Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 17 Kain frá Kreml allra besta til að útmá sérkenni hennar og þjóðarvitund: „Rússar sendu fjöldann allan af fólki, jafnt seku sem saklausu, til Síberíu í fangabúðir og voru foreldrar minir þar á meðal. Þar unnu þau á samyrkjubúi í nokkurs konar fang- elsi undir berum himni og lögin og söngvarnir hjálpuðu fólki einfald- lega að komast af. Textarnir íjalla um ættjörðina, ást og frið og sökn- uðinn sem fylgir þvi að vera fluttur nauðugur viljugur að heiman á framandi jörð. Tónlistin varð til þess að fólk gleymdi ekki rótum sín- um og varðveitti tungumálið þannig að Rússunum tókst ekki ætlunar- verk sitt. Eistar eru enn til og sömu- leiðis tónlistin." -fin „Tónlistin bjargaöi þjóö okkar," segja þær Sofia Joons (t.v.) og Riina Roose sem sjást hér á sólpalli í Grjótaþorpinu með gígjurnar sínar. Dv-myndir E.ÓI. Konurnar heita Sofia Joons, sem er 25 ára og leikur á bogahörpu og fiðlu, og Riina Roose, 34 ára og leik- ur á einhvers konar strengjahljóð- færi sem blaðamaður kann ekki að nefna en hljómar bara þó nokkuð vel. Konurnar syngja auk þess báð- ar. Þær segjast vera að viða að sér efni fyrir leiksýningu sem ætlunin er að setja upp í Tallinn í haust. „Við erum á námskeiði um goða- fræði ykkar og bókmenntir og ætl- um að vera hér í tvær vikur að kynnast landi og siðum.“ Sofia er hálfsænsk og margt til lista lagt: „Ég syng og leik sænska þjóðlagatónlist og nota til þess fiðlu og svo höfum við Riina leikið göm- ul eistnesk og norræn lög frá mið- öldum auk þess sem við blöndum nýrri inn i bland.“ „Um það leyti sem íslendingar fluttust frá Noregi og námú land á íslandi fóru hópar Svía að flytjast búferlum á eyjamar á Eystrasalti. Þar bjuggu þeir fram yfír seinni heimsstyrjöld. Þar varðveittust þessi gömlu lög og hljóðfæri í mik- illi einangrun og það er ekki ólík- legt að þau gefi vísbendingu um tón- listarlíf norrænna þjóða á öldunum í kringum 1000, þ.á.m. íslendinga,“ segir Sofia og bendir á að íslending- íslenska þjóðin á sér mikla og stórbrotna bókmenntahefð, eins og vart þarf að minna ærlegan þegn á. Eddukvæðin og íslendingasögurnar, ásamt fleiri meistaraverkum, eru gullnir hornsteinar hins morkna torfkumbalda sem íslensk menning fyrri alda annars er. í þá hrákasmíð vantar mikið til einn veigamikinn þátt - tónlistina, því fyrir utan rím- ur og söngva er fátt um fma drætti í þeim geira, a.m.k. þegar lýtur að hljóðfærum og undirleik. Spánverj- ar eiga gítarinn, Austurríkismenn glockenspielið en hvað eiga íslend- ingar? Langspilið! í tónlistarlegri goggunarröð kemst það ekki einu sinni í hálfkvisti við þríhornið, hvað þá meira! Einhver tónlist hlýtur þó að hafa verið iðkuð hér á landi um það leyti sem Snorri sat sveittur og tuggði fjaðurstafinn og sveitimgar bárust á banaspjótum, milli mjalta. Tvær eistneskar söng- og leikkonur eru staddar hérlendis með það að augnamiði að fræðast um sögu og syndir okkar fallega lands. Með í farteskinu eru tvö fornfáleg strengjahljóðfæri og hyggjast þær Riina Roose ætlar aö setja upp leikrit þar sem eistneskir víkingar feröast til íslands og kynnast Frónbúum. stöllur veita okkur frændunum í vestri innsýn í hvað vel getur hafa verið sú tónlist sem Ingólfur og all- ir hinir dilluðu sér við í ragnarökkri undir reykvískum mána. Eistnesku stúlkurnar koma fram í Sölvasal á Sólon íslandus næsta sunnudagskvöld klukkan hálftíu, 21.30, og er aðgangur ókeypis. um kunni að hafa verið fleira tU lista lagt en ritun ódauð- legra meist- araverka á fyrstu öld- mn byggðar í landinu. Riina seg- ir að tónlist- in hafl verið eistnesku þjóðinni ómetanleg á hörm- ungar- tímunum um miðja öldina þegar stóri bróðir úr austri, Kain frá Kreml, gerði sitt , a ð^sfceðustu verðutú^ ellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugan ,eða rúnnaðir » Sturtuhorn •SturtumflBar | • Baðkars, stu Vönduð vara RADCREIDSLUR L © EURDCAHD raögreiöslur (fólk Eistneskt eyrnakonfekt Fjórfaldur í. viiiningur með lottó! og þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins. í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið. í þigu öryrkja, ungmenna og iþrótta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.