Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JjV
DV um borö í skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth II:
Drottning hafsins
Pað er konungleg tign yfir Queen Elizabeth II. DV-myndir Hilmar Pór.
Það er konungleg tign yflr enska
skemmtiferðaskipinu Queen Eliza-
beth II. Vegna stærðar skemmtiferða-
skipsins, sem er 293,52 m langt og
32,07 m breitt, liggur það úti á ytri
höfninni og bátar ferja farþegana út í
skipið. Farþegar i þessari ferð eru
1.653 og um borð er 1.025 manna
áhöfn. Bátarnir skoppa á ósléttum
haffletinum og nálgast skipið þar sem
það gleypir farþegana í sig einn af
öðrum. Þeir eru ílestir í regnfötum
enda leiðindaveður í Reykjavík. Um
þorð er ekki veltingi fyrir að fara.
Elaine Mackay tekur á móti útsend-
urum DV. Gengið er eftir löngum
teppalögðum göngum. Manni verður
hugsað til Kate Winslet og Leonardo
DiCaprio þar sem þau óðu gangana,
sem voru fullir af sjó, í sökkvandi
skipinu. Loks er farið upp í lyftu.
Elaine ætlar að sýna okkur salar-
kynni skipsins sem eru nokkrum
hæðum ofar.
Kennari sem vildi prófa
eitthvaö nýtt
Elaine, sem er frá Washington,
starfar við almannatengsl um
borð. „Ég er kennari og vildi prófa
eitthvað nýtt. Ég réði mig upphaf-
lega í tvær vikur en ég hef verið
hér í 16 ár og ég nýt starfsins.“
Hún á tvö uppkomin börn og
barnabarn sem búa í Dallas.
Elaine finnst gaman að vinna þar
sem hún hittir mikið af fólki og
starf hennar gerir henni það
kleift. „Og ég nýt þess að ferðast
um heiminn."
Elaine fylgir okkur um skipið
sem er fljótandi heimur á ytri
höfninni. Fyrst komum við í sal
sem ætlaður er farþegum í ódýr-
ari herbergjum. Hann er langt frá
því að vera eitthvað slor; borð eru
uppdekkuð með glæsilegum glös-
um og hvítum matardiskum með
merki skipafélagsins í gylltum lit.
Næst göngum við í gegnum Krist-
albarinn. Þar er mannlaust enda
er hann lokaður þar sem flestir
farþegar eru í landi. Vínflöskur í
hillum sjást í gegnum glervegg
sem umlykur barborðið. Innihald
þeirra verður klárað í þessari
ferð. Næst komum við inn í
Princess Grill sem er mun minni
en sá fyrsti. Hann er einungis ætl-
aður 85 farþegum eða þeim sem
eru í dýrari herbergjum. I
Princess Grill geta farþegar pant-
að hvaða mat sem þeir vilja. Það
er farið eftir dyntum hvers og
eins.
Næst er komið inn í kvik-
myndasal sem rúmar um 500
manns. Þar eru meira að segja
svalir eins og var í Gamla bíói og
Nýja bíói. „Salurinn er ekki ein-
göngu notaður undir kvikmynda-
sýningár. Hér eru haldnir sígildir
tónleikar." Á sviðinu stendur gljá-
andi flygill. „Hér eru líka haldnar
messur og fyrirlestrar; í gær var
t.d. haldinn fyrirlestur um ís-
land.“
Oröinn heimilisvinur
Dudley Woodann, sem er ensk-
ur ellilífeyrisþegi, situr í þægileg-
um stól og horfir út á flóann. Áður
en hann hætti störfum ferðaðist
hann eingöngu um England og
meginland Evrópu. Þetta er sjötta
ferð hans með Queen Qlizabeth II
og hann hefur siglt með skipinu
um öll heimsins höf. Blaðamaður
sest í mjúkan sófa sem gæti notið
sín í hvaða stássstofu sem er.
