Norður-
lönd og Eystrasaltsríkin.
Umfjöllunarefnið í Norræna hús-
inu verður spumingin um það
hvaða gjald konur á Norðurlöndum
hafa þutft aö greiða fyrir það mikla
frelsi sem þær hafa náð. Varpað
verður fram svörum úr okkar sam-
norrænu arfleifð.
Maria er að fara að gifta sig og
hiin pr ifnmin í skrúðann. En henni
finnst hún ekki alveg
tilbúin. Enn er ýmsum
spurningum ósvarað.
Hvað er ást? Er hægt að
lofa að elska einhvern
„þar til dauðinn aðskil-
ur oss“? Hvernig fer
maður að því að láta
samband endast? Þess-
um grundvallarspurn-
ingum um lífið og tilver-
una veltir Maria fyrir
sér síöustu klukku-
stundina áður en hún
giftir sig.
Hún leitar svara í söngvum, þjóð-
sögum og ævintýrum og á vegi
hennar verða harmþrungnar,
fyndnar og heillandi kvenpersónur.
Leikformið er sambland af leik-
húsi, dansi og frásögn og er tónlist-
in einnig veigamikill þáttur í sýn-
ingunni.
Leikari er Lisa Brand og fiðlu-
leikur í höndum Kerstin Backlin.
Handrit er unnið af Lisu Brand og
Birgitte Norholt.
Þeir segjast vera
mjög spenntir fyrir
framhcddinu og vonast
eftir frekara samstarfi.
Við þessa prófraun,
sem sýningin í
gekk allt upp
og félagamir
segjast best
geta trúað því
að þeir vinni
saman þar til
þeir verði
frægir og fari
í samkeppni
hver við ann-
an.
í dag kl. 6
verður loka-
hóf í Nýló í
tilefni af þvi
að síðasta sýningar-
helgi er fi-am undan.
Þar heiðra góðir gestir
listamennina með nær-
veru sinni, eins og óp-
erusöngvarinn Jón
Rúnar Arason sem hef-
ur gert samning við
Gautaborgaróperuna og
er auk þess góður vinur
Magnúsar. Erling
teiknaði portrett af honum á Grandrokk og í
staðinn samþykkti hann að syngja í lokahóf-
inu. Til gamans minnist Magnús á að hann hafi
sjáifur komið fram sem kórdrengur í Ameríku.
„Ég fer í ákveðin jakkafót sem ég kalla kórbún-
inginn, stend uppi á stól og syng lög eins og
Heyr himnasmiður sem ég hef áður þýtt. Til
dæmis varð Heyr himnasmiður í minni þýð-
ingu „Hey you carpenter of the universe". Ég
syng mjög fallega og kannski geri ég þetta í
kvöld, það er aldrei að vita,“ segir Magnús.
Listamennimir bæta við að allir megi koma i
hófið,en algjört skilyrði sé að muna eftir góða
skapinu.
Þ.V. Klingenberg.
DV-mynd E.ÓI.
Karlmennska
Júlíhefti tímaritsins Við karl-
menn er komið út. Þetta er afskap-
lega karlmannlegt blað þar sem
fjallað er um fluguhnýtingar, tor-
fæmr, gamla vörubíla og því velt
upp hvort Samtök um þjóðareign
verði sigurvegari næstu alþingis-
kosninga. Þarna má líka lesa þing-
stökur Hjálmars Jónssonar, nokkra
léttbláa brandara og erótíska sögu
; sem ber það spennandi naín, Tungl-
1 skinsgyðjan. Hvað vilja karlmenn
| hafa það meira?
Ritstjóri er Hjörleifur Hallgríms-
I son og útgefandi Fálkafell ehf.
i
-----------------------------
Bréf Silos til vina
Hverfisfélag Húmanista í vestur-
bænum (sem er víst eitthvað allt
annað en Húmanistaflokkur Meth-
úsalems Þórissonar) hefur nú gefið
út bókina Bréf til vina minna eftir
Mario Luis Rodrigues Silo, argent-
ínskan húmanista. Silo hefur gefið
út fjölda bóka og í október 1993 fékk
hann nafhbót heiðursdoktors frá
vísindaakademíu Rússlands.
Bókin sem hér um ræðir hefur
undirtitilinn Um félagslega og per-
sónulega kreppu í heiminum í dag
og í tíu áleitnum bréfum setur Silo
fram sjónarhorn nýhúmanisma,
frjálslyndis og fjölbreyti-
leika og beinir því að
helstu spurningum og
þverstæðum vorra tíma.
Spurningar eins og
Hvert munu siauknar
eftiahagslegar og tækni-
legar breytingar leiða
okkur? Er allt að gliðna í
sundur eða að þjappast
saman í sálarlaust heimsveldi?
Erum við að nálgast betri tíma fyr-
ir alla eða er heimshrun yfirvof-
andi?
