Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 51 Gus Van Sant ásamt Matt Damon. store Cowboys. Gus Van Sant sneri sér næst að lesbískum bókmenntum og kvikmyndaði skáldsögu Toms Robbins, Even Cowgirls Get the Blu- es (1993). í krafti orðspors síns fékk hann fjölda frægra leikara til að koma fram í myndinni en hún reyndist vera fyrstu mistök hans. Gagnrýnendur hökkuðu hana í sig og hún hlaut litla sem enga að- sókn.Sem betur fer fyrir Gus Van Sant var hann þegar búinn að semja um að leikstýra To Die for (1995), fyrstu kvikmynd hans þar sem hann skrifar ekki handritið sjálfur. Þessi háðsádeila á meinloku Banda- rikjamanna gagnvart frægð og frama gekk ágætlega í bæði áhorf- endur og gagnrýnendur og tókst að bjarga orðspori hans. Good Will Hunting kom síðan út i fyrra og sló í gegn, Gus Van Sant hlaut fyrstu óskarsverðlaunatilnefningu sína en myndin alls niu tilnefningar og tvær styttur. Fyrri myndir Gus Van Sant voru einkennilegar, ljóðrænar og drunga- legar. Hann sýndi í þeim hina hlið- ina á amerísku þjóðlífi, hliðina sem Hollywood sýnir ekki, og hann var alltaf í andstöðu við hefbundna kvikmyndagerð. Persónur hans voru flakkarar, eiturlyfjaneytendur, misindismenn og þar fram eftir göt- unum. Eftir brotlendingu fjórðu myndar sinnar beindi hann sjónun- um að þeirri hlið sem Hollywood er svo upptekin af og dró glyskennda veröld hennar sundur og saman í háði í To Die for. í nýjustu mynd hans, Good Will Hunting, fjarlægist hann uppruna sinn enn meir. Ljóð- ræn og drungaleg frásögn hefur vik- ið fyrir þroskasögu af „feelgood“- sortinni og Gus Van Sant stundar í henni „hefðbundna" kvikmynda- gerð í fyrsta skipti. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvemig myndir hann gerir á næstu ámm. -PJ Umyndbönd TITILL j j Starhip Troopers j Sam MyndbBnd j Spenna Picture Perfect ) Skífan ! Gaman ) i Boogie Nights j Myndform j Gaman J ' J Father's Day j Warner Myndir j Gaman Jackal j CICMyndbönd j Spenna j j Copland j Skífan j Spenna Seven Years In Tibet J SamMyndbönd I Ðrama J J 8 c 1 J 6 j J j 2 Shadow Of Doubt j Mjmdfoim , j j Spenna 9 i Ný j 1 j American Warewolf In Paris j Skífan j Spenna 10 J J > 7 j ) •) 5 George Of The Jungle j j J j SamMyndbönd j i j Gaman 11 ! 9 j 9 TheGame j Háskólabíó j Spenna 12 J J i 8 i 6 j Tomorrow Never Dies j j J j SamMyndbönd j Spenna 13 i 10 i 7 il Know What You Did Last Summer j Skífan j Spenna 14 J J 1 11 1 J 11 j IilHHMiP 9 In&Out J j j SamMyndbönd j mBmja Gaman 15 * J j 12 J 5 One Night Stand i Myndform J . | ..... . ..|, Gaman 16 i 13 i j j 5 J Gattaca j J J j Skrfan J 1 . :'M Spenna 17 j 14 i 10 j LA Confidential j WamerMyndir j Spenna 18 > 20 í J j 14 i Face/Off i J J : J Sam Myndbönd J J ) Spenna 19 i 18 j 3 Prophecy II ) ,, a J j Skrfan . Spenna 20 J j í Ný j 1 i Jadced i J ! Sflömubíó J Spenna C(CTI jFYRRI j VIKUR j SÆTI i VIKfl jfl LISTflí Molar um Good Will Hunting ROBIN WILLIAMS hlaut óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir túlkun sína á sálfræðingnum Sean McGuire í Good Will Hunt- ing og félagarnir Ben Affleck og Matt Damon, sem báðir leika í myndinni, fengu óskarsverð- laun fyrir besta frumsamda handritið. MATT DAMON var einnig tilnefridur fyrir besta leik í aðalhlutverki og Minnie Dri- ver fyrir besta leik í aukahlut- verki. Good Will Hunting var til- nefnd sem besta myndin og Gus Van Sant fyrir bestu leikstjóm. Pi- etro Scalia var tilnefndur fyrir klippingu, Danny Elfman fyrir tón- listina og Elliott Smith fyrir