Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 37
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan TIV LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1998 myndasögur laxness Árri ekki vieT ÞENNAN VANDA A£> STRIÐA ÞEGAR HANN SKRIFAÐI"SJALFSTÆTT FOLK”. ________________Wdge45 Evrópumót yngri spilara 1998: Skrykkjótt spilamennska! Þegar þetta er skrifað er 14 um- ferðum af 21 lokið á Evrópumóti yngri spilara sem haldið er í höfuð- borg Austurríkis. íslenska sveitin er í 12. sæti, eða rétt fyrir ofan miðju, með rúmlega 214 stig, sem gerir rúmlega 15 stig í leik að með- altali. Það er í sjálfu sér ekki svo slök frammistaða en hins vegar hef- ur spilamenskan verið óvenju skrykkjótt. Liðið hefir unnið fjóra leiki með 25 stigum en tapað fjórum stórt. Þetta er árangur íslenska landsliðsins til þessa en mótinu lýk- ur á morgun: Ísland-Austurríki 16-14 Ísland-Danmörk 13-17 Ísland-Bretland 18-12 Ísland-Grikkland 25-2 Ísland-Pólland 18-12 Ísland-Noregur 3,5-24,5 Ísland-Júgóslavía 25-5 Ísland-Finnland 25-5 Ísland-Ungverjal. 14-16 Ísland-Tyrkland 3-25 Ísland-Króatía 12-18 Ísland-Rússland 5-25 Ísland-Ítalía 10-20 Ísland-Spánn 25-4 Rússland trónir á toppnum með 261 stig, ítalir eru öðru sæti með 260 stig, þriðju eru Norðmenn með 258,5 stig og fjórða sætið skipar Danmörk með 256 stig. Fjögur efstu liðin vinna sér rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti yngri spilara og er ljóst að ísland nær því ekki í þetta sinn. ísland vann stórsigur á Grikkjum í 3. umferð og var leikur- inn sýndur á sýningartöflu. Við skulum skoða eitt skemmtilegt spil frá þeim leik. A/0 4 G72 44 G43 -f D654 4 A84 4 K965 «AK 4- AK1072 4 KG6 4 108 «4 D9852 4- G8 4 9732 «4 A1076 4 93 4 D105 N V A S 4 AD43 Rennslið hafði verið með íslandi þegar þetta spil kom upp og það virtist sauðmeinlaust. Stefán Jó- hannsson og Sigurbjörn Haraldsson í s-n stoppuðu í fjórum spöðum eft- ir þessar sagnir: Austur Suður Vestur Norður Pass 1 4 pass 1 4 Pass 1 Gr pass 2 4 Pass 34 pass 4 4 Pass 4 «4 pass 44 Pass pass pass Stefán fékk 12 slagi og 480. En hvernig á að spila slemmuna sem Grikkirnir reyndu í lokaða salnum? Þar sátu Snorri Karlsson og Aron Þorfinnsson a-v og hlustuðu á þess- ar sagnir: Austur Suður Vestur Norður Pass 1 4 pass 1 4 Pass 1 *4 pass 2 4 Pass 34 pass 4 Gr Pass 5 4 pass 64 Pass pass pass Tvær meginleiðir koma til greina, annaðhvort að trompa tígla í blindum eða trompa hjörtu heima. Athugum hjartaleiðina fyrst. Tvær innkomur þarf til þess að trompa tvö hjörtu og þá þriðju til þess að Umsjón .., ÍÉ^fblr— Stefán Guðjohnsen taka síðasta trompið. Ein innkoman er á tromp en hvar eru hinar tvær? Segjum að þú spilir laufkóng í öðr- um slag sem er drepinn á ás. Þá á blindur tvær innkomur á lauf og öll vandamál úr sögunni. En ef lauf- kóngur fær að eiga slaginn, eins og allir góðir varnarspilarar myndu gera, þá er málið verra. Þú gætir lent í lauftrompun ef þú spilar laufi aftur og í öðru lagi þarf seinni inn- koman að koma með tígultrompun sem skapar einnig vissa hættu. Gríski sagnhafínn ákvað hins vegar að reyna tígulleiðina, enda er spilið auðvelt ef tíglamir eru 3-3. En ef þeir eru 4-2? Þá þarf að trompa tígul tvisvar. Trompin sem eru úti eru það há að ekki dugar að láta austur stinga í, en hann verður að vera stuttur í tígli. Hann drap hjartaút- spilið, tók Á-D í trompi og spilaði tveimur hæstu í tígli. Síðan tromp- aði hann tígul og þá var ljóst að vestur átti trompgosann. Mikil gleði braust út hjá sagnhafa þegar hann uppgötvaði það. Hann gætti þvi ekki að sér og spilaði laufi. En Aron var vel á verði, stakk upp laufás og spil- aði trompi. Einn niður. En auðvelt var að vinna spilið hjá Grikkjanum. Hann þarf aðeins að trompa hjarta og trompa fjórða tígulinn í blindum. Síðan á hann örugga innkomu á lauf til þess að taka trompgosann af vestri meðan hjartaásinn valdar hjartalitinn. Þetta voru 11 impar til íslands í stað 11 til Grikklands. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00. GREASE eftir Jim Jacobs og Warren Casey I kvöld Id. 25/7, uppselt, sud. 26/7, kl. 15.00, uppselt sud. 26/7, uppselt, fid. 6/8, örfá sæti laus, föd. 7/8, örfá sæti laus, Id. 8/6, örfá sæti laus. fid. 13/8, föd. 14/8, dl. 15/8. Skoöiö GREASE-vefinn www.mbl. is Miöasalan er opin daglega kl. 13-18 ogfrarn aö sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.