„Ég kýs að ferðast með
skemmtiferðaskipum vegna þess
hve það er þægilegt. Maður veit
ekki af því þegar skipið siglir á
nóttunni og þegar maður vaknar á
morgnana er maður kominn á nýj-
an stað. Ég kynnist áhöfninni og
það er eins og að hitta gamla vini
þegar ég hitti hana aftur.“ Hann
og Elaine þekkjast vel. 6. janúar
n.k. stígur Woodann aftur um
borð í Queen Elizabeth II. Siglt
verður um Panamaskurðinn, til
Los Angeles og Hawaii og síðan til
Hong Kong. Þar fer Woodann frá
borði og flýgur heim til Englands.
Þetta er siötta ferð Dudleys Woodann meö skipinu Þær veröa fleiri.
§ijjji|gl§j§l§|fi
_ ....I
Fólk situr undir fögrum hörpuleik í Drottningarsalnum
Nokkrir farþegar grúfa sig niöur í bækur í bókasafni skipsins.
Þjónar með hvíta hanska
Ferðin um skipið heldur áfram.
Gengið er fram hjá sal þar sem
skemmtikraftar koma fram á
kvöldin; töframenn, dansarar og
tónlistarmenn. í öðrum sal, Yacht
Club, er diskótek. Við förum líka
inn í Caronian-salinn en þar borð-
ar skipstjórinn. Við göngum síðan
í gegnum spilavitið þar sem eru
pókerborð og spilakassar í tuga-
tali. Síðan förum við út. Örfáir
farþegar eru úti á dekki. Veðrið
hefur þar sitt að segja og svo eru
margir enn þá í landi. Það rýkur
upp úr heitum potti en sundlaug-
in er vatnslaus. Tugir mannlausir
sólbekkir liggja í beinum röðum.
Aftur verður manni hugsað til
Titanic. Engin Kate Winslet eða
Leonardo DiCaprio standa í
skutnum.
Drottningarsalurinn
Við forum inn í stærsta salinn
til þessa. Þar borða þeir m.a.
morgunmat sem ekki vilja klæða
sig upp á. Þjónar með hvíta
hanska eru þar á hverju strái.
„Þetta er einfaldlega háttur okkar
hér um borð,“ segir Elaine.
Hörpuleikari situr á miðju gólfl
í Queen Room og töfrar fram
himneska tóna. í þessum sal eru
haldnir dansleikir á hverju
kvöldi. Skipstjórinn heldur þar
stundum veislur. Það eru ekki
bara matsalir, barir, kvikmynda-
salur, spilavíti og danssalir um
borð. Ferðamenn þurfa að versla
hvort sem þeir eru í landi eða úti
á sjó. í Queen Elizabeth II eru 11
verslanir og bókasafn. Nokkrir
farþegar grúfa sig niður í bækur á
bókasafninu.
Tími er kominn til að fara í
land. Skipið á að leggja af stað eft-
ir rúman hálftíma og farþegarnir
tínast inn hver á eftir öðrum. Við
forum úr risavöxnu skipinu út í
bát sem skoppar á ósléttum
haifletinum. Þegar komið er upp á
kajann í Reykjavíkurhöfn mæta
manni ólík andlit farþega frá öll-
um heimshornum. Þeir eru að
koma úr rútum eftir dagsdvöl í
Reykjavík og nágrenni. Flestir eru
klæddir í skjólgóðar flíkur. Mið-
aldra þýskumælandi maður er
samferða ungum dreng. „Varaðu
þig, það er hált,“ segir hann við
drenginn þegar þeir ganga á lítilli
trébryggju þar sem bátarnir leggj-
ast að. Veðurguðirnir hefðu mátt
vera samvinnuþýðari fyrst drottn-
ingin var að koma í heimsókn.
S.J.
Elaine Mackay í kvikmyndasalnum. Hún hefur unniö á Queen Elizabeth II í
16 ár.