lagið Miss Misery. MINNIE DRIVER leikm- Skylar, kærustu Wills Huntings, en Skylar var nafn kærustu Matts Damons. Upp úr sambandi þeirra slitnaði meðan á tökum stóð og Matt Damon og Minnie Driver felldu hugi sam- an. í MYNDINNI sjást oft útreikningar á töflum sem eiga að vera þróuð stærðfræði- dæmi sem aðeins lærðustu stærð- fræðingar gætu skilið. I rauninni eru þetta tiltölulega einföld dæmi úr grundvallarstærðfræðikúrsum, svo sem línulegri algebru. En við, þessir venjulegu jólasveinar, þekkjum hvort eð er ekki muninn. GUS VAN SANT er með tvær myndir í deigl- unni og er stefnt að því að Ijúka báðum á næsta ári. Önnur þeirra er á frumstigi og mun vera byggð á skáldsögu F. Annie Proulx, Brokeback Mountain. Hin myndin er endurgerð klass- ískrar myndar eftir Alfred Hitchcock, Psycho, og í helstu hlutverkum verða Robert Forst- er, Anne Heche, WiUiam H. Macy, JuUanne Moore, Viggo Mortensen og Vince Vaughn. Þessar ráðagerðir hans hafa strax vakið miklar deUur og telja hörðustu Hitchcock-aðdá- endur það hreinustu helgispjöU að ætla að fara að hrófla við gamla meistaraverkinu. -PJ Myndband vikunnar I Good Will Hunting: -- * ■ ■ — - ■■ ■ - ■ ’''! ^' Snillingur á krossgötum Matt Damon leikur Will Hunting og Minnie Driver stúlkuna hans. Will Hunting er sennilega greindasti maður á jarðríki. Hann hefúr lesið flest sem hægt er að finna á bókasafninu, getur útskýrt hér um bil hvaða fræðikenningu sem er og leysir erfiðustu stærð- fræði- og raungreinadæmi eins og að drekka vatn. Hann er hins vegar munaðarlaus íbúi fátækrahverfis og flakkaði á milli munaðarleysingja- hæla og fósturforeldra þegar hann var krakki. Það lengsta sem hann hefur komist í skólakerfinu er að skúra gólf í virtum háskóla. Líf hans tekur breytingum þegar stærð- fræðiprófessor stendur hann að verki þar sem hann er að leysa þraut á töflu. WiII Hunting á yfir höfði sér fangelsisvist vegna líkams- árásar en prófessor- inn fær dómarann til að breyta refsing- unni í skilorðsbund- inn dóm gegn því að Will sæki tíma hjá prófessornum og einnig hjá sálfræð- ingi. Eftir að nokkrir sálfræðingar gefast upp á Will fær pró- fessorinn gamlan skólafélaga sinn, Sean McGuire, sem ólst upp í sama hverfi og Will, til að taka hann að sér. Sean nær að vinna traust hans og hjálpa honum að staðsetja sig í lífinu. Það að félagamir Matt Damon og Ben Affieck skuli hafa fengið ósk- arsverðlaun fyrir besta handritið fyr- ir Good Will Hunt- ing er hreinasti brandari því að í þessari annars þéttu mynd er hand- ritið veiki hlekkur- inn. Sjáif hugmynd- in um tilfinningaleg vandamál snillings er athyglisverð en það er illa unnið úr henni. Snilligáfa Wills Huntings er alltof ýkt til að per- sónan verði trú- verðug og bæði boðskapurinn og framvinda sögunnar eru bamaleg og einfeldningsleg. Það er fyrst og fremst frábær leikur sem bjargar myndinni. Matt Damon nær að ljá persónu Will Hunting tiúverðug- leika sem er langt mnfrarn það sem persónusköpunin í handriti hans og Affleck gefur tilefni til. Robin Wifli- ams getur sýnt afburðaleik þegar hann fær tækifæri til að leika í dramatískum myndum, eins og hann sannaði í Awakenings, og á mun meira fyrir sínum óskar en handritshöfundamir. Annars er leikhópurinn allur í essinu slnu og greinilegt að Gus Van Sant hefúr náð að kreista allt sem hægt er út úr honum. Sagan er í einu orði sagt lúðaleg en frábær leikhópur gerir myndina þess virði að sjá hana. Pétur Jónasson *»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.