Á bókarkápu segir aö „nýju fótin
keisarans i raunsæishyggju nútím-
ans séu aðeins innantóm skel utan
um hrömandi goðsögn sem getur
ekki lengur falið hræðilegt gang-
verk ómennsks félagslegs og efna-
hagslegs kerfis sem löngu er þörf á
að gagnrýna og umbreyta á heiðar-
legan hátt.“
Kjartan Jónsson hafði umsjón
með íslensku þýðingunni.
Bjartar nætur
„Sýningin ætti éf
til viíl frekar að heita
Dimmar nætur held-
ur en Bjartar nætur
þar sem fólkið sat í
rökkvaöri baðstpf-
unni við vinnu sína
og hlustaði á sögur,
kveðskap og gamlar
frásagnir á svokölluð-
um kvöldvökum.
Þannig hvarf fólkið
inn í ímyndaðan
heim og gleymdi fá-
tæktinni um stund.
Sögumar voru birtan
í myrkrinu." Þetta
segir Kristín G.
Magnús en hún er
frumkvöðullinn að
sýningunum Light
Nights í Tjamarbíói.
Kristín er einnig leik-
stjóri, leikari, efnis-
höfundur og listrænn stjómandi.
„Á sínum tíma útskrifaðist ég úr Royal
Academy of Dramatic Art í London. Þegar ég
kom heim vann ég í Þjóðleikhúsinu, við
kennslu, og tók að mér nokkur hlutverk, bæði
stór og smá. Svo fór ég að velta fyrir mér, af því
að allt mitt nám fór fram á ensku, hvort ekki
væri hægt að setja eitthvað rammíslenskt upp á
ensku, og þá fyrir erlenda feröamenn. Ég ákvað
að prófa þetta eitt sumar, það var árið 1970. Síð-
an vatt þetta upp á sig og við maðurinn minn,
Halldór Snorrason, höfum sett upp sýningar á
hverju sumri þessi 28 ár sem liðin eru. Á hverj-
um vetri segi ég svo við sjálfa mig: „Nei, ég get
þetta ekki aftur í sumar, þetta er allt of mikil
vinna og fjárhættuspil!" En af einhverjum
ástæðum er þetta oröinn fastur liður hjá okkur
og um leið I menningarlífi borgarinnar.
í byrjun fengum viö inni í Glaumbæ, sem er
núna Listasafn íslands. Við fórum þaðan yfir á
Kristín G. Magnús fyrir miöju f fríöum hópi víkinga á sýningu Light Nights í Tjarnarbíói.
Loftleiðahótel en lengst af höfum við verið í
Tjamarbíói. í byrjun var dagskráin ósköp ein-
föld, það voru engin tjöld eða búningar og mað-
ur las einfaldlega upp, líkt og á kvöldvöku.
Núna erum við hins vegar komin með massífa
leikmynd sem er eiginlega þrjár leikmyndir:
víkingasalur, baðstofa og svokallað einskis
manns land sem er miðdepillinn. Fyrir ofan eru
svo sýndar skyggnur á stóru tjaldi sem eru sam-
hæföar tali, tónlist og leikhljóðum. í sumar
bjóðum við svo upp á sautján atriði. Við byrjum
á nútímanum, förum svo yfir í aldamótabaðstof-
una, segjum þjóðsögur og reynum að endur-
skapa kvöldvökustemninguna. Fyrir hlé endum
við á Djáknanum á Myrká, sem er afskaplega
hryllilegt atriði, og við erum lítið ánægð ef ein-
hver áhorfenda æpir ekki upp yfir sig. Eftir hlé
förum við síðan yfir i vikingana og þeirra tíma
og endum svo á Ragnarökum úr Völuspá,
þanhig að við förum aftur á bak um söguna."
Þegar Krist-
ín er spurð að
því hvort það
bara útlendingar
sem sækja sýning-
una segir hún að
sem betur fer komi
íslendingar oft í
fylgd útlendinga
sem þeir eru að
sýna land og þjóð.
Kristín segir að
þau séu mjög
ánægð að fá íslend-
inga á sýninguna
og þeir sem hafa
komið séu allir á
einu máli um að
sýningin sé miklu
betri en þá
nokkurn tíma
óraði fyrir.
Kristín segir að
engin leið sé að
reikna aðsóknina út. Stundum, þegar borgin er
full af erlendum ráðstefnugestum, þá koma fáir,
en aftur á móti getur verið fullt aðra daga þeg-
ar feröamenn eru hér á eigin vegum.
„Fólk fær þarna á silfurfati, á tveimur tím-
um, góða innsýn í okkar menningu. Það fær
matreidd skemmtileg atriði sem eru færð í leik-
búning, það fer út fróðara og með bros á vör. Ég
hef feröast mikiö um allan heim og víða er al-
gengt að sýndir séu þjóðdansar og sungið en
það er hvergi sem maður fær að heyra sagnir
viökomandi lands. Mér finnst það mikilvægt
því að sögumar segja svo mikið um þjóðarsál-
ina. Hvort sem við viljum eða ekki þá erum við
bundin fortíðinni að einhverju leyti," segir
Kristín G. Magnús að lokum.
Sýningar á Light Nights eru á fimmtudögum,
föstudögum og laugardögum og þær standa út
ágúst.