Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 2
2 * * LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 OV "★ ★ Hörö viðbrögö frá norskum útgerðarmönnum vegna makrílveiða íslendinga: Svífast einskis í að stela eigum annnara - hið versta mál en enginn grundvöllur til mótmæla, segja norsk stjórnvöld auðlindagjaldi - tibúinn að skattleggja þá sem hætta DV, Ósló: „Eiginlega ættu engar fréttir af framferði íslendinga á höfunum að koma á óvart lengur. Samt verð ég alltaf jafnhissa. íslenskir útgerðar- menn svífast einskis og njóta stuðn- ings íslensku rikisstjómarinnar i að stela eigum annarra. Þetta hafa þeir þráfaldlega sýnt á undanförum árum,“ segir Audun Marák, formað- ur Landssambands norskra útvegs- manna, um þær fréttir að íslensk skip séu komin til makrUveiða í sUdarsmugunni við Jan Mayen. Audun sagði við DV að hann myndi að sjálfsögðu krefjast þess að norsk sjtómvöld mótmæltu þessum veiðum við íslensk stjómvöld. Mak- rUstofninn væri nýttur sameigin- lega af ríkjum Evrópusambandins og Norðmönnum. Engir kvótar væru ætlaðir íslendingum enda hefðu þeir aldrei veitt makrU og hefðu engan rétt tU veiðanna. „Það vitlausasta við þetta er að íslendingar byrja að veiða makríl- inn þegar verð á honum er lægst og hann verstur. Aðrar þjóðir byrja ekki á makrUveiðum fyrr en í sept- ember. Ósvífnin er því alger og svo virðist sem íslendingar haldi að þeir geti umgengist fiskstofnana eins og þeir væru skítur," sagði Audun. „Við eram að vinna að því á al- þjóðavettvangi að koma stjóm á makrílveiðarnar. Við vitum að Rússar hafa veitt um 40 þúsund tonn af makrU utan kvóta á ári í sUdarsmugunni og það er ekkert ánægjuefni ef íslendingar ætla að leika sama leikinn. Við höfum hins vegar engin ráð tU að stöðva þessar veiðar meðan þær fara fram á opnu hafi,“ segir Johann WiUliams, deUd- arstjóri í norska sjávarútvegsráðu- neytinu, við DV. Hann sagðist ekki reikna með að veiðunum yrði mót- mælt þótt norskir útvegsmenn krefðust þess. Á síðasta ári var meðalverð á makrU 80 til 90 íslenskar krónur kUóið. Undafarin ár hefur makríln- um í Norðaustur-Atlantshafi verið skipt þannig að Evrópusambandið fær 70% og Norðmenn 30%. Við þessa útreikninga hefur verið gert ráð fyrir veiðum Rússa. „íslendingar ögra hér ekki síður Evrópusambandinu en Norðmönn- um. Það er eins og alþjóðleg sam- vinna um nýtingu fiskstofnanna skipti þá engu,“ sagði Audun og sagðist hafa takmarkaða trú á að ís- lendingar fæm að óskum annarra þjóða um veiðar úr makrílstofnin- um. -GK „Ég hef aldrei léð máls á auð- lindagjaldi. Ég tel að það geti ekki haft aðrar afleiðingar en að fram- leiðni sjávarútvegsins minnki og samkeppnishæfni hans verði eyðUögð og það bitnar fyrst og fremst á því fólki sem í sjávarút- veginum vinnur, fiskverkafólki og sjómönnum,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson þegar DV bar undir hann grein Einars K. Guðfinnsson- ar í Vestra, blaði vestfirskra sjálf- stæðismanna. í grein Einars K. eru uppi hugmyndir um að leggja sér- stakan skatt á söluhagnað þeirra sem selja kvóta og em ekki í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þá stingur Einar K. einnig upp á því í grein sinni að ef tU auðlindagjaldtöku í einhverju formi kæmi þá ætti hún að renna tU sveitarfélaganna til þess að byggja upp sjávarútveg. „Alþingi skipaði að vísu nefnd um auðlindamál 1 vor. Fyrirfram lá það aUtaf fyrir að ég myndi verða á móti slíkum skatti ef nefndin kæm- ist að þeirri niöurstöðu að leggja hann á. Ég hef aldrei tekið undir það að auðlindir sjávarútvegsins verði gerðar að skattstofni og mun aldrei gera það,“ sagði Einar Oddur. Einar segist þvi ekki hafa með samtali sínu við DV i fyrradag ver- ið að opna fyrir auðlindagjald. Ef Einar Oddur Kristjánsson. hægt væri að finna leið til að skatt- leggja hagnað þeirra sem fæm út úr sjávarútvegnum sem atvinnugrein, þá væri hann hlynntur því. Hann væri hins vegar svartsýnn á að slík leið fyndist þar sem auðvelt yrði að sniðganga reglur um það. Aðspurður um grein Einars K. vUdi Einar Oddur ekki ræða hana sérstaklega. Hann sagðist hins veg- ar ganga út frá því að ef auðlinda- skattsnefnd kæmi með tiUögur um að leggja á auðlindagjald þá yrði hann á móti því. -kjart Skipverjar á Aðalbjörgu 2. voru að vinna við að bæta snurvoð bátsins þeg- ar Ijósmyndara DV bar að garði. DV-mynd S Hvalfj arðargöngin vinsæl: Flestir fara göngin - reynt að fyrirbyggja biðraðir Gjaldtaka hófst í Hvalfjarðar- göngin á mánudagsmorgun. Meiri- hluti þeirra sem leið hafa átt um fjörðinn hafa lagt leið sína í gegn- um göngin síðan. Mánudag tU miðvikudags óku að meðaltali 3100 bílar um göngin. Á sama tíma óku 917 fyrir fjörðinn. Þannig óku um 78% ökumanna í gegn- um göngin á þessu tímabili. Að sögn talsmanna Spalar hefur hluti þeirra sem fara fyrir fjörð- inn ekki gagn af göngunum. Þetta eru sumarbústaðar- eigendur og aðrir sem ekki fara alla leið. Þannig sé raun- verulegt hlutfaU þeirra sem ætla vestur á land og fara göngin raunveru- lega vel yfir 80%. Um helgina verður reynt nýtt fyrirkomulag á gjaldtöku. Verði álag mikið verða þrjár akreinar opnaðar til norðurs í stað tveggja. Fara þá allir á suðurleið um akreinina lengst tU hægri. Með sama hætti verða notaðar þrjár akreinar til suðurs á sunnudaginn ef umferðarþungi verður mikiU. Þessar ráðstafanir eiga að koma í veg fyrir biðraðir með tilheyrandi óþægindum. -sf Umferð um Hvalfjörð 12.000 10.000 8.000 6.000 2.000 wmc': I Sunnudagur19. Il júlí Mánudagur 20. júlí Þriðjudagur 21. júlí ■ Göngin Fyrir fjörð Miðvikudagur 22. júií Einar Oddur Kristjánsson: Er á móti stuttar fréttir Stofnun hættir I Húsnæðisstofnun hættir starf- f. semi um næstu áramót. Félags- | málaráðherra hefur skipað | nefnd tU að | vinna að sfofn- un íbúðalána- sjóðs. Jafn- : ffamt hefur starf forstjóra ? sjóðsins verið i- auglýst frá 1. janúar 1999. 80% án bílbelta I Um 80% ökumanna í Sand- j gerði, Grindavik og Garði spenna ekki á sig bílbelti þegar þeir aka | innanbæjar. Lögregla á Suður- j nesjum mun taka á málinu eftir helgina, að sögn Víkurfrétta. Vantar vatn | Landsvirkjun mun skerða aila ’ afgangsorku til stóriðju frá 1. j sept. - 31. des. nk. Jafnframt hef- f ur verið ákveðið að hækka orku- f gjald ótryggðs rafmagns. Ástæðan er óvenju rýr vatnsbúskapur í j uppistöðulónum virkjana. 40 af fæöingargangi | Flestar þeirra 40 ljósmæðra, % sem ætla að hætta störfum á Kvennadeild Landspítalans á laugardaginn í næstu viku, vinna á fæðingargangi deildarinnar. f Ljósmæðumar hafa enn eina f viku til þess að draga uppsagnir I sínar til baka. Jarðskjálftar j Nokkrir skjálftar mældust í | Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Ragnar Stefánsson, f jarðskjálftafræðingur á Veður- 1 stofu íslands, segir að sá stærsti - hafi mælst um 3,5 á Richter en f hrinan hafi gengið fljótt yfir. Ekk- f ert bendir til gosórpa á svæðinu. Laus prestaköll Biskup íslands, hr. Karl Sigur- f bjömsson hefur tilkynnt um laus : prestaköll til umsóknar. Þau eru f Hofsóspresta- kali, Breiða- Íbólsstaðar- prestakall, Há- teigsprestakall í Reykjavík, og embætti hér- aðsprests í | Kjaiarnespró- I fastsdæmi. Fékk 15 milljónir í gær var dregið í Heita pottin- | um hjá Happdrætti Háskóla ís- , lands og kom aðalvinningurinn á númer 20787. Allir miðar með j þessu númeri eru seldir og skipt- í. ist aðalvinningurinn, 28 milljónir j og 152 þúsund krónur, milli fimm j vinningshafa. Sá sem á : trompmiðann með númerinu fær i í sinn hlut 15 milljónir og 640 þús- j und krónur. Knapiíkeldu j; Slökkviliðið í Reykjavík og lög- j reglan í Mosfellsbæ voru klukkan 1 16 í gær kölluö út til að bjarga i manni sem sat fastur í sandbleytu 6 í fiörunni undan Blikastöðum í 1 Mosfellsbæ. Maðurinn gat losað | sig af sjálfsdáðum áður en i j slökkvilið kom á staðinn. Þetta | kom fram f fréttatíma Bylgjunn- K ar. Moggavírus : Friðrik Skúlason tölvunar- I fræðingur segir í fréttatilkynn- j ingu að 2000 I vandamálið j svokallaða R stafi ekki af 1 svokölluðum | tölvuvírusum j; og gagnrýnir I Morgunblaðið j: fyrir að íjalla j; um þennan alvarlega tölvu- | vanda eins og um víms væri I) um að ræða. 2000 vandamálið stafar af því að margar tegimd- ir hugbúnaðar leyfa einungis j, að ártöl séu táknuð með tveim- I ur síðustu tölustöfunum. Þegar I’ árið 2000 gengur í garð munu margar tölvur tákna það með 00 og ruglast í ríminu. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.