Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 nn Ummæli Hættir að treysta viðsemjendum „Viö höfum veriö svikin og þaö er alveg kristal- ! tært að eftir þá , reynslu sem viö höfum nú fengið j veröa ekki gerðir þriggja ára kjara- samningar næst því það er ekki hægt að treysta viðsemjendum okkar og rík- isvaldinu." Haildór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, í Degi. Þunginn hvílir á þeim lægstlaunuðu „Enn einu sinni virðist eins og allur þunginn af því að ná verðbólgunni niður eigi að hvíla á þeim lægstlaunuöu. Ég vil benda á að það eru enn þá 66.000 kr. launataxtar í gangi hjá verkafólki. Og reyni hver sem er að lifa af því.“ Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, í DV. Þeir sem ráða í Sjálfstæðisflokknum „íslensku stórfyrirtækin sem ráða Sjálfstæðis- flokknum og Vinnuveitenda- \ sambandinu búa ekki við mikla samkeppni. Þau eiga hlut hvert í öðru og hafa að hluta sömu stjómarmenn." | Ágúst Einarsson alþingis- maður, í Degi. Þurfum engar aftökusveitir „Við þurfúm engar aftöku- f sveitir - fangar sjá um þau mál sjálfir, svipta sig lífi í röðum. Hvað er að gerast á Litla- Hrauni?" Hrund Smáradóttir grunn- skólakennari, í Morgunblað- Dró skektu sína í naust „Rétt er það að Sverrir Her- mannsson gerði út á pólitík á upp- hafsárum kvóta- kerfisins. En hann brýndi þeirri skektu sinni og dró hana í naust 17. maí 1988.“ Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, í Morgunblaðinu. Harmleikurinn „Aukalandsfundur Alþýðu- bandalagsins var harmleikur í þeim klassíska skilningi að lengi var séð að hverju dró án þess að hægt væri að fá rönd við reist.“ Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður Sósíalistafélagsins, í Morgunblaðinu. i i, *)\ i 4 9i Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari: Kominn tími til að hlaða batteríin í tengslum við Sumartónleika í Skálholtskirkju mun Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari og dokt- orsnemi í tónvísindum við Harvard- háskóla, flytja erindi í Skálholtsskóla sem hann nefnir Guð faðir, vér þökk- um þér. Fjallar hann um tvísöng i ís- lenskum sönghandritum eftir ------- siðaskipti: „Ég hef í sumar ver- ið að vinna að fræðilegri út- tekt á tvísöngslögum í íslensk- um miðaldahandritum ög það er sú vinna sem ég ætla að fjalla um. Þetta er allt mjög merkilegt. Tvísöngurinn er í raun eina fjölraddaða tónlistin sem var iðkuð hér á landi í mörg hundruð ár. Áður fyrr héldu margir að þetta væri séríslenskt fyrirbrigði en það er alltaf að koma betur og bet- ur í ljós að tónlistarlega einangrunin var ekki eins mikil og talið var og sjálfsagt hafa alls konar straumar verið að berast til landsins." Árni Heimir fékk í fyrrdag mynd- arlegan styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat: „Þessi styrkur er til rannsóknar á ferli Jóns Leifs í Þýska- landi og mun ég kynna niðurstöðurn- ar á aldarafmæli hans á næsta ári. Ég hef haft áhuga á tónlist Jóns Leifs mjög lengi. Ég heyrði tónlist hans fyrst vel þegar verið var að halda upp á 90 ára afmæli hans og Sinfóníu- hljómsveitin var með tónleika í Há- skólabíói af því tilefni. Ég var fimmt- án ára gamall og hafði áhuga á að fara á tónleikana og fór einn því ég fékk engan til að fara með mér. Eftir þá tónleika gerði ég mér grein fyrir að mig hafði aldrei grunað að íslend- ingur hefði samið svona stórfenglega tónlist og síðan hef ég verið mjög spenntur fyrir öllu sem Árni Heimir Ingólfsson. Jón Leifs gerði.” Ámi Heimir er búinn að vera áber- andi í tónlistarlífinu í sumar: „Þetta er búið að vera annasamt sumar og nú er ég á leiðinni í frí tU að hlaða batteríin, fer á sunnudaginn tU Flór- ens og verð þar fjórar vikur tU að Maður dagsins læra ítölsku og þegar sá tími er liðinn ætla ég að dvelja í eina viku i Benediktsklaustri í Frakk- landi sem heitir Solesmes. Þar ætla ég að kynna mér gregorískan söng en þetta klaustur stendur einna fremst í slíkum söng í heiminum. Aö þessu loknu fer ég til Bandaríkjanna og held áfram mínu námi.“ Árni er spurð- ur hvort píanó- leikarinn muni víkja fyrir tón- vísindamannin- um: „Ég hef aldrei hugsað mér að vera bara hljóðfæra- leikari, píanó- námið er að- eins hluti af minu námi. Mitt takmark er að vera músíkant í fyUstu merkingu þess orðs sem felst í því að vita mikið og hafa víðtæka þekkingu sem nær út fyrir tæknUega spilamennsku." Þótt Ámi Heimir sé öUum stundum í tónlistinni þá beinist áhugi hans að mörgu öðru: „Ég hef mörg önnur áhugamál og þar sem ég er einn á báti og barn- laus get ég sinnt þeim : líka. Ég hef mikinn áhuga á bók- menntum, myndlist og úti- veru, svo eitt- hvað sé nefnt." -HK Hjólabrettalist Þessa dagana stendur yfir sýning á hjólabrettalist í GaUerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg. Það er versl- unin Smash og GaUerí Samkomur Geysir sem standa fyrir sýningunni sem opin er aUa daga tU 2. ágúst. Under Brudslöjan í norræna húsinu verður í dag og á morgun kl. 16 báða dagana sýnt leikritið Under brudslöjan/Under brudsloret. Það er Bomer- ang teatret sem sýnir leik- ritið sem fjaUar um Mariu sem er að fara að gifta sig og er komin í skrúðann. En henni finnst hún ekki alveg tUbúin. Enn er ýmsum spurningum ósvarað. Leik- arar eru Lisa Brand og Kerstin Backlin. Félagsvist SpUuð verður félagsvist á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi í Gjábakka, Fannborg 8, í kvöld kl. 20.30. Myndgátan Stendur í hárinu á konu sinni. Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragn- hildur Pétursdóttir leika í Varma- hlíð f kvöld. Sumartón- leikar í Skagafirði Ragnhildur Pétursdóttir fiðlu- leikari og Sólveig Anna Jónsdótt- ir píanóleikari verða með tónleika í kvöld í Miðgarði, Varmahlíð. Flutt verða verk eftir Beethoven, Fritz Kreisler, Þórarin Guð- mundsson, Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kalda- lóns, Karl Ó. Runólfsson, Jules Massenet og Vittorio Monti. Tónleikar Ragnhildur Pétursdóttir stund- aði framhaldsnám fyrst í Minnesota og útskrifaðist 1992 frá The Manhattan School of Music í New York. Sama ár hlaut hún Thor Thors-styrkinn frá The American Scandiavian Founda- tion tU að stunda einkanám. Auk þess aö taka þátt í tónleikahaldi viða um lönd er Ragnhildur fast- ráðin í Sinfóniuhljómsveit ís- lands. Sólveig Anna Jónsdóttir var í framhaldsnámi 1 Bandaríkjunum. Hún starfar við tónlistarkennslu og píanóleik í Reykjavík og hefur meðal annars leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur. Bridge Góöir spUarar gera oft ótrúleg- ustu mistök. f þessu spili, sem kom fyrir á HM í parasveitakeppninni á Ródos 1996, gerði austurríska lands- liðskonan EmUia Erhart dýrkeypt mistök. SpUið kom fyrir í leik lands- liða Austurríkis og Bandaríkjanna. í opnum sal hafði suður opnað á einum tígli eftir pass frá norðri og austri. Vestur doblaði, norður sagði einn spaða og enginn hafði neitt við þá sögn að athuga. Sagnhafi fékk 7 slagi í þeim samningi. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu, norður gjaf- ari og n-s á hættu: * D8652 D1072 ♦ - * G764 * ÁK93 4» 9843 * Á6 * D82 * G74 * G5 * KG54 * ÁK105 Noröur Austur Suður Vestur Erhart Chamb. Weigkr. Deas pass pass 1 ♦ dobl pass? pass pass Passið er óskUjanlegt með öUu, sérstaklega þegar tiUit er tekið tU þess að tígulopnun suðurs var opn- un i Bláa laufinu og lofaði aUs ekki tíguUit (tígulopnunin í opnum sal var eðlUeg og lofaði lit). Bandarísku konumar voru ekki í vandræðum með vömina, tígulás út og meiri tígli spUað. Sagnhafi fékk 4 slagi, 2 á tígul og 2 á lauf. Það vom 800 stig í dálk andstæðinganna og 13 impar tapaðir